Vísir - 24.05.1966, Side 15
V í SI R . Þriðjudagur 24. maí 1966.
75
KVIKMYN D ASAG A
TÓNÁBÍÖ
En umfram allt varð hún að var-
ast að láta óþolinmæðina hlaupa
með sig f gönur, varast að bíta á
það agn, sem reyndist svo tálbeita
þegar til kom. Árum saman hafði
hún verið svo þolinmóð aö undrun
sætti Þetta var orðin henni eins
konar glíma við flókna gátu — aö
geta, þegar til kæmi, vinzað vinn-
inginn úr öllum lágkúrulegu, fjálg-
Hún kveikti sér f sigarettu
yrtu gylliboðum hinna hamingju
snauöu, ógæfusömu eða jafnvel að
meira eða minna leyti sálsjúku
manna.
Hver auglýsing tók yfir tvær
til þrjár línur, orðin stvtt og
skammstöfuð svo að þurfti þjálfun
og kunnáttu til að lesa þær rétt,
j eins og að þýða dulmálsskeyti. Hún
mátti ekki láta neina línu fara
fram hjá sér, ekki hlaupa yfir
neina skammstöfun, svo að öruggt
væri að hún missti ekki af tæki-
færinu, og hún var orðin svo leikin
í lestrinum, að hún gat rennt
augunum viðstöðulaust yfir «lín-
urnar á meðan hún bar smurða,
brúnaða brauðsneiðina ósjálfrátt að
munni sér.
Allt í einu var sem hún yrði
fyrir raflosti. Auglýsingin stóð
þarna ... skar sig fekki að neinu
leyti úr hinum, og þó sló þar bliki
á gulimolann, sem hún hafði verið
að leita að í öll þessi ár síðan hún
gerðist áskrifandi að vikublaðinu.
Hilda Jas auglýsinguna aftur, hæg
ara en áður: „Auðugur maður ósk-
ar eftir að kynnast aðlaðandi, við-
mótsgóðri konu, með hjónaband fyr
ir augum. Helzt frá Hamborg. Verð
ur að vera bamlaus, vel menntuð,
óháð öllum fjölskyldutengslum,
kunna því vel að búa við allsnægt-
ir og hafa ánægju af ferðalögum.
Heimskum kyngálum og ástsjúkum
piparmeyjum þýðingarlaust e
svara.“
Hugsun Hildu tók viðbragð.
„Auðugur maður . . . með hjú-
skap fyrir augum ... búa við alls-
nægtir og hafa ánægju af ferðalög-
um ...
... Auðugur maður ...“
Hún slökkti á ferðaviðtækinu.
Vitanlega lét það eins og fjarstæða
í eyrum að milljónari skyldi þurfa
að leita á náðir hjúskapardálkanna
til þess að verða sér úti um konu.
Hilda kveikti sér í sígarettu.
„Helzt frá Hamborg ... barnlaus
... óháð öllum f jölskyldutengslum
... “ Sennilegt að viðkomandi vildi
kvænast konu úr sama landshluta
og hann var sjálfur. Skilyrðið, að
hún væri óháð öllum fjölskyldu-
tengslum, sennilega til þess að
tryggja að hann þyrfti ekki að ótt-
ast yfirvofandi innrás gráðugra ætt
. ingja eiginkonunnar, því að það er
1 nú einu sinni þannig, að um leið
og karlmaður kvænist konunni,
kvænist hann einnig fjölskyldu
hennar — eina leiðin til að koma
f veg fyrir það var því að velja
sér þá að lífsförunaut, sem ekkert
vissi til sinna nánustu. „Heimskar
kyngálur og ástsjúkar pipareyjar“.
Það þurfti ekki neinna skýringa við.
! í rauninni var þá einungis eftir
að ráða gátu töfrasetningarinnar:
„Auðugur maður óskar eftir að
kynnast aðlaðandi, viðmótsgóðri
konu með hjónaband fyrir augum
...“ Gat verið að hann væri orð-
inn þreyttur og leiður á kpnum
af sinni eigin stétt. Kannski var
hann líka hvorki ungur né glæsi-
legur. En hún leit raunsæjum aug-
um á málið, útlit hans skipti ekki
j neinu máli í þessu sambandi.
Hún tók sína ákvörðun. Hún
mátti ekki andartak missa, ef hún
átti ekki að láta tækifærið ganga
sér úr greipum — að minnsta
kosti það tækifæri að verða 1 hópi
þeirra, sem komu til greina og
kallaðar yrðu til viðtals. Fram-
haldið var svo á valdi forlaganna ...
