Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 6
6 VIS IR. Fimmtudagur 23. júni 1966. Köstuðu Burfell — Framhald af bls. 16 y sagði: „Þetta er með stærrf virkjunarframkvæmdum á Norð urlöndum f langa tíð. Verkið er mjög yfirgripsmikið og vfð von um hið bezta um framgang þess.M Soren Langvad sagðl: „Mér finnst verklð mjög spenn- andl og skemmtilegt. Okkur hef- ur Iengi langað til að fara út í framkvæmdir sem þessar. Verk ið er ( senn fjölþætt og lær- dómsrfkt fyrir unga verkfræð- Snga, sem vinna við framkvæmd þess.“ x Samningamir voru undirrit- aðir í gær í Bláa sal Hótel Sögu að viðstöddum fréttamönnum og Ijósmyndurum og að auki Ásgeiri Long, kvikmyndatöku- manni, en Landsvirkjun hefur ráðið hann til að kvikmynda framkvæmdir við Búrfellsvirkj- unina. I aprfl sl. var samþykkt að taka tilboði þriggja verktaka fyrirtækja, Sentab (sænskt), E. Pihl & Sön (danskt) og Almenna byggingarfélagsins, sem buðu sameiginlega f verkið. Ennfrem ur tók stjóm Landsvirkjunar þá ákvörðun f maí sl. að taka til- boði sömu verktaka um fram- kvæmdir við stækkun Búrfells virkjunar, úr 70 megawöttum og f 105 megawött (MW). Til- boð þessara verktaka hljóðaði upp á 746.940.347,00 og á sú upphæð aöeins við framkvæmd imar við stækkun virkjunarinn ar. Af hálfu Landsvirkjunar und irrituðu samninginn þeir dr. Jó- hannes Nordal, formaður stjóm ar Landsvirkjunar og Eiríkur Brlem, framkvæmdastjóri henn- ar, en af hálfu verktakanna • sem nefnast Fosscraft h.f. und- irrituðu Ake Tauson, framkv.stj. Sentab, Kay Langvad og Ámi Snævarr, framkvæmdastjóri A1 menna byggingarfélagsins. Þegar verktökunum var til- kynnt, að tilboði þeirra f 70 MW Búrfellsvirkjun hefði verið tek- ið, var þeim jafnframt falið að hefja allan undirbúning að fram kvæmdum. Vegna þessa eru þeg ar nú við undirskrift samnings ins ýmsar stórvirkar vinnuvél- ar komnar austur að Búrfelli. Einnig er vinna við að reisa svefnskála, mötuneyti, birgða- geymslur o.fl. í fullum gangi og jarðvinna og sprengingar eru f þann veginn að hefjast. í sumar mun vinna allt aö 300 menn við framkvæmdimar fyrir austan en þeim mun fara fjölgandi með haustinu og ná 400 um áramót. Næsta vor verð ur sföan enn bætt við mönnum. Saltsíld — Framhald af bls. 16 síld og sumpart vegna þess hve langt er á miðin. Er síldin oft slegin og illa farin þegar komið er með hana af miðunum eftir 15—20 tíma stím. Framhald af bls. 16 eyðileggingu, eftir að hafa sjálf komið frá þvf að byggja upp. Glerbrotin og stórir stein- hnullungar lágu um öll gólf. Myndir og skrautmunir voru brotin eða skemmd. Glerbrot voru á öllum stólum, legu- bekkjum og teppum og húsgögn og veggir voru illa útleiknir eft- ir grjótkastið. Meðan við vorum þarna vann maður við að setja nýjar rúður f gluggana. Aðspurð um hvort Margrét færi ekki fram á að piltarnir greiddu skaðann, sagði hún, að lögreglan hefði vfst fundið piltana, sem gerðu þetta. Þeir búa f bæjarblokkunum við Meistaravelli, og hún hefði að minnsta kosti óskað þess að þeir hjálpuðu sér við að hreinsa til í húsinu eftir árásina. Piltunum