Vísir - 05.07.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 05.07.1966, Blaðsíða 11
VÍSIR . Mánudagur 4. jiilí 1966. n Afsalaíi sér drottningartitlmm ★ Vinnuhagræding Vinnuhagræðing er eitt þess- ara nýyrða, sem þeir hafa helzt á vörunum, sem vita ekki merk- inguna. I sama flokki og fram- leiðni, forvirkni og önnur álíka. Auðvitað er ekki nema eðlilegt að það taki nokkura tíma að slík nýyrði fái fasta og em- skorðaða merkingu í hugsun alls almennings, að merking þeirra verði fyrst í stað nokk- uð á reiki — eins og er, þá merkir vinnuhagræðing enn nánast tiltekið, að fyrir sérstak 1 ar ráðstafanir megi vinna þaö með öðru handarbakinu, sem áður var unnið með báðum ... En sleppum því. Ætlunin var að ræða f þetta skiptið sérstak- lega vinnuhagræðing í sam- bandi við vissa sýningastarf- semi — kroppasýningar, og þá jafnt á ferfættum kroppum sem tvifættum. Á þessu sviði virðist ráða talsverður glundroði, sem veldur sóun á tíma og starfs kröftum, en auðvelt mundi að kippa í lag með bættu skipu- lagi — semsé vinnuhagræðingu. Það er vitað, að búnaðarfé- lögin gangast fyrir gripasýn- ingum f flestum sveitum lands- ins, þeim sem enn eru í byggð, seint á vori hverju eða snemma sumars, þegar skepnumar hafa tekið gróðurbatanum. Þessar sýningar munu oftast fara fram úti fyrir félagsheimilum, þar sem þau eru fyrir hendi, og ljúka með drykkju og fagnaði innan dyra. Þama virðist því tilvaliö að yngismeyjar héraðs- ins komi fram fyrir skoðunar- menn, kannski ekki alveg eins strípaðar og beljumar og hryss umar, sem velji úr þeim héraðs fegurðardrottningar — kannski ekki nákvæmlega eftir sama mati og mælikvarða og þeir dæma hina gripina, en það ligg- ur svo ljóst fyrir að óþarft er að ræða það, að þeir menn, sem lengi hafa þjálfað augu sín og "óma við mat á lifandi kroppum yfirleitt, verða tícki lengi að ná virkum tökum á matsaðferð, sem sérstaklega miðast við tvífætt og upprétt afbrigði. Þegar héraðsfegurðardrottn- ingar væm þarinig valdar, mætti síðan sameina landsfjórðungs- drottningarvaldið fjórðungs- mótum þeim, sem hestamanna- félögin gangast fyrir — en þar mæta líka þjálfaðar dómnefnd- ir við mat á hrossum, sem kunnugt er, og mundi því ekki muna um að bæta á sig einni matsgrein. Auk þess mundi þetta gera hestamannamótin fjölbreyttari og um leið fjöl- sóttari, — þá kæmu þangað eklci einunngis þeir, sem áhuga hafa -á stökki ög-stóejíý'! Nú, úr þessum fjórðunga- fegurðardrottningum ætti siðan að velja landsdrottningu til út- flutnings á landsmóti hesta- manna af landsdómnefnd þeirri, sem velur þar og metur skeifna járnuðu gæöingana til verð- launa og undaneldis. Þarna yrði þvi ekki einungis um vinnuhag- ræðingu að ræða fyrir bætt skipulag — heldur væri þama fundin leið til að „fá fram“ fallegustu ungmeyjakroppana sem framleiddir em á landinu, og þar með tekið fyllsta tillit tíl drelfbýlisins, eins og vera ber. Eins og nú er, miðast þetta kroppaval eingöngu við höfuð- borgina, en eins og gefur að skilja er það bæði ranglátt gagnvart dreifbýlinu og gefur alls ekki rétta hugmynd varð- andi kroppaframleiðslu vora yfirieitt... Skrifstofustjóri Opinber skrifstofa óskar eftir að ráða lög- fræðing, sem skrifstofustjóra nú þegar. — Starfsreynsla æskileg. Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu, vinsamlega sendi nafn sitt til blaðsins merkt „Skrifstofu- stjóri“. BÍLAKAUP - sími 15812 Bflar við allra hæfi. — Kjör við allra hæfi. Komið — Skoðið — Hringið. Opið til kl. 9 á hverju kvöldi. BÍLAKAUP - sími 15812 Skúlagötu 55, við Rauðará. Það er víðar en á íslandi að fegurðarsamkeppnir fara fram um þessar mundir. Nýlega var ein haldin þar sem keppt var um titilinn Ungfrú Kalifomía., en þar skeði hið óvænta, feg- urðardrottningin neitaði krýn- ingu. í staðinn krýndi hin tvítuga Donna Danzer aðra stúlku sem Ungfrú