Vísir - 05.07.1966, Qupperneq 9
mm
VÍSIR . Þriðjudagur 5. júli 1966.
niður hlíðina og niður á tún og
engi. Mesta flóöahættan í Ste:. -
læk er í skyndilegum leysinguni
og rigningarveðrum þegar snjó •
leysir uppi á Steinafjalli, því
landi hallar að honum og hann
dregur að sér leysingavatn af
allstóru svæði. Ef mikið fann-
fergi er uppi á fjallinu og leys-
ingin ör, vex Steinalækur ofsa-
lega á skammri stundu og hefur
í þeim ham valdið oft gífurlegu ,
tjóni. Þannig var það einnig á
þvf herrans ári 1888.
III.
J>að var á útmánuðum fram-
angreint ár að skyndileg
veðurbreyting varð við suður-
ströndina og gekk til skyndi-
legrar asahláku eftir mikla og
samfellda snjókomu. Þá var það
morgun einn í annarri viku
þorra að Steinabændur veittu
því athygli að Steinalækur fór
með óvenju hamförum strax um
fótaferðartíma. Það sem verra
var að lækurinn hafði farið úr
sínum venjulega farvegi, rann
vestar en áður og stefndi á bæj-
arhverfið. Steinamönnum varð
ar 'sinnar vegna vatnsþungans
sem ætlaði aö hrífa þá með sér.
í mestu látunum gripu menn
til þess örþrifaráðs að brjótast
út í Steinakirkju og hringja
kirkjuklukkunum, ef það mætti
veröa staðnum til bjargar og í-
búunum til sáluhjálpar. En
hvort sem það hefur verið
klukknahringingunum að þakka
eða ekki, tók flóðið smám sam
an að lægja er á daginn Ieið og
enda þótt hús og mannvirki
biðu stórtjón af flóði þessu fór-
ust þó hvorki menn né skepnur
í því.
IV.
Eftir þessar stórkostlegu
hamfarir veturinn 1888
hnignaði vegur Steina. Sumir
bændanna urðu skelkaðir og á-
kváðu að færa sig úr stað eöa
flýtja með öllu burt. Kirkjan
sem átti að vernda Steina fyrir
grjóthruni og skriðuföllum var
lögð niður og rifin og vitaskuld
óx þá skriðuhættan yfir bæinn
um allan helming.
Og þótt ár og áratugir liðu
Steinar og Steinafjall. Gömlu Steinabæirnlr stóðu nokkru vestar, en voru fluttir eftir skriðuhiaupið
1926. *
UNDIR EYJAFJÖLLUM
strax ljóst að hverju stefndi og
reyndu áð'-veita læknum í aöra
rás, en þaðJdligöi ekki nema að
takmörkuðu leyti, enda var
vatnsmagnið ofboöslegt. Og áð-
ur en varði skall flóðiö á aust-
ustu bæjunum.
Bændumir hrööuöu sér aö
láta út þær skepnur, sem virt-
ust vera i mestri hættu og
koma þeim á öruggan stað. Kýr
voru látnar út og reknar út í
Steinahelli, en þar vom þær í
ömggu skjóli fyrir flóðinu. Ein
kýrin skall flöt fyrir vatnsþung
anum, en hafði sig á fætur aft-
ur. Flaumurinn náði þeim á miðj
ar síður og kunnu þær þessari
lífsvenjubreytingu síður en svo
vel.
Svo að segja í einni svipan
skall vatnsflóðið á heygöirðum,
hlöðum, gripahúsum og bæjar
húsum Steinabænda, vatnið
streymdi i stríðum straumum
inn í suma bæina, inn i eldhús,
búr og baðstofur og allt laus-
legt fór á flot.
Ekki var annað séð en sumir
bæimir kæmust f stórkostlega
hættu, einkum ef héldi áfram aö
vaxa í ánni. Það vom þvf ráö-
stafanir gerðar til að rýma
suma bæina, þá sem í mestri
hættu virtust vera. Sumir
klöngmðust eftir bæjarþökun-
um unz þeim var hólpið. Gömul
kona og karlæg var þar f ein-
um bæjanna og var hún borin
í brekáni á ömggan stað, en
mennirnir sem bám hana áttu
fullt í fangi með að komast leið
beið ógæfan í Ieyni og dundi fyr
irvaralaust yfir þegar hennar
var sízt von og sízt gegndi, en
það var á sjálfum jólunum 1926.
Á annan dag jóla var mikið úr-
felli við suðurströndina og þann
dag er þess getið að úrkoman
í Vík f Mýrdal hafi mælzt
hvorkj meira né minna en 215
mm eöa vel það. Hlupu skriður
á ýmsum stöðum undir Eyja-
fjöllum þennan dag og ollu
meiri og minni spjöllum ú engj
um bænda og túnum, en ekki er
þess getið að þau hafi neins
staðar fallið á bæi nema á Stein
um.
Þaö var um miðja aðfaranótt
26. desember að fólkið á Stein-
um vaknaði við drunur og ferleg
an undirgang eins og allt ætlaöi
um koll að keyra, en þá var tvi
býli þar og bæirnir tveir, Vest-
urbær og Uppbær. Fólkinu varð
strax ljóst hvað á seyði var.
Það var Steinalækur enn einu
sinnf á ferð og nú skall hann
með ofsalegu afli á sjálfum bæj
unum og bar með sér stórgrýti
jarðveg, urð og möl. Fólkið reif
sig upp úr rúmunum í snarhasti
og flýtti sér að klæðast því
hver mínúta gat verið dýrmæt.
