Vísir - 01.04.1966, Síða 5

Vísir - 01.04.1966, Síða 5
5 Vf STR . Föstudagirr 1. aprfl 1966. þ.i.n g s j á. V í s i s d ! n q s 'þ i n g s j á VERÐTRYGGING FJÁRSKULDBIND INGA SPORNAR GEGN VERÐBÓLGU Stjómarfrumvarpið um verö- tryggingu fjárskuldbindinga var tekið til 3. umræöu i neðri deild [ gær. Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráð- herra leitaðist í ræðu sinni við p'.' ■ j|gg||g) að svara spum- ingum stjómar- andstæðinga, sem þeir beindu til hans við aðra umræðu máls- ins. Sagði hann, að sameiginlegt við spumingar þeirra væri, að þeir hefðu spurt um, hvemig Seðlabankinn ætti að fara með heimildir þær, sem hann ætti að fá samkv. framvarpi þessu. Jafn- framt þessu hefðu þeir látiö í ljós þær skoðanir sínar, að það væri hættulegt fyrir Alþingi að láta Seðlabankann fá þau völd, er hann ætti að fá samkv. frum- varpinu. Síðan sagði ræðumaður, að einn grandvallarskoðanaágrein ingur væri á milli ræðumanna stjómarandstæðinga við umræð- umar. Einar Olgeirsson væri í grundvallaratriðum á móti verö- tryggingu, en það væri ekki hægt að segja um hinn ræöumann stjómarandstöðunnar, Skúla Guö- mundsson. Hann hefði fundið það að frumvarpinu, að verðtrygging- in væri ekki alger. Sagði ráð- herra, að sparifé yröi ekki verð- tryggt nema á móti kæmi verð- trygging lána. Þessu væri ekki hægt að mótmæla. Síðan sagði ráðherra, að komið hefði fram I ræðu Einars Olgeirssonar að verð- bólga væri ekki skaðleg, og það væri síöur en svo tilgangur frum- varpsins að vinna gegn henni, og það væri jafnvel ekki æskilegt. Sagði ráðherra, að skiptar skoö- anir væra um, hvort örlítil verð- bólga væri skaðleg eða ekki. Aft- ur á móti væri samdóma álit sér- fræðinga aö langvarandi verð- bólga væri skaðleg. í fyrsta lagi drægi hún úr spamaðarviðleitni þjóðarinnar, en hún væri undir- staða allra framkvæmda í land- inu. í öðra lagi beindi hún fjár- festingunni inn á óhagkvæma braut. í þriðja lagi leiddi hún af sér hróplegt félagslegt ranglæti. Af öllu þessu væri augljóst, að nauösjmlegt væri að vinna ötul- lega gegn verðbólgunni. Það væri einmitt tilgangurinn með fram- varpinu að vera einn þáttur í þeirri viðleitni að spoma gegn verðbólgunni. Ríkisstjóminni væri fullkomlega ljóst, að þetta eitt nægði ekki til að sigrast á henni. Það væri grundvallaratriði I frumvarpinu, að einungis þau lán, sem verja á til kaupa á eign-. um, sem verðbóigan hafi þau á- hrif á, að þær hækki í verði. Að lokum sagði ráðherra, að það væri álit rfkisstjórnarinnar og Seðlabankans, að hér væri erfitt mál að etja við. Taldi ráö- herra, að Seðlabankinn ætti aö fara varlega í því, að beita heim- ildum þeim, er hann fengi í þessu frumvarpi. Slðan tók Einar 01- geirsson til máls, en umræðu um málið var síðan frestað og fundi einnig frestað. Enn frekari fjölgun prófessora Benedikt Grön- dal (A) mælti á fundi neðri deildar fyrir sameiginlegu nefndaráliti menntamála nefndar deildar- innar um stjóm arframvarpið um breytingar á lög um um Háskóla íslands. Sagði framsögumaður, aö nefndin hefði rætt ýtarlega mörg vandamál Há- skólans á fundum sínum. Hefðu þar mætt þeir Gylfi Þ. Gíslason STAÐA eftirlitsmanns við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentspróf, eða sam- bærilega menntun, vegna væntanlegs sémáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Frekari upplýsingar um starfið veittar I skrifstofu borgar- læknis. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist skrifstofu minni I Heilsuvemdarstööinni. Áður auglýstur umsóknarfrestur framlengist til 20. aprfl n.k. Reykjavík, 28. marz 1966. BORGARLÆKNIR. Úfboð Tilboð óskast í að grafa fyrir og að leggja aðalvatnsæð í Fossvogi fyrir vatnsveitu. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu-vorri Vonar stræti 8 gegn 1000 kr. skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar menntamálaráðherra og háskóla- rektor. I umræðunum hefði kom- ið fram mikill áhugi nefndar- manna á eflingu Háskólans, bæta aðstöðu hans og kennsluhætti og efla vísindastarf hans. Sérstak- lega hefði verið tekið undir þá skoðun, sem menntamálaráðherra hefði látið I ljós I framsöguræöu sinni við frumvarpið, að Háskól- inn ætti að vera miðstöð íslenzkra fræða innan Iands og utan og væri sérstök ástæða til að hlúa að þeirri deild hans. í þessu sam- bandi varð nefndin sammála um, aö leggja fram eina breytingar- tillögu við frumvarpið, þá, að fjölgað skyldi um eitt prófessors- embætti til viðbótar I Isl. fræö- um. Væri það hugmynd nefndar- manna, að hinn nýi prófessor ætti að kenna Isl. nútímasögu og ætti sú kennsla ásamt rannsóknum, er henni fylgdu, að ná fram undir líðandi stund. Síðan var framvarp ið samþykkt til 3. umræðu. Stækkun Iögsagnarum- dæmis Keflavíkur- kaupstaðar Ragnar Guðlelfsson (A) mælti á fundi I neðri deild Alþingis I gær fyrir frumvarpi, er hann flytur ásamt fleiri þingmönnum. Fram- varpið gerir ráð fyrir, aö lögsagn- arumdæmi Keflavíkurkaupstaðar stækki til norðurs um landssvæöi úr landi Keflavlkur h/f, Keflavík, svo og úr landi Keflavlkurflug- vallar I eigu ríkissjóðs, hvort tveggja I Gerðahreppi. Frá gildis töku laga þessara taki Keflavík- urkaupstaður að sér framfærslu allra þeirra, sem eru eða verða þurfamenn og framfærslurétt eiga eöa munu eignast I Gerðahreppi. Ef ekki verður innan sex mánaða frá gildistöku þessara laga sam- komulag milli bæjarstjórnar Kefla víkurkaupstaðar og sveitarstjóm- ar Gerðahrepps um eigna og skuldaskipti, er leiöi af ákvæöum 1. gr. laga þessara, skulu þau þá ákveðin af gerðardómi, skip- uðum 3 mönnum. Sami geröar- dómur skal ákveöa bætur fyrir tekjurýrnun Gerðahrepps, er kann að leiða af Iögum þessum. Frum- varpinu var vlsað til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmálanefndar. I stuttu máli Efri deild. Á fundi I efri deild Alþingis I gær mælti Ingólfur Jónsson land- búnaöarráðherra fyrir tveim stjórnarframvörpum, sem komin vora frá neðri deild og vora tek- in til fyrstu umræðu I deildum. Voru það framvörpin um Skóg- rækt og mat á sláturafurðum. Þá mælti Jóhann Hafstein iðn- aðarmálaráðherra, fyrir stjómar- frumvarpinu um Iðnlánasjóð, en það var komið til deildarinnar frá neðri deild. Öllum þessum fram- vörpum var vísið til annarrar um- ræðu og nefnda, -> • . Auður Auðuns (S) mælti fyrir áliti menntamálanefndar deildar- innar um framvarpið um breyt- ingu á lögum um Stýrimannaskól ann, en nefndin leggur til aö frum varpiö verði samþykkt með nokkr um breytingum, sem hún leggur fram á sérstöku þingskjali. Ólafur Bjömsson (S) mæiti fyr ir nefndaráliti fjárhagsnefndar deildarinnar um stjómarfrumvarp ið um tollskrá. Mælir nefndrn með samþykkt frumvarpsins með nokkram breytingum. Neðri deild. í neðri deild var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarpið um sölu eyöijarðarinnar Litla-Gerðls i Grýtubakkahreppi. Guðlaugur Gíslason (S) mælti fyrir nefndaráliti heilbrigðis- og félagsmálanefndar