Vísir


Vísir - 21.06.1966, Qupperneq 2

Vísir - 21.06.1966, Qupperneq 2
- 3 I R . Þriðjudagur 21. júní 1966. AKURNÍSINGAR SOTTU STIG A /A HEIMA VELLI" KR Það var engu líkara en Akranes keppti á heima- velli sínum í gærkvöldi. Samt sem áöur fór leik- ur KR og Akraness fram á vestlægum breiddar- gráðum höfuðborgarinnar, nánast í hjarta Vestur- bæjarins, á Melavellinum, þar sem KR hefur löng um fundið fyrir góða áhorfendur. Samt sem áður voru það Skagamenn, sem áttu fólkið í þetta sinn í furðulegu „uppgjöri“ aðalkeppi nautanna í I. deild í meira en áratug. Og enn einu sinni fékk fólk að sjá snörp átök og jafnan leik. Sigurinn gat lent hvorum megin sem var, en jafnteflið 1:1 var líklega heppilegasta lausnin. KR-liðið lék í fyrri hálfleik móti norðangolunni og náöi I fyrri hálf- leik þeim tökum á leiknum að ætla mátti að leikurinn mundi verða þeirra undan golunni, sem var til- valin til skota á syðra markið. Engu að sfður voru það Akurnesingar er sóttu meira í seinni hálfleik og var leikur þeirra þá ólíkur fyrri hálf- leiknum. Baldvin Baldvinsson átti strax á fyrstu mínútum leiksins allgott tækifæri, þegar hann fékk boltann fyrir markið i óvænta stöðu, en Eyleifur stuttu síðar annað færi við mark fvrrverandi félaga sinna en skotið fór gróflega fram hjá. Mark KR-inga má þakka Ell- ert Schram, sem sótti boltann upp að endamörkum eftir að homspyma frá hægri virtist ætla að fara i súginn. Ellert gaf fallega út til Baldvins, sem var í ágætu færi og notfærði sér tækifærið á þann hátt að hann sópaði boltanum yfir fætur varnarmanna Akurnesinga og datt boltinn inn í markið. Bezta tilraun Akurnesinga í hálf leiknum var skot Þórðar Jónssonar af vítateig, en Heimir Guðjónsson, markvörður KR. bjargaði þar úti í bláhominu. Þá átti Sigurþór ágæta tilraun á 27. mín. og skaut utan á stöng, en færið var þröngt, líklega of þröngt til að skora úr. í seinni hálfleik var eins og Akur- nesingar færðust í aukana, en KR- ingar urðu fyrirferðarminni og hálf gert slen færðist yfir liðið. Baldvin hafði sótt upp vinstra megin á 13. mín. og komið markinu í hættu með skoti utan á stöng úr mjög þröngri aðstöðu. Mark Akurnesinga bar mjög skjótt að. Þeir höfðu sótt upp hægra megin, Matthías h. út- herji skaut á markið, en Heimir missti boltann fra sér og bak- vörður skallaði frá, en boltinn Ienti hjá Þórði Jónssyni, sem drap hann niður á lærið og skaut síðan og var heppinn að boltinn fann leið gegnum vamar flækjuna í markið og fram hjá Heimi, sem lá á marklínunni. Eftir þe'tta espuðust Akumesing- ar upp um allan helming og sóttu talsvert stíft til að byrja með og vildu greinilega skora annað mark til. Eyleifur skapaði þó mestu hætt- una þær mínútur sem eftir voru. Hann átti laglegt skot af 25 metra færi, en Einar Guðleifsson, hinn ungi og efnilegi markvörður Akur- nesínga bjargaði í hom. Leikurinn í heild var mjög harð ur og hefði dómarinn Magnús Pét- ursson sannarlega mátt blístra meira en hann gerði, og var þó leikurinn oft eins og einleikskon- sert fyrir flautu. Leikmenn beggja liða hafa eflaust mætt til þessa leiks með það í huga að berjast til síðasta blóðdropa og það gerðu þeir margir. Það er sem betur fer sjald gæft að sjá knattspymulögin svo fótum troðin sem gerðist í gærkv. hvað eftir annað. KR-liðið sýndi smákafla í fyrri hálfleik, sem minnti talsvert á það KR-lið, sem skemmti fólki hvað bezt fyrir nokkrum ámm, en þráður inn slitnaði og ekkert varð úr neinu. Vörn KR var sterkasti hluti liðs- ins í þessum leik, einkum Bjami Felixson og Ársæll, en Heimir varði vel þegar á hann reyndi. Ellert Schram var og allgóöur og hon- má þakka þetta eina mark, sem skorað var. Eyleifur var sá maður inn í framlínunni, sem barðist bezt, en einhvem veginn er hann þó ekki í sambandi við liðið. Hans einka framtak var oft á tíðum glæsilegt og hann lék oft vel á mótherja sína, en árangurinn af öllu puðinu var of lítill. Akranesliðið hefur á að skipa nokkrum kraftmiklum framh'nu- mönnum og menn eins og Guðjón Guðmundsson og Matthías eins og hann lék í seinni hálfleik eru allt af hættulegir. Þá átti Bjöm nokkuð góðan leik. Jón Leósson stóð fyrir sínu og Þórður Jónsson sömuleiðis, enda þótt hann sé greinilega langt frá því að vera í sínu bezta „formi“. Vörnin er e.t.v. veikasti hlekkurinn í liðinu, en markvörðurinn Einar Guðleifsson er mjög vaxandi leik- maður. Áhorfendur voru margir á vellin um í gærkvöldi eins og alltaf þegar þessi tvö lið leika, hefur þó veðrið áreiðanlega dregið talsvert frá. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi ágætlega þrátt fyrir erfiðan leik, en hefði þó mátt vera ósparari á áminningar til leikmanna um að fara að settum reglum. -jbp.- Staðan * 1. DEILII Staðan í 1. deild er nú þessi: KR — Akranes 1:1 (1: 0). AKRANES 3120 4:3 4 KR 2 1 1 0 2:1 3 VALUR 3 111 4:2 3 ÞRÓTTUR 2 0 2 0 2:2 2 KEFLAVÍK 2 0 11 2:3 1 AKUREYRI 2 0 11 1:4 1 Iflæstu leikir Þróttur — Vaiur á fimmtudag Inn i Laugardal kl. 20.30. Akureyri — Akranes á Akur- eyri á sunnudag kl. 16. Keflavík — KR. í Njarðvík á sunnudag kl. 16. Unglingalamls- lið í körfu- knattleik valið i Eins og sagt var frá í fréttum í fyrra mánuði er væntanlegt til Islands á næstunni unglinga- úrval i körfuknattleik frá ríkinu Rhode Island í Bandaríkjunum. Liðlð mun leika hér 2 leiki þann fyrri við unglingalandslið KKÍ, en f þvi eru leikmenn 20 ára og yngri, og einnig er áformað að liðið leiki einn leik við ís- landsmeistara KR. Liðið er væntanlegt til lands- ins hinn 23. júni og mun leika í Laugardalshöllinni á föstudags kvöldið þann 24. kl. 8.15 við unglingalandsliðið og svo dag- inn eftir við KR. Ot heldur liðið á sunnudaginn 25. júní, og fer í keppnisferðalag til Skotlands. Gera má ráð fyrir að lið þetta sé mjög sterkt og nægir að benda á lið Kentucky State, sem kom hingað í fyrrahaust og lék við íslenzka landsliðið og vann það. Er það mál manna að lið Kentucky sé sterkasta lið, sem til íslands hafi komið, en í Bandaríkjunum stendur körfu- knattleiksíþróttin með hvað mestum blóma. Landsliðsnefnd KKÍ hefur valið unglingalands- liðið, sem leika á við úrvalsliðið ameríska og eru f því eftirtaldir leikmenn: Hallgrímur Jónsson, Á, Skúli Jóhannsson, ÍR, Hallgrímur Geirsson, ÍR, Anton Bjarnason, ÍR, Amar Guðlaugsson, ÍR, Agnar Friðriksson, ÍR, Kolbeinn Pálsson, KR, Gunnar Gunnarsson, KR, Kristinn Stefánsson, KR, og Sigurður Öm, KR. Öll 16 löndin, sem berjast munu í lokakeppninni á HM í knattspymu i Englandl í þessum mánuði eru nú önnum kafin við undirbúning að keppninni og leika hvern landslcikinn á fæt- ur öörum í þessu skyni.-Hér fara á eftir fréttir af undirbúningi keppninnar. -Á Uruguay, sem Ieikur i riöli með Englandi, Frakklandi og Mexikó vann i siðustu viku 2:1 landsllö Israels í Tel Aviv eftir að hálfleik lauk 0:0. Öll mörkin ;omu á 6 mínútum í selnni hálf eik. Fyrst skoraði hinn aldni knattspyrnumaður Uruguay- manna, hægri útherjinn Abbadie á 22. min en 5 min. sföar jafn- aöi innherjinn Spiegler fyrir ísra el. En Abbadie var enn á ferð- inni í næstu sókn og skoraöi sig urmarklð. Um helgina léku Uru uöu í Búkarest meö 0:1 og skor aöi í Búkarest meö 0:1 og skor- aði miöherjinn Iancu eina mark iö á 33. min. Uruguay sótti nær allan leiklnn, en hinn frábæri markvörður Ionescu varði snilld arlega og vann einvigiö við þessa snjöllu knatt,'-''inumenn, sem hyggjast verjn ! oiður lands sfns, sem tvivegis hefur oröið heimsmeistari i knattspymu. ★ V-Þjóðverjar unnu unglinga landslið Austurrikis meö 4:0 um helgina í Augsburg og höföu þeir mikla yfirburöi í þessum leik sfnum. Mörkin skomðu Briills Held og Haller. Þjóö- verjamir leika i rlöli með Sviss, Spáni og Argentínu á HM. Sveina- meistara- mótið Sveinameistaramót Islands í frjálsíþróttum fer fram í Reykjavik dagana 25. og 26. júní n.k. Keppt verður í þessum greinum: Fyrri dag: 80 m. hlaup, kúluvarp, hástökk, stangarstökk og 200 m. hlaup. Síðari dag: 80 m. grindahlaup, kringlukast, langstökk, 800 m. hlaup og 4x100 m. boðhlaup. Þátttökutilkynningar sendist Karli Hólm, c/o Olíufélagið Skelj- ungur, Reykjavík fyrir 22. júní 1966.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.