Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 1
Verkalýðssamningar Fundur uftur Enn hefst viðræðufundur í dag kl. 2 milli samninga- nefnda Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda. Hafa þá verið haldnir dagleg- kl. 2 í dug ir fundir þessara aðila frá því um helgi. Frá efni samningaviðræðn- anna er enn ekki unnt að skýra. Óhætt er þó að full- á lokastigi yrða að viðræðurnar hafa gengið vel og ekki er ótrú- legt að i dag dragi til nokk- urra tíðinda. Er ekki ofmælt þótt sagt sé að samkomulags horfur séu góðar. ÍSLENZ SJÓNVARPIÐ A ÞESSU ÁRI? Unniö af kappi við undirbúning þess Við vonum enn að sjónvarpið geti tekið til starfa á bessu ári, sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsdeildar í viðtali við Vísi í morgun. — Við höfum bjartsýnar áætianir, en þorum ekki að fullyrða neitt um ákveðinn tíma að svo komnu máli. Alitaf getur eitthvað kom- ið á daginn, sem tafið getur frekari framkvæmdir. Unnið er af kappi við undir búning sjónvarpsins, bæði hvað varðar efnisleit og tækjaupp- setningu. Myndin, sem fylgir fréttinni barst norðan frá Siglu firði, en þeir Gisli Gestsson, kvikmyndatökumaður og Ólaf- ur Ragnarsson dagskrármaður. voru þar að safna efni úr fjarðarskarði. Á samningafundinum síðdegis í gær. Taiið frá vinstri: Hermann Guðmundsson, Jóhanna Egilsdóttir, Eðvarð Sigurðsson og Björn Jóns- son, fulltrúar verkamanna. Kjartan Thors, Barði Friðriksson, Gunn ar Guðjónsson og Hjörtur Hjartar, fulltrúar vinnuveitenda. Rykbundið upp fyrír Álufoss í gær Rykbindiiig kostar 20.000 kr. á km. Vinna var hafin við rykbind- ingu vega í nágrenni Reykjavík ur í gær. Var í nótt búið að ryk binda Vesturlandsveg upp fyrir Álafoss, eri í dag verður haidið áfram að rykbinda veginn upp í Mosfellsdal. Er ætlunin að ryk binda veginn upp að Gljúfra- steini. Suðurlandsvegurinn verð- ur bundinn upp að Lögbergi. Ætli|nin er að rykbinda einnig smáspotta umhverfis bæi og kauptún, umhverfis Valhöll á Þingvöilum og virkjanimar við Sogið. Rykbindiefnið er mjög dýrt og verða því ekki nema ofan taldir vegarspottar bundnir með því, um 50 km. alls. Aftur á móti verður áframhald á þessum veg um bundið með sjó. Vestur- landsvegur upp í Hvalfjörð, Suð urlandsvegur upp fyrir Svína- hraun og einhver hluti Þingvalla hringsins. Sjóbinding er ekki eins árangursrík, en mun ódýr- ari. Rykbindiefnið, klórkalsíum, kostar 3500—4000 kr. tonnið. í hvern km. í Mosfellssveitarveg inn þarf 4 tonn og má því reikna með að rykbinding á hvem km. kosti ekki minna en 20.000 kr. því að áður en efnið er borið á veginn þarf að undirbúa hann. Frh; á bls. 6. Síldin blönduð eystra og ffull af átu við Eyjar Veiði hefur verið heldur treg á miðunum eystra undanfarna daga Veiðisvæðið hefur verið mest 130- 135 sjómílur austur af Langanesi og hefur því þokazt aðeins frá land- inu aftur, en síld veiddist allt upp undir 90 mílur frá landi fyrir helg ina. Nokkrir bátar hafa verið um 60 mílur suður af Jan Mayen og veitt lítilsháttar. 3 síldarflutningaskip eru á miö- unum og hefur mestur hluti aflans í gær og nótt farið í þau. Síldin skip verksm. í Reykjavík er úti af Langanesi. Sirion og Dagstjaman eru suður af Jan Mayen. LlTIL VEIÐI VIÐ EYJAR Skipin sem stunda síldveiðar við Suðurland hafa lítið fengið undan- farið. 4 bátar komu þangað inn með um 4 þús. tunnur f nótt. Síldin þar er full af átu og ekki hæf til ann- ars en bræöslu. 1667 TONN SL. SÓLARHRING Sl. sólarhring tilkynntu 15 skip um afla á austurmiðum samtals 1667 tonn. Raufarhöfn: Dagfari ÞH 60 tonn, Guðmundur Péturs IS 70, Eldborg GK 140. Dalatangi: Gjafar VE 140 tonn, Fróðaklettur GK 90, Arnar RE 326 (tvær landanir), Guöbjartur Krist- ján IS 70, Halkion VE 90, Sigur- von RE 86, Huginn II VE 90, Grótta RE 64, Árni Magnússon GK 156, Krossanes SU 125, Ásbjöm RE 100 Höfrungur III AK 60. skipu á SI6LIIFIRÐI" — segir Sturlaugur Böðvarsson i viðtali við Visi. Ástæðan er mikil veiði i Norðursjó Nú fyrir nokkru gaf ríkis- stjómin út tilkynningu, sem innihélt leyfi fyrir erlend fiski- skip til löndunar síldar á nokkr- um stöðum norðanlands. Mun þessi leyfisveiting eiga að gegna því hlutverki að bæta úr frek- ar slæmu atvinnuástandi á sum um stöðum norðanlands, svo sem Skagaströnd og Sigluflrði, en á þessum áður fyrr miklu síldarstöðum hefur varia sézt síld síðastliðin tvö síldarsumur. Einn þeirra aðila, sem reka síldarsöltunarstöð á Siglufirði er útgerðarfyrirtækið Haraldur Böðvarsson & Co. á Akranesi. Hafði blaðið 1 gær samband við Sturlaug Böðvarsson, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og spurði hann, hvernig gengi að laða erlend fiskiskip til að leggja , Frh.f á bls. .6. ' < i, • • •..v.y.;. v.v.v íí .;::íí'"i!íV(uiíí!’ -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.