Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Miðvlkudagur 30. marz 1966. Gin- og klnufav. — í'ramhald af bls. 1. land, V-Þýzkaland og Sviss. — Hafa Hollendingar orðið fyrir mjög miklu fjárhagslegu tjóni, því að orðið hefur að slátra hátt á þriðja hundrað þúsund svín- um og borga bætur, sem nema um 40 milljón gyllinum, eöa yfir 400 milljón krónum, auk þess sem kostnaður við slátrun og sótthreinsun hefur verið mikill. Síðan kemur, að mörg af viðskiptalöndum Hollands hafa alveg lokað fyrir innflutn- ing þaðan á landbúnaðarvörum og grænmeti. Veikin í Hollandi er af svonefndum C-stofnj og er í svínum og dugir þar ekki nema niðurskuröur, því að það er erfitt að bólusetja svín, þar sem ónæmið er skammvinnt. Nautgripir eru bólusettir gegn þessum stofni. — Þjóðverjar halda því fram, að hjá þeim sé um tvo stofna að græða, C-stofninn, sem bor- izt hafi frá Hollandi og svo- nefndan O-Sviss stofn, sem kom upp f Sviss og hefur ekki komið upp áður, þannig að nautgripir, sem bólusettir höfðu verið með venjulegu bóluefni voru næmir fyrir homun. — Útbreiðslan í Sviss hefur verið mikil og þar var strax hafin framleiðsla á bóluefni við O-Sviss-stofninum, og farið út í að bólusetja alla nautgripi. Er veikin þar nú í rénun. I Sviss er veikin rakin til matarleifa, sem komu frá gistihúsi og gefn ar voru svínum. Barst veikin síðan frá svínum til. nautgripa, en breiddist hratt út. En hvem- ig smitið komst í matarleifar gistihússins er ráðgáta. — Gin- og klaufaveikin hefur aðeins stungið sér niður i nokkr um öðrum iöndum, t.d. hafa fundizt um 20 tilfelii á Sjálandi og 1 í Svíþjóð ,og skilur eng- inn hvemig á þessu eina til- felli stendur. — í Rússlandi er nú gin- og klaufaveiki af svonefndum A- 22 stofni ,sem ekki hefur orð- ið vart fyrr og hamast Rússar nú við að hindra útbreiðslu veikinnar og búa til bóluefni. Hefur þessi stofn einnig stung- ið sér niður í Rúmeníu. Það er óttazt að veiki af A-22 stofni kunni að magnast og breiðast út til annarra landa, og á ráð- stefnunni var tekin ákvörðun um, að Bretland tæki að sér aö framleiða birgðir af bóluefni gegn A-22 til að hafa tiltækar ef á þyrfti að halda, en birgðir af slfku bóluefni em mjög tak- markaðar nú. — Þau lönd, sem slopþiö hafa alveg em Bretlandseyjar, Nor- egur, Finnland og ísland. f þess um löndum em auðvitað hafðar fyllstu varúðarráðstafanir, og hefur t.d. íriand iokað aiveg fyrir innflutning frá Hollandi. í Bretlandi, Noregi og Finnlandi hafa nautgripir ekki verið bólu- settir, heldur er sá háttur hafð- ur á að skera miskunnarlaust niður ef gin- og klaufaveiki kemur upp, þvf að þótt bólu- setning geti verið nauðsynleg, þá hefur hún einnig slna ann- marka og getur leynt tilfellum, og þannig orðið grundvöllur fyrir nýrri útbreiðslu. — Hér á fslandi höfum viö gert ráð fyrir svipaðri fram- kvæmd, ef á þarf að halda En vonandi gerist þess ekki þörf fslenzk lög banna innflutntng STÚLKUR Stúlkur óskast til matreiðslu og eldhússtarfa. Uppl. í síma 36066. STÚLKA ÓSKAST sem fyrst, helzt vön. OFFSETPRENT HF. Smiðjustíg 11. (Fyrirspurnum ekki svarað í síma). Félag áhugaljósmyndara Fundur í kvöld kl. 8,30 í Breiðfirðingabúð, uppi. FUNDAREFNI: Rætt u mtöku 8 mm kvikmynda. - Myndagetraun. Verðlaun veitt. — Síðasti skiladagur fyrir myndasam- keppnirnar. - Skuggamyndasýning. — Kvikmynd. STJÓRNIN. Höfum til sölu D.K.W. árg. ’63 ekinn ca. 50 þúsund km. í fyrsta flokks lagi. Góð kjör. Bílasalinn við Vitatorg Sími 12500 Vantar húsnæði fyrir ljósmyndastofu mína, helzt verzlunar- hæð eða jarðhæð. Sigurðui Guðmundsson, Ijósmyndari, sími 11980 og 34980. á ósoðnum kjötmat og eftir að faraldurinn kom upp