Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Þriðjudagur 28. desember 1965. Sigurður H. Þorsteinsson: Jjað leið óðum að jólum. Þetta yrðu mikil jól, a. m. k. á heimili Magnúsar for stjóra, því að auk jólahátíð- arinnar, þá átti hann fimm- tugs afmæli á aðfangadag. Núna var því hið virkilega tækifæri til að láta ósk sína um að eignast Hópflug ítala rætast. Þessi eyða í frímerkja bókinni hans hafði mænt á hann í tuttugu ár. Hún hróp- aði á að verða fyllt. Einhvern veginn var það samt svo, að- þótt hann hefði góðar tekjur og raunverulega efni á að kaupa sér þessi merki, þá hafði hann aldrei getað sætt sig við, að eyða svo miklum peningum í einu í frímerki. Það varð að vera hægt að verja það fyrir samvizku sinni að eyða fleiri þúsund- um króna T þrjú frímerki, og það fannst honum hann ekki hafa getað hingað til. Hann hafði fylgzt með því, með skelfingu hversu merki stigu ár frá ári. í hvert einasta skipti, sem honum fannst að nú væri verðið viðráðanlegt, miðað við allar aðstæður, þá var þessi merki hvergi að finna á markaðinum. En núna þegar þau kostuðu yfir tutt- ugu þúsund krónur, þá 'var allt í einu til samstæða í einni frímerkjaverzluninni, og auk þess var einhver einstakling- ur að auglýsa samstæðuna í blöðunum. Nú var því að hrökkva eða stökkva, þetta var sennilega síðasti möguleikinn til að eignast samstæðuna. Hann hafði ekki sparað að gcofa í skyn hver var sú af- mælisgjöf er hann þráði mest. Heima hjá sér hafði hann margsýnt konu sinni eyðuna í frímerkjabókinni, og jafn- framt séð til þess að hún hefði nú öru^glega næga pen inga undir höndum til að kaupa merkin. Hann var hins vegar engan veginn viss um að hún hefði skilið hann rétt. En hvað um það. Ekki gat hann verið þekktur fyrir að fara beinlínis að biðja um hlutinn. Gæti fólk ekki skilið hálfkveðna vísu, ja þá var varla hægt að gera meira. Á skrifstofunni vissi hann fullvel, að starfsfólkið ætlaði að gefa honum veglega af- mælisgjöf. Hann hafði líka getað komið óbeinlínis að því við Pál skrifstofustjóra, að þessi frímerkjasamstæða væri eitt af því örfáa, sem vantaði í frímerkjabókina hans. Það versta var, að þótt all ir vissu, að hann var frí- merkjasafnari af ástríðu, þá var hann jafnframt gætinn með fé, og keypti aldrei frí- merki svo dýrt að nokkur gæti sagt, að það væri um- fram efni. Hann hafði látið gefa starfs fólkinu óvenju háa upphæð í jólagjöf fimmtánda desem- ber, eða fjögur þúsund kr. á mann í stað tvö þúsund og fimm hundruð króna í fyrra, svo að varla varð sagt annað en að hann hefði gengið svo frá hnútunum, að ekki gæti farið hjá því að honum yrði gefin frímerkjasamstæðan. Jú, hann hafði svo sannar- lega fengið eftirþanka yfir eyðslusemi sinni. Þetta gekk of langt. Nú varð hann að Jólasaga gæta sín. Láta ekki á neinu bera. Um tuttugu manns störfuðu hjá fyrirtækinu, svo að ekki yrði þeim skota- skuld úr því að skjóta saman í merkin. Uss — Hann átti ekki að hugsa svona. Þvílík eyðsla, að hækka jólagjöfina til hvers um sig um fimmtán hundruð krónur. Var hann eiginlega með öllum mjalla? Það er víst of seint að iðrast eftir dauðann. Það var Þorláksmessa. Fast ur siður á skrifstofunni var, að hann gaf hverjum manni vænt glas áður en starfs- Eitt af þremur „Hópflug ltala“ — frímerkjunum. fólkið fór heim frá vinnu þetta kvöld. Því var haldið nú sem endranær, því að, að morgni yrði skrifstofan raunar aðeins opin til mála mynda. Þetta var venja sem allir gengu út frá sem gefinni. Skyldi hann nokkuð geta heyrt á fólkinu hvort þau ætl uðu að gefa honum frímerk- in? Nei, vitánlega ekki, hver færi svo sem að hreyfa því? Þessi kveljandi óvissa var að gera útaf við hann. Hann gat hvergi fengið minnsta grun staðfestan um, að bragð hans hefði heppnazt. Hvorki hér á skrifstofunni, eða heima hjá sér. Af hverju ásóttu þessar hugsanir hann svona? Hann varð að hrinda þeim frá sér. Þegar hann kvaddi starfs- fólkic