Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 3
* c T R . Miövikudagur 17. ágúst 1966. J ymnm‘enmmw»«i. Sihanakar eru miklir snillingar í aö stýra eintrjáningum (t.v.) og eru jafnan tveir á hverjum fiskibát. Þessir eintrjáningar eru ekki endingargóðir og er ætlunín að styrkja þá til kaupa á boröbátum og sést einn slíkur í bátaskýli (t.h.). (Ljósm.: Andri ísaksson). Hér verður gjafafé Islendinga notað Þannig hafa útvegsbændurnir unnið strákörfurnar f rá aldaööli, en lagnet munu brátt leysa þær af hólmi. Myndsjáin leggur í dag land undir fót og heldur alla leið suður til Madagaskar úti fyrir Afríkuströnd og heimsækir út- vegsbændurna í þorpunum við Alaotravatn, sem er norðarlega f miðhálendi eyjarinnar. Ástæð- an fyrir þessu ferðalagi er sú að þama við vatnið búa Sihan- akar, þeir, sem eiga að njóta hluta þess fjár, sem íslendingar gáfu til söfnunar Herferöar gegn hungri í fyrra. Sihanakamir eru harla frá- brugðnir okkur í útliti lágir vexti, brúnleitir á hörund og hafa svart, strítt hár, enda komu forfeður þeirra ekki frá Noregi eða írlandi, heldur austan frá Malakkaskaga og Indónesíu. Útvegsbændumir við Alaotra- vatn stunda veiðar og rækta hrísgrjón og einstaka á naut. Veiðamar stunda þeir frá litl- um eintrjánungum og veiddu til skamms tima £ körfur, en hafa nú tekið upp netaveiðar. Ætla íslendingar m. a. að styrkja þá til þess að kaupa hentug lagnet svo -g nýja báta, sem eru end- ingarbetri og hættuminni en ein trjánungarnir. Þá er á dagskrá að hjálpa þeim að byggja reyk- hús, en reykingaraðferðir Sihan aka eru mjög ófullkomnar í dag. Fyrir skömmu birtist í Vísi mjög ítarlegt viðtal við Andra ísaksson um íbúana við Ala- otravatn, en þar dvaldist Andri í vikutíma £ júní. Látum við því nægja að bregöa upp svip- myndum frá lífinu þar syðra. Randriamanalina, fulltrúi HGH við Alaotravatn meö algengustu fisktegundlna, sem veiðist í vatninu og nefnist hún Tilapia Makr- ochir. Börn að leik úti fyrir húsum við Alaotravatn, en húsin eru úr tré og reyr eða bambusviöi og meö stráþökum. Hvert hús er aðeins eitt herbergi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.