Vísir - 12.04.1966, Side 8

Vísir - 12.04.1966, Side 8
VÍSIR . Þriðjudagur 12. apríl 1966. VISIR Utgefandl: Blaðaútgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar ólafssw Ritstjórl: Gunnar G. Sctaram ASstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensea Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. (Viðreisn að verki Ársskýrsla Seðlabankans sýnir, að rekstur þjóðar- ) búsins hefur verið mjög hagstæður á liðnu ári og um ) markverða þróun að ræða í helztu greinum efnahags- \ málanna. Þannig jókst verðmæti útflutningsihs um v 16%. Viðskiptajöfnuðurinn varð því hagstæður um / 100—150 millj. króna á árinu, en var óhagstæður um ) 340 millj. króna árið 1964. Er það mikilvæg breyt- ) ing til batnaðar frá því sem áður var. Jafnframt var \ grynnt á skuldum þjóðarinnar erlendis, en opinberar \ skuldir lækkuðu um 50 millj. króna. Er það gleðileg- ( ur vottur um að þjóðin lifir ekki um efni fram og á / annarra kostnað. Hið sama sýnir gjaldeyrisstaða ) bankanna. Gjaldeyriseignin 1961, á öðru ári ríkis- ) stjórnarinnar, var aðeins 148 millj. krónur. Nú eru \ gjaldeyrissjóðirnir meir en tífaldaðir, komnir upp í \ tæpa tvo milljarða, eða 1912 milljónir króna. Greiðslu- ( halli ríkissjóðs minnkaði verulega á árinu og þróun // ríkisfjármálanna hefur snúizt n betra horf, að dómi ) Seðlabankans. Spariféð í lánastofnunum landsins „J hefur aldrei aukizt meira en á árinu, eða um 1.2 \ milljarða króna. Allar þessar staðreyndir efnahags- ( mála síðasta árs ber vott um að stjómarstefnan, stefn- ( an í fjármálum og efnahagsmálum, hefur náð tilgangi / sínum og verið rétt. Sífellt er stefnt upp á við, til ) gildari gjaldeyrissjóða, minni erlendra skulda, hag- ) stæðs greiðslujafnaðar og meira sparifjár. Þjóðin get- \ ur fagnað þessari þróun. Hún hefur ekki unnizt þrauta ( laust, en hún ber vott um þá ótvíræðu staðreynd, að ( viðreisn þjóðarbúsins hefur tekizt. / Rússneski gerðardómurinn gtjórnarandstaðan hefur kveðið það einsdæmi að ) gerðardómsákvæði væri; samningum íslands við hið ) svissneska álfélag. Ekkert er fjær sanni. Áratugur j er síðan við íslendingar gerðum ólíukaupasamning \ við Sovétríkin. Hafði sá samningur m. a. inni að halda ( ákvæði um að deilur eða misklíð vegna framkvæmdar / hans skuli „útkljáð af Gerðardómnum um utanríkis- ) viðskipti í Verzlunarráði Sovétríkjanna í Moskvu“, ) eins og orðrétt stendur í 9. grein samningsins. Gerði \ vinstri stjórnin þrisvar sinnum viðskiptasamning við \ Sovétríkin á grundvelli þessa ákvæðis. Slíkir gerðar- dómssamningar eru einnig algengir í öðrum löndum, ) þegar um er að ræða milliríkjaviðskipti og fjárfest- \ ingu erlends einkaaðila. Rakti dómsmálaráðherra, \ Jóhann Hafstein, mörg dæmi þess á síðasta degi þings- ( ins fyrir páska. Sýna þessar upplýsingar hve fjarri / öllum sannleika og rökum ásakanir stjórnarandstöð- / unnar eru um það að gerðardómur í álmálinu sé van- ) traust á íslenzku réttarfari og dómstólum. Gífuryrði \ Þjóðviljans verða brosleg, þegar það er haft í huga, \ hve oft ísland hefur gert slíka gerðardómssamninga (( við Sovétríkin, (( Samkeppnin innan hag- kerfisins of lítil Sparifjáraukningin aldrei meiri Daginn fyrir skírdag fór fram ársfundur Seölabankans. For- maöur bankaráös, dr. Jóhannes Nordal, flutti við það tækifæri ræðu um starf bankans, ástand og borfur í efnahagsmálum, þar sem vikið var að þróun mála á síðasta ári. Fara hér á eftir kafl ar úr ræðu hans. 