í Hilda fól sig á vald forlögunum,
j en var um leið staðráðin í að berj
ast til sigurs við sérhverja þá konu
i sem svaraði auglýsingunni og kynni
í að revnast hættulegur keppinautur.
i Hingað til hafði ævi hennar ein-
j kennzt af tilbreytingaleysi, lágkúru
| legri meðalmennsku, einmanaleika
j og blóðugu umróti styrjaldarár-
' anna. Vítahringur tilgangsleysis
j og örvæntingar. Kannski yrði það á
hennar valdi að færa klukkuna aft-
ur á bak; með því að treysta á ó-
vænta heppni, líta á lffið eins og
happdrætti og lesa örlög sín úr
stjömuspám, var ekki útilokað að
hún gæti breytt stefnunni. Það sak
aði að minnsta kosti ekki að reyna.
Það lá í hlutarins eðli að láta ein-
skis ófreistað til þess að komast úr
hinum vanabundna farvegi, jafnvel
þó að skynsemin segði henni að
það væri harla hæpið að það tækist
Hún gerði því tafarlaust upp-
kast að svarinu. Það var vitanlega
tilgangslaust að reyna að blekkja
á nokkurn hátt. Viðkomanda hlaut
að vera það ljóst, jafnvel áður en
hann opnaði svarbréfið, að sú sem
það skrifaði, væri fátæk og um-
I komulaus stúlka. Eftir nokkrar til
j raunir hafði hún komið bréfinu
saman, hreinritaði það síðan og
vandaði skriftina eins og hún bezt
gat. Það var aldrei að vita nema
viðkomandi legði mikla áherzlu,
einmitt á það, kannski bar hann
líka eitthvert skynbragð á rithanda
fræði — hættuleg vísindi, sem gátu
leitt margt í Ijós. Þegar Hilda hafði
skrifað bréfið, las hún það yfir í
hálfum hljóðum.
„Heiðraði herra.
Þar sem ég glataði öllu, sem
glatað verður, nema lifinu, í loft-
árásum á Hamborg — vinum, fjöl
skyldu, eignum og atvinnu — svo
að mér var ekkert eftirskilið annað
en daprar minningar, þrái ég ekk-
ert fremur en að geta dregið strik
yfir fortíðina og byrjað nýtt lff.
Af fyrrgreindum ástæðum er ég
! ekki haldin neinum rómantískum
| grillum eða tálvonum, og sam-
p
i
i
4
T
A
R
Z
A
N
Now mo H
IS 'ASKIWS I
THE LEA7INS H
QUESTiONS?..
JTM WlLLIMð .
TO FOfíSET ,
SyðONES- 7AKLIWG!
SUT YOU MUST
HAVE SOMET^’ING
IM m? Fó< ME-
> AN AVOWE7
ENEMY OF youss!
Núna líður mér vel og er falleg vona ég.
Ég lygi segði ég nei Serena.
Er þetta ekki betra en að vera í þessu Þú hlýtur að hafa eitthvað í huga fyrir mig
gamla leiöinlega fangelsi Tarzan? Þú spyrð óvin þinn. Hver er að spyrja núna? Ég er
um það.
reiðubúin að gleyma því liðna elskan.
iiáÁ
cv&x&ifr
NAIL VAfeNISH
REMOVER
aðeins 1. flokks olíur og iblUndunarelni
HEILDSOLUBIRGDIR
ISLENZK ERIFNDA VfRZLUNARFELAGIB Hf
FRAMLEIDSLURÉTTINDI AMANTÍHF
Sprlnga negluryðar
NOTIÐ
Sjóifgijáandi
gólfbón
Húsmæður hafið þið athugaö:
að komið er á markaöinn frá
hinum heimsþekktu SIMONIZ
verksmiðjum
LINO-GLOSS
sjálfgljáandi gólfbón.
LINO-GLOSS gerir dúkinn
ekki gulan
LINO-GLOSS gefur gömlum
dúkum nýtt útlit.
LINO-GLOSS heldur nýjum
dúkum nýjum.
LINO-GLOSS ver dúka óhrein-
indum og rispum.
LINO-GLOSS gerir mikið slit-
þol og gljáa.
Biðjiö kaupmanninn um þessa
heimsþekktu úrvalsvöru.
Einkaumboð:
ÓLAFUR SVEINSSON & CO.
umboðs- og heildverzlun
P.O. Box 718 Rvík, sfmi 30738.
SIMONIZ
LINO-QLOSS