Kalifomíu ársins Charl- ene Dallas eftir að hafa afsal- að sér titlirium og öllum verð- laununinn, sem fylgja. Var fegurðardrottning í háiftínto Ungfrú Danzer varð efst í keppninni en hálftima eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð eftirlét hún kórónuna þeim þátttakanda, sem næst henni komst í keppninni. Ástæðan fyr ir öllu þessu var sú að Donna Danzer vildi ekki hætta námi til þvjs að notfæra sér þá mögu leika sem bjóðast Ungfrú Kali- fomíu. — Ég hef ekki ráð á því að fóma einu úri ævinnar í þetta, sagði hún. Donna krýnir Charlene. Kári skrifar: Keppni um fegurð gr ekki ósköp og skelfing gaman fyrir okkur íslend- inga að eiga fallegar stúlkur tíl þess að senda til útlanda og sýna heiminum hvað Við erum merkileg þjóð með föngulegu fólki? Hlustar nokkur lengur á þetta snakk um skræðumar sem voru skrifaöai héma í gamla daga? — miklu áhrifa- meira að senda lögulegar stúlk- ur utan og láta þær ganga fyr- ir fínt fólk svo þær verði kann- ski filmaðar og sýndar í kvik- myndum eða í sjónvarpi. Það em svo margir, sem nenna ekki að standa í því að lesa til þess að hugsa og hugsa við að lesa — miklu auðveldara að horfa. Þetta hafa margir séð að geng- ur í útlandinu og auðvitað komu menn hér til skjalanna, sem kunnu svolítil skil á sam- tíöinni og tóku að sér að koma þessum gæðum á heimsmarkað- inn. Og til þess nú að fá hið bezta, varð að efna til sam- keppni, því að keppni hefur oft- ast verið talið öruggasta ráðið til þess að skera úr um þaö hver sé beztur. Auk þess er keppni alltaf svo spennandi og vel til þess fallin að fá fólkið með, sem er bráðnauðsynlegt allt kostar þetta eitthvað. Þaö sannast t.d. á íþróttunum. Keppni allt annaö en áður var Menningin er orðin svo miklu mannúðlegri í þessum efnum og það er líka farið að hugsa um að keppni hafi eitthvað hag- nýtt gildi, þjóðarkynning og aukin vinátta þjóða o. s. frv. Rómverjar áttu það til þegar þeir vom upp á sitt bezta að láta menn slást fyrir lifi sfnu bara til þess að sk,emmta sér við að horfa á spennandi keppni. Islendingar leiddu sam- an hesta sína hér áður fyrr — hestaat var vinsæl skemmtun hér áður fyrr. Nú er hætt að láta blessaðar skepnumar berj- ast hvor við aðra nema þá 6- beint, f kapphlaupi og á góð- hestasýningum. Nei keppni er allt önnur en hún var. Það er ekki lengur afl- ið sem eingöngu sker úr um, hver sigrar. Fólk er orðið svo þroskað að það hefur ekki gam- an af að sjá kepperidur bítast, eins og forfeður okkar skemmtu sér við enda valda hnefaleikar og nautaöt og ámóta leifar frá þessum gömlu bardagaaðferð- um viðbjóöi nú orðið. Sýning verður æ frekar hvað líður rétta orðið yfir það sem enn er kallað keppni og þar eð sigurinn er ekki jafn augljós í sýningakeppni eins og í alvöru keppni þá verður dómnefnd að koma til skjalanna. Svona hef- ur menningin náð langt Við eig- um jafnvel sérfræðinga, sem segja okkur hvað er fallegt og hvað fallegast. Fást ekki keppendur Það em oröin nokkuð mörg ár síðan stúlkur vom fengnar til þess að keppa opinberlega um fegurð hér á landi, sam- kvæmt útlendri tízku. Fyrstu árin fengust fjöldamargar til þess að taka þátt f leiknum, en svo sannáðist það sem áður hefur verið sagt um íslendinga að þeir nenna ekki að standa í æfingum og keppni. — Hvort það er rétt eða ekki, sem sagt er, en fólk talar mikið um það að það sé bara orðið erfitt að fá fallegar stúlkur til þess að æfa sig í að vera fallegar til þess að keppa. Það ku verða að dekstra þær til þess ama. Það er þokkalegt að tama. Þarf svo að vaka yfir þeim, sem loks hafast í keppnina og telja i þær kjarkinn? — Bfða ekki gull og grænir skógar handan við höf- in, frægð og frami? — Eða gilds kannski verðlaunapeningamij ekki nema þá stuttu stund, sen staðið er á verðlaunapallinum' EasEit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.