Vísir - 05.03.1966, Page 2

Vísir - 05.03.1966, Page 2
I y SÍÐAN Þekkið þið Marcello Valentino? SESTID Kári skrifar: Xj1yrirspyrjandinn“ um póst- 99 mál í Kópavogi hefur aft ur snúið sér til Kára og nú í sambandi við bréf stöðvarstjóra Pósts og slma í Kópavogi, sem birtist á miðvikudag. Enn um póstmál í Kópavogi Vill „fyrirspyrjandi“ koma því á framfæri, að þegar hann talar um ,,að jafnundrandi séu“ aðrir íbúar í Kópavogi á seina ganginum á póstburði í Kópa- vogi, hafi hann fyrir orð fjöl- margra annarra manna, sem fengu eöa hafa ekki ennþá feng ið fundarboð frá sama félagi og téö fundarboð er hann var að bíöa eftir kom frá. Er þetta fjölmennt félag með fjölda fé- laga í Kópavogi. Hefur einum fé lagsmeðlimunum, sem búsettur er í Vesturbænum í Kópavogi, ekki enn borizt nein fundartil- kynníng. Kvaö téður „fyrirspyrj andi“ hafa snúið sér til stöðv- arstjóra til þess að fá upplýs- ingar um póstburðinn og að þeim fengnum talið rétt að fyr- irspumirnar kæmu fram á opin berum vettvangi og þá vænt- anlega svör við þeim. Nöfn kvikmynda „Málvandur" sendi Kára nokkrar línur, sem hér birtast um kvikmyndaheiti. „Kæri Kári. Jafnframt því að kvikmynda- hús okkar auglýsa sérstaklega að kvikmyndir þeirra séu með íslenzkum texta hafa þau ekki fyrir því að láta íslenzka heiti sömu kvikmynda. Hafa tvö kvikmyndahúsanna gert þetta nú að undanförnu. Er önn ur myndin „Charade", sem að mínu viti væri hæglega hægt að þýða sem „Gátan“ ,en hin myndin er „Circus World,“ sem einfaldlega hefði mátt nefna Sirkusheimurinn, sem er þó engan veginn nógu góð þýð- ing, en þó skárri en framan- greint heiti. Er ég þó ekki með þessu að mælast til þess að er lendu heiti kvikmyndanna sé alveg sleppt, ekkert er sjálf- sagðara, en að hafa það innan sviga fyrir neðan Islenzkt heiti myndarinnar og ætti að vera viðurtekin venja. Er misbrestur á að það sé gert og vil ég á- telja kvikmyndahúsaeigendur jafn harðlega fyrir það og hitt að íslenzka ekki heiti kvik- mynda sinna. Jafn fráleitt finnst mér að þýða ekki heiti kvikmynda beint úr frummálinutí stað þess að notast við þýðingu á mis- jafnri danskri þýðingu á heiti sömu kvikmyndar.“ Valentino 1925 Valentino 1966 (Mastroianni Mastrolanni dansar tango kvikmyndarinnar „Fjórir riddarar," sem gerði Valentino frægan árið 1921. Þessi kvikmynd var sýnd I Reykjavík I sumar I nýjum búningi undir nafninu „Og bræöur munu berjast“ og þar leikur Glenn Ford hlutverk það, sem Valentino fór með og Mastroianni síðan hér. Einginkona og dóttir Mastroianis horfa á hann i hlutverki Valen- tinos. Clmað er frá New York að 99 kvikmyndaleikarinn Rud olphe Valentino sé látinn. Hafði hann verið hættulega veikur sfð an um miðbik mánaðarins. Val- entino — eða Guglielmi eins og hann hét réttu nafni — var 31 árs og var til skamms tlma einhver frægasti kvikmynda- leikari heimsins. Fjöldi manna streymir að, þar sem hann liggur á börunum, til þess að láta hryggð sína f ljós.“ Þetta stóð í Vísi fyrir tæp- um 40 árum, 26. ágúst 1926 — á 2. síðu ofarlega. Það lá við að það væri sorg um heimsbyggð alla, þegar kvennagullið Valentino var lát- ið, og fréttir bárust um kon- ur, sem höfðu grátið úr sér aug un og aðrar, sem höfðu fyrirfar ið sér. Núna gengur skrýtla f Róm — þótt erfitt sé kannski að kalla það skrýtlu — og hljóð- ar hún svo: „Þekkið þér Rudolph Mastro- ianni og Marcello Valentino?" Guglielmi tók sér nafnið Val entino vegna þess að hann kom til Hollywood á degi heilags Valentínusar og sá dagur mark aði tímamót I lífi fátæka Sikil- eyjarpiltsins. Ef við látum nú þessa tvo menn, sem nefndir eru, skipt- ast á fomöfnum, þá skýrist málið fljótlega. Okkur grunar einnig ástæðuna til þessarar nafnabrenglunar og hún er auð vitað sú að Marcello Mastro- ianni, ftalski kvikmyndaleikar- inn, fer með hlutverk Valentin os í kvikmyndinni „Ciao Rudy“ sem er eins konar ævisaga Val- entinos f söngleiksformi. Þeir, sem séð hafa, segjast ekki vita hvort betur eigi við að gráta dýrlinginn Valentino eða klappa fyrir stjömunni Mastroianni, sem syngur sig og dansar gegnum líf Valentinos. Rudolfo Guglielmi var fátæk ur Sikileyjarbúi, sem fór til Bandaríkjanna til að freista gæf unnar og eftir að hafa unnið þar sem garðyrkjumaður, blaða sali og sitthvað fleira varð hann dáöasti kvikmyndaleikar- inn í Hollywood. & hann lézt, 23. ágúst 1926 var sunginn saknaðarsöngur: „Vertu sæll Valentino. í kvöld skfn ný stjama I himinhvelfingunni." 1 Róm bæta þeir við núna: „En þú lifnar við með Mastro- ianni.“ .i',. >',UA 'KO.U' (! I'' ! ii li !i H «' í''' rl ‘ I ' U' K (I I! í >\ .( \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.