Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 7
V l S I R . Fimmtudagur 23. júní 1966 7 Minning: Kristinn Armannsson fyrrverandi rektor „ ZE'tt manna er sem ætt iauf- ^^biaSarma", segir Hómer. Af öilum tilvitnunum í hetju- ljóö hins fomgríska skáldmær- ings, sem bergmálað hafa frá kyni til kyns, er þessi elzt, enda er tæplega hægt að gera hverful leik lífsins betri skil í jafnfáum og einfðldum oröum. Þessi ijóðlína úr Hómerskvið- um flaug mér líka í hug við hina sviplegu andlátsfregn Kristins Ármannssonar, fyrrverandi rekt ors Menntaskólans í Reykjavík, er lézt á sjúkrahúsi í Lundún- um 12. þ.m. eftir uppskurð, rúmlega sjötugur að aldri. Þó aö Kristinn væri að vísu kominn af léttasta skeiði og hefði eigi ávallt gengiö heiil til skógar hin síðari ár, þá kom öllum á óvart, að umskiptin skyldu verða með svo skjótum og snöggum hætti. Þegar samkenn arar hans og samstarfsmenn hans heiöruðu hann sjötugan með samsæti sl. haust, grunaði þá srzt, að svo skammt væri eftir samverustunda. Með Kristni Ármannssyni er genginn einn gagnmerkasti skólamaður og menntamaöur samtíðar vorrar. í andlegum skilningi var hann sprottinn af þ^im meiði sem hinir fyrstu biskupar vorir gróðursettu í öndverðu með stofnun skóla á biskupssetrunum. Þar fléttuðust saman kristindómur og andleg arfleifð hinnar klassisku forn- aldar. Þó að skipzt hafi á skin og skúrir í sögu latínuskóla vorra, þá var myrkrið aldrei svo þétt, að eigi Ijómuðu þessi djásn á enni þeirra, kristni og klassiskar menntir. Kristinn Ármannsson naut í æsku vináttu og handleiðslu séra Friðriks Friðrikssonar, sem bæði var mikill húmanisti og trúmaður. Er ekki að efa, að þá hafi verið sáð frækorni í sál hins unga sveins, sem síðar átti eftir að bera ríkulegan ávöxt. Séra Friðrik var svo minnugur á allt, sem við hafði borið í latínuskólanum, þegar hann var þar nemandi, aö löngu liönir at- buröir úr skólalífinu urðu ljós- lifandi i frásögn hans. Meira að segja var talað um hina latn- esku og grisku höfunda eins og gamla kunningja. „Philosophia docuit colere divina, hum- ana diligere." Aö tigna guð og elska mennina var hin æðsta kenning. Allur var námsferill Kristins Ármannssonar með miklum glæsibrag bæði í Menntaskólan um og síðar í Háskólanum. Mátti hann heita jafnvigur á all ar námsgreinar, þó að mestu ástfóstri tæki hann viö latínu og raunar allt málanám. Að loknu stúdentsprófi var brautin þegar mörkuö. Upplag og gáfur réöu mestu um það að viö Hafnarháskóla kaus Kristinn sér kiassisk fræöi, lat ínu og grísku að aðalgrein, en ensku sem aukagrein. Lauk hann cand. mag. prófi i þessum fræðum áriö 1923. Þó að honum byðist þá þegar kennarastaða við menntaskóla í Danmörku, kaus Kristinn að snúa heim og gerast kennari við sinn gamla og ástfólgna skóla, Menntaskóiann í Reykjavík. Mun Sigurður Eggerz, sem þá var forsætisráöherra, hafa átt drjúgan þátt í því, að svo giftu samlega tókst til. Upp frá því má segja, aö Kristinn Ármanns son hafi fyrst og fremst helg- að sig Menntaskólanum, sem kennari frá 1923, yfirkennari frá 1939 og ioks rektor frá 1957 unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir á sl. ári. Var hann þá búinn að starfa við skólann I 42 ár. Af öðrum kennslustörfum Kristins Ármannssonar skal þess getið að hann var lektor í grísku við Háskóla íslands frá 1925 eða I full 40 ár, auka- kennari í latínu við sama skóla frá 1952, stundakennari í ensku viö Verzlunarskóla íslands frá 1931-1940, prófdómari í latínu á stúdentsprófi við sama skóla í rúm 20 ár og dönskukennari í Rikisútvarpinu frá 1934-1956, er sú kennsla var lögð niður. Af fjölmörgum öörum trún- aðarstörfum, er Kristni Ár- mannssyni voru falin, má nefna að hann var ritari á stjórnar- skrifstofu Islands í Kaupmanna . höfn 1917-1918, formaður í Is- landsdeild norræna stúdentafé- lagsins um hríð, formaöur ís- lendingafélagsins í Kaupmanna höfn 1918-1919, formaður eða varaformaður Félags mennta-. skólakennara frá 1938, form. Dansk-íslenzka félagsins i mörg ár. Auk þess var hann oft valinn til að vera fulltrúi íslands á ýms um kennaraþingum erlendis og voru honum falin trúnaðarstörf þar. — Hann sat í milliþinga- nefnd i skólamálum 1943-1946. Lagöi sú nefnd, sem kunnugt er, grundvöll að þeirri skólalöggjöf, sem gilt hefur síöan. Er hann lézt, var hann formaöur mennta skólanefndarinnar svonefndu, sem falið er að endurskoöa