Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 4
á VÍSIR. Fimmtudagur 23. júní 1966. OlÆÐI ÆSKUNNAR 17. JÚNl SJÁLFSKAPAR VlTI RÁBAMANNA Mótmæli gegn Seiðinlegum skemmfintriðum jþaö er dapurleg staðreynd að lýðveldishátiðin skuli vera að breytast í almenna skrílsam- komu og allsherjarölvun hér í höfuðborginni, en ekki verður komizt hjá að horfast í augu við hana. Unglingar og ungt fólk hefur verið þar áberandi, en fyllibyttur þær, sem áður fyrr settu svip á þessar samkomur, hafa nú að mestu leyti horfiö í skuggann. Er þar tvennt sem veldur. Annars vsgar hefur lög reglan gert nokkuð af þvi að fjarlægja „góðvini sína“ fyrir þessar samkomur, en hins veg ar hverfa þeir hreinlega í hóp- inn.. Það er hneykslazt á þessum ölveizlum og sambærilegum „hátíðum“ nokkrum sinnum á ári hverju, en þær faila í gieymsku þess á milli. Það skyldi þó enginn halda, að ungl ingarnir sitji aðgerðarlausir þess á milli, en þeir eru síður áberandi þá, vegna þess að þeir dreifast á fleiri staði. Um þetta geta allir sannfærzt, sem vilja leggja það á sig að heimsækja félagsheimili í nágrenni Reykja víkur um helgar. Þar má sjá þessa sömu unglinga, frá 16 ára og upp úr (jafnvel yngri) öskr- andi fulla í slagsmálum og spýj andi. Jjeir, sem nennt hafa að halda þessu vakandi, eru templ- arar og stúkumenn, en þýðing predikana þeirra er vafasöm. Þeir hafa haldið áfram að japla á sömu tuggunni um, að þerða verði eftirlit með drykkjuskap koma í veg íyrir að unglingar sæki vínveitingastaði, stöðva verði leynivínsölu, en helzt i verði að banna allan innflutning á víni. — Með því hafa þeir stutt þá lífstrúarskoðun, að hafa verði vit fyrir fólki i einu og öllu (eins og leitazt er við að gera í alræðisríkjum) í stað þess að reyna að skapa grundvöll Iífs- hamingjunnar innan frá. Jjvi veröur ekki neitaö að lausn vandamálsins liggur ekki ljós fyrir, en ieið templ- ara hefúr verið reynd hér á landi með hörmulegum árangri. — Bannið virðist hafa vakið til andstöðu, sem sést m.a. á því að „templaramentalitet" þykir skelfilega „lummó“ og hefur fengiö lítinn hljómgrunn nema illu heilli á Alþingi. Lítill vafi er á, að öltilhneig. ing æskunnar í dag stafar aö miklu leyti af leiðindum, aðgerð- arleysi og lélegu uppeldi innan tóms „klifurfólks," sem hefur verið svo önnum kafið í kapp- hlaupi eftir vindi, að það hefur ekki getað gefið afkvæmum sín- um það vegarnesti, sem með þarf. Með þessu er ekki sagt að foreldri hvers skrílsunglings sé af þessari tegund, heldur mik ill hluti og það nægir. Ungling- ar eru áhrifagjarnir reyndar flestir. eins og- þetta veldur því að ungling- arnir hvorki geta, nenna né kunna að skemmta sér sjálfum og þá vaknar því sú spurning hvort ekki er nauðsynlegt að reyna að koma á móti þeim með einhverjum ráðum og gildir það þá fyrst og fremst þá daga sem ölveizlur þeirra keyra um þver bak eins og t.d. 17. júní. Það mætti gera hér í höfuöstaðnum með skemmtiatriðum fyrir þá sérstaklega eða með því að reyna að hressa upp á hin hefð bundnu skemmtiatriði, sem nær öil eru úrelt og einstaklega leið- inleg. — Hvaða stálpaður ungl ingur hefur gaman af skrúðgöng um, sem siigast áfram hátíðlega og grínlaust með fánaborg (þær eru ágætar fyrir börn á aldrin- um 3-10 árg)? Hvaða unglingur nennir að hlusta á formann þjóð hátíðarnefndar setja hátíðina eða barnaskemmtun á Arnarhóli eða lúðrasveitir spila öll þjóð- lögin í þrígang eða forsætisráð- herra og borgarstjóra flytja á- vörp eða hlusta, á óperusöngv- ara syngja upp í vindinn (það heyrist lítið annað í þeim en hátalaraöskur) eða ávarp fjall- konunnar þar sem hún skjálf- rödduð flytur hvatningarljóð í aldamótastíl (þó ljóðiö geti í sjálfu sér verið ágætt)? Hvaða unglingur nennir að horfa á hum orlausa íþróttamenn hlaupa úr sér lungun inni í Laugardal eða