var fullkunnugt um, að búið er f húsinu og er því hér um að ræða óskýranlega skemriidarfýsn, þvf ekki er kunn ugt um, að Margrét hafi átt f neinum útistöðum við þá. , Rykbinding — Framh. af bls. 1. Sjór er fyrst borinn á veginn og hann heflaður, en síðan er efnið borið á. Klórkalsíum hefur þann eigin leika að það dregur til sín raka úr loftinu og helzt þvf vegurinn rakur í þurrkatíð. í vætutíð verð ur vegurinn hins vegar ein eðja, vegna þess að efnið myndar þétt yfirborð á veginum og hleypir vatni ekki niður. Verði vætutfð í mánuð, eyðist efnið í veginum og verður þá að setja það á aft ur. Efnið hefur þvf sína kosti og galla. Vegagerð og vegaviðhald er dýrt á íslandi. Pað má til gamans geta þess, að hver mm. í Kefla vfkurveginum kostaði 7000 kr. Ef reiknað er með 10% af stofn kostnaði og að vegurinn sé af skrifaður á 100 árum kostar hver km. þar 770.000 kr. fyrsta árið, en auðvitað fer sú upphæð lækkandi. Óvíst —i Framh. af bls. 1. upp síld á þessum stöðum. — Um það er nú ekki mikið að segja enn þá, sagði Stur- laugur. Við sendum frá okkur fréttatilkynningu f norsk blöö um, að nú væri heimilt fyrir erlend fiskiskip að leggja upp síld í höfnum norðanlands, en viö höfum ekki haft samband við nein sérstök útgerðarfyrir- tæki erlend. — Eins er að gæta f þessu, sagði Sturlaugur og það er að Norðmenn og Færeyingar veiða svo gífurlegt síldarmagn í Norðursjó, hafa veitt um 3 millj. hektólftra á tveimur síðustu mánuðum svo að þá fýsir ekki að koma á íslandsmið að svo stöddu. — Hvað þarf þá að breytast til að svo verði, Sturlaugur? Bílskúr óskast Bílskúr óskast til leigu sem geymsiuhúsnæði í stuttan tíma, helzt í Hlíðunum eða nágrenni Sími 15637. ATVINNA Stúlka, ekki yngri en 18 ára, óskast í léttan iðnað. Sími 18454 eftir kl. 4 e.h. — Ja, vona verður, að ef síld- in veiðist fyrir Norð- Austur- landi að eitthvað fáist til Siglu- fjarðar, en á meðan Norðmenn og Færeyingar veiða svo mikið af síld f Noröursjó, er ekki gott útlit á að svo verði, eöa a. m. k. f mikilli óvissu, hvort úr þessum málum rætist eins og við vonum að verði. Að vísu munu nú tvö færeysk síldveiði- skip vera að landa síld á Hjalt- eyri og á Eskifiröi en ekki er þar um neitt verulegt magn að ræða. INNBROT Brotizt var inn í gamla pakkhús ið hjá Eimskipafélaginu í nótt og stolið þar útvarpstæki og reiknivél. Innbrotsþjófurinn náðist skömmu eftir innbrotið. Lýstu sér með vindlakveikjuru og stálu úr lestinni j Við rannsókn brunans, sem varð í danska flutningaskipinu Bett Ann, 1 kom í ljós að tveir skipsverja höfðu gerzt sekir um að stela varningi úr lest skipsins. Höfðu þeir læðzt | í lestina, eftir að vinnu við upp- skipun lau.. um 7 leytið um kvöld- ið. Þeir lýstu sér að nokkru leyti með vindlakveikjara, en ekki er þó talið sennilegt að þeir hafi valdið brunanum. Eldsins varð vart um 1 um nóttina, um 5 tímum eftir aö þeir voru í lestinni. Það er þó ekki talið með öllu útilokað að eldurinn hafi leynzt f lestinni f nokkrar klukkustundir, eða að þeir hafi ver ið seinna á ferðinni þar, en þeir vildu viðurkenna. Ekki hefur nein niðurstaða fengizt enn hvað valdið hefði getað eldinum. Seljum í dag: Benz diesel árgerð 1961. Verð kr. 110.000.00 Landrover benzin árgerð 1962. Verð kr. 100.000.00 Cortina árgerð 1965 ekin 30 þús. Verð kr. 145.000.00 Moskvitch 1959 í mjög góðu lagi. Hagstæð kjör. Chevrolet árgerð 1959, í fyrsta flokks lagi. Ennfremur úrval af bifreiðum við allra hæfi með góðum greiðslu- skilmálum. Höfum kaupendur að nýlegum bif- reiðum. Skráið bifreiðina lijá okkur og við seljum hana. Komið — Skoðið — Kaupið. Bílasulinn við Vitaforg Sfmar 12500 & 12600 Myndin er af farfuglahelmilinu á Akureyri. Um síöustu mánaðamót var opn- að Farfuglaheimili að Grund, Hörg árbraut á Akureyri, er það Karl Friðriksson sem hefur tekið að sér að reka þar gistiheimili fyrir farfugla, en fram að þessu hefur verið erfitt að fá inni fjrrir þá sem leitað hafa ódýrrar gistingar. Á vegum Bandalags ísl. Farfugla (B.Í.F.) eru nú rekin 4 gistiheim- ili auk skála fyrir ofan Lækjar- botna, eru gistiheimilin að Laufás- vegi 41 í Reykjavík, á Akureyri, f Vestmannaeyjum og aö Fljótsdal í Fljótshlíð. Nýtt ttmarit um geBvemdarmál Geðverndarfélag islands hefur nýlega haflð útgáfu nýs tímarits sem nefnist GEÐVERND. Bene- dikt Tómasson sér um útgáfu þess í formála getur hann þess að út- gáfa tímarfts um geðvemdarmál hafi lengi vakað fyrir stjóm fé- lagsins. Ritinu mun vera ætlað það hlut verk að veita fræðslu og sjá til þess að betur veröi séð fyrir geö- vemdarmálum hér á landi. Ritið er 32 bls.. Benedikt Tóm- asson skrifar í minningu dr. Helga Tómassonar læknis. Birt er erindi, sem dr. Helgi flutti á fram haldsstofnfundi Geðvemdarfélags íslands 17. janúar 1950, sem fjall ar um aðdragandi aö stofnun félags ins, tilgang þess og starfssviö. Geðsjúkdómadeild á Landspítala- lóöinní. Tómas Helgason yfirlæknir skrif ar um Geðverndarfélagið og sjúkrahúsmálin. I greininrii kemur hann m.a. að skorti á húsnæði fyrir geðsjúklinga. Telur hann ef vel ætti að vera þyrfti a.m.k. 3 rúm í geð- sjúkrahúsi á hverja 1000 íbúa lands ins, en til þess að bæta úr brýn- ustu þörf vanti a.m.k. 350 sjúkra- rúm. Meðal þess, sem áætlað er að gera I þessum efnum er að byggja geðsjúkdómadeild á Landspítala- lóðinni, sem tæki um 100 sjúklinga Þá veitti síðasta Alþingi heimild til að nota 4 millj. kr. vegna aukningar á sjúkrarými fyrir geðsjúklinga. Þetta fé er áætlað til þess að koma upp heimilum fyrir vinnufæra sjúklinga sem nú eru á Klepps- spítalanum en þyrftu ekki nauð- synlega að vera þar. • Loks skrifar Kristinn Bjömsson sálfræðingur. um stöirf Geðvernd- arfélagsins og birt eru lög þess. Rit þetta mun aö líkindum koma út 2-3 á ári og veröur sent öllum félagsmönnum Geðvemdarfélagsins en auk þess selt í bókaverzlunum. Leiðrétting; í frétt í blaðinu í gær um út- gáfu nýrra frímerkja stóð að upp- lag þeirra yrði 300.000, en það var á misskilningi byggt og hefur enn ekkert verið um það ákveðiö í hve mörgum eintökum þau verða gefin út. GOLFBOLTAR P. iyfeld Ingólfsstræti 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.