Húsfreyjan á öörum bænum
var veik þegar atburður þessi
gerðist og þegar vatnið flæddi
inn 1 bæinn var ekki um annað
að ræða en bjarga henni með
einhverjum hætti, en það var
engan veginn hægt um vik, þvi
vatnið beljaði með ofsalegum
þunga beggja megin bæjarins,
auk þess sem það skall á honum
sjálfum. Varð það að ráði að bú-
ið var um konuna eftir föngum
og farið með hana upp á bæjar-
burst og beðið þar í tvær
klukkustundir unz flóðið tók
að sjatna. Það vissu þó allir, að
ekki voru þessar björgunarað-
geröir einhlítar, því aö ómögu-
legt var aö vita nema flóöið
bryti bæinn undir sig þá og þeg
ar og sópaði konunni með sér.
En úr þvf sem komið var, var
ekki um annað að ræða.
Þegar ráðstafanir höfðu ver-
ið gerðar til að bjarga fólkínu
eftir því sem tök voru á, var
tekið að huga að skepnunum,
því þær voru líka allar í meiri
eða minni hættu. í fjósi annars
bæjarins stóð vatnið kúnum í
hnúta þegar að var komið og
mátti ekki seinna vera aö bjarga
þeim. Og £ hesthúsi þar skammt
frá voru hestamir á rogasundi.
Engin leið var að opna hesthús-
dymar vegna vatnsþungans og
varð það þvl til ráöa að rjúfa
þakið og draga hestana upp á
vegginn.
Þótt segja megi að giftusam-
lega hafi til tekizt með bjöirg-
un á fólki og skepnum úr þess-
um hamförum var eyöilegging
á mannvirkjum og verðmætum
samt gífurleg. Bæimir gereydd-
ust án þess að nokkru yrði úr
þeim bjargað, fimm hesthús,
tvö fjós og tvær eða þrjár hey-
hlöður grófust undir urð, svo
og mestallur heyforði bændanna
Kálgarðar, kirkjugarðar, tún og
engi ýmist eyðilagðist eða stór
spilltist.
Með þessum hamförum var
spá Jóns krukks komin fram, og
síðan var Steinabær byggður
upp á allt öðrum stað.
V.
þess var getið hér að framan,
að veðurhæð yrði meiri und-
ir Eyjafjöllum en víðast hvar
annars staðar á landinu ef hvess
ir á annað borð. Til er sögn
um það, aö í einum sviptibyl
þar eystra hafi naglbít tekið á
loft og varpað svo hart til jarð
ar að hann gekk á kaf upp að
þolinmóö. Var þó harðvelli þar
sem hann kom niður. Heyrt hef
ég frásögn um það, að bifreið,
sem var á ferð undir Fjöllunum
hafi tekizt á loft af veginum og
snúið í öfuga átt, þegar hún
kom niður aftur. Kom hún nið-
ur á hjólin og ekki var þess
getið að ökumanni né farþegum
hafi orðið meint af.
í söguþáttum landpóstanna
skýrir Loftur Ólafsson frá af-
takaveðri, sem hann lenti f þeg-
ar hann var staddur á Steinum
undir Eyjafjöllum og telur að
þá hafi orðið hvað tvísýnast um
líf hans og heilsu.
Var Loftur þá á vesturleið í
póstferð og gisti að Steinum.
Þegar hann var nýlega setztur
að skall á aftakaveður meö
sviptibyljum svo miklum , að
Loftur þorði ekki annað en fara
út og bjarga póstkoffortunum,
sem hann hafði skilið eftir úti.
ÞORSTEINN JÓSEPSSQNi
SVIPMYNDIR FRÁ SÖGUSTÖÐUM
Það tókst honum án teljandi
erfiðismuna, en þegar hann
hafði lokið því tók sviptibylur
hann á loft og varpaði honum
niður í grjótmöl. Féll Loftur við
þetta í ómegin og raknaði ekki
úr rotjnu fyrr en að tveim stund
um liönum, þá með mikla á-
verka á höfði.
VI.
Hj? Steinum er hellir inn 1
fjallshlíðina, sem og næsta
algengt er undir Eyjafjöllum. En
þessi hellir var innréttaður með
bekkjum og sett þil fyrir op
hans og þama var þingstaður
Eyfellinga um langt skeið, eða
sennilega frá því um eða eftir
aldamótin 1800. Þar áöur hýstu
Steinabændur fé í hellinum.
Þjóðsagnir hafa gengið um
Steinahelli og m. a. sagt að
hann hafi verið bústaður álfa.
Skyggnir menn sáu þar fólk á
ferli, stundum mannfjölda, sem
öllum var þó ekki gefið að sjá.
Stundum staðnæmdust hestar
fyrir framan Steinahelli, frísuðu
og prjónuðu og var engin leið
að koma þeim áfram hvemig
sem knapamir böirðu þá eða písk
uðu.
Steinahellir er hár að framan,
en lækkar því innar sem dreg-
ur og er þar ekki manngengur.
Innarlega I hellinum eru tvær
holur, önnur vestur úr hellinum
og hin til austurs. Gömul sögn
hermir, að inn f holu þá, sem
til austurs gengur, hafi eitt sinn
sloppið kálfur og litlu síðar
heyrðíst baulið £ honum undir
búrinu heima á Steinum. Sú
holan, sem gekk til vesturs, á
að hafa legið heim að bænum
Varmahlíð.
vn
JJæði Jón Þorkelsson og Þórð-
ur Tómasson í Vallnatúni
geta um mundarloga, eða öðru
Framh. á bls. 5.
rj .