Vísir


Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 11

Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 11
SíÐAN Bíflarnir fengu hlýjar móftökur — af aðdóendum sínum og Ku Klux Klun Þegar Bítlamir komu á flug völlinn í Boston á föstudaginn var, heyrðist aðeins hvinurinn í þotuhreyflum og nokkur vein frá aödáendum. Þetta var fyrsta utanlandsferð Bítlanna eftir hina frægu athugasemd John Lennons, sem mestan úlfaþyt- inn vakti. „Við erum vinsælli en Jesús.“ ' Þegar Bítlamir lögðu af staö frá London í feröina og flugvél in fþr á loft veinuöu aðdáend- umir í einum kór og ein stúlk an kastaöi sér niöur og hróp- ' aöi um leið: „Farðu ekki John, þeir drepa þig.“ Áður en Bítlarn ir lögöu af staö fygldu þeim fagnaðarlæti hundraða stúlkna og á spjaldi stóð: „Varið ykkur á Ku Klux Klan“ á öðm spjaldi stóð: „Kanarnir eru brjálaðir.“ Hinar köldu móttökur í Bos- ton má rekja til þess að hinir 500 aödáendur, sem vora mætt ir á flugvellinum sáu skurögoð in sin ekki nema eitt aúgnablik og það i fjarlægð. Bítlamir skiptu um flugvél á skammri stundu og tóku vélina, sem fór með þá til Chicago, fyrstu borg arinnar af fjórtán, sem þeir ætla að halda hljómleika í, í Bandaríkjaferðinni. Ráðgert var að Bítlamir biðu í tvær klst. á flugvellinum, en starfsmennimir flýttu förinni svo að þeir lögðu af stað eftir fimmtán mínútur. Öryggisverð ir voru margir og aödáendunum sem voru flestir stúlkur var haldið frá flugbrautinni. Hópur lögreglumanna lá í felum, ef til óeiröa drægi. Ekki var hægt að merkja mis skilninginn, sem athugasemd John Lennons vakti, á fyrstu tónleikunum í Chicago. Ungl- ingsstúlkur í hundraðatali vein uðu og hoppuðu upp og niöur í sætunum, þegar fyrstu tónam ir I hinum velþekktu Bítlalög um heyrðust. Lögreglubílar með ýlfrandi sírenum fóru á undan tónlistarmönnunum fjóram, á leið þeirra til hins alþjóölega hringleikahúss í Chicago. 180 lögreglumenn, 100 bruna verðir og 200 öryggisverðir röð uðu sér hringinn í kringum sviðið meðan á hljómleikunum stóð til þess að hindra áheyrend urna ungu í að storma á sviðið. En í ríkinu Suður-Karolína brendu Ku Klux Klan bál til vafasams heiöurs þeim John, Paul, George og Ringo. Allt vegna athug'asemdarinnar, sem John lét frá sér fara. Setningar innar, sem var misskilin, sem frekar tjáði, að erkibítillinn harmaði staðreyndina, en var ekki yfirlýsing um óhemju sjálfstraust. *Setningin féll í góðan jarðveg hjá sumum. Sl. fimmtudag fékk Ku Klux Klan í Albany heim- sókn af um hundrað stúlkum, sem af rneira eða minna frjáls um vilja köstuðu myndum og blöðum um Bítlana á bálið. Nokkrar útvarpsstöðvar héldu áfram banninu á Bítlaplötum. Sjónvarpsstöðvar í San Fran- siso og Boston tilkynntu að engu yrði sjónvarpað frá heim- sókn Bítlanna. Bítlamir, þegar þeir lögðu af stað frá London Fyrir tónleikana i Chicago var fundur blaðamanna með Bítlunum og notaði John Lennon þá tæki- færið tii þess að afsaka setninguna um Jesús og Bítlana sem vakti mesta gagnrýnina. Unglingamir stóðu ekki aðeins f biðröð fyrir framan innganginn að hljómleikasalnum. Þeir slepptu sér alveg — sumir grétu 1 taugaæsingi, þegar Bítiarnir komu fram og sönnuðu að þrátt fyrir allt eru þeir vinsælir. 1 Það fordæma ekki alilir Bandaríkjamenn John fyrir athugasemd hans um Jesús. „Við styðjum John“ stendur á skiltinu, sem að- dáendurnir hefja hátt á loft. Kári skrifar: Effirfarandi bréf hefur dálk- inum borizt Vegurinn yfir Hellis- heiði „Vegurinn yfir Hellisheiöi er harður í þurrkum og holóttur í rigninga’rtíð, er nær ávallt erfiður þeim sem aka og fer illa meö bílana. Því er ekki haf izt handa um endurbætur á þess ari fjölförnu leið? Er ekki hægt að setja á hana steypu- eða mal bikslag Það er ekki einu sinni rætt um leiöir til þess að koma þessu í framkvæmd og er þó þörfin brýn? Stendur á því aö ekki sé fé fyrir hendi til slíkra framkvæmda? Nú er fengin reynsla af vegartolli á Keflavíkurleiðinni. Ef lagður yrði á vegatollur til þess að standa straum af nútímaþjóð- vegi yfir Hellisheiði, myndu menn borga hann glööu geði. Margs er spurt en „spyr sá, sem ekki veit.“ Nútíma vinnuaðferðir Það er stórkostlegt að sjá hve vel miðar gatnagerð í Reykja- vík með þeirri nútfmatækni, sem menn ráða yfir. Vafalaust yrði sömu eða hliðstæðri tækni beitt, ef ráðizt yrði f að mal- bika eða steypa veg austur. Er hægt að biða öllu lengur. Á. S.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.