Vísir - 26.05.1966, Side 3
3
V' i >* I N
FniirniiMiSi^uf 'i*>. íiirfí
í
j
’
!
MYNDSJ
Kbwmw*-"'
Hjalti Stefánsson forstjóri Vöku virðir fyrir sér árangurinn.
Sögin er mjög fljótvirk og blaöskifan klýfur hvaöa biljárn sem er. Þarna er Moskwitchdruslu fórnað á altari tækninnar i Vökuportinu.
Á myndinni fýrir miðju: Heigi Jónasson forstjórl hjá Tæknivörum h.f.
MENN ERU „SAGAÐIR" ÚT
ÚR BÍLUNUM Á SL YSSTAÐ
en þær ganga i ölium steliing-
um, og eru handhægar þó þær
séu raunar 11 kg. á þyngd.
Sagir þessar eru framleiddar
hjá fyrirtækinu A.B. Partner í
Svíþjóð, en það fyrirtæki fram-
ieiðir einnig sérstakar trjásagir
fyrir skógarnám. Partnerssagirn
ar hafa mikið verið notaðar við
björgunarstörf í Svíþjóð og einn
ig eru þær mjög mikið notaðar
í Bandarikiunum. T.d. eru slikar
sagir hafðar við hendina, 'þegar
geimförum er skotið á loft, til
notkunar ef óhapp skyldi henda
Tæknivörur h.f. í Hafnarfirði
hafa umboð fyrir þessar sagir
hér á landi. Þeir kyhntu verk-
færið fyrir nokkru á geymslulóð
Vöku, þar sem hæfni þess var
m.a. sýnd með því að saga topp
af lítilli fóiksbifreið. Það tók
ekki nema 3 mínútur. Ekki mun
ennþá farið að nota þessi tæki
til biörgunarstarfa hér á landi
en nokkrar sagir hafa verið seld
ar iðnaöarmönnum, en þær eru
að sjáifsögðu til margra hluta
nytsamlegar.
Það er augljóst að slík tæki
geta auðveldað mjög björgunar-
störf. Enda er áhugi á þeim
mikill rneðai þeirra sem að
þeim störfum vinna eins og
slökkviliði og iögreglu. Það
mun vera í athugun hvar slík
tæki yrðu bezt staðsett... í lög
reglubilum, í sjúkrabílum eða
þá á stað sem liægt væri að
grípa tii þess þegar slys bæri
að höndum.
Þá hefur einnig verið rædd sú
eldhætta, sem af notkun þess
kann að leiða, en frá söginni
gengur auðvitað neistaflug með
an hún klýfur járnið og þyrftu
henni sennilega að vera sam-
ferða froðu tæki til þess að
sprauta á benzín, sem e.t.v.
rynni úr tönkum bílanna og forð
ast með því íkveikju af völdum
neistanna.
Allavega er betta hið merkileg
asta tæki, sem vonandi verður
til ómetanlegs gagns i framtíð-
inni. .
Hér er Héðinn Svanbergsson lögregluþjónn að reyna tækið.
Einn erfiðasti og vandasam-
asti þáttur björgunarstarfa eftir
árekstur bíla eða veltur er að
ná út fólki sem hefur klemmzt
inni í bilflökunum. Oft er atburð
um þannig háttað að rífa verð
ur flökin meira og minna til
þess að komast að slasaða far-
þeganum. l’il þessa hafa verið
notaðir ýmsir hlutir misjafnlega
vel tii þess fallnir. Undanfarið
hafa verið notaðir tékkar til þess
ara hluta, til þess að spenna járn
ið kringum hina slösuðu sundur.
Fylgja þessu þeir hættulegu ó-
kostir að oft er illmögulegt að
vita hvort verið er að þrengja
einhvers staðar að manninum,
sem verið er að ná út jafnframt
því að losað er um hann. Þessi
aðferð er einnig seinvirk oft á
tiðum.
Nú eru komin á markaöinn
hentug tæki, sem augu raanna,
sem að slikri biörgun vinna bein
ast að til þessara nota. Þetta
eru mótorsagir, sem ganga fyr-
ir benzíni, mjög fljótvirkar með
sterku blaði, sem sker næstum
hvað sem þeim er beitt að.
Þannig mun vera hægt að saga
sundur með þeim fólksbil á 2-3
mínútum, ef þeim er rétt beitt
.