Vísir - 30.03.1966, Síða 2

Vísir - 30.03.1966, Síða 2
Balmain með fegurðardísunum átta „fjr ^ ttft tttft-t /MA.ttfftt ,t.,tt / s-t tt.: tt 1 'f tt.tt.. >f -Hv fver er þetta — er þaö James Bond? Það var sænskur flugmaður, sem spurði, þegar hann gekk framhjá mann inum, sem var umkringdur átta fegurðardísum. Von að hann væri undrandi. Pierre Balmain, franski tizkukóngurinn hafði stillt sér upp við komu sína á flugvöllinn i London, þegar átti James Bond — eöa hvaö? aö taka af honum mynd með tízkusýningardömunum hans átta. Til London kom hann vegna þess að hann hafði lofað að sýna nýjustu Parísartízkuna á samkomu, sem haldin var í góðgerðarskyni fyrir fötluð og lömuð börn. Þótt James Bond sé mikið í hávegum hafður um þessar mundir erum við viss um aö Balmain hefur þó þrátt fyrir allt meiri áhrif — það er að segja á kvenfólkið og klæðnað þess og þar af leiðandi á karl- mennina líka. Hamingjusöm utan hjónabandsins B. B. varalitur gnn einu sinni finnur Brigitte Bardot sig tilneydda til þess að höfða mál. í þetta sinn er það franskur fegurðarlyfja- framleiðandi, sem hefur falliö í ónáð hjá Brigittu með því að ætla að fara að framleiða vara- lit, sem kalla átti „Brigitte“ eft ir henni. Einnig hafði hann í hyggju að framleiða aðra teg- und af varalit, þá í öðrum lit- blæ og átti sá að kallast „Je- anne“ eftir frönsku leikkonunni Jeanne Moreau, sem lék á móti Brigitte í kvikmyndinni „Viva Maria“ einni umtöluðustu kvik mynd, sem hefur verið fram- leidd á síðari árum. v, X.... JW'. '/■ f ■. • \//. Marisa og Jean-Pierre Aumont þau voru gift í mörg ár. Fyrir tveim árum skildu þau. Núna búa þau saman og segja: ef þaö gengur vel giftum við okkur aftur eftir tvö ár. Franski leikarinn Jean-Pierre Aumont og fyrrverandi kona hans, ítalska stjarnan Marisa Pavan (tvíburasystir Pier Ang- eli) þykja einsdæmi í kvik- myndaheiminum. Strax eftir skilnaðinn fyrir tveim árum síðan fluttu þau aft ur saman með syni sína tvo í lúx usíbúð í New York. Vinir, sem þorðu ekki að nefna nafn Jean- Pierre í návist Marisu vegna hræðslu við að rifja upp gömul sár, göptu þegar þeir hringdu heim til þennar og Jean-Jierre svaraði. Gestgjafar urðu að breyta sætaröðinni við matar- borðið, ef þeir höföu boðið Je- an-Pierre einum, þvi að hann bað þá alltaf um að fá að taka meö sér dömu — fyrrverandi eiginkonu sína. Aumont ræðir opinskátt um það sem hann kallar „hin ham- ingjusama skilnað okkar“: — Staðreyndin er sú, að við höf- um alderi verið eins hamingju- Kári skrifar: söm eins og núna. Vitneskjan um ’þaö að ég get yfirgefið Mar isu hvenær sem mér þóknast veldur því að ég elska hana meira en nokkru sinni áður. Og hún að sínu leyti veit að hún er frjáls að því að fara frá mér þegar hún kærir sig um og þess vegna hleypur hún sér aldrei í æsing yfir neinu. Hún er aftur orðin sama yndislega konan eins og áður en við gift- um okkur. Mörgum finnst þetta ástand stórfurðulegt en hvað snertir Marisu og Jean-Pierre finnst þeim það fullkomlega rökrænt. En, ef þau eru nú svona ham- ingjusöm og hafa lært að lifa saman i sátt og samlyndi hvers vegna bíða þau með að gifta sig í tvö ár enn? Þaö er Marisa, sem hikar. Hún segir: — Jean-Pierre er dásam- legur núna, en hvernig get ég verið viss um aö hann haldi á- fram að vera það, ef við giftum okkur aftur? Ég vif ekki taka fljótfærnislega ákvörðun. Ég veit að ég þori aldrei aftur að standa í skilnaði. :\ £ Tjessar fermingar sétja okk- ” ur á hausinn," sögðu ung hjón sem Kári hitti um sl. helgi, en á sunnudag gekk fyrsti hópur þeirra unglinga, sem fæddust árið 1952, upp aö altar inu og staðfesti skímarheit sitt frammi fyrir presti. Þessi ungu hjón eru nýbúin að stofna heim ili hér, eftir aö hafa dvalizt við nám erlendis undanfarin ár og hafa þvi meira en nóg aö gera við peningana, sem þau eru far- in að vinna sér inn. Þau sögðu eitthvað á þessa leið til skýr ingar á upphrópuninni: „Aðgöngumiðinn“ þúsund krónur. „Okkur er boðiö í einar þrjár eða fjórar fermingarveizlur í vor og er það í öllum tilfellunum um fjarskylda ættingja að ræöa sem við höfum ekki haft sam- band við í lengri tima, þar sem við höfum ekki verið á landinu og þekkjum því viðkomandi unglinga svo til ekkert. Urðum viö því fegin þegar við vorum spurð um daginn hvort við vild um ekki vera með í „hópgjöf“ til eins fermingarbarnsins, ætt- ingjarnir ætluðu að slá saman í eina góöa gjöf. Viö vorum guösfegin, sáum aö þarna mund um við losna við áhyggjur og spara peninga. En þegar við spurðum hve há upphæðin væri fyrir hjón var svarið: „Þúsund krónur, minna má það ekki vera.“ Okkur fannst þetta ékki ná nokkurri átt og fórum að spyrjast fyrir um hve dýrar gjafir fermingarbörnum væru yfirleitt gefnar og komumst þá aö því að meðalverð á „að- göngumiöa" í fermingarveizlu hefði í fyrra veriö 1000 krónur og myndi líklega hafa hækkað síðan eins og annað aðgöngu- miðaverð. Þrjár fermingar- veizlur gera því samkvæmt reglum þrjú þúsund krónur og verði þær fjórar verða það fjög ur þúsund krónur. Við höfum bara alls ekki efni á þessu og sjáum okkur ekki annaö fært en brjóta þúsundkrónaregluna, þótt það eigi eftir að verða okk- ur til ævarandi skammar.“ Eitthvað á þessa leið sögðu þessi ungu hjón og minntust þess, að þegar þau voru fermd fyrir 10-15 árum hefði „að- göngumiðinn“ verið um 100 kr. og þótt verölag hefði hækkað á þessum tíma, þá hefði það þó varla tífaldazt — væri þama því um vaxandi óhóf aö ræða. Fermingarkjólar á mæður. Það er satt, það er dýrt að láta ferma ungling með öllu til 'heyrandi og það er dýrt að fara i fermingarveizlu. Vormánuð- urnir eru orðnir önnur kaup- hátíð ársins, koma á eftir des- ember .Er alveg ótrúlegt hvað kaupmönnum dettur í hug að auglýsa sem „fermingarvöru", en hvaö sem um það má segja þá má segja að „fermingarvör- ur“ eiga rétt á sér sem slíkar meðan þær miðast við ferming- arbarnið. En þegar ein verzlun í borginni auglýsir að það sé komið mikið úrval af fermingar kjólum á mæður — þá er vit- leysan komin einu skrefi frarr úr sjálfri sér.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.