Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 01.04.1966, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Föstudagur 1. apríl 1966. Fösfudngsgrein — y Framh. af bls 9 Að minnsta kosti líkaði þeim það ekki vel er þeir fréttu ,að rússneskur togari væri skvndi- lega farinn að „stunda veiðar“ þama f nágrenninu. ^tvik þetta suður á Spáni hef- ur orðið til þess að svara ýmsum spumingum. Þýðingar mest þeirra er að það hefur kom ið í ljós, að kjamorkusprengj- umar geta ekki spmngið fyrir óhapp, t.d. í flugslysi Á þeim er slíkur öryggisútbúnaður að það á ekki að geta komið fyrir. f þeim er fyrir komið mörgum hvellhettum með TNT sprengi efni sem þrýsta mörgum plútóní- un eða úraníum einum saman. En þvf aðeins getur atómsprenging mvndazt að allar hvellhettumar springi á sama sekúndubrotinu. Þó sprengjan falli niður f flug slysi getur aðeins ein hvellhetta spmngið í einu og hún gerir ekki annað en að eyðileggja sprengj una, orsakar ekki kjamorku- sprengingu. Það má segja að það er þó heldur betra að vita þetta, því að ein vetnissprengja af þeirri gerð sem var í banda- rísku sprengjuflugvélinni myndi gereyða ö!lu á um 20 km svæði. Þorstelnn Thorarensen. Slippur ó... — Framhald af bls. 1. þykki bæjarstjómar, en meö meðmælum hafnamefndar sem byggðist á því, að núverandi leigutaki dráttarbrautarinnar Slippstöðin h.f. hafði tjáð sig reiðubúna að taka nýju dráttar- brautina á leigu gegn nauðsyn- legu gjaldi. Síðan gerist þaö, að nú 17. marz var haldinn fundur f hafn amefnd Akureyrar, þar sem var mættur Skapti Áskelsson for- stjóri Slippstöðvarinnar og Að- alsteinn Júlíusson vitamála- stjóri. Þá var eftirfarandi bókað á fundinum: „Slippstöðin h.f. núverandi leigutaki dráttarbrautarinnar hefur óskað.endurskoðunar á á- ætlunum um nýja dráttarbraut á vegum Hafnarsjóðs, vegna breyttra aðstæðna á ýmsan hátt og hefur lagt fram tillögur um nýja lausn á málinu, er miðað- ar verði við: 1) Endurbyggingu gömlu tlráttarbrautarinnar og stækkun hennar fyrir skip 1500-2000 þungatonna með möguleika til hliðarfærslu fyrir 500 þunga- tonna skip. 2) Athafnasvæöi fyrir stál- skipasmíðastöð norðan núver- andi brautar. 3) Möguleika á nýrri dráttar- braut norðan nýrrar skipasmíða stöðvar. Hafnamefnd óskar umsagnar vitamálastjóra um tillögur þess ar áður en hafnamefnd gerir til- lögu um afgreiðslu málsins til bæjarstjómar." Málið er nú í athugun hjá vitamálastjóra, sem aðallega mun gera kostnaðaráætlun við fyrirtækið. Þetta dráttarbrautarmál er um þessar mundir eitt mesta framfaramál Akureyrar. Auk þess sem um það er að ræða að koma þar upp stærstu dráttar- braut á landinu, hefur Slipp- stöðin áhuga á að auka stór- lega stálskipasmfðar sfnar. Frakkar — Framhald af bls. S. arinnar f New York ... „mennimir sjö og hinar sjö ungu konur léku af frábærri nákvæmni, andagift og leikni ...“, „Le Devoir" f Mon- treal sagði: ... „strengjasveit eins og þær gerast beztar ... hefur unnið sér sess meðal hinna fremstu í heimi...“ „Winnipeg Tribune" sagði: „Þeir era tónlistarmenn f orðsins fyllstu merkingu, bæði að því er varðar hæfileika hvers ein- staks og fullkomnun samleiks þeirra ...“ „M. Demieres Nouvelles“ i Strassborg segir um Paul Kuentz og Parfsarsveit hans: „Fullkomin tækni þessara hljóðfæraleikara er furðuleg, smitandi leikgleði þeirra, samleikur þeirra og samræmd stíl- kennd athyglisverð ...“ Og „Joumal de Geneve'* f Genf segir: „Meiri nákvæmni blæbrigða og betra jafnvægis milli hinna ýmsu hljóðfærahópa verður ekki krafizt ... sízt þar sem einleikamir eiga f hlut ... samleikurinn er mjög góður ... flutningurinn var í stuttu máli hámákvæmur en samt fín- legur...