Vísir - 05.07.1966, Side 15

Vísir - 05.07.1966, Side 15
V1SIR . Þriðjudagur 5, júlí 1966. i/j' <Hcnmaam CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN KVIKMYND ASAGA TÚNABIÚ bílstjórans hvíla á sér á meðan, en hann leit þó strax undan og starði fram á götuna, er hann varö þess var að hún horfði á hann. Svo hagræddi hún sér aftur á bekknum, horfði stöðugt fram gegnum rúðuna til þess aö koma.í veg fyrir tortryggnislegt gláp bíl- stjórans. Hann stöðvaði bílinn sem snöggvast þegar leiðin lá gegnum toilbúðimar. Hún heyrði hann ræða eitthvað við tollþjón, sem kom á vettvang, en hann kvaddi án þess að líta aftur í og bíllinn rann enn af stað. Myrkt var orðið, svo að Hilda gat ekki greint neitt af borginni þar sem þau óku um, nema skær- glampandi Ijósaauglýsingamar og útlínur háhýsanna báðum megin við strætið. Þegar ekið hafði verið um hrið, gerðist lengra á milli húsa og Ijósaauglýsipgarnar ekki eins áber- andi. Hilda þóttist mega ráða af því að nú væru þau að nálgast íbúðahverfin. Svo myrkt var aftur í bflnum, þegar bjarminn af neon- ljósunum lýsti ekki lengur inn, að hún sá líkið af manni sínum og hjólastólinn aðeins sem myrkan skugga. Hún laut fram og kveikti sér í nýrri sígarettu. Þegar ekið hafði verið enn um hríð nam bíllinn loks staðar. Þeg- ar Hilda laut út að hliðarrúðunni, sá hún blasa við augum sér víða grasflöt, breið marmaraþrep og anddyrissúlur í fomgrískum stíl í skærum bjarma af Ijóskösturum, sem lcomið var fyrir í runnunum við veggina, þannig að þeir lýstu upp framhlið hússins. Röð þjóna beið komu húsbóndans frammi á efsta dyraþrepinu. Enn einu sinni fann Hilda skelfinguna ná tökum á sér. Yfirþjónninn, virðulegur eldri maður og gráhærður, klæddur kjólfötum, gekk fram úr röðinni að bflnum. Bílstjórinn hafði þegar opnað afturdymar, svo að Hilda tók sér stöðu á milli þeirra og hjólastólsins. „Er herbergi mannsins míns til reiðu?“ spurði hún. „Auðvitað, frú, ég hef kynnt eld á ami“, svaraði yfirþjónninn hæ- .. brigim j SEMCMNEW fwsnnws* ; gnwrr • f - versklega. „Ég þakka yður hugulsemina", svaraði Hilda og neyddi sig til að brosa. Bílstjórinn stóð hlutlaus í sömu spomm. Hilda hlaut að taka eitt- hvað til bragðs og það tafarlaust. Henni varð litið þangað sem þjón- amir stóðu í röð. Nú varð ekki hjá því komizt að farið væri með líkið framhjá þeim. Og þeir þekktu gamla manninn mun betur en hún sjálf. í fyrsta skipti fann hún aö kjarkur sinn mundi ekki standast raunina. Yfirþjónninn og bílstjórinn biðu fyrirskipana hennar. Það var með naumindum aö hún bar kennsl á sína eigin rödd ró- lega og vingjamlega, þegar hún mælti eins látlaust og ekkert væri um að vera: „Mér sýnist maður- inn minn hafa fallið í blund. Hann er bæði lasinn og ákaflega þreytt- ur eftir sjóferðina, svo að það er í sjálfu 'sér ekki óeðlilegt. Haldið, þið að þið getið komið stólnum svo gætilega inn að hann vakni ekki. Ég veit að það verður erfitt, en ég býst við að þið þekkið það betur en ég við hverju má búast ef hann vaknar ónotalega ...“ Og Hilda brosti til yfirþjónsins, sem endurgalt bros hennar með skilningsríku augnatilliti — jú, hann þekkti á gamla manninn, það leyndi sér ekki. Hann kallaði á tvo þjóna sér til aðstoðar með þögulli bendingu, en Hilda leit til bílstjórans. „Þér meg- ið fara“, sagði hún. „En verið því viðbúinn að ég þurfi á aðstoð yðar aö halda snemma í fyrramál- ið“. Hinn virðulegi gráhærði yfir- þjónn fylgdi hjólastólnum, sem ungu þjónamir bára upp þrepin, fast eftir og var það bersýnilega allteins mikið áhugamál og Hildu sjálfri, að þeir færa eins gætilega og unnt reyndist, í þeirir von að gamli maðurinn hrykki ekki upp af svefninum. „Er ekki vissara að slökkva á ljósakrónunni í anddyrinu?" sagði hún. „Það er ekki að vita nema birtan vekji hann“. Hún sá gamla yfirþjóninn hverfa inn í hið vfða og háa anddyri, sem nú blasti við augum með öll um sínum íburði og skrauti. En þó að hann hraðaði sér eins og virðuleiki hans frekast leyfði, sá hún fram á að hann mundi verða of seinn, þjónarnir tveir voru komn ir það nálægt dyrunum með stólinn að birtan innan frá hlaut aö falla á andlit gamla mannsins. Hún lét því sem hún hrasaði — og öll fylk ingin nam samstundis staðar. Hilda brosti vandræðalega, laut og neri ökklann. Gráhærði yfirþjónninn hafði slökkt á ljósakrónunni. Hann hrað aði sér til Hildu, og gleymdi í svip inn að kjólklæddum, virðulegum yfirþjóni fer heldur illa að hlaupa. * „Má ég ekki bjóða yður arm- inn?