Vísir - 26.05.1966, Síða 8

Vísir - 26.05.1966, Síða 8
8 V í S I R . Fimmtudagur 26. maí 1966. y Utgefandi: Blaðaútgátan VISIR Ritstjöri: Gunnar G. Schraro Aðstoðarritstjöri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1 Afgreiösla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugaveg: 178. Sími 11660 (5 llnur) Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innaniands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f „Sigrarnir" Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins grobba mikið af „sigrum“ sínum í bæjar og sveitarstjórnarkosning- unum. Er allt útlit fyrir að blöðum þeirra muni end- ast þetta efni næstu vikurnar eða lengur. En þessi skrif eru æði brosleg þegar farið er að bera þau sam- an. Hver um sig segir: Það var bara ég sem sigraði, hinir hafa af engu að státa og „útreikningar“ þeirra eru meira og minna blekkingar. Tíminn er t. d. stórhneykslaður yfir því að nokk- ur skuli leyfa sér að tala um sigur, nema Framsóknar- flokkurinn. Hann sé sá eini, sem unnið hafi á. Al- þýðuflokkurinn og kommúnistar hafi staðið í stað. Þetta er ekki ný bóla í stjórnmálum, að menn hagræði tölum eftir því sem hentugast þykir hverju sinni, og framsóknarmenn hafa löngum þótt meist- arar í þeirri grein. En rétt er það hjá Tímanum, að Alþýðublaðið setti „dæmið“ upp mjög sér í hag, þegar það skýrði frá kosningaúrslitunum. Það er rétt, að Alþýðuflokkurinn fékk nú hér í Reykjavík 1718 at- kvæðum meira en í borgarstjórnarkosningunum 1962, en hann fékk hins vegar 51 atkvæði minna en í Al- þingiskosningunum 1963. Það er því varla hægt að tala um mikinn sigur, miðað við það sem síðast var vitað um fylgi flokksins hér í Reykjavík. Það er líka fremur ónákvæmur útreikningur hjá Alþýðublaðinu, að flokkurinn hafi bætt við 4 bæjar- fulltrúum á landinu. Þá er því sleppt, að hann hafði fulltrúa í samstarfi við aðra flokka bæði á ísafirði og Sauðárkróki, og því er ekki hægt að segja að hann hafi unnið þar fulltrúa nú. Um kommúnista er það að segja, eins og sýnt var fram á með skýrum rökum hér í blaðinu í gær, að þeir hafa staðið í stað. Sókn þeirra er að fullu stöðvuð fyrir löngu og þeirra bíður ekkert nema fylgis tap eftir því sem árin líða, hversu oft sem þeir skipta um nafn og númer. En hvað þá um Framsóknarflokkinn? Hann vann nokkuð á sums staðar, þótt ótrúlegt sé, en ekki nándar nærri eins mikið og Tíminn vill vera láta. Hvers vegna er Tíifiinn að miða við tölur úr borgarstjórnarkosn- ingunum 1962? Sé villandi hjá Alþýðuflokknum að gera það, hlýtur að gegna sama máli um Tímann sjálf an og efsta mann á lista Framsóknar í Reykjavík, sem í útvarpinu miðaði fylgisaukningu flokksins nú við tölurnar frá 1962. í Alþingiskosningunum 1963 fékk Framsóknar- flokkurinn 6178 atkvæði í Reykjavík. í borgarstjórn- arkosningunum á sunnudaginn var hlaut hann 6714 atkvæði. Aukningin er því aðeins 536 atkvæði. Er hægt að kalla það „stórsigur“? Og svo er Tíminn að tala um að Framsókn hafi vantað „bara 386 atkvæði“ til þess að fella 8. mann Sjálfsíæðisflokksins! Er það nú svo lítjiö, miðað við aukninguna? Nei, sókn Fram- sóknarflokksins hér í Reykjavík er sýnilega stöðvuð, og á næstu árum mun fylgi hans aftur fara minnkandi. Stokkhólms heimsókn utanríkisráð- herra Noregs Samkvæmt NTB-fréttum í gær er nú unnið af hinu mesta kappi að því að reyna að koma I veg fyrlr að öll starfsemi SAS lamist, ef til verkfalls þess kem ur, sem danskir, norskir og sænskir flugmenn hafa boðað frá 6. júní ,takist samningar ekki fyrir þann tíma. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Stokkhólmi er tal ið, að hættan á verkfalli sé meiri en nokkurn tíma fyrr. Stjóm SAS ræddi vandamál- ið á fundi í fyrradag, en hann stóð margar klukkustundir. Rík- isstjómir Norðurlandanna þriggja Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hafa fengið ýtarlega greinargerð um allt varðandi málið. — NTB-fréttastofan tel- ur samkvæmt áreiðanlegum heimildum , að sænska stjórnin telji horfumar mjög alvarlegar og muni gera allt sem í henn- John Lyng, utanríkisráðherra Noregs. Reynt að hindra að starf- semi S.A.S. lamist vegna flugmannaverkfallsins ar valdi stendur, til þess að greiða fyrir samkomulagi. Sam- göngumálaráðherrann Olaf Palme hætti við að fara á ráð- stefnu samgöngumálaráöherra Evrópul. sem haldin verður í Sviss til þess að vera viðbúinn fyrirvaralaust að veita aðstoð sína til samninga sé þess óskað. í sömu fréttum segir, að þótt sænska stjórnin hafi áhyggjur af horfunum vilji hún ekki knýja fram úrslit með þvi að leggja málið fyrir gerðardóm, er felli bindandi úrskurð, því þaö myndi valda henni stjómmálalegum erf iðleikum, ef slík leið væri far- in, og til slíkra úrræða hafi ekki verið gripið í Svíþjóö á síðari árum. BRAATHEN-MÁLIÐ Verkfallshótunin hefur leitt tik þess, að í bili varð heldur hljóðara um Braathen-málið, þ. e. ákvörðun norsku stjómarinn- ar um að veita Safe, flugfélagi Braathens, aukin réttindi til inn anlandsflugs, eða réttindi til þess að fljúga til Norður-Noregs þar sem SAS hefur haft sérleyfi. John Lynge, utanrikisráðherra Noregs hefur verið í Stokkhólmi og rætt við sænska ráðherra og að því er blöð herma mun hann hafa sagt þeim einarðlega, að hér væri i norskt innanríkis- mál að ræða, sem hinum Norð- urlöndunum kæmi ekki við. Áður en þetta gerðist höfðu ver ið rekin upp mikil óp í Svíþjóð og Danmörku og norska stjórn in sökuð um að hafa rofið gerða samninga og teflt SAS í hina mestu hættu og allri fram tíð þess, og var tekið undir þetta í ýmsum blöðum. Kom mjög fram hve blöðun- um er sárt um SAS og Dagens nyheter í Stokkhólmi ræðir eink um hverjar afleiðingar flug- mannaverkfallið muni hafa fyrir SAS. Blaðið minnist einnig á Braathenmálið og telur komu John Lyng til Stokkhólms hafa leitt til aukins skilnings á af- stöðu aðila. Blaðinu skilst, að norska stjómin muni nú taka sér frumkvæði um samkomulagsum leitanir, að ósk Svía og Dana og verði við þessar samkomu- lagsumleitanir reynt að fá það leitt skýrt í ljós, hvort hér er í rauninni um smámál að ræða eins og Borten forsætisráð- herra vilja vera láta, eða hvort hér sé um „sérstakt mál“ að ræða undantekningu, eða hvort hér hafi, eins og margt bendir til, verið stigið fyrsta skref til þróunar, sem myndi grafa und an efnahag og framtíðarmögu- leikum SAS. Svenska dagbladet lætur hins vegar í ljós ánægju yfir þeirri vfirlýsingu Johns Lyng utan- ríkisráðherra fyrir burtför hans að norska stjórnin sé fús til þess að ræða innanlandsflug Norðurlanda, og Noregur hafi engu minni áhuga en hin Norð urlönd á að efla samstarfið í SAS en blöðin höfðu áöur haft það eftir honum svo sem fyrr var getið, að það væri norskt innanríkismál, að Safe Braathens voru veitt réttindi til flugs til Norður-Noregs, þar sem SAS var eitt um hituna. Og þrátt fyrir þessi seinustu um- mæli Lyngs hefur ekkert komið fram um að hvikað verði frá ákvörðuninni varðandi Braathen félagið. John Lyng hélt heimleiðis á- samt konu sinni í gær. llin op- inbera heimsókn hans i Stokk- hólmi stóð í tvo daga. Norska stjórnin virðist ekki hvika frá flugleyfi Braathens

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.