menntaskólastigið. Af framansögðu má vera Ijóst, hve mikils trausts Kristinn Ár- mannsson naut meðal stéttar- bræðra sinna og opinberra stjórnvalda. Enn er eftir að geta þess, að frá hendi Kristins eru margar kennslubækur, sem sérstaklega eru ætlaðar menntaskólunum, en aðrar, t.a.m. i dönsku, fyrir gagnfræðastigið og ríkisútvarp ið. Meðal kennslubóka Kristins má óefaö telja helztar latneska lestrarbók og latneska málfræði En allt, sem frá hans hendi kom bar vott um staðgóða þekk- ingu og nákvæmni. Einnig samdi hann íslenzk-latneska orðabók, einkum með þarfir menntaskólanna fyrir augum. I smíöum hafði hann einnig Latn esk-islenzka oröabók í sam- vinnu við undirritaðan .Fyrir ritsafnið „Lönd og lýðir“ hjá Menningarsjóði samdi hann bók um Danmörku 1951. Einnig fyr ir Menningarsjóð annaðist hann, ásamt undirrituöum, nýja útgáfu af Hómerskviöum í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Kristinn Ármannsson hóf kennslustarf sitt viö Mennta- skólann sama árið, sem við bekkjarsystkin byrjuöum þar nám. Er okkur enn í fersku minni, hve fágaður og prúður hinn nýi kennari þótti vera. Og ekki hafði lærdómsframinn stig- ið honum til höfuðs, því að öll- um miðlaði hann Ijúfmannlega af sinni miklu þekkingu. Hann studdi okkur drengilega fyrstu sporin á menntabrautinni. Var sem hann heföi kjörið sér að einkunnarorðum það, sem Hór- az sagði forðum: „Sapere aude!“ sem einn af fyrirrennurum Kristins við Latfnuskólann hafði þýtt á sinni tíð: „Haf þoran vizku aö leita.“ Aldrei slitnuðu tengslin við bekkinn okkar, þó að árin liðu hvert af öðru. Voru þau hjón, Kristinn Ármannsson og hans ágæta kona, frú Þóra Ámadótt- ir, jafnan kærkomnir heiðurs- gestir á stúdentsafmælum okk- ar. Um Jónsmessuleytlð, þegar græn grös eru óðum að lifna við blóm og tré að springa út og ný- stúdentar að setja upp hvltu húfurnar sínar, var Kristinn Ármannsson, vinur og leiðtogi menntaskólaæskunnar, kallaður til lokaprófs. Sjálfur haföi hann áratugum saman prófað dimittendos og gengið úr skugga um, að þeir væru verðiT þess að bera stúdentsnafn. Fell- ur hér ekki allt í Ijúfa löð að lokum, ef rétt er á litið? Þess hugboðs verður að minnsta kosti vart í klassiskum bókmenntum að þegar vér deyjum, séum vér í rauninni að vakna — eða eins og segir í minningarljóöi um Jónas Hallgrímsson, sem eign- að er Konráöi Gíslasyni: „vér eigum líka úr lífsins svefni aö rakna." Hvað sem öðru líður, þá er öruggt, að Kristinn Ármanns- son var vel undir hina sfðustu prófraun búinn. Allri sinni löngu og farsælu starfsævi hafði hann varið til að fræöa, mennta og göfga hina upprennandi kyn- slóö þjóðar vorrar. Og sjálfur óx hann af svo heillavænlegu viðfangsefni. Hlutskipti Krist- ins Ármannssonar mun því ó- þarft að harma nú. En söknuður eftirlifandi eiginkcmu, barna, barnabarna og annarra ástvina er auðvitað sár. Megnar þar inni leg samúð vor lítið úr að bæta. Kristinn Ármannsson var kvæntur frú Þóru Ámadóttur, prófasts að Skútustöðum, Jóns- sonar. Var hún manni sínum í langri og gæfurikri sambúð styrk stoð og trúfastur lífsföru- nautur, sem ávallt stóð honum við hlið í blíðu og stríðu. Heim- ili þeirra var rómað fyrir gest- risni. Eiga vinir þeirra margra góðra stunda að minnast þaðan. Þeim hjónum varð fjögurra bama auöið. Þau eru: Þorbjörg, B.A., kennari við Menntaskólann í Reykjavík, Ármann, cand. jur. sakadómari í Reykjavik, Ámi, læknir, sem stundar framhaíds- nám í Lundúnum, og Auður Kat- rín. Kristinn var Snæfeilingur að ætt og uppruna, fæddur 28. sept. 1895 á Saxahóli á Snæ- fellsnesi, sonur Ármanns bónda þar, síðar skipasmiðs f Reykja- vík, Jónssonar og konu hans, Katrinar Sveinsdóttur. Hafa þeir frændur margir verið dug- andi bændur og sjósóknarar. En þessi niðji þeirra, Kristinn Ár- mannsson, tók að vísu í ríkum mæli dugnað feðranna í arf, þó að hann reri á önnur mið en í næsta nágrenni við Bárð Snæfellsás. Hann hleypti snemma heimdraganum og gat sér góðan orðstír á þeim mennta brautum, sem hann kaus að ganga. Var hann þar lengi leið- togi annarra, sem bar gæfu til að verða mörgum góðum manns- efnum, körlum og konum, að miklu liöi og styöja þau til menningar og þroska. Minn- ing hans mun því lengi lifa með þjóð vorri, en lengst í Mennta- skólanum í Reykjavík, sem hann vann mest og bezt, meðan dagur entist. Jfón Gfstason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.