“ spurði hann Hildu og laut henni hæverskur sem riddari. Hún hristi höfuðið, brosti ástúð- lega, kvaðst halda að þess gerðist ekki þörf. Það var rökkur í anddyrinu. Að eins dauf glæta frá útiljósunum, sem barst inn. „Þetta er mun betra“, sagði Hilda af einlægni. Og skrúðgangan hélt áfram, með Carl Rochmond, hinn volduga auð- kyfing, dauðan í fararbroddi. „Það er herbergið þarna við stigapallinn", mælti sá gráhærði og hafði nú endurheimt allan sinn virðuleik. „Á ég að láta fram- reiða kvöldverð?“ spurði hann. - „Gerið yöur ekkert ómak. Maður inn minn fer beint í rúmið ,og sjálf er ég líka þreytt", svaraði Hilda. Hún mátti ekki til þess hugsa eins og á stóð að eiga að innbyrða tveggja manna kvöldmat arskammt. „Ég sendi tvo af þjónunum til að koma honum í rúmið", sagöi yfirþjónninn. Þaö munaði minnstu að hún kæmi upp um allt. Hún vissi ekki sjálf hvemig henni kom í hug ein- mitt hið eina sennilega, sem um var að ræða til afsökunar. „Hafið enga fyrirhö£n“, sagði hún. Og þegar yfirþjónninn leit spyrjandi á hana bætti hún við. „Hann hefur sofið svo lítið aö undanförnu. Ég ætla því ekki að vekja hann eins og er. En ég geri yður viövart strax þegar hann vaknar, verið þér viss. Hver veit líka nema að hann langi þá í eitt- hvað að borða“. Friðarhöfnin var örskammt und- an. Yfirþjónninn var svo hugul- samur, að hann hraðaði sér á und- an inn í herbergið, sem þeim hafði verið búið og slökkti ljósið. Þó að eldur skíðlogaði á arni, var birtan frá honum svo tiauf og flöktandi, að Hildu stóð ekki neinn ótti af henni. „Þakka yöur innilega fyrir“, mælti hún við yfirþjóninn og brosti. „Ég verð svo á fótum í nótt, frú“, sagði yfirþjónninn. „Nei, fyrir alla muni“, sagði Hilda. „Ég geri yður viðvart með hringingu, ef viö þurfum einhvers við“. Ungi þjónninti ók hjólastólnum inn fyrir þröskuldinn. Sneri sér síðan að Hildu og beið frekari fyrirskipana. „Góða nótt“, mælti hún. Ungi þjónninn laut henni og hvarf á brott. Yfirþjónninn laut henni einnig. „Góða nótt, frú. Ég vona að þér sofiö vel. Ég hef víst gleymt að kvnna mig. Ég heiti Barnes.“. „Þakka yður fyrir allt í kvöld, Bames“, sagði Hilda. „Þetta er nóg eins og er. Annars læt ég yður vita“. Hún felldi hurð að stöfum, kannski helzt til of fljótt — en nú var þessu lokið. Nú hafði hún ekkert að óttast framar. Það var ósennilegt að neinn færi að gera henni ónæöi. , Fyrst nú uppgötvaði hún hve herbergið var skreytt og íburðar- mikið. Andartak starði hún frá sér numin á alla dýrðina — og svo var því eins og hvíslað að henni, að allt væri þetta hennar ... Hún læsti herbergisdyranum, ók hjólastólnum inn í afkima í her- berginu, þar sem myrkast var og tók sér sæti I bakháum, mjúk- bólstruðum stól við arininn, þar sem hún féll óðara í væran svefn. Verksmiðju útsala Kjólar, kvenpeysur, blússur, peysusett, bama- peysur, barnasíðbuxur, helanca teygjuefni í síðbuxur, bútar, stroff o. m. fl. Óvenju hag- stætt verð. — Opið kl. 1—5 e. h. Verksiftiðjuútsalan, Skipholti 27. *What was to K THE IESINNIN6 QF THE EN7 OF A UPE THEY WERE AfJUSTING T0( HAPPENE7 TO My PARENTS ONE PAV WHILE FATHER WAS WORRINS HEAR THE HOUSE... A R Z A N Einn daginn, þegar pabbi var að vinna við húsið skeði það sem átti eftir að verða byrjun endaloka þess lífs, sém þau voru byrjuð að venjast. *.„THEN HE SAW THE THING THAT HA7 APPEARE7 FKOM TIMETOTIME-A GKEAT ANTHZOFO!? AFE !., "IT ST007 BETWEEN m AN7 THE CABIN- WHILE HE WAS ARME7 ONLY WITH AN AXE!" Faðir minn sá apahóp skunda framhjá sér um leið og þeir görguöu hryllilega. Svo sá hann það sem haföi birzt annaö veifið — geysistóran mannapa. Hann stóö milli hans og skýlisins og hann var aðeins vopnaöur öxi. 15 frá Brauðskót- onunt Lang- holtsvegi 126 SMURT BRAUÐ og SNITTUR BRAUÐSKÁLINN Sími 37940. Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 METZELER hjólbarSarnir eru þekktir fyrir gæði og endingu, Aðeins það bezta er nógu gott. Sölusfaðir: HJÖLBARÐA~ &BENZINSALAN v/Vitatorg. SlMI 23900 ALMENNA METZEIER umboSiS verzlunarfElagið “ SKIPHOLT 15 SÍMI 10199 SÍÐUMÚLI 19 SÍMI 35553 MIILDSÖLUSIRCttll ISLENZK ERLENOAVERZLUNARFÉIAOH) HF fRAMLIIDSlUKtTTINDI AMANTI Hf betur meö Bianz- nrlosill >Hgl nodiScl friiw wtfoœét* glans hárlagningar- vökva

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.