hefur fólk verið minnt á þessi lög og birt- ar hafa verið auglýsingar um bann við innflutningi á fóður- vöru frá löndum, sem talin hef- ur verið hætt á að smit gæti borizt frá. Það er sem sagt reynt að loka þeim smitleiöum sem þekktar eru, en hversu margar óþekktar smicleiöir kunna að vera er ómögulegt að segja. Það eru uppi um það ýms ar skoðanir. Sumir segja að smitið geti borizt með vindum loftsins og fuglum himinsins. en allt þetta er erfitt að sanna. Við verðum bara að vera eins vel á veröi og hægt er. Ef lands menn sýna þegnskap og reyna ekki að flytja inn vörur, sem telja má hættulegar, má ef ti! vill fyrirbyggja vá, á við þá, sem Hollendingar hafa orðiö fyrir. [, Umræður — Frh. af bls. 5: efnið til vinnslunnar kæmi hins vegar frá Gíneu f Vestur-Afríku og í framtfðinni einnig frá nám um í Norður-Ástralíu. Væri Swiss Aluminium fúst til þess að veita íslendingum aðstoð við það að koma upp léttum áliðnaði hér á landi, svo sem tækniaöstoð og jafnvel nokkra fjárhagsþátttöku. Kvaðst hann þeirrar skoðunar að hér á landi væri markaður fyrir 500-1500 lestir af álvör- um, m.a. dósir, fiskikassa, þak- plötur o.s.frv. Þar yrði að koma til framtak íslenzkra fyrir- tækja. Myndu þau fá hráefnið keypt á heimsmarkaðsverði til vinnslunnar. Ekki kvað forstjórinn af- stöðu hafa verið tekna af háffú fyrirtækis síns um það hvóft sótt yrði um upptöku f Vinnu- veitendasambandið. Þá gat Mr. Meyer þess, að Swiss Aluminium væri elzta ál firma Evrópu og væri það eign fjölmargra lftilla hluthafa, alls um 12.000 talsins. Ræki félagið álbræðslur víða um heim, m.a. í Noregi og Bretlandi. Enn hufin — Framhnlrt af bls. 16. Vistgjaldatekjur Hrafnistu reyndust á s.l. ári kr. 13.448.- 688,26, en gjöld á rekstrarreikn- ingi kr. 15.198.034.30. Er mis- mun m. a. mætt með leigutekj- um frá Laugarásbfói. Geir Ólafsson lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsins, en við tekur Sverrir Guðvarðsson form. Stýrimannafélags íslands. Voru Geir þökkuð frábær störf f þágu samtakanna. Auðunn Hermannsson er nú framkvæmdastjóri Hrafnistu og Laugarásbíós og Baldvin Jóns- son fyrir happdrætti D.A.S., en af ágóða þess rennur nú aðeins 60% til bvggingar Hrafnistu. Stjómin sér sjálf um rekstur aðalumboðs happdrættisins og einnig um sumardvalarheimili fyrir böm, sem rekið hefur ver- ið um nokkurra ára skeið að Laugalandi f Holtum. Á s.l. sumri dvöldust þar 60 böm í um 70 daga. Forstöðukona er María Kjeld. Bókfærðar eignir Sjómanna- dagsins eru nú tæpar 47 millj. króna og varð eignaaukningin á s.l. ári um 5.4 millj. Úr stjórn átti að ganga for- maðurinn Pétur Sigurðsson, var hann endurkjörinn ti! næstu 3ja ára með þorra atkvæða. Úr varastjóm gekk Theódór Gísla- son og var Hannes Hafstein 65 ára: Gunnlaugur Briem • póst- og *$ímamúlastjóri Cextíu og fimm ára er í dag Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Briem póstmálastjóri í Reykjavík og Guðrún ísleifs- dóttir kona hans. Stúdentsprófi lauk Gunnlaugur árið 1919 og prófi frá Tækniháskólanum f Kaupmannahöfn 1926. Eftir framhaldsnám í Þýzkalandi hóf Gunnlaugur störf hjá Landssíma íslands árið 1929. Yfirverkfræð- ingur Landssímans var hann skipaður 1935. Er embætti póst og símamála stjóra losnaði árið 1956 var Gunnlaugi veitt það embætti og hefur hann gegnt því alla tíð síðan. Jafnframt hinum fjöl- þættu og umfangsmiklu störfum sínum við Landssíma íslands var hann verkfræðingur Rfkis- útvarpsins allt frá upphafi göngu þess, 1930 til 1953. Hefur Gunnlaugur Briem þannig átt: meginþátt í að byggja upp tækni hliðar bæði útvarps og sima hér á landi og aflað sér fjöl- þættrar reynslu og þekkingar í kjörinn í hans