“ Ölvaðir — FramhHi« at bls 16. Aðspurður kvað fulltrúinn að sér þætti ólfklegt að skýrslur gæfu til kynna aö ölvun við akstur færðist í aukana, væri tekið tillit til þess hve bflum færi ört fjölgandi og einkum hve þeim unglingum færi mjög fjölgandi, sem ækju bifreið- um. En hann benti á það um leið að hann hefði að vísu ekki neinar samanburðarskýrslur undir hönd- um, og eins, að þær segðu — eins og áður er getið — f rauninni ekki allt um það hve hve marga það henti að aka „undir áhrifum." Nýr sjóður — Framhald af bls. 1. skattgjaldi álbræöslu. Loks em víðtækar lántökuheimildir fyrir sjóðinn, ef nauðsynlegt reynist að afla honum aukins fjár vegna aðstoðar við framkvæmdaáætl- animar. Fyrstu 10 árin mun hinn nýl Atvlnnujöfnunarsjóður hafa yfir að ráða eingöngu af eigin fé, um 700 millj. kr. Rétt er að taka það fram, að með þessari sjóðsmyndun er ekki létt neinum skyldum af ððram stofnsjóðum atvinnuveg- anna, þannlg að hér er um al- gjört viðbótarfé að ræða, til hag nýtlngar á þelm stöðum, þar sem þörf er f jölbreytts atvinnu- lffs. Vonast rfkisstjómin til þess, sagði fjármálaráðherra ennfrem- ur, að með sjóðsmyndun þess- ari sé hægt að stuðla að þvf á viðunand) hátt að atvlnnulíf geti blómgazt á öllum þeim stöðum á landlnu, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til arðbærra fram- kvæmda, svo að komið verði 1 veg fyrir óvtðunandi samdrátt byggðar f landinu. íþróttohús — Framh. af ols 16. leysti úr þörfum skólanna og fþróttafélaganna fyrir æfinga- húsnæði og keppnis- og sýning- arhúsnæðis en að íþróttafélögin frestuðu f bili uppbyggingu eigin fþróttahúsa og lánuðu til byggingarinnar framlög sin skv. fjárhagsáætlun. Þar til húsnæði þetta yrði til- búið láti bærinn íþróttafélög- unum f té til afnota skemmu sem bærinn láti byggja á at- hafnasvæði sfnu á Gléráreyrum og tilbúin verði næsta haust. Stefna skal að því aö hraða byggingu íþróttahússins eins og unnt er. Blaðið átti tal við Gísla Jóns son menntaskólakennara og bæjarfulltrúa á Akureyri. Hann sagði að bærinn ætti íþróttahús en það væri gamalt og of lítið og ekki þægilegt. Það bæri vissulega að fagna því aö sam staða hefði nú náöst um að koma upp fullkomnu íþrótta- húsi, sem myndi vissulega verða íþróttahreyfingunni til framfara auk þess sem skólam ir þyrftu á íþróttahúsi að halda Hann kvað byggingu þessa f- þróttahúss hafa verið lengi á döfinni en þaö sem nú hefði gerzt væri að ákv. hefði verið að láta smíði þess ganga fyrir öðrum íþróttamannvirkjum og m.a. hefðu íþróttafélögin á- kveðið að fresta sínum aögeröum við byggingu f- þróttahúsa og lána fé sem þau hafa fengið veitt í þvi skyni til þessa nýja íþróttahúss. Fundur Angliu í kvöld Brezk-íslenzka félagið Anglia hefur sfðasta kvöldfund og skemmt un vetrarins í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 í kvöld Verður þar að vanda fjölbreytt dagskrá og mun m.a. hinn nýi sendiherra Breta á ís- landi Halford Mc-Leod ávarpa fundinn. Þá verða fjölbreytt skemmtiatriði, sem öll munu fara fram á ensku að vanda. Verður síð an dansað fram yfir miðnætti. Starfsemi Angliu f vetur hefur staðið með góðum blóma og eru félagsmenn allir minntir á þenn •an sfðasta fund vetrarins. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN HÖFUM TIL SÖLU: Einbýlishús á 2 hæðum í Silfurtúni I. hæð: 2 stofur, stórt hol, eldhús og WC. II. hæð: 5 svefnherbergi og bað. Ræktuð lóð, mjög fallegt útsýni. 