Vísir - 05.08.1966, Side 15

Vísir - 05.08.1966, Side 15
< V1SIR . Föstudagur 5, ágúst 1966. 15 msum CATHERINE FROY: ? I^eI ' HÚS GÁ TUNNAR (SöÁKVÆMILEGT. Leonie heyrði leigubílinn gösla niður vota götuna, meðan hún var að opna háa, mjóa húsiö við eitt torgið í Kensington. Ibúðm hennar var á efstu hæð og þar var gott útsýni yfir trjágróö- urinn. Þetta var lítil og þröng í-. búð, stofa, svefnherbergi, eldhús og baðklefi, sem ekki var stasrri en klæðaskápur. En Leonie þótti vænt um þessi húsakynni. Þau voru fyrsti bústaðurinn, sem hún gat sagt að hún ætti sjálf, tákn þess sem hún haföi þráö lengi: aö geta kallað sig sjálfstæða manneskju. Þegar hún opnaði dymar sá hún aö töskumar hennar stóðu tilbúnar í anddyrinu. Hún kveikti í stofunni, vatt sér úr kápunni, kveikti sér í vindlingi. Og meðan hún var aö þessu óskaði hún þess innilega, að eitthvað óvænt kæmi fyrir, svo að hún yrði að hætta við að fara. Hún þurfti að vera fjarverandi mánaðartíma til þess að verða við ákveðínni ósk gamallar konu, sem hún hafði aldrei séð — ömmu sinnar, sem hét Venetia Sarat. En -henni var þetta þvert um geö. Hún kveið meir og meir fyrir ferðinni, eftir því sem nær henni drð. Skynsemin reyndi að sann- faera hana um, aö nú væri ekkert að óttast. En samt gat hún ekki hrist af sér gamla kvíðann, sem var óaðskiljanlegur húsinu á Rich- mond Hill. Ég á að fara í húsið, sem Marcus var drepinn í. Hún gekk að speglinum yfir ar- inhillunni og horfði á sjálfa sig. Unga stúlku, eftirtektarvert andlit, sem eiginlega ekki var hægt að kalla fallegt. Jarpt hárið var greitt frá enninu, bilið milli brúnna augn- anna langt og munnurinn í boga. Eitt blaðið hafði einhvem tíma valið sér sex ungar leikkonur og skilgreint andlitsdrætti þeirra. Leonie var ein af þessum sex útvöldu. Og um hana hafði verið sagt: „Yndislegur munnur, næmur, ástríðuheitur". Ástríðuheitur? í hvaöa tilliti? Starfið? Framinn? Þaö gat undir öllum kringumstæðum ekki átt við ástina. Hún sneri sér frá speglin- um og reyndi að hrista af sér kvöl- ina sem aldrei lét sál hennar í friði. Hver einasta stúlka á minn- ingar um óhamingju í ástum, sagði hún við sjálfa sig. Þaö var sjálf- sagður þáttur f tilverunni. Hún gekk eirðarlaus fram og aft- ur um stofuna, og sem snöggvast varð henni litið á myndirnar, sem stóöu á skattholinu. Það var eins og hún væri að leita trausts hjá þessum andlitum, sem hún þekkti svo vel. En þær voru horfnar, þessar fáu manneskjur, sem höfðu verið henni nákomnar. Móðir henn- ar og faðir og heittelskaður frændi hennar, Dick — öll dáin. Og Marcus er dáinn líka — þó andlit hans væri ekki eitt þeirra, sem mér þótti vænt um. Hún tók upp bréfin, sem lágu á borðinu, og horföi á hvíta blað- ið, sem átti sökina á því, að hún varð að fara á heimili Marcusar og verða þar heilan mánuð. Amma hennar skrifaði, meðal annars: „Þú verður hissa á að heyra frá mér. Eftir að afi þinn dó, afréð ég að flytjast frá New Orleans til ættjarðar minnar og setjast að í mínum hjartfólgna stað „Heron House“ í Richmond. Mig langar til þess að kynnast ættingjum mínum í Englandi, og þess. v.egna. hef.. ég skrifaö þeim öllum og beöið þá að koma til mfn og dvelja hjá mér nokkrar vikur. Fyrst og fremst býð ég þér Leonie, því að þú hefur valið þér sama starfið sem ég kaus, og þess vegna langar mig meir til að kynnast þér en hinum. Ég vonast eftir þér á fimmtudag 3. maí“, Undirskriftin — Venetia Sarat — var skrifuð með stórri og styrkri rithönd, af meira en áttræðri konu að vera. Leonie hafði svarað bréfinu og boðið ömmu sína velkomna til landsins. Hún hafði lofað að koma og heimsækja hana, en lét þess getið að hún væri önnum kafin við leikæfingar, og þess vegna væri sér óhægt að dvelja svona langt frá City. Þaö var eina afsökunin sem hún gat fundið f svipinn. Venetia gamla hringdi strax til hennar. — Hvaða endemis bull er þetta? Þér er hægðarleikur að kom ast á æfingamar héðan. — En ég verg að vera á æfing- um á hverjum einasta degi, sagði Leonie. — Þú talar eins og ég ætti heima í öðm landi. Leikkonumar verða að hreyfa sig, Leonie, láttu mig vita það. Þú hefur ekkert illt af að skreppa á milli. Ég vonast eft- ir þér þriðja. — Ég á að koma fram í sjón- varpi það kvöld, amma. Leonie reyndi enn ag spyrna á móti. — Jæja, þá það. Láttu mig vita hvenær þar er búið — þá skal ég senda bíl eftir þér. Ekkert dugði. Leonie lærði fljótt, að það var þýðingarlaust að ætla sér taka ráðin af Venetiu Sarat... SÁRIR ENDURFUNDIR Og þessa stundina, meðan Leonie var að bíða eftir bílnum frá Vene- tiu, rifjuðust upp fyrir henni end- urminningamar frá því fyrir rúmu ári, er hún kom inn í húsið á Rich- mond Hill og fann Marcus örend- an. Henni varð flökurt við þessa tilhugsun og þrýsti hendinni upp að barkakýlinu, til þess að reyna að hugsa um eitthvað annað. — Það er ekkert að hræðast núna, sagði hún í gremju við sjálfa sig. — Það er afstaðið. Allt er af- staðið fyrir meira en heilu ári.... Hún gekk yfir þvert gólfið, tók töskuna sfna og opnaði hana. Eina ráðið til að sefa taugamar var það að hugsa um eitthvað geðfellt og þægilegt. Hún settist á stólbrík- ina og tók upp umslag með úr- klippum um sjálfa sig, það var úr- valið sem henni hafði líkað bezt. Hún hafði þær alltaf hjá sér og var vön að lesa þær til að stappa í sig stálinu, þegar hún beið eftir að fara inn. á leiksviðið. Klippumar voru festar saman. Hún blaöaði í þeim. „Þeir elztu okkar muna eftir hinni.ágætu leik- konu Venetiu Sarat. Nú sýnir Le- onie, bamabam - hennar, að hún hefur erft leikgáfuna ....“ Dásamleg hvatningarorð. Orð sem hana hafði aldrei dreymt um f sambandi við sjálfa sig, daginn sem hún fór úr húsi Marcusar eft- ir að hafa lýst því yfir, að hún ætlaði að sjá fyrir sér sjálf. Hún mundi vel hvernig Marcus hafði snúið sér í stólnum og horft á hana með annarlegum bjarma í augunui.i — Hvernig hefur þú hugs að þér að vinna fyrir þér? hafði hann spurt. — Ég skal bjarga mér. „Bjarga" hafði verig djúpt tek- i" í árinni, hugsaði hún með sér núna. Lengi vel var það aðeins þráinn, sem hafði haldið henni á floti. Hún hafði „bjargað“ matn- um ofan í sig, „bjargað“ einhverju af nýjum fatnaði, „bjargað" húsa leigunni cil kerlinganna sem hún leigði hjá. Og svo fékk hún fyrsta tækifæriö í annarsflokks leikhúsi og þá byrjaði baráttan fýrir því að komast að við eitthvert af stóru leikhúsunum. Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. Ódýrar gólfteppamottur Seljum næstu daga mikið úrval af teppabútum og mottum. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti. Framkvæmum hverskonar ýíuvinnu; ‘ ............ Lífið í frumskóginum var langt frá því að vera einhæft. Það að vera á verði gagnvart grimmd villidýranna gaf lífi mínu visst gildi. Ég varð vinur Tantor, fílsins, og við átt- um saman margar ánægjustundir. METZELER hjólbarðarnir-eri( þekklir fyrir gecði og cndingu, Aðoins það bezfó er nógu golf. barðinn^ Armúli 7 simi 30501 ALMENNA METZELER umboðiS VERZLUNARFÉLAGrDí SKIPHOLT 15 SÍMI 10199 SÍÐUMÚLI 19 SÍMÍ 35553 Þegar ég var átján ára gamall, gat ég les- ið og skrifað ensku, en ég hafði aldrei séð I eða talaö við aöra mannveru.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.