minnti hann alla á, að iæta nú klukkan hálf eitt daginn eftir við hádegisverð inn á veitingahúsinu neðar í götunni, en hann hafði boðið starfsfólkinu til venjulegs há degisverðar af tilefni afmælis ins. Það létti líka undir með heimilinu á þessum degi, sem þá losnaði við allan gesta- ganginn, rétt fyrir hátíðina. Undir borðum daginn eftir, er líða tók á máltíðina, sló Páll skrifstofustjóri í diskinn sinn og stóð upp til að halda stutta ræðu. Magnús gat hvergi eygt neitt er minnti á afmælisgjöf, svo nú lét hann fara vel um sig í stólum. Éáll hlaut að vera með lítið um- slag hjá disknum sínum eða í vasanum, með hinum lang- þráðu frímerkjum í. Loks var komið að þessu mikla augna bliki. Allt orðagjálfur Páls um Magnús, sem góðan hús- bónda, er bezt mætti sjá á hinum háa meðalstarfsaldri fójks þess er vann fyrir hann, fór inn um annað eyrað og út um hitt, hjá Magnúsi. Hann sat sæll og brosmildur undir ræðunni, eins og vera ber, og beið með óþreyju augnabliks ins, er afhenda skyldi gjöfina frá starfsfólkinu. Loks sagði Páll: — Og sem þakklæti frá okkur vildum við biðja þig að þiggja að gjöf frá okkur þetta lítilræði, sem við von- um að megi ekki aðeins minna okkur stöðugt á þig, sem húsbónda okkar, heldur og þá, sem eftirleiðis kunna að vinna hjá fyrirtækinu, jafn vel að þér gengnum. Ha, hvað var maðurinn að fara? Inn komu tveir af yngri starfsmönnum fyrirtækisins og báru á milli sín stóran hlut er þeir afhjúpuðu við hlið hans. Það var málverk af Magnúsi. Þegar Magnús var kominn heim, átti hann bágt með að rifja upp það sem á eftir kom. Honum hafði gjörsamlega mistekizt þakkarræðan Hann gat aðeins skotið sér undir að hann væri svo hrærður af þessari virðingu, sem starfs- menn hans sýndu honum. En vonbrigðin. Hann gat ekki á heilum sér tekið. Á leiðinni heim hafði kon an hans verið að tala um að hann yrði að hengja myndina upp á aðalskrifst. eða þá inni á einkaskrifstofunni. — Hvernig honum tókst að af- bera að hlusta á þetta var honum alls ekki ljóst ennþá. En nú var hann kominn heim, og þá lét hann fallast í stól, yfirbugaður. Kannski að kon an hans hefði nú ekki skilið hann heldur. Hver gat vitað um það. En hann mátti ekki láta á neinu bera. Hann hafði þegar hagað sér eins og barn, og ekki meira af því. Eftir kvöldmatinn fór fjöl- skyldan inn í stofuna að jóla trénu, söng jólasálmana eins og venjulega, en vitanlega gat enginn séð svipbrigði á Magnúsi, hann var kannski eilítið þreytulegur, en ekki meira en það. Tekið var til að útdeila jólagjöfunum, en nú hafði Magnús fullt vald á sjálfum sér. Engin svipbrigði sáust í andliti hans, og eng- inn tók eftir vonbrigðum Hringekja verð- bólgunnar Tjó það sé furðu fátt sem stjórn málamenn geta komið sér saman um þá eru þeir allir sammála um það að verðbólga sé hinn mesti meinvaldur. Enda hefur það verið yfirlýst stefna allra þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa setið, allt frá stríðsbyrj un að vinna á móti henni. Þess var þó ekki langt að bíða að löggjöf væri sett sem auðsjáan lega hlaut að magna verðbólg una, og á ég þar við lög um víxlhækkanir kaupgj. og verð- lags og lög um vísitöluuppbót á kaupgjald. Á þetta benti ég í smá grein í þessu blaði fyrir fullum tveim áratugum. Þessu var enginn gaumur gefinn. Nú hefur tveggja árátuga reynsla staðfest að þetta var rétt séð. Enn er svo ótalið það sem mestu hefur um valdið, og það er vinnulöggjöfin, sem raun- verulega gefur stéttafélögunum sjálfdæmi um kauptaxtana í krónutali. Allt hefur þetta til samans komið af stað og hald ið í gangi þeirri hringekju verð bólgunnar sem ekki verður stöðvuð meðan þessi öfl eru að verki. Frá ári til árs var samið um kauphækkanir, sem strax við stríðslok voru komnar yfir það mark, sem útflutningsframleiðsl an gat borgað og var þá grip ið til þess ,„bjargráðs“ að láta ríkið borga mismuninn, og var það gert með ýmsu móti, svo sem verðuppbótum