6 herb. íbúö í Austurbænum. Verð 1300 þús. íbúðin er 2 stofur, eldhús, bað WC og 4 svefnherbergi, ca. 50 ferm. bílskúr, hentugur fyrir mann með iðnrekstur. 2ja herb. fbúð, verð 650 þú§., — og 3ja herb. íbúð. Verð 890 þús. í Austurbænum. íbúðimar eru á sömu hæð, hentugar fyrir tvær fjölskyldur, sem vilja vera saman. Sér garður fylgir íbúðunum. 4ra og 5 herb. íbúðir við Flókagötu. 3ja herb. íbúð, nýstandsett, verö kr. 625 þús., út 250 þús. 4ra herb. fbúð í steinhúsi, nýstandsett, verð 750 þús. Glæsileg 5 herb. íbúð f Vesturbænum, mjög fallegt útsýni. 3ja og 4ra herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk Tóbaks- og sælgætisbúð á góðum stað. Ennfremur iðnaöar- og verzlunarpláss í borginni og Kópavogi. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12 Sfmar 14120, 20424 og kvöldsímí 10974. 75 ára í dag: Karl Friðriksson yfirverkstjóri Sjötíu og fimm ára er í dag Karl Friðriksson. Karí er einn af mestu vegageröarmönnum Iandsins, fyrr- um yfirverkstjóri hjá Vegageröinni og brúarsmiður ágætur. Fæddur var hann 1. apríl 1891 að Hvarfi í Víöi- dal. Búskap hóf Karl meö fyrri konu sinni Guðrúnu Sigurðardótt- ur 1913, að Efri-Þverá, en upp úr 1920 hefur hann vinnu við brúar- smíð. Var Karl alls 17 ár viö það starf og byggði á þeim árum fjöl- margar brýr yfir fljót landsins, alls um 100 að tölu. Á styrjaldarárun- um var Karl yfirverkstjóri gatna- gerðar Reykjavíkurborgar, en 1945 tók hann við yfirverkstjórastarfi vega í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum, með búsetu á Akureyri. Hingaö til Reykjavíkur flutti Karl 1962, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síöari kona hans er Guðrún Hannesdóttir. Karl er kunn ur víða um land fyrir vega og brú- arbyggingar sínar, hinn mestl at- kvæða- og dugnaðarmaður. Verkam.flokkur— Framh. af bls. 16 þeir lásu upp úrslitin vegna æs- ingahrópa frá múgnum. Fyrstu úrslit virtust benda til þess að atkvæðaaukning Verka- mannaflokksins mynda nema . allt að 5% og var þá spáð að ' ''ijeir'myndu m aíilt að 150 þing- sæta meirihluta. En eftir því sem leið á talningu kom í ljós, að aukningin var nálægt þvi 3%. Sama hreyfingin virtist vera um allt landið hvarvetna jókst atkvæðamagn Verka- mannaflokksins og hann hreppti flest þau kjördæmi þar sem Ihaldsflokkurinn hafði haft tæp- an meirihluta. Atkvæðamagn íhaldsflokksins stóð vfðast í stað og mjög víða hafði það heldur minnkað. í morgun þegar ljóst varð að Verkamannaflokkurinn myndi hljóta öruggan meirihluta gerð- | ist það á kauphöllinni í London i að Sterlingspundið hækkaði I verulega í verði á frjálsum markaði gagnvart öðrum gjald- eyri. Er talið að það stafi af því EKCO S J ÓN VARPSTÆKIÐ SERSTAKLEGA HAGSTÆÐ STAÐGREIÐSLUKJOR. OCíCkdl Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. að með styrkri stjóm getur Wll- son forsætisráðherra betur snú- izt við, vandamálum efnahags- málanna. SIMONIZ LINO-GLOSS SjáKgljáandi gólfbón Húsmæður hafið þið athugað: að komiö er á markaðinn frá hinum heimsþekktu SIMONIZ verksmiðjum LINO-GLOSS sjálfgljáandi gólfbón. LINO-GLOSS gerir dúkinn ekki gulan . LINO-GLOSS gefur gömlum dúkum nýtt útlit. LINO-GLOSS heldur nýjum dúkum nýjum. LINO-GLOSS ver dúka óhrein- indum og rispum. LINO-GLOSS gerir mikið slit- þol og gljáa. Biðjið kaupmanninn um þessa heimsþekktu úrvalsvöru. Einkaumboð: ÓLAFUR SVEINSSON & CO. umboðs- og heildverzlun P.O. Box 718 Rvík, sími 30738

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.