leikara buna út úr sér kvæði yf ir pylsutjöldin? — Fyrir utan ofangreind skemmtiatriði var ekkert nema dans, en sú iþrótt er ekki við hæfi allra ungiinga auk þess þarf tvo til að stunda hana, en 15-20 ára unglingar eru yfirleitt ekki paraðir. Qlæöi æskunnar 17. júní er því ekkert annaö en mót- mæii við þessum skelfilegu leið indum og því sjálfskaparvíti hinna fullorðnu að nokkru leyti Það má t.d. minna á í því sam- bandi, að jafn auðveldar og ein faldar ráðstafanir og að kveikja bál á nokkrum stöðum í borg- inni á gamlárskvöld, hefur vald ið byltingu á hegðun unglinga þetta kvöld. Jjaö er ekki í mínum verka- hring að koma með tillög ur til úrbóta, enda yrðu þær varla teknar til greina, ef ekki nema vegna þess aö auðveldast er að halda sömu dagskránni ár eftir ár. Ég ætla þó að leyfa mér að benda á nokkur atriði. Það er hægur vandi að hafa skemmtiatriðin fjölbreyttari en nú er, en láta ekki sömu skemmtiatriðin (ef hægt er að kalla þau það) gilda fyrir átt- ræða og átta ára. Jgf höfð eru sérstök skemmti- atriði fyrir unglingana, ætti að vera auðvelt að dreifa þeim út um bæinn, en samkvæmt mínu viti aukast skrílslætin eft ir því sem fjöldi unglinga er meiri á hverjum stað. Unglingamir þurfa að geta tekið meiri þátt í skemmtiatrið- unum, ekki aðeins með dansi. Það mætti t.d. kveikja bál á nokkrum stöðum um borgina og halda þar kvöldvöikur eftir að Það mætti halda íþróttakeppnir með smágríni, láta t.d. pilta úr ýmsum skólum fara f reiptog yfir tjöm eða hlaupa með bakka fullan af trékubbum eftir hálli braut, sem lægi yfir forar- tjörn, en andstæðingana í keppn inni reyna að bombardera þá meö sandpokum, sem héngju í böndum yfir brautinni. Þetta er aðeins nefnt sem dæmi, en auð vitað má útfæra slíkt grín á fjölda vegu, en til þess þarf smá hugmyndaflug. J^að er með öllu ástæðulaust að fela einungis einum að- ila að sjá um skemmtiatriði þennan dag. Ef fleiri aðilar sæju um þau á ýmsum stöðum um borgina má vænta þess, að eðlileg samkeppni myndaöist um skemmtiatriði. Þá kæmi einnig e.t.v. í ljós, að fleirum en unglingunum þykir skemmti- atrðin þennan dag heldur leiðin leg og lítið spennandi eins og þau hafa verið frá upphafi. Markmiðið með skemmtiatrið- unum fyrir þennan aldursflokk gæti því orðið tvíþætt. Annars vegar gætu þau minnkað fytler íisþörfina, en hins vegar yrðu þau aðhald fyrir Þjóðhátíðar- nefndina. — Ekki veitir af. Verði engin breyting gerð á skemmtiatriðum næstu árin þori ég að fullyrða að þessi dag ur og aðrir sambærilegir verða hámessur skrílsskapar og það, sem nú er reynt að iáta líta svo út sem væri það undantekning, verður viðurkennd regla. Valdlmar H. Jðhannesson Vakfavinna Okkur vantar duglegan mann í vaktavinnu strax. Sigurplast h.f. Lækjarteigi 6. Sími 32330. Skrifstofustúlka Viljum ráða nú þegar skrifstofustúlku sem vön er vélritun og öðrum algengum skrifstofu störfum. Enskukunnátta æskileg. Páll Jóh. Þorleifsson umboðs- og heildverzlun Skólvörðustíg 38. Símar 15416 — 15417 (rá Tl LKYN bönkunum til N I N G viðskiptamanna 2. 3. Bankarnir verða lokaðir á laugardögum í júlímánuði 1966, að undanteknum gjaldeyrisaf- greiðslum Landsbankans og Útvegsbankans (aðalbankanna í Reykjavík), sem verða opnar á venjulegum afgreiðslutíma, kl. 10.00-12.00 árdegis, eingþngu vegna afgreiðslu ferðamanna. Föstudagana næst á undan ofangreindum laugardögum hafa allir bankarnir og útibú þeirra opnar afgreiðslur til hvers konar viðskipta kl. 17.30-19.00 Ef afsagnardagar víxla falla á ofangreinda laugardaga, verða þeir afsagðir næsta virkan dag á undan þeim. Seðlabanki íslands Landsbanki íslands Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands h.f. Útvegsbanki íslands Verzlunarbanki íslands h.f. Samvinnubanki íslands h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.