Vísir - 24.05.1966, Qupperneq 3
V1 S I R . Þriðjudagur 24. maí 1966,
Ellefta Norðurlandamótið i
bridge hófst að Hótel Sögu f
Reykjavík á sunnudagsmorgun
og setti Geir Hailgrímsson borg
arstjóri mótiö. Norðurlandamót
er haldið annaö hvert ár en
þetta er í fyrsta skipti, sem
slíkt mót er haldið í Reykja-
vík.
Norðurlöndin senda hvert um
sig þrjár sveitir á mótiö tvær
karlasveitir og eina kvenna-
sveit, og er þaö hámarksþátt-
taka.
Stefán Guöjohnsen, sem er les-
endum Visis að góðu kunnur af
bridge-þætti blaösins, vinnur að
útgáfu fréttablaðs mótsins.
Island II spilar viö Svíþjóð II í fyrstu umferð en henni lauk með sigri Islands. Sænsku spilaramlr
eru Anulf (fyrir miðri myndinni) og Karlgren. íslenzku spiiararamir era Benedikt Jóhannsson t.v.
og Jóhann Jónsson. Meðal þeirra sem fylgjast með spilinu era Guömundur Pálsson, Róbert Sigmunds-
son, Steinþór Guðmundsson og Sveinn Ingvarsson.sem var fyrirfiði sveitarinnar.
Tvær umferðir voru spilaðar
á sunnudag og ein í gærkvöldi
en í morgun hófst spilamennsk
an kl. 10 og verða spilaöar
tvær umferðir í dag. Á morg-
un býður borgarstjóri þátttak-
endum í skoðunarferö um
Reykjavík og á fimmtudag verð
ur spiluð ein umferð. Lokaum-
ferð veröur spiluð á föstudags-
morgun og um kvöldið veröur
verölaunaafhending og móts-
sllt.
Norski keppnisstjórinn Per
Elind.
Framkvæmdastjóri mótsins Þórður Jónsson, Sig’irjón Guðinundsson forseti Bridgesambandsins, Geir
Hallgrímsson borgarstjóri, sem setti mótið og Bjöm Sveinbjömsson varaforseti Bridgesambandsins
íslenzka kvennasveitin spilar við finnsku kvennasveitina og lauk umferðinni með jafntefli þeirra 3
—3. íslenzku spilaramir era Margrét Jensdóttir og Kristjana Stelngrímsdóttir og fyrir miöri mynd-
inni er önnur finnsku spilaranna, Runeberg.
Þórir Jónsson framkvæmdastjóri mótsins ræðir við danska fyrir-
liöann Carlo Mogensen. |
YIÐ SPILABORÐIÐ
)