deildarinnar um stjórnarfrumvarpið um breyt ingu á lögum um sveitarstjómar- kosningar, en nefndin mælir ein- róma með samþykkt frumvarps- ins. Sami þingmaður mælti einn- ig fyrir nefndaráliti sömu nefnd- ar um frumvarpið um breytingu á hreppamörkum milli Hafnar- hrepps og Nesjahrepps. Mælir nefndin einnig með samþykkt frumvarpsins. Stjómarfrumvarp- ið um breytingu á lögum um Ferða mál var samþykkt við 3. umr. og sent til efri deildar. Framvarpið um breytingu á lðg um um aðför var samþykkt við aðra umr. og vísað til 3. umr. Ný mál í gær var lagt fram framvarp til laga um breytingu á lögum um rétt til fiskveiöa í landhelgl. í frumvarpinu felst, að ráðherra er heimilt að leyfa vinnslu- og verk- unarstöðvum að kaupa afla af er- lendum veiðiskipum I íslenzkum höfnum á tlmabilinu 1. júní 1966 til 31. maí 1967. Skal ráðherra binda leyfið við ákveðna staði eða landshluta eftir því, sem hag- kvæmt þykir. Svo geti og ráðherra bundiö leyfið við ákveðnar teg. i fisks eða annars sjávarafla og sett skilyrði um magn, verð og sérstak ar löndunarreglur. Flutningsmenn frumvarpsins era Jón Þorsteins- son og fleiri. Frönsk hljómsveit leikur hér um helgina Innan skamms er væntanleg hingað til lands ein kunnasta kammerhljómsveit Frakklands, Parísarsveit Pauls Kuentz. Kemur sveitin hingað á vegum Péturs Pét- urssonar — Skrifstofu skemmti- krafta — og heldur tónleika 1 Austurbæjarbíói sunnudaginn 3. apríl. Parlsarsveit Pauls Kuentz skipa auk stjórnandans, fjórtán hljóð- færaleikarar, sjö konur og sjö karlar, auk þess sem með henni leika oft frægir einleikarar á ýmis hljóðfæri. Paul Kuentz stundaði nám við L’Ecole Superieure de Musique I París og útskrifaðist þaðan með fyrstu verðlaunum. Hljómsveit sína stofnaði hann árið 1950 og era hljóðfæraleikaramir flestir verð- launahafar frá þessum sama skóla — og allir Parísarbúar. Fyrstu hljómleikum kammer- sveitarinnar I apríl 1951 var af- bragðs vel tekiö, og síðan hefur hún haldið meira en 700 hljómleika heima og erlendis, m. a. heimsótt flest lönd Evrópu og farið a. m. k. tvær hljómleikaferðir um Banda- ríkin og Kanada. Auk þess hefur hljómsveitin víða komið fram I út- varpi og sjónvarpi og leikið inn á fjölmargar hljómplötur. Á sumrin hefur sveitin haldið hljómleika I Cap d’Ail, I útileikhúsinu fræga, sem Jean Cocteau teiknaði. Cocteau hefur sérstakt dálæti á Paul Kuentz og kammersveit hans og hefur m. a. teiknað fyrir hana auglýsingaspjöld og efnis- skrár. Hljóðfæraskipan sveitarinnar er I meginatriðum þannig, að fiðlur era sjö, víólur tvær, cello tvö, einn bassi og síðan annaðhvort píanó, cembalo eða orgel. í ýmusum verk- um svo sem Branderborgarkon- certum J. S. Bachs er bætt við ýmsum blásturshljóðfærum, flautu, óbó, fagott, trompet eða homi. Verkefnaval sveitarinnar er afar vlðtækt — má segja að það spanni þrjár aldir, allt frá verkum fyrir- rennara Bachs, svo sem Couperins, Leclairs og Vivaldis til nútímatón- verka, svo sem Benjamíns Brittens og André Prevost. Hvað frægust er Parfsarsveitin þó fyrir flutning sinn á Brandenborgarkoncertunum og öðrum verkum Bachs. Kammersveit Pauls Kuentz hef- Paul Kuentz hljómsveitarstjóri ur hvarvetna hlotið mikið lof gagn- rýnenda. Frönsku blöðin „Penseé Francaise" og „Journal Musical Francaise" hafa lýst hana „beztu kammerhl j ómsveit Frakklands“. Gagnrýnandi New York Times sagði eftir síðustu hljómleika sveit- Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.