Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 4
V I S I R . Miðvikudagur 17. ágúst 1966. ViðtaB við Skafta Stefánsson að- stoðaryfirSækni á heyrnardeild aðal- siákrahássins í Kalmar í Svíþjáð Þau eru ófá börnin, sem sók- um heymardeyfu eiga erfitt með að fylgjast með f skólanum og úr því aö þau eiga erfitt með nám er því slegið föstu að það sé vegna hcimsku. Hvorki foreldrar né kennarar gera sér grein fyrir að barnið skortir ekki greind, heldur heyrn. Naué syn þess að heyrn hvers einasta skólabams sé mæld er því mikil og ríður á að hér á íslandi verð! komið upp skipulögðum heym- armælingum á skólabörnum. sem nái til allra barna, hvar sem þau eru á landinu. Eitthvað á þessa leiö mælt' Stefán Skaftason aðstoðaryfir- læknir við heyrnarstöö aðal- sjúkrahússins í Kalmar í Sví- þjóð. í • Svíþjóð sem á öðrum Norðurlöndum eru heyrnarmæl- ingar orðnar stór þáttur í heilsu gæzlu barna. Ræddi Stefán við blaöamenn fyrir milligöngu Zontaklúbbsins, en Zontaklúbb skemmdum 1 miðeyra. 1 viðtai- inu við Stefán kom fram margt fróðlegt um heymarskemmdir heyrnarmælingar og heyrnar- lækningar. — Þegar heyrnarskemmd er rannsökuð, sagöi Stefán, er mjög mikilvægt að vita hvar hún er og hvers eðlis hún er, þannig að hægt sé að vita hvort hægt er að ráða bót á henni eða dtki. Er því nauðsynlegt að hafa sem bezta heyrnarmæla (audi- ometra), en af þeim eru mjög margar tegundir til. Bandaríski Nngverjinn Bekesy hefur fund- ið nnp bezta heyrnarmælinn til þessa, og er hann þannig að sjúklingurinri getur sjálfur mælf heyrnina. Er sjúklingurinn lát inn heyra tóna meö mismun- andi tíðni og þrýstir hann á hnapp þegar hann byrjar að heyra tóninn og síðan aftur þeg ar tónninn hverfur. líemur fram línurit og eftir lfnuritinu er Konur úr Zontaklúhb Reykjavíkur með háls- nef- og eyrnalæknunum Stefáni Skaftasyni og Erlingi Þorsteinssyni. Frá v.: Jokobína Pálmadóttir, og Ingibjörg Bjamadóttir, Stefán, Friede Briem formaöur Margrétarsjóðs, Erlingur, Guðrún Helgadóttir og Vigdís Jónsdóttir varaformaður klúbbsins. — því að námstregða getur stafað af heyrnardeyfu urinn ' hefur sem kunnugt er helgað sig málefnum heyrnar- daufra og stuðiaði að því að heymarstöðin í Heilsuvemdar- stöðinni var opnuð árið 1962. Hefur Zontaklúbburinn gefiö tæki til stöðvarinnar og kostað fólk til náms í heymarmæling- um. Á liðnum vetri hófust svo mælingar á heym skólabarna í Reykjavík og þau sem reynd- ust heyrnardauf voru send tii heyrnarstöðvarinnar til nánari athugunar, en læknir stöðvar- innar er Erlingur Þorsteinsson Takmarkið er að koma upp full- kominni heymarstöö með deild í sjúkrahúsi þar sem hægt er að leggja inn sjúklinga. Er fyr- irhuguð stækkun á heymarstöð inni strax og Borgarspítalinn flytur í Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi. Ctefán Skaftason er sérfræö- ^ ingur í háls- nef- og eyma lækningum og hefur auk þess sérmenntað sig í heymarbæt- andi uppskuröum á heymar- hægt að staðsetja heyrnar- skemmdirnar með allt að 100% nákvæmni. Tæki sem þetta eru mjög dýr, kosta 150-200 þús. ísl. kr. og eru aðeins til á nokkr um sjúkrahúsum í Svíþjóð. '*y *' Vu jf j'r «• ’ tTeyrnarskemmdum má skipta A í tvo flokka, annars veg- ar skemmdum á miðeyra og hins vegar skemmdum á heyrn artaug. Flestá galla í miðeyra má lækna með uppskuröi og á síðustu árum hefur ný grein komið til, uppskurður með smásjá og horfir læknirinn þá í smásjá allan tímann serri hann vinnur aö aðgerðinni. Er mér kunnugt um að Erlingur Þor- steinsson er byrjaður með slíka uppskuröi hér á landi. Sam fara sjúkdómum í miðeyra eru oft suða og svimi og hverfa þau einkenni við uppskurðinn. Skemmdir á heymartaug koma fram hjá öllum fyrr eða síðar, en yfirleitt ekki fyrr en eftir sjötugt. Þó geta þær kom- ið fyrr og jafnvei við fæðingu t.d. ef móöirin hefur fengið rauða hunda um meðgöngutím ann og eru t.d. 20 slík tilfelli hér eftir síöasta faraidur. Þa getur hettusótt líka oröið til þess að böm og reyndar fuil- orðnir líka missa heyrn á ööru eyra. í mörgum slíkum tilfell- um geta heyrnartæki hjáipað, og fer það eftir því hvar skemmdin liggut. Úr því fæst skorið með Bekesy heyrnarmæli — Hér á íslandi er aðalvanda málið að ná til þessa fólks. Mörg börn fá lélega heyrn snemma á skólaaldri og því er mikilvægt aö rannsaka heyrn allra skólabarna. I Svíþjóð er t.d. mjög góð skipulagning á slíkum rannsóknum. í skólun- um eru einfaldir heyrnarmælar sem hjúkrunarkonurnar kunna á og eru öll bömin prófuö með þessum mælum. Ef í ljós kemur að barnið heyrir ekki eðlilega er línuritið sent til heyrnar- stöðvarinnar f léninu. (Svíþjóö er skipt í lén og er eitt aðal- sjúkrahús í hverju léni og innan þess sjúkrahúss er fullkomin heyrnardeild, þar sem allar lækningar á heyrnarstöðvum fara fram) og börnin síðan send til nánari rannsókna. Með þessu móti næst til allra skólabama. ‘p'g held aö hér á ísiand mætti hafa líkan hátt á. Hjúkr- unarkonur gætu lært heyrnar- mælingar í heyrnarstöðinni í Reykjavík og farið með einföld tæki f skólana úti á landi. Síð- an væru línuritin send til fjórð- ungssjúkrahúsanna og læknar þar athuguðu börnin sem reyn- ast ekki hafa fulla heym og sendu síðan suður þau börn, er burfa meiriháttar lækningar við. Heyrnardeyfa getur stundum stafað ;.f eyrnabólgu eða eyma- merg og slíkt ráöa læknar við þótt ekki séu sérmenntaðir eyrnalæknar. — En allt þetta er erfitt ef ekki er fyrir hendi háls- nef- og eyrnadeild meö full kominni heymarstöö. Verður þess vonandi ekki langt að bíða að slíkri deild vérði komið upp í Reykjavík. — Ég minntist á heymarmæl- ingu á skólabörnum, en það er ekki síður mikilvægt að fylgjast með heyrn lítilla barna o? þurfa foreldrar að vera vel á verðL Ef þeir verða varir við að bömin tala seint eöa eru á einhvern hátt á eftir ber að leita til lækna. Þaö má veita bömum hjálp allt frá öðru aldursári meö því aö láta þau fá heym- artæki á bæði eym og láta þau vera innan um talandi börn. Er almenn skoðun meöal lækna í dag að svo framarlega sem bömin hafi einhverja heym beri að láta þau hafa heymar- tæki á bæði eyru og hafa þau inpan um talandi börn svo að bau einangrist ekki. Tjess má að lokum geta að i viötalinu við Stefán kom fram að f Kalmarléni syöra, þar sem íbúamir eru 140 þús. eru aðeins starfandi þrfr sér- fræðingar í háls- nef og eyma- sjúkdómum og eru þeir allir á heymarstöðinni á aðalsjúkrahús inu’ í Kalmar. Vegna hins góöa skipulags sem þar er á þessum þætti heilbrigðismálanna og vegna sérþjálfunar aðstoðar- fólks læknanna geta þeir annað ölium þeim sjúklingum sem þarfnast hjálpar þeirra. Mæla þarf heyrn allra skélabarna F0RD viígeriar og varghlutaþjón- usta í nýju húsnæBi í þessari viku mun ljúka flutningi á varahlutalager og við- gerðarþjónustu FORD umboðsins Sveinn Egilsson h. f. Munu þá verða fúlnýttir þeir 1200 ferm. i húsnæðis, er byggðir eru sem 1. áfangi fyrir starfsemi þess. Um leið og flutt er f hið nýja húsnæði verða tekin í notkun ýmis ný tæki til þess að auðvelda og fiýta fyrir afgreiðslu allri og um leið að bæta þjónustu við við- skiptamenn fyrirtækisins. M. a. má nefna 8 bíllyftur, er gera viðgerð- ir allar fljótari og auðveldari. Jafnframt munu verða sérhæfð- ir menn við eftirtalin störf: 1. Mótorstillingar og rafkerfi. 2. Hjólastillingu og jafnvægis- stillingu hjólbarða. 3. Hemlaviðgerðir. 4. Viðgerðir á útblásturskerfi. 5. 3ifreiöaskoðun með 5000 km millibili, Flest tæki til þessara starfa eru þegar komin á staðinn, en önnur verða tekin í notkun á næstu vik- um. Áherzla verður lögð á regluleg- ar skoðanir bifreiða með 5000 km millibili, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir stærri bilanir og óhöpp, er gera viðgerðir dýrar og tímafrekar. Á næstunni verður sett upp færiband er fiytja skal varahluti frá lager 'og til viðgerðarmanns, þannig að í gegnum talkerfi bið- ur viðgerðarmaður jum ákyeðinn hlut úr /erzluninni og er hann þá sendur um hæl. Sparast við þetta tími viðgerðarmanns, er annars yrði að fara eftir hlutnum og jafn- vel bíða eftir afgreiðslu. Þessar nýjungar eru allar.gerðar til þess að auðvelda og fiýta fvrir þeirri þjónustu er bifreiðgeigendur eiga rétt á og eins til þess að gera starfsmönnum fyrirtækisins kleift að framkvæma störf sín þannig að þeim sé sómi að. Framkvæmdir vig bygginguna hafa verið í höndum eftirtalinna aðila: Arkitektar: Sigvaldi Thordarson og Þorvaldur Kristmundsson. Verk fræðingur: Vilhjálmur Þorláksson. Byggingameistari: Þórður Jasonár- son. Rafvirkjameistari: Hilmar Steingrímsson. Pípulagningameist- ari Ásgeir Eyjólfsson. Málara- meistari: Steingrímur Oddsson. Innréttingar: Haraldur Pálsson og Kristinn Kristinsson. Gólflögn: Þorsteinn Gíslason. Skipulag inn- anhúss: Björn Steffensen. Stað- setning tækja og véla: Bent Jörgen- sen. Spjaldskrár og nótuform: Konsulent Knut Iversen og Gissur Kristjánsson. Bifreiðasöludeildin verður áfram á sama stað, að Laugavegi 105. Stjórnendur hinna ýmsu deilda fyrirtækisins eru þessir: Bifreiðasöludeiid: Jóhannes Ást- valdsson. Varahlutasala: Jón Ad- oifsson. Verkstæðisþjónusta: Bent Jörgensen. Fyrirtækið Sveinn Egilsson hefir í vfir 40 ár verið umboðsmaður fyrir FORD bifreiðir og ávallt ver- ið með alla starfsemi sína á sama stað, að Laugavegi 105. Þegar bvrj að var að byggja yfir starfsemi þess fyrir rúmlega 40 árum, var staðsetning bess talfh langt út úr byggð. Nú hefur verið svo þrengt að þessu húsi, að eigi var talið ráð legt að vera með verkstæðisþjön ustu þar lengur. Þar sem verkstæðis- og vara hlutaþjó.iusta eru óaðskiljanlepú hlutir, hefir varahlutalager • ■- verzlun verið flutt í hið nýja hús- næði að Skeifan 17, en bifreiðasölu deild' og skrifstofan verða áfram að Laugavegi 105. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.