'E'itt meginvandamáliö í stjóm efnahagsmála á árinu 1965 var eins og undanfarin ár mikil þensla 1 eftirspum innanlands og verðhækkunarþróun sú, sem henni var samfara. Veigamesta orsök eftirspumaraukningarinn- ar var mikil tekjuaukning i út- flutningsatvinnuvegunum og sú aukning endurkaupa og inn- streymi fjár frá útlöndum, sem henni fylgdi. Peningalega heföi þetta þó ekki þurft að hafa í för með sér vemlega þenslu, ef ekki hefðu einnig komið til á- hrif frá greiösluhalla ríkissjóðs og aukningu endurkaupa land búnaðarafurða. Greiðsluhallinn hjá ríkissjóöi varð mestur fyrri hluta ársins og átti hann mikinn þátt í þeirri aukningu peningamagns, sem þá átti sér stað. Síðari helming ársins fór afkoma rikissjóðs ört batnandi, en hreyfingar á stöðu ríkissjóðs við Seðlabankann og aðrar lánsstofnanir benda þó til þess, að um 100 millj. kr. greiðsluhalli hafi orðið á árinu. Þegar staða ríkissjóðs fór að batna með haustinu, kom til skjalanna mikill aukning endur- kaupa vegna landbúnaðarafurða sem hafði 1 för með sér nýtt út- streymi fjár úr Seðlabankanum. Þessi aukning landbúnaðarend- urkaupa stafaði að langmestu leyti af tvennu, en það var hækkun á haustverðlagningu landbúnaðarafurða annars veg- ar, en hins vegar mikil aukning smjörbirgða í landinu, sem enn hefur enginn markaður fundizt fyrir. Slík útlánaaukning á sér lítið mótvægi í aukningu raun- verulegrar framleiðslu, og eru verðbólguáhrif þeirra því sér- staklega varasöm. Sérstakt vandamál fyrir þá viðskipta- banka, sem veita lán út á Iand- búnaðarafurðir, svo og Seðla- bankann, sem endurkaupir þau er umframframleiðsla og birgða söfnun mjólkurafurða, sérstak- lega smjörs. Jafnframt bendir reynslan af hækkun endurkaup- anna 1 heild sl. haust enn á ný á það, hverjar hættur geti verið fólgnar i sjálfkrafa endurkaup- um, sem geta á skömmum tíma valdið útlánaþenslu, sem Seðla bankinn fær lftt við ráðiö. Mikil útlánaaukning Fyrir áhrif þeirra afla>,sem nú hefur verið lýst, var lausa- fjárstaða bankakerfisins yfir- leitt góð á árinu, og mikil þensla átti sér stað bæði í peninga- magni og útlánum. Útlán banka og sparisjóða jukust um 1452 millj. kr. eð 22%, en þá hefur verið tekið tillit til bókhalds- breytinga á útlánum Stofnlána deildarinnar. Þetta er um tvö- föld útlánaaukning frá þvi árið áður, þegar hún nam 713 millj. kr. eða 12%. Þótt spariinnlán ykjust um 1222 millj. kr. á árinu sem er 462 millj. kr. meiri aukn ing en árið áður, varð hlutfallið á milli útlánaaukningar banka- kerfisins annars vegar og aukn ingar spariinnlána hins vegar mun óhagstæöara en á árinu 1964. Varö útlánaaukningin nú 230 millj. kr. meiri en aukning spariinnlána, en hafði veriö heldur minni árið áður. Hagkerfið er of lokað Reynsla undanfarinna ára bendir hins vegar eindregið til þess, að ráðstafanir í peninga- málum og fjármálum ríkisins séu ekki einhlítar til lausnar Dr. Jóhannes Nordal verðbólguvandamálum af því tagi, sem við hefur verið aö etja hér á landi. Þessar ráðstafanir hafa undanfarin ár reynzt miklu árangursríkari í því aö draga úr aukningu innflutnings og varö- veita greiðslustöðu þjóöarbús- ins út á við heldur en að koma í veg fyrir innlendar verðhækk anir. Ástæðumar fyrir þessu liggja tvímælalaust að verulegu leyti í því, hve lokaður mikill hluti islenzka hagkerfisins er fyrir utanaðkomandi samkeppni svo aö ört vaxandi eftirspurn hefur fljótlega áhrif til veru- legra verðhækkana. Aðstæöum- ar í byggingariðnaðinum em gott dæmi um þetta. Eins og á öllum velmegunartímum, hefur tekjuaukningin undanfarin ár leitt til ört vaxandi eftirspumar eftir húsnæði, jafnframt því sem aörar byggingarframkvæmdir hafa aukizt mjög. Afkastageta