Vísir


Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 15

Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 15
viaiiv. mioviKuaagur rz. agust tuoo. 15 CATHERINE FROY: > f ' ? HÚS GÁTUNNAR — Nú er bezt, að þú segir okkur frá þessu, frá upphafi, sagði Phil- ip. — Hvað þurftir þú að tala við mig um? — Ég þarf að ráðfæra mig við þig viðvíkjandi okkur Julian, byrj aöi Hilda hægt. — Ég þarf að fá að vita hvað ég á að gera. Ég þorði ekki aö láta Julian vita, hvers vegna ég vildi tala við þig, og þess vegna kom ég svona seint inn í borgina. Ég varð að bíða eft- ir hentugum tíma til að sleppa. Ég þorði ekki að hringja á bíl, því að þá hefði ég verið spurð hvert ég ætlaði að fara, svo að ég tók bíl Julians. Ef hann tekur eftir að hann er horfinn, heldur hann að ég hafi ekið eitthvað þarna um ná- grennið, mér til dægrastyttingár. Ég er vön að gera það á kvöldin. En þaö var eitthvað að stýrinu á bílnum og þegar ég kom til Hamm ersmith fór illa. Ég ók beint á ljósastaur. Þaö var hræðilegt. Ég hélt aö ég myndi deyja. Það fór hrollur um hana. — Qg svo? spurði Philip. — Einhver sem kom þarna að dró mig út úr bflnum og einhver annar hringdi á verkstæðið. Fólkið var hugulsamt við mig og þama var líka lögregluþjónn. Og, Philip ... hún ' studdi hendinni á hand- legginn á honum. — Maðurinn á verkstæðinu sagði að skrúfa eða ró hefði veriö lau- í stýrisumbúnaðin- um. En bíllinn er alveg nýr. — Julian hefur ekki átt hann nema í nokkra mánuði. Svona gæti ekki komið fyrir af sjálfu sér, skilurðu það? — Veiztu nafnið á verkstæðinu? — Þeir gáfu mér nafnspjald. Ég hef þaö héma einhvers staðar. Hún leitaði í töskunni sinni. — Hérna er það. Philip leit á spjaldið og stakk því í vasann. — Það kemur oft fyrir að einhverjir gallar em á bfl- um, þó þeir séu nýir sagði hann góölátlega. — Það var óheppilegt að þaö skyldi einmitt vera þú, sem varst við stýriö, en ... — Æ, þú skilur þetta ekki. Hún sneri sér að Leonie. — Þú trúir mér, Leonie, er það ekki? Augun í henni tútnuðu allt í einu af hræðslu. — Leonie, einhver hlýtur að hafa heyrt það sem ég sagði við þig í eldhúsinu f gærkvöldi. Einhver hefur staöið á hleri. — Hilda, þú verður að segja Philip það sem þú sagði mér í gær- kvöldi. sagði Leonie innilega. — Ef þú gerir þaö ekki þá geri ég það. — Nei! Hilda spratt upp af stóln um. — Nei, Leonie! Þú mátt ekki — Einhver verður að segja mér það, sagði philip. — Ég talaði eintóma vitleysu í gærkvöldi, ýmislegt sem ekki var ... satt, sagði Hilda. — Hugmynda flugið hljóp með mig í gönur — þessir heimskulegu höfuðórar. Philip lyfti brúnum og leit spyrj andi á Leonie. Hún hristi höfuðið. Vissi ekki hverju hún átti að trúa. — Mér finnst þetta dálítið fjar- stæðukennt, sagöi Philip rólega. — Fyrst segir þú að einhver muni hafa hleráö það sem þú sagðir við Leonie í gærkvöldi og gefur í skyn að þaö sé ástæðan til að einhver hafi brenglað bílinn þinn í þeim til gangi að þú dræpir þig. Svo segir þú að þaö sem þú sagðir við Leonie hafi allt verið uppspuni og þá ætti það ekki að geta veriö ástæöa til þess að einhver vildi þér illt. Hverju á ég aö trúa? Hilda grét. —Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð Philip. Þú mátt ekki skamma mig. Philip leit vandræðalega á Leonie og klappaöi Hildu á handarbakið. — Jæja, viö skulum þá ekki tala meira um þetta fyrst um sinn. Leonie verður _ aö fara innan skamms. Við förum út og finnum Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. okkur einhvern staö, þar sem við getum borðað. Og' svo getum við kannski sótt Leonie eftir sýning- una og ekið heim til Richmond. — Þökk fyrir, Philip. Leonie brosti til hans, klappaöi Hildu á öxlina og fór inn f svefnherbergið til þess að feröbúa sig. Það gat ekki verið rétt að nokk ur manneskja vildi Hildu illt — nema því aðeins aö hún segði það satt, að hún vissi hver heföi myrt Marcus? Ég verð að segja Philip það, hugsaði Leonie með sér. Hann get- ur kannski veitt samanhangandi skýringu upp úr Hildu ... Leonie lagöi kápuna yfir herð- ar sér, tók töskuna og hanzkana og fór aftur inn í stofuna, en þar sat Hilda og beið. Hún virtist vera orðin alveg ró- leg. — Ég veit varla hvað ég hef sagt í dag, sagði hún. — Ég varö svo hrædd þama f bílnum og þess vegna hef ég látið alla þessa vit- leysu út úr mér. Þú mátt ómöigu- lega segja Philip það sem ég sagði um Marcus. Það var ekki satt og ég vil helzt gleyma að ég hafi sagt það. Leonie vissi ekki hvað hún átti að halda. Fyrst sagði Hilda eitt og sór og sárt við lagði að það væri satt — á næsta augnabliki þvemeitaöi hún þvi og vildi gleyma því. Þaö var áreiðanlegt að hún hefði þverneitað hverju orði, ef Leonie hefði sagt Philip eitt- hvað. — Þá það, sagöi Leonie. — Ég skal ekki segja neitt. Philip kom aftur inn í stofuna og þau gengu saman út að bíln- um hans, Sem snöggvast tók hann í höndina á Leonie og þrýsti hana eins og hann vildi segja: „Ég get ekki sagt það upphátt, en þú mátt ekki gleyma því: Ég elska þig.“ Handtakið og yndisleg vissan um að þau mundu ekki missa hvort annað í þetta sinn, hlýjaði Leonie næstu mínútumar áður en hún gekk fram fyrir sjónvarpsmynda- vélamar. Þegar hún kom úr sjónvarpinu tveimur tímum seinna biðu Philip og Hilda hennar fyrir utan. Hilda var þögul á leiðinni út til Richmond. En þegar þau nálguðust Heron House sagði hún altt f einu: — Enginn má vita að ