Vísir - 05.07.1966, Blaðsíða 8
I
VÍSIR . Þriðjudagur 5. júlí 156(5.
VISIR
(Jtgetandi: Blaðaútgaian VISIR
Rltstjðrl: Gunnar G. Schram
Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Aagjýsmgar: Þtagholtsstræti 1
Afgrelðsla: Túngötu 7
Rltstjórn: Laugavegi 178, Siml 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 eintakiB
Prentsmiðja Vlsis — Cdda h.f.
Dómur gistivina
JJafi einhverjir haldið að frásagnirnar af mikilvægi
íslands í vamarsamtökum vestrænna þjóða væru
heimatilbúin þjóðsaga hefðu þeir hinir sömu haft
gagn af því að koma til ráðstefnu Atlantshafsbanda-
lagsfélaganna á laugardaginn. Þar ræddu forseti Ev-
rópuráðsins, Evrópuhreyfingarinnar og aðrir heims-
kunnir stjómmálamenn um stöðu íslands á vettvangi
alþjóðamála. Ræðumenn gerðu allir grein fyrir þeirri
skoðun sinni að ísland væri einn af hornsteinum
vama vestrænna þjóða og þjóðir álfunnar teldu það
hið mikilvægasta framlag til friðar og öryggis í álf-
unni að ísland skuli taka þátt í varnabandalagi henn-
ar. Ef landið skærist úr leik færi ekki hjá því að
það myndi valda vestrænum þjóðum verulegum erf-
iðleikum og skipulagsbreytinga yrði þörf á varnar-
kerfinu við Norður-Atlantsháfið. Málið snýr þannig
fyrst og fremst aðilar að Atlantshafsbandalaginu
vegha annarra þjóða. Það er foirsjá eigin öryggis, eig-
in varna, sem knúði þing og þjóð til þess að taka þá
ákvörðun að bindast samtökum við stærri þjóðir fyrir
17 ámm. Það sjónarmið ér óbreytt í dag, því enn sem
fyrr gæti flokkur vopnaðra manna tekið landið her-
skildi, ef hér væru engar vamir, eins og forsætisráð-
herra, dr. Bjami Benediktsson, benti á í merkri ræðu,
sem hann flutti á fyrrgreindri ráöstefnu, Um þörfina
á vömum þarf því ekki að ræða. Hitt má hins vegar
bollaleggja um hvert er hagstæðasta form varnanna
— hvort það er skjöldur erlends liðs enn um langa
framtíð, eða hvort við eigum sjálfir að taka að ein-
hverju leyti að okkur störf við varnir landsins. Hvor
kosturinn sem valinn er, þá er það ljóst að enn sem
fyrr sækjum við varnarmátt okkar í samtök vin-
veittra þjóða. Það er hagur, sem ekki verður til fjár
metinn.
Gildi íþróttanna
JTyrsti landsleikur sumarsins í knattspymu, þessari
eftirlætisíþrótt okkar íslendinga, var háður í gær.
Margir aðrir leikir við erlend lið munu fylgja á eftir
í sumar, bæði í knattspymu og öðrum íþróttum, hér-
lendis og á erlendri grund. Slíkar íþróttaheimsóknir
eru hollar og gagnlegar. Þær víkka sjóndeildarhring
allra þeirra ungu manna og kvenna, sem í þeim taka
þátt, skapa góð kynni við erlenda íþróttabræður og
eiga sinn þátt í því að opna hugi manna fyrir þeirri
staðreynd að það er miklu fleira, sem þjóðir eiga
sameiginlegt en hitt, sem sundur skilur. Þess vegna
er fé, tíma og fyrirhöfn vel varið, sem til slíkra íþrótta"
leikja fer. Hinn sanni íþróttaandi er mikilsverð eigind
Hann þarf að þroska með ungum íslendingum, ekki
aðeins á leikvelli, heldur einnig utan hans.
V16 Holtsós, skammt frá Steinum.
STEINAR
Jgyjafjöllin eru öneitanlega
ekki aöeins sérkennileg,
heldur og fögur byggö. Sumir
hafa iíkt henni við Síðuna, og
ekki aö ástæðulausu, því full-
yrða má aö þær tvær sveitir
séu hvað líkastar hér á landi.
Þó fer ekki á milli mála að Eyja
fjöllin eru rismeiri og svip-
meiri heldur en Síöan, fjaiis-
brúnirnar hvassbrýndari og bak
við þær hvítur og tígulegur Eyja
fjaliajökull.
Bæjarröðin undir Eyjafjöllum
er a.m.k. tvísett og hefur verið
svo um aldir. Liggur önnur röö-
in þétt upp með fjallshlíðunum
hin úti á flatlendinu — nær sjó.
Gróðurlendi er mikið og frjó-
samt, en þó hefur Markarfljót
stundum gert Vestur-Eyfeiiing-
um skráveifur með ágangi og
stórhlaupum. Mannshöndin hef-
ur þó hina síðustu, áratugi
reynt að sporna við, eyðingar-
mætti elfunnar meö ramm-
byggilegum flóögöröum.
Veðursæld er almennt mikil
undir Eyjafjöllum, en þó er það
þannig, aö ef á annað borð
hvessir gerir það svo um munar
og verður veðurhæð oft meiri
þar en annars staðar á landinu,
einkum í suðaustan, austan eða
norðaustan veðrum.
Undir Austur-Eyjafjöllum
stendur bærinn Steinar undir
háu og þverhníptu hamraþili og
heitir það Steinafjall. Löngum
hefur verið margbýlt á Steinum,
enda er jörðin góð og nytjaland
mikið. Hins vegar hafa Steina-
búar þráfaldlega oröið fyrir hatt
barðinu á vágesti þeim er skriðu
Grjótið, sem hrynur ofan úr fjöHunum, er notað f garöhleöslur eða
til að byggja úr þeim útihús. Þessar hleðslur eru margar haglega
gerðar eins og sést hér á myndinni.
föll eða steinflug nefnist og hef-
ur orðið að flytja þæinn til af
þeim sökum.
J feröabók þeirra Áma Magn-
ússonar og Páls Vídaltas er
komizt þannig að orði, að „tún-
inu spilli skriður og grjóthrun
úr fjallinu“ og sé bænum sjálf-
um mikil hætta búin fyrir bragð
ið.
Fyrstu heimiidir sem um get-
ur varðandi grjóthrun á Steina,
er að finna í íslenzkum annála-
brotum eftir Gísla Oddsson, þar
sem hann segir að árið 1604
hafi steinn hrapaö úr fjallinu
fyrir ofan Steina og borizt með
ofsahraða beint á bæinn. Þeytt-
ist hann á bæinn ofan og braut
„í einu slagi rís þriggja húsa,
þar sem inni voru húsmunir og
heimamenn sjálfir.“ En ekki
staðnæmdist bjargið við svo bú
ið, heldur hélt ferðinni áfram,
þeyttist yfir kirkjugaröinn inn
í kirkjuna, braut allt og braml-
aði inni í henni og staönæmdist
loks fyrir framan predikunar-
stólinn. Var steinninn svo þung
ur að 12 menn áttu fullt i fangi
með að hreyfa hann úr stað
með verkfærum.
IL
^rið 1888 var áttbýlt á Stein-
,um. Þá var þar einnig
kirkja. Hvíldi sá átrúnaður á
henni að hún hlífði Steinabæj-
um við grjóthruni eða skriðu-
hlaupum, enda hafi Jón krukk-
ur, sá mikli spámaður, látið
svo um mælt.
Þar sem bæimir stóðu 1888
féll lækur ofan úr Steinafjalli
og rann rétt við bæjarþyrping-
una. Hann hét og heitir enn í
dag, Steinalækur, venjulega
hin mesta meinleysissytra, en
getur orðið hið mesta foraös-
vatn þegar svo ber undir og hef-
ur oftlega rutt stærðar björgum