Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Þriðjudagur 28. desember 1965. borgin í dag borgin í dag borgin í dag Næturvarzla vikuna 25. des. til 1. jan.: Vesturbæjarapótek. Næturvarzla i Hafnarfirði að- faranótt 29. des Eiríkur Björns son Austurgötu 41. Sími 50235. Útvarpið Þriðjudagur 28. desember. Fastir Iiðir eins og venjulega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartimi barnanna Guð rún Þorsteinsdóttir stjómar tfmanum. 20.00 „Marienleben“ eftir Paul Hindemith Agnes Giebel syngur með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Bamberg. 20.30 Æskan og vandamál hennar Séra Eiríkur J. Eiríksfcon þjóðgarðsvörður flytur síð ara erindi sitt. 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Hæst ráðandi til sjós og lands“ Þættir um stjómartfð Jör undar hundadagakonungs eftir Agnar Þórðarson. 21.45 Einsöngur: Tito Gobbi syng ur ítölsk lög. 22.10 Átta ár í Hvíta húsinu Sig urður Guðmundsson skrif- stofustjóri les úr minning um Trumans fyrrum Banda ríkjaforseta (4). 22.30 Að kvöldi dags Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jóla lög. Stjórnandi: Hans Plo'' er. 23.00 Á hljóðbergi: Björn Th. Bjömsson velur efnið og kynnir. 24.00 Dagskrárlok. Sjónvarpio Þriðjudagur 28. desember. 17.00 Þriðjudagskvikmyndin „Human Monster.“ ^ ^ ^ | Spáin gildir fyrir miðvikudag- l inn 29. desember. , Hrúturlnn, 21. marz til 20. ' apríl: Láttu ekki áhrif eða for Ítölur annarra verða til þess að þú hverfir frá þeirri stefnu, sem Iþú hefur ákveðið. Þó að rök þeirra kunni að virðast skynsam leg er óvíst um reyndina. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Á stundum getur það komið sér vel fyrir þig að eiga ein- vemstundir til að athuga gang málanna í ró og næði. Gefist þér tóm til þess í dag ættirðu t að notfæra þér það. / Tvíburamir, 22. maí til 21. J júní: Þú getur unnið metnaði \ þínum mikinn framgang í dag. 1 Gerðu allt, sem í þínu valdi í stendur til þess að komast hjá } öllum deilum, þegar á daginn \ líður. í Krabblnn, 22. júni til 23. júlí: l Sæmilegur dagur — en taktu ; hann samt ekki of snemma, þvi \ að flest verður auðveldara við \ að fást þegar á líður. Sjálfur Íverður þú líka afkastameiri. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Varastu alla áhættu, ekki hvað sízt hvað peningamálin snertir, og ekki skaltu taka lán ótil- neyddur, það er einhver óvissa ríkjandi á því sviði og fátt ör- uggt. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: ( Líklegt er, að einhver óvissa 1 geri vart við sig, sem veldur I) þvl að þér veitist erfitt að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Hyggi 18.30 I’ve got a secret. 19.00 Fréttir. 19.30 Skemmtiþáttur Andy Griff ith. 20.00 Hollywood Palace. 21.00 M-Squad. 21.30 Combat. 22.30 Fréttir. 22.45 Hljómlistarþáttur Lawr- ence Welk. • BELLA* Nú hætti ég að hafa áhyggjur af heimsvandamálunum og ein beiti mér að kalda stríðinu okkar við fjárhagsáætlunina. jtjrhusPi legast verður fyrir þig að bíða átekta. Vogin, 24. sept. til 23 okt: Haltu þig við skyldustörfin I dag og láttu ekki óþolinmæð- ina hlaupa með þig I gönur þó að eitthvað gangi heldur f seinna lagi. Allt flan gerir illt verra. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir ekki að hiíta léiðbein- ingum annarra undantekningar- laust I dag — slzt óbeðnum. Eyddu ekki fé til kaupa um- fram hið nauðsynlegasta I dag. Bogmaðurlnn, 23. nóv. til 21. des. Það er ekki ólíklegt að þú getir komizt að einhverjum góð um kaupum I dag, sem þér mun sjálfum þykja nokkuð til koma. Kvöldið getur orðið skemmti- legt heima. Steingeltln, 22. des. til 20. jan.: Ef þú lætur það fólk, sem ekki hefur sjálft stjóm á tilfinn ingum slnum, hafa áhrif á af- stöðu þína og skapsmuni, er hætt tvið að þú megir sjá eftir þvl. Vatnsberinn, 21. jan til 19. febr.: Ef þú kemst ekki hjá að undirrita einhverja skuldbinding ar I dag, skaltu að minnsta kosti athuga allt gaumgæfilega áðor en þú setur nafn þftt undir. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þúr gerðir betur að fara gætilega I öllum kaupum í dag — og peningamálum yfirleitt — að þú verðir ekki fyrir nokkru tjóni. Dagurinn verður heldur erfiður. | ÁRNAÐ I j HEILLA j Þann 18. des voru gefin saman I hjónaband af séra Óskari J. Þor lákssyni ungfrú Guðrún Björg Jónasdóttir Álfheimum 34 og Ein ar Kristján Pálsson, Oddagötu 7, Akureyri. Heimili þeirra verður í London. (Studio Guðmundar). Happdræfti Dregið var I Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra nokkru eftir kl. 10 á Þor láksmessukvöld hjá borgarfógeta I Reykjavík. Aðalvinningur — Volvo-Ama zon bifreið kom á nr. 15177. Annar aðalvirmingur — Volks- wagenbifreið kom á nr. 22190. Þá voru dregnir út 15 auka- vinningar hver að verðmæti, kr. 10.000 og upp komu þessi númer: Nr. 10400, K. 1245 (Keflavík), 17240, 15893, 32699, 37391, 22888, 35596, 18019, Akr. 2145 (Akranes), K. 1994 (Keflavík), 18878, 14890, 6001 (Njarðvík), 51363. Hringt var þá strax um kvöld ið I vinningsnúmer og tilkynnt um vinninga. Styrktarfélag vangefinna. Dregið var á Þorláksmessu I happdrætti Styrktarfélags van gefinna I skrifstofu borgarfógeta. Era vinningsnúmerin innsigluð hjá honum og verða ekki birt, fyrr en skilagrein er komin frá öllum umboðsm. happdrættisins úti á landi. Má búast við, að það geti dregizt fram undir miðjan janúar. Forseti Hæstaréttar Gizur Bergsteinsson hæstarétt- ardómari hefur verið kjörinn for- seti Hæstaréttar tlmabilið 1. jan- úar 1966 til ársloka 1967. Varaforseti sama tímabils hef- ur verið kjörinn Jónatan Hall varðsson. (Frétt frá skrifstofu Hæstaréttar) Skipt um stjórn í Rit- höfundasambandi Islands Laugardaginn 11. þ.m. fóru fram stjómarskipti í Rithöfunda- sambandi íslands, en Rithöfunda sambandið tekur til beggja rit- höfundafélaganna, sem hér eru starfandi. Úr stjóminni gengu rithöfund- arnir Kristján Bender, Sigfús Daðason og Indriði Indriða- son Stjómina skipa nú: Björn Th. Björnsson, formaður, Stefán Júl íusson, Þorsteinn Valdemarsson, Ingólfur Kristjánsson og Kristinn Reyr. í varastjóm eru Jón úr Vör og Indriði Indriðason. Skrifstofa Rithöfundasambands in kl. 3-5.30 e.h. Veitir hún rit ins er á Klapparstíg 26 og er op höfundum upplýsingar og fyrir greiðslu. Forstöðumaður hennar er Kristinn Ó. Guðmundsson hdl. Evrópsk samvinna um lagamálefni Pétur Eggerz ambassador og Ólafur W. Stefánsson, fulltrúi i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sátu nýlega fund I Samvinnu- nefnd