staö. Á fundinum var m. a. samþykkt að næsti sjómannadagur verði hátíðlegur haldinn 15. maí n.k. Listuskóli —■ Framhald af bls. 1. ( hér á sýninguxp áður, en nokkr- ar hafa verið sýndar erlendis. Krístján ér löúgú kunnur af list sinni bæði hérlendis og er- lendis. Hann hóf ungur nám í myndlistarskóla þeirra Jóhanns Briem 1932—34 og málaði eftir það nokkuð af myndum aðallega í natúraliskum stíl einnig er til frá þeim tfma talsvert af skemmtilegum upplímingar- myndum eftir hann. Árin ’45— 47 stundaði hann svo nám við Bames Foundation f Merion, Pensylvaniu, en sú stofnun er í tengslum við Pensylvaníuhá- skóla. — Fvrstu sjálfstæðu sýn- inguna hélt Kristján í Phila- delphía árið 1946 og þar næst f Reykjavík 1950. Hann hefur átt þátt f mörgum sýningum er- lendis, t. d. f Höstudstillingen í Kaupmannahöfn 1949, vöktu myndir hans þar mikla athygli, einnig í Moskvu, Leningrad og Varsjá (1959), í Brtissel, París, London, New York og vfðar. Einnig hefur hann oftsinnis sýnt hér heima bæði sjálfstætt og með öðrum, seinasta sjálfstæða sýning hans var fyrir tveimur árum, en sú næsta mun verða í apríllok f vor. Myndir Steinþórs á sýning- unni eru frá árunum frá 1960 til þessa tíma. — Steinþór er einn af okkar kunnari málurum úr hópi hinna yngri. Hann hóf nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1949 en sigldi síðar til Stokkhólms og stundaði nám við Listaháskólann þar fram til ársins 1955. Fyrsta sýning hans var f Gávle Museum, þar voru sýndar myndir eftir hann og unga sænska málara. Fvrsta sjálfstæða sýning hans var í Listamannaskálanum í Reykja- vík ’61. Hann hefur átt þátt í mörgum sýningum hér heima og erlendis t.d. í sýningu á ís- lenzkri list í Louisianasafninu ’62, einnig hefur hann átt myndir á sýningum í Helsinki, Þrándheimi og i Hasselbyslot þeim efnum. Þá hefur hann og unnið að félagsmálum verk- fræðingastéttarinnar og var hann m. a. formaður Verkfræð- ingaféiags íslands 1934—1936. Kvæntur er hann Halldóru Stefánsdóttur, kaupmanns á Húsavík Guðjohnsens. í Svíþjóð ’64 á vegum Nordisk Kultursamfund svo og á sýn- ingu á íslenzkri list í Bandarikj- unum 1965. Hægri ukstur — Framh. af 1. síðu. Jónas G. Rafnar, Lúðvfk Jósefs- son,' Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sigurðsson Ragnar Arnalds, Sigurður Ágústs- son, Skúli Guðmundsson og Sverr ir Júlíusson. Á móti voru þessir: Óskar Jóns- son, Benedikt Gröndal, Björn Páls son, Gunnar Gíslason, Halldór Ás- grímsson, Daníel Ágústínusson, Óskar E. Levý, Sigurvin Einarsson og Þórarinn Þórarinsson. Hjá sátu við atkvæðagreiðsluna: Einar Olgeirsson, .Ragnar Guðleifs son, Jónas Pétursson og Siguröur Ingimundarson. Grófst — Framh af öls 16 andliti. Fékk hann fljótlega að fara heim og nú hefur hann hresstst svo að hann býst jafn- vel við að fara aftur til vinnu á morgun. Slys þetta þar til með þeim hætti að grjótskriða féll ofan í geyminn en Vilberg stóð þar hjá og hreifst með niður f geyminn og grófst þar undir þriggja metra lagi af grjóti. Stóð hann þar uppréttur við vegg og hrópaði á hjálp, en björgunar- mennimir vissu ekki hvort hann væri lífs eða liðinn fyrr en þeir komu að honum, þar eð hljóðn heyrðust ekki upp. — Má sann- arlega segja að hann hafi slopp- ið vel úr þessari raun. Alþingi — Framhalð af bls. 5. Önnur mál. í efri deild var frumvarpið um umferðarlög samþykkt við 3. um- ræðu og sent til forseta neðri deildar. í neðri deild var frumvarpinu um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins vísað til 3. umræðu. Einnig var frumvarpinu um matreiöslumenn á skipum vfsað til 2. umræöu og nefndar. Bi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.