Vísir - 01.04.1966, Page 3

Vísir - 01.04.1966, Page 3
V í SIR . Föstudagur l'. apríl 1966, 5 „Viva Maria“-tízkan er lögð af stað umhverfis jörðina og hún ætlar sér að keppa við „op-art“ tískuna og það, sem tizkukóng amir f París sýndu fyrir rúmum tveimur mánuðum. „Viva Maria“ mótmælir allri geimferðartizku og geometrisk- um linum, en kemur i þess stað með svolítið rómantískan svip, hún kemur með pffur, rykk ingar og blúndur. „Viva Maria“ er ekki ný tízka hún er eftiriíking af aldamóta- tízkunni. „Viva Maria“-tízkan fór að gera vart við sig í verzlunum í París í fyrrasumar en fötin voru meira ætluð sem gluggaút- stilling en söluvara. Ástæðan var sú að suður í Mexico var ver ið að taka kvikmyndina „Viva Maria“, kærleikskvikmynd, sem gerast á um aldamót. Og aðal leikkonumar voru þær Brigitte Bardot og Jeanne Moreau, og þær klæddust síðpllsum, stíg- vélaskóm, blúndu- og pffublúss um og höfðu stráhatta á höfði. „Viva Maria“, kvikmyndin, varð brátt mikið umtöluð, ekki sízt fyrir það að Birgltte Bardot var að veikjast öðru hverju og tafði það töku kvikmyndarinnar, rétt eins og Elísabet Taylor tafði „Kleópötru“ á sinum tíma og hleypti verðinu á henni upp um helming. „Viva Maria“ var þvf orðin fræg löngu áður en hún kom á hvíta tjaldið, en þangað er hún nú komin, þótt ekki hafi hún enn heiðrað hvft tjöld á Is landi. Brigitte og Jeanne vöktu svo mlkla hrifningu er þær vom kiæddar aldamótatízkufötum að fataframleiðendur vfða um lönd hafa séð sér leik á borði og haf- ið framleiðslu á fötum með „Viva Maria“ sem fyrirmynd. Binda margir miklar vonir við þessa tízku því að þeir segja að þetta geti ef til vlll orðið til þess að breyta tánlngastúlkunum úr „bftnikkum“ f huggulegar ungar stúlkur. Það verður nefnilega að vera snyrtilegur og hreinlegur ef klæðast á samkvæmt „Viva Maria“-tízku, með hvítan blúndu kraga, mansjettur o. s. frv. En hvemig er annars með „Viva Maria“-fötin? Við höfum enn ekki séð nein íslenzk „Viva Maria“ föt, en Svf ar framlelða þau nú af miklum krafti og hér skulum við Ifta á nokkur sýnishom frá þeim. Á stóru myndinni em þrjár stöllur og sitja tvær þeirra f rólum og eru ósköp rómantfskar á svipinn. Sú í rólunni til vinstri er klædd rauðu pilsi úr þunnu ullarefni og blússan er úr köflóttu baðm- ullarefni. Á blússunni er litill kringlóttur kragi, slaufa f háls inn og fjórir hnappar framan á ermunum. Litimir em lillablár bleikur og milliblár. Stúlkan sem situr svo ein- er f hnésfðum kjól úr röndóttu baðmullarefni. Er það ljósgrænt með dökkgrænum og gulum rönd um. Framan á kjólnum er hvítur „smekkur“ með blúndum í kring og fjórum perluhnöppum og einn ig eru sams konar hnappar á ermunum. Pilsið er vítt og f mittið er mjótt belti. Sú sem situr í rólunni til hægri er i kjól með sama sniði og sá græni, nema hvað þessi er skósfður og litimir em: fjólu- blátt, blágrænt og gráleitt. Um hattinn hefur hún bundið klút úr sams konar efni og kjóllinn. Stúkan, sem situr syo eln- mana niðri í homi ,er f ljós- blárrl blússu með pffum og legg- ingum og pilsið, sem er með pff- um að neðan, er gult með rauð- um og brúnum köflum. Beltlð er rautt og bandlð á hattlnum í sama lit. Við viljum bæta vlð að köflótt pils, stutt eða sítt, hvft erma- löng blússa og hálsbindi úr sama efni og pilsið er fljótgerður bún ingur og fyllilega samkvæmt „Viva Maria“-tízkunni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.