niðurgreiðsl um yfirfærslugjaldi o. fl. En sá böggull fylgir þessu skammrifi, að allir opinberir styrkir til út- flutningsframleiðslunnar jafn- gilda gengislækkun þó reynt sé að dylja hana með annarrri nafn gift, þó hefur all oft ekki verið hægt að komast hjá þv£ að skrá nýtt gengi krónunnar, og þá all mikið lækkandi, svo nú er krónan orðin vesældarlega lítil, jafnvel miðað við skrán inu, sem þó er all mikið of há. Árið 1958 var hringrás þess ari svo langt komið að óða- verðbólga var framundan og ríkisstjómin gafst upp við að leysa vandann. Þó segja megi að vinstri stjórninni færist við- skila arðurinn óskörulega þá verður hún ekki ein sökuð um hvemig komið var. Þetta var ekki annað en bein og óhjá- kvæmileg afleiðing af þeirri ó happastefnu sem fylgt hafði verið á annan áratug og allir stjórnmálaflokkar voru meira og minna ábyrgir fyrir. Bæði Hannibal Valdimarsson og Emil Jónsson hafa sem á- byrgir menn í ráðherrastólnum, tekið fram fyrir hendurnar á launþegasamtökunum og ákveð ið kauptaxta einhliða og sýnt með því skilning sinn á þvi að óraunhæfar kauphækkanir eru ekki annað en sjálfsblekking óskhyggjunnar. Já, skyldi það ekki vera í eina skiptið sem Hannibal Valdimarsson hefur skilið þau augljósu sannindi að á milli lífskjara annars vegar og afurðaverðs og afurðamagns hins vegar er órofa samband, sem hvorki stéttarfélög né á- róðursmenn geta hagrætt eftir geðþótta sínum. Það er sitt hvað að vera ráð herra eða lýðskrumari. egar viðreisnarstjómin kom til valda seint á árinu 1959 tók hún að mörgu leyti með festu og raunsæi á vandamál- unum og með góðum árangri, enda gat ekki annað komið til greina, og hringekja verðbólg unnar tekin úr umferð um stundarsakir. En henni gleymd ist að kommúnistar, sem eru byltingarflokkur, eru hæst ráð andi i hagsmunasamtökum stéttarfélaganna þó þeir séu þar ekki í meirihluta, þá tryggja hlutleysingjarnir þeim alltaf úr slitaorðið og þá hefur þáttur Framsóknarflokksins verið méð þeim hætti að það þarf mikið umburðarlyndi til þess að kalla hann lengur ábyrgan borgara- flokk. Afleiðing þessa hefur svo orð ið sú, að árlega eru gerðir kaupsamningar við stéttarfélög in sem óhjákvæmilega valda verðbólgu. Vísitöluuppbætur á kaup eru aftur upp teknar, op- inberir styrkir til útflutnings framleiðslunnar og útflutnings uppbætur. Hringekja verðbólg- unnar er aftur komin í fullan gang. Þetta ástand minnir óþægi lega mikið á það sem var að gerast á árunum frá stríðslok- um til 1958, þegar spilaborgin hrundi. Verður sagan látin endurtaka sig? Þorsteinn Stefánsson hans, þegar hann fékk engin frímerki. Þegar afhendingu jólagjaf- anna og upplestri heillaóska skeytanna var lokið settist Magnús í þægilegan stól, og tók að blaða í bók sem hann hafði fengið, en án alls á- huga. Af hverju fóru ekki börnin upp á herbergin sín til að spila nýju plöturnar, eða leika sér að bílabrautinni. Þau voru öll kyrr í stofunni meira að segja konan hans, og elzta dóttir, sem þó ættu að fara að huga að hlutum í eldhúsinu. — Ósköp ertu eitthvað þreytulegur vinur, sagði kona hans. Því blaðar þú ekki í frímerkjabókinni þinni? Það mundi kannski létta þér í skapi. Blaða í frímerkjabókinni núna? Eins og ástatt var. Nei. Og þó. Það lá við að tár hrytu af augum hans, er hann teygði sig í skápinn og dró út frímerkjabókina. Aldrei fram ar skyldi hann láta sig dreyma um að eignast Hóp- flug ítala til að fylla eyðuna í henni. Bókin opnaðist ósjálfrátt hjá þeirri síðu er merkin áttu að sitja á. En viti menn . . . Þarna sátu merkin á sínum stað, og auk þes miði í opn | unni. — Elsku pabbi. Við | vonum að ein af þínum heit | ustu óskum sé nú uppfyllt. S Gleðileg jól. Mamma og börn | in. Tárin sluppu út': úr augna | krókunum og gleðin hélt inn reið sína í huga. Annars hafði | þessi sálarkvöl svo sem verið | honum mátuleg fyrir allan Í barnaskapinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.