Evrópu um lagamálefni. Nefndin starfar á vegum Evrópu ráðsins, og var fundurinn hald- inn I Strassbourg. Hlutverk nefnd arinnar er að vinna að auknu samstarfi Evrópurfkja á þessu sviði. Málefni varðandi refsirétt, einkaleyfi og nokkur önnur at- riði eru þó I höndum annarra nefnda. Á dagskrá Samvinnunefndar- innar að þessu sinni var m.a. ný Evrópuráðssamþykkt um gerðar- dóma, rannsóknarstarf I evr ópskri samanburðarlögfræði, rétt arstaða alþjóðastofnana og starfs manna þeirra, verksvið ræðis Fræðslufundir Fjórir fræðslufundir um heil- brigðismál fyrir konur hafa að undanfömu verið haldnir á veg- um eftirtalinna kvenfélaga, I sam vinnu við Krabbameinsfélagið og viðkomandi héraðslækna, sem flutt hafa erindi eða ávörp á undan kvikmyndasýningum á fundunum: 3 kvenf. I Kjalames- þingi, Kvenfélagið Brynja, Flat eyri, Kvenfélagið og Slysavama- deild kvenna á Húsavlk og Kven félagið Ársól á Suðureyri, Súg- andafirði. Krabbameinsfélagið hefur látið setja íslenzkan texta við tvær fræðslumyndir fyrir konur og tvær kvikmyndir um skaðsemi tó baksreykinga, sem félagið lánar I skóla og til félaga endurgjalds- laust. Kjaradómur Á fundi I Félagi háskólamennt aðra kennara, sem haldinn var I Háskólanum 5. des. sl., var sam þykkt eftirfarandi ályktun með atkvæðum allra fundarmanna: Fundur I Félagi háskólamennt- aðra kennara haldinn I Háskóla íslands 5. des. 1965 mótmælir harðlega úrskurði kjaradóms frá 30. nóv. sl. og telur hann alger lega ófullnægjandi að þvl er varð ar launahækkanir og færslu milli launaflokka. Telur fundur inn, að með þessum dómsúr- skurði sé verið að grafa undan nýskipan náms I heimspekideild Háskóla íslands, þar sem hertar eru allmjög kröfur til B.A. prófs en auðsætt virðist, að þeir sem á kennarastarf hyggja, muni ekki sjá sér hag 1 því að búa sig undir lífsstarf sitt með þvl að afla sér menntunar sem Iftils er metin. Augljóst er, að afleiðing manna, réttarreglur um greiðslu- staði, réttarreglur um skuldbind ingar í erlendri mynt, upplýsinga skipti um nýjar lagasetningar og skipti á lagaritum milli bóka- safna. Flest þessara mála era enn á athugunarstigi. Samvinnunefndin fjallaði einn- ig á þessum fundi sinum um næstu ráðstefnu dómsmálaráð- herra I Evrópu, sem haldin verð- ur í Þýzkalandi í maí n.k. Á vegum Samvinnunefndar- innar starfa ýmsar sérfræðinga- nefndir að athugun einstakra málaflokka, enda hefur starf á vegum Evrópuráðsins að lög- fræðilegum rannsóknum verið aukið til muna á síðustu árum. (Frétt frá upplýsingadeild Evrópu ráðsins 14. des. 1965.) þess verður, að sífellt reynist erfiðara að fá hæfa menn til kenn arastarfs, en þar með er vegið að menntun og uppeldi I landinu. Félagsmenn F.H.K. halda fast við fyrri kröfur sínar um laun eftir menntun, en ekki skólastig um og skora á ríkisstjóm að veita háskólamenntuðum kennur um þegar I stað viðunandi úr- lausn I kjaramálum sínum. Þar sem I Ijós hefur komið, að háskólamenntaðir menn njóta lít ils skilnings innan B.S.R.B., er það krafa félagsmanna, að ríkis- stjómin hlutist til um að Banda lag háskólamanna fái fullan samn ingsrétt. BRAUÐHUSID SNACK BAR SMURBRAITÐSTOFAN Laugavegi 126 . S. 24631 Lyftubíllinn Sími 35643

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.