byggingariðnaðarins og tækni- legar aðstæður Ieyfa hins vegar ekki nægilega skjóta aukningu framboðs á nýju húsnæði, til þess að hinni nýju eftirspurn verði mætt meö viðunandi hætti Afleiðingin kemur fram í hækk andi verði á húsnæði, sem síð an veldur enn meiri aukningu eftirspumar, og svo koll af kolli unz fasteignaverðlag hefur hækkað langt umfram það, sem eðlilegt getur talizt. Aðeins aukið framboð getur leyst úr slíku vandamáli, svo að vel sé. Frá þessu sjónarmiði er mikil væg sú ráðstöfun, sem nú er í undirbúningi, að lækkaðir verði tollar af tilbúnum húsum og húshlutum í því skyni aö auka framboð á húsnæði. Nýjar lánareglur nauðsynlegar Eigi samræmdar aðgerðir í þá átt að lækka tolla að ná tilgangi sínum, er mikilvægt að samtím is séu gerðar ráðstafanir í lána- málum, er miði að því að auð- velda fyrirtækjum aðlögun að breyttum aðstæðum. Hefur Seðlabankinn talið eðlilegt, að þetta sjónarmið ráði mestu um það, hvernig háttaö verði end- urkaupum iönaðarvöruvíxla, en bankastjómin hefur nýlega sam þykkt og sent viðskiptabönkun- um, reglur þar að lútandi, þar sem slík endurkaup em bundin við lítt tollverndaðan iðnaö og útflutningsiðnað. Þetta mál er enn á frumstigi, og er þegar ljóst, að á því em ýmsir fram- kvæmdaerfiðleikar. Á hinu liggur einnig vafi, en það er, hvort sjálfkrafa endurkaup eins og þau nú tíökast, eru raunveru lega heppilegasta formiö á hugs anlegri lánafyrirgreiðslu Seöla- bankans. Sveigjanlegri stefna, sem miði frekar að því að beina lánsfé, þangað sem þess er mest þörf hverju sinni, gæti orð ið iðnaðinum til mun meiri hjálp ar. Jafnframt er hætt við að enn auknar sjálfkrafa lánveitingar bindi hendur Seðlabankans um of og verði m.a. til þess, að ö- hófleg birgðasöfnun haldi áfram miklu lengur ert ella, eins og átti sér stað að því er varðar smjör og aðrar mjólkurafurðir undanfarið ár. Ég tel. óhætt að fullyrða, að aukið aðhald og fastari stefna í peningamálum hafi átt sinn þátt í hagstæöari þróun efna- hagsmála hér á landi undanfar- in fimm ár, og þá ekki sízt í bættri stööu þjóöarbúsins út á við. Veikleiki peningalegra að- geröa hér á Iandi, eins og reynd ar fleiri þátta í stjóm efnahags- mála, hefur ekki sízt legið í skorti á sveigjanleika, sem er sérstaklega nauðsynlegur í hag- kerfi, sem háð er miklum og oft skyndilegum sveiflum. Reynslan frá árinu 1965 er gott dæmi um það, hve ört eftir- spurnaaukning, sem t.d. á upp- tök sin í óvenjulegum aflabrögð um, breiðist út um hagkerfið I stað þess aö jafna slíkar sveifl ur og áhrif þeirra á fjárfestingu og neyzlu, virðist bankakerfið hafa tilhneigingu til að efla styrk þeirra með því að auka út lán mjög ört I kjölfar bættrar lausafjárstöðu. Afleiðingin verð ur þá oft óhófleg þensla í fjár- festingu og viðskiptum, sem ekki er eins auðvelt að stöðva þegar ytri aöstæður breytast. Brýna nauðsyn ber þvi til, að athugaðar séu leiðir til þess að tryggja jafnari þróun banka- útlána en viö höfum átt að venjast. í ýmsum löndum hefur verið reynt að ná þessu marki með sérstökum samningum við viðskiptabanka og sparisjóði um að útlán aukist ekki nema um ákveðna hámarkshundraðstölu á ári. Slíkt samkomulag hefði getað komið í veg fyrir, að út- lánin árið 1965 ykjust helmingi meira en árið áður. Önnur leiö, sem til greina kemur, er að gera útlánastefnu Saðlabankans sjálfs sveigjanlegri svo að hún hafi áhrif i þá átt að vega á móti sveiflunum, sem eiga sér stað í útlánum bankanna, en þvi mætti t.d. ná með því að breyta Framhald á bls. 4.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.