Vísir - 05.07.1966, Blaðsíða 4
ú
V1 S IR . Þriðjudagur 5. júlí 1966.
—m
Suðvestur- Afrika höfð að fé-
þúfu. Sjálfstætt mundi landið
blómgast.
Suðvestur-Afríka er auðugt
land, sem mundi vegna vel, ef
það hlyti pólitískt sjálfstæði.
Nú er efnahag þess algerlega og
eingöngu stjómaö með hag
hvíta minnihlutans og hinna er-
lendu fjármagnseigenda fyrir
augum. Málmlindir landsins eru
unnar af slíku offorsi, að horf-
ur eru á að þær verði gengnar
til þurrðar innan 20—25 ára,
ef ekki verður lát á.
Ofugt við mörg lönd, sem
hlotið hafa sjálfstæði á síðustu
árum, er viðskiptajöfnuðurinn
hagstæöur svo að nemur 40 af
hundraði brúttó-þjóðarfram-
leiðslunnar. Meginhluti tekn-
anna — 32 af hundraði 1962
— gengur hins vegar til hinna
erlendu fjármagnseigenda sem
vextir, ágóði af hlutabréfum o.
s. frv. Annað eins arðrán er
vandfundið í sögu síðustu alda,
segir í yfirliti yfir upplýsingar
þær um landsvæðið sem fram
koiou á hinni alþjóðlegu ráð-
stefnu um Suðvestur-Afríku í
Oxford í lok marzmánaöar.
Sendinefndin frá nýlendunefnd
Sameinuðu þjóðanna, sem sat
ráðstefnuna, hefur lagt fram
skýrslu um niðurstöður hinna
ýmsu umræðuhópa.
Suður-Afríka fer með löggjaf-
arvaídið á landsvæðinu, stýrir
efnahagsþróuninni, þjóöfélags-
skipaninni og framtíðarþróun-
inni yfirleitt. Hingað til hefur
verið lögð megináherzla á að
auka möguleika Suður-Afríku-
manna og erlendra aðila á fjár-
festingu á landsvæöinu. Nálega
ekkert af því fjármagni, sem
Suður-Afríka eys inn, hefur far-
ið til svæða sem liggja utan
við lögreglubelti hvítu mann-
anna.
Fjármagnsútflytjandi tll
móðurlándsins.
Allir styrkir og niðurgreiðsl-
ur frá Suður-Afríku — m. a. til
flutningakerfisins — eru í raun
réttri brýn nauðsyn fyrir verzl-
un og viðskipti Suður-Afríku.
Suövestur-Afríka hefur í reynd-
inni gegnt hlutverki fjármagns-
útflytjandans, en sú staðreynd
kemur ekki fram sökum þess
að fjármálum beggja landa er
ruglað saman á reikningum. Um
það bil fjórðungur af verzlun-
aryörum Suðvestur-Afríku, fer
til Suður-Afríku, og þrír fjórðu
hlutar innflutningsins koma
þaðan. Suðvestur-Afríka mundi
græða verulega á að auka við-
skipti sín við önnur ríki og fá
innflutning sinn af ódýrari
mörkúðum, ’áð ' þvl' er’'sagði 1
skýrslum þeim sem’dagðar Voru
fyrir ráðstefnuna.
Ráðstefnan komst að þeirri
niðurstöðu, að hinn hagstæði
viðskiptajöfnuður gæti orðið
grundvöllur nauösynlegrar fjár-
festingar til þróunarfram-
y Leikendur f Hjóna- og TónaspíH. Frá vinstri: Leifur, Róbert, Jón, I
i Krlstín, Baldvin og Halldór, sem ekur bflnum og er lelkurunum i
til aðstoðar.
Ferðaleikhúsin að byrja
; Nú er hlnu eiginlega leikári
lokið og tjöldin hafa fallið fyrir
seinustu sýningar leikhúsanna
\ að þessu sinni. Ekki er þar með
' sagt að leiklistarlífið falli f
j dvala til hausts því að starfs
' kraftar leikhúsanna dreifast
j víða um land og koma m.a. við
| á hvíta tjaldinu, en ísland er
f allt f einu orðið vettvangur
J kvikmyndaiðnaðar og hér veröa
’• tvær stórmyndir i smfðum í
i sumar, sem er löngu heyrum
l kunnugt.
Og svo er að hefjast vertíð
' sumarleikhúsanna, sem verða
eins og jafnan á förum um
^ landið í sumar að skemmta
f fólki úti á landsbyggðinni. Borg
i arbúar mega hins vegar hvíla
1 sig á leikhúsferðum til hausts
^ og saknar þess þó margur að
í hafa ekki að minnsta kosti
s skemmtunarleik eða revíu sér
? til dægrastyttingar. — aðstað-
an hefur batnað gífurlega til
■j leiklistariðkana úti um land
k undanfarin ár, ekki sízt með
/ tilkomu félagsheimilanna. Fyrsta
* leikferðin út á land að þessu
l( sinni var leikför Leikfélags
1 Reykjavíkur norður á land,
þar sem einþáttungamir, Þjófar,
lík og falar konur voru sýndir
nokkrum sinnum — á Akureyri.
En fyrsta leikferðin Um
landið þvert og endilangt hefst
væntanlega með sýningu
Ferðáleikhússihs á Hjónaspili
og Tónaspili á Homafirði þann
6. þessa mánaðar.
Ferðaleikhúsið var stofnað
um síðustu ái;amót en að því
standa Kristín Magnús, leik-
kona og Halldór Snorrason.
Hófust sýningar hjá leikhúsinu
í vetur á áðumefndum leikrit-
um og urðu sýningamar sex,
þrjár sunnan fjalls, ein á Akra-
nesi og tvær i Reykjavík.
Nú er hins vegar hugað á
hringferð um landið og verður
byrjað á Höfn en síðan haldið
norður um land og síðan vest-
ur og suður.
Kristín Magnús annast leik-
stjóm og fer jafnframt með
hlutverk í leikjunum ásamt
tveimur gamalreyndum leikur-
um þeim Róbert Amfinnssyni
og Baldvin Halldórssyni og
tveimur úr hópi hinna yngri
þeim Leifi Ivarssyni og Jóni
Júlíussyni.
Verkefnið, Hjónaspil og \
Tónaspil eru gamanleikir með í
alvarlegum undirtón eftir i
brezka leikritaskáldið Peater 7
Shaffer, sem hefur getið sér \
góðan orðstír einkum í Bret- \
landi og Bandaríkjunum. Eitt 1
þekktasta leikrit hans heitir /
„The royal hunt of the sun“ ;
og fjallar um Inkana, hinn \
foma Indíánakynstofn í Ame- \
ríku og ku vera mjög mann- 1
frekur, en i honum eru einar /
80 rullur. Nýjasta verk hans \
gæti hinsvegar heitið hinn svarti \
gleðileikur. Sum verka hans i
hafa verið kvikmynduð og er /
nú t. d. unnið að kvikmyndun \
Hjónaspils og Tónaspils. \
Væntanlega gefst tækifæri til
þess að segja frá fleiri leik-
ferðum um landið í sumar, en
vitað er að Þjóðleikhúsið sýnir
Afturgöngur Ibsens út um land
í sumar og hópur leikara frá
báðum leikhúsunum ætlar að /
sýna „Bumbury" eða „The \
important of being eamest" \
(leikið á Herranótt í vetur) og í
heitir sá flokkur Gestaleikhús- /
ið. \
kvæmda. I stað þess er hinn er-
lendi gjaldeyrir nær eingöngu
notaður til að bæta lífskjör hins
hvíta minnihluta.
Minni vöxtur en annars staðar
í Afríku.
Á ráðstefnunni var könnuð
sú fullyrðing frá Suður-Afríku,
að efnahagsvöxturinn í Suðvest
ur-Afríku hefði numið 8 af
hundraði árlega og væri hærri
en í flestum öðrum Afríkulönd-
um. Niðurstaðan varð sú að
þessi fullyrðing væri ekki veru-
leikanum samkvæm. Aukningin
hefur einungis orðið hvftu íbú-
unum í hag, en afrískir íbúar
hafa bágari kjör og framtíðar-
horfur en í öðmm sjálfstæðum
ríkjum Afríku, bæði að því er
varðar efnahag, félagsmála-
ástand og heilbrigðismál.
Á sama tíma og hvítur námu
maður hafði 1200 punda árs-
tekjur árið 1962, voru árslaun
hins þeldökka starfsbróður, hans
einungis 100 pund. Hvítir menn
eiga helmingi meiri jarðnæði en
svartir, þó þeir síðamefndu séu
sjö sinnum fjölmennari. Engin
félagsleg hlunnindi eru til handa
svörtum mönnum. I Ovambu-
landi em einungis fjórir læknar
handa 203.000 þeldökkum íbú-
um. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
frá Gæzluvemdarráði Samein-
uðu þjóðanna hefur Suður-Afr-
íka neitað að gefa upplýsingar
um dánartöluna á svæðinu.
Samkvæmt lauslegum útreikn-
ingum er æviskeið hvítra íbúa
að' jafnaði helmingi lerigra en
þeirra svörtu.
Suöur-Afrika hefur gert ýms-
ar nauðungarráðstafanir á sama
hátt og heimafyrir. Bændurn-
ir eru neyddir út á vinnumark-_
aðinn. Stjóm Suður- Afriku
skipar í allar meiriháttar stöð-
ur, getur flutt þeldökka menn
hvert sem er innan landsvæð-
isins, komið í veg fyrir sam-
komur, ritskoðað blöð og fang-
elsað Suðvestur-Afrikumenn á
þeirri átyllu einni, að þeir hafi
í fómm sínum upplýsingar sem
lögreglan hafi þörf fyrir.
Bráð breyting nauðsynleg.
Með alþjóðlegri aðstoð mundi
Suðvestur-Afrika geta tekizt á
herðar sjálfsforræði, ekki sízt
þegar litið er til hins hagstæða
verzlunarjöfnuðar. En því leng-
ur sem Suður-Afríku gefst tæki-
færi á að stjóma efnahag lands-
ins, þeim mun meiri hætta
verður á að efnahagskrafturinn
þverri. Það er sem sé brýn nauð
syn að gera breytingu á högum
landsvseðisins hið allra fyrsta.
Meðal annarra umtalsverðra
niðurstaðna sem menn komust
að á ráðstefnunni í Oxford má
nefna, að því var slegið föstu,
að Suður-Afríka hefði farið út
■ fyrir öll takmörk umboðsins
sem Þjóðabandalagið veitti
henni á sínum tíma.
Suður-Afrika er löngu hætt
að gefa skýrslur um ástandið
í Suðvestur-Afríku og virðir að
vettugi rétt íbúanna til að koma
óskum sínum á framfæri. í stað
þess hefur hún hert „kverka-
takið“ á landsvæðinu, bæði
hemaðarlega, efnahagslega og
stjómmálalega, barið niöur lög-
mæta viðleitni Suðvestur-Afríku
búa til að efla sjálfstæði sitt
og virt aö engu frumstæðustu
mannréttindi. Af þeim sökum
hafa Sameinuðu þjóöirnar fulla
ástæðu til að skerast í leikinn.
Aðstoðarforstjórl
Alþjóðagjoldeyris-
sjóðsins heimsækir
ísland
Á laugardaginn kom hingað til
landsins Mr. Frank A. Southard jr.
aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyris
sjóðsins í Washington, er Islend-
ingar eru aðilar að sjóðnum. Mr.
Southard er hér á ferð sinni um
N-Evrópu, þar sem hann kynnir
starfsemi sjóðsins. Mun hann vera
æðsti maður þessarar stofnunar, er
hingað hefur komið. f gær fór hann
í Borgarfjörð og skoðaði sig um,
en hann hefur hitt ýmsa framá-
menn að máli hér og var í morgun
á fundi með viðskiptamálaráð-
herra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni. Héð-
an fer Mr. Southard í fyrramálið
til Noregs og þaðan til Danmerk-
ur.
Ennfremur getur varanleg um-
sögn Alþjóðadómstólsins, sem
búast má við fljótlega, veitt
frekari tilefni til sameiginlegra
aðgerða aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna.
Refsiaðgerðir, eftirlit
Sameinuðu þjóðanna.
Til þessa hafa allar tilraunir
til samningaviðræðna við stjóm
Suður-Afríku farið út um þúfur
og em ekki líklegar til að bera
árangur í framtíðinni. Þess
vegna verður að gera aðrar ráö-
stafanir til aö leysa vandann.
Alþjóðlegar efnahagslegar
refsiaðgerðir geta þvingað Suð-
ur-Afriku til að láta landsvæðið
af hendi. Eftir það yrði nauö-
synlegt, að Sameinuðu þjóðirn-
ar vektu yfir umskiptunum með
tilstyrk öryggissveita.
Meginvandamálið er hins veg
ar i því fólgið, að helztu við-
skiptavinir Suður-Afríku koma
i veg fyrir að Öryggisráðið
felli umboðið úr gildi. Þess
vegna er höfuðnauðsyn að hafa
áhrif á almenningsálitið, fvrst
og fremst í Bandaríkjunum “g
Bretlandi, en einnig í Fr'* 1’ '
landi, og reyna að fá það 1
að hafa áhrif á stjórnarvöldin
í þessum löndum.
Verði vandamál Suðvestur-
Afríku ekki leyst í náinni frsm-
tíð, mun traust jarðarbúa \
Sameinuðu þjóðunum og A'-
þjóðadómstólnum verða fyrir
falli, og hlutverk Sameinii'U
þjóðanna viö eflingu alþjóða-
friðar og öryggis verður erfið
ara. Þetta vorr helztu niður-
stöður ráðstefnunnar í Oxford.