Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 1
Ragnar / Smára opnar
myndlistarsal
Nú í vikunni verða opnuð ný húsastíg, þar sem áður var sápu-
og vistleg salarkynni, sem Ragn- gerðin Frigg. Salirnir eru tveir
ar Jónsson í Smára hefur látið sinn á hvorri hæð. Veggirnir eru
innrétta í gömlu húsi við Veg- klæddir ljósum viði, loft
' Ragnar í Smára gengur með bókastafla inn í nýja salinn.
svarsteind, en teppi á gólfum.
Ragnar hefur sjálfur unnið mik-
ið að þessu verki, en það hófst í
haust. Sagði hann okkur, er við
rákum þar inn höfuðið, að efri
salurinn væri ætlaður málverk-
um og yrðu þar haldnar sýn-
ingar, en sá neðri bókum.
Kvaðst hann ætla að flytja
bókaverzlunina yfir í þennan
sal úr gamla Smárahúsinu, sem
hýst hefur Helgafellsútgáfuna
um áraraðir og hlotið hefur
nafn eftir þvi fræga Unuhúsi í
Garðastræti. Unuhúsið við Veg-
húsastíginn mun þó halda áfram
að geyma andleg verðmæti i
gömlum og nýjum bókum, því
að hjá forlaginu er til mikill
fjöldi bóka, sem komið hafa út
þar á undanförnum árum og
eru þar á meðal verk þeirra
manna, sem skipa öndvegi ís-
lenzkrar ritlistar.
Þessi nýju húsakynni verða
opnuð með málverkasýningu í
báðum sölum. Þar sýna tveir
mætir myndlistarmenn málverk
sín, það eru þeir Kristján
Davíðsson og Steinþór Sigurðs-
son, listmálarar. — Kristján
sýnir í efri salnum gamlar
myndir og nýjar. Sú elzta er frá
1943 en þær yngstu frá 1964.
Fáar þessara mynda hafa sézt
Framhald ð bls. 6.
Áiur áþekkt albrigði af gin- og klaufaveiki
breiðist' út 7
Viðtal v/ð Pál A. Pálsson yfirdýralækni, sem
sótti ráðstefnu i Róm um gin- og klaufaveiki
Páll A. Pálsson yfirdýralækn-
ir er nýkominn heim af ráð-
stefnu samtaka V-Evrópuþjóða
um baráttu við gin- og klaufa-
veiki, en þessi ráðstefna var
haldin í Róm dagana 22.—24.
þ.m. Var aðalumræðuefnið á
róðstefnuninni gin- og klaufa-
veikifaraldurinn sem geisað
hefur í nokkrum löndum V-
Evrópu og einnig var mikið
rætt um áður óþekkt afbrigði
af veildnni, sem komið er upp
f Rússlandi og Rúmeníu og ótt-
azt er, að kunni að breiðast til
fleiri landa.
Vísir hefur náð tali af Páli
og spurt hann frétta af gin-
og kiaufaveikifaraldrinum og
ráðstefnunni í Róm.
— Ráöstefnan sem ég sat,
sagði Páll, var haldin á vegum
samtaka, sem starfa á vegum
FAO og hafa að markmiði að
berjast gegn gin- og klaufaveik-
inni og eru slíkar ráðstefnur
haldnar árlega. Mæta þar þeir,
sem hafa að gera með gin- og
klaufaveiki í hverju landi, þ.e.
vísindalegar rannsóknir á veik-
inni, framleiðslu bóluefnis o.s.
frv. Þeir bera saman bækur sín
ar, leggja fram skýrslur og taka
ákvarðanir um sameiginlegar
aðgerðir. Einnig sjá samtökin
að nokkru um dreifingu á bólu-
efni og að veita löndum, sem
skammt eru á veg komin í rann
sóknum og aðgerðum gegn
veikinni tæknilega aðstoð. Hef-
ur undanfarin 3 ár verið veitt
aðstoð til að berjast gegn SAT-
1 stofni í Grikklandi og Tyrk-
landi.
— Ráðstefnunni í ár var
flýtt, vegna faraldursins, sem
nú geisar, en hann er sá versti,
sem komið hefur síðan 1951—
1952. Var veikin búin að vera
að stinga sér niður nokkuð
lengi en um eiginlegan farald-
ur var ekki að ræða fyrr en
um áramót. Þau þrjú lönd, er
verst hafa orðið úti eru Hol-
Framh. á bls. 6
Þjórsárhlaupið færist / uukuna
Áin fellur bæði uustun- og vestunvert við furveg sinn
17,6 stigu frost innfrú og liflur líkur fil uð drugi úr flúðinu
Flóðið í Þjórsá virðist allmjög
færast í aukana, að því er Halldór
Eyjólfsson bílstjóri hjá raforku-
málaskrifstofunni skýrðj blaðinu
frá kl. 11 í dag. Var hann staddur
á talstöðvarbíl þar innfrá, en Sig-
urjón Rist var þá nýlagður af stað
frá Næfurholti inn að flóðasvæð-
inu og mun hafa ætlað að reyna
að brjótast upp eftir á dráttarvél.
Halldór kvað stíflu hafa mynd-
azt í ána við Efri-Klofey, fyrir of-
an Tröllkonuhlaup, og er nú harla
lítið vatn, sem fellur um hlaupið
sjálft. Hefur þvi ekki verið komið
við að mæla rennslið ennþá, en
verður gert síðar í dag ef fært
reynist þangað upp eftir. Fellur
Vigrí fékk metkast af ufsa
/ loðnunót — 102 tonn
l nótt fékk m.b. Vigri frá
Hafnarfirði ótrúlega mikið magn
af ufsa í loðnunót í einu kasti,
eða 102 tonn og er slíkt algert
einsdæmi. Var Vigri að veiðum
á Nyrðri Sandvík, þegar þessi
mikli afli kom í nótina.
Nokkrir aðrir bátar voru
meö loðnunót á svipuðum slóð
um og fengu tveir þeirra sæmi
leg ufsaköst, Arnar 29 tonn og
Þórður Jónasson 47. Er þetta
afbragðs flökunarufsi, stærðin
yfirleitt 40-60 cm. og er þessi
afli lagður til vinnslu í hrað-
frystihús hér.
Að öðru leyti eru litlar afla-
fréttir hér syðra, loðnubátarnir
hafa ekki komið inn til Reykja
vikur þennan sólarhring vegna
löndunarstöðvunar, en Síldin er
á miðum hjá þeim og mun taka
við afla. Einhverjir bátar munu
hafa lagt loðnu á land í Sand-
gerði og Keflavík.
áin nú bæði austan og vestanvert
við farveg sinn, og eru sandarnir
að austan og neðanverðu við Tröll
konuhlaup einn hafsjór og mega
heita ófærir með öllu.
Meginflóðkvísl árinnar fellur þó
í farveg Rauðár, sem venjulega er
smáspræna, vestur í Þjórsárdal og
gjána og sfðan út yfir sandana fyr
ir neðan •Stöng, sem eru allir und-
ir flóði. Virðist þessi vesturflóðáll Eyjólfsson sagöi
Mikill meirihluti með
hægri handar umferð
alldjúpur, enda fer mikill hluti
vatnsmagns árinnar um hann. Gert
var ráð fyrir að þyrla flygi yfir
flóðasvæðið í dag, og er ekki unnt
að gera sér fyllilega grein fyrir
flóðinu og öllum aðstæðum nema
úr lofti,
Þarna innfrá var hörkufrost eða
17.6 stig í morgun, svo að litlar
Iikur eru til að dragi úr þeim á-
stæðum sem stiflumynduninni
valda. En, heiðskirt var yfir og
skyggni gott, að þvi er Halldór
Af atkvæðagreiðslu í Neðri
deild Alþingis í gær um hægri
handar umferðina, kom þaö í ljós,
að andstaöan gegn þessari breyt-
ingu á umferðarlögunum reyndist
nokkru minni en margir höfðu álit
ið. Var þarna um að ræða atkvæða
greiðslu til þriðju umræðu.
Nafnakall var viðhaft um 1. gr.
frumvarpsins, sem fól í sér aðal-
atriðið. Voru 26 þingmenn með en
9 á móti.
Þessir voru með hægri handar
umferð: Sigurður Bjarnason, Axel
Jónsson, Birgir Finnsson, Bjarni
Benediktsson, Björn Fr. Bjömsson,
Ragnar Jónsson, Eðvarð Sigurðs-
sön, Einar Ágústsson, Eysteinn
Jónsson, Geir Gunnarsson, Guð'
laugur Gíslason, Gylfi Þ. Gísla
son, Hannibal Valdimarsson, Ing
ólfur Jónsson, Ingvar Gíslason
Jóhann Hafstein Jón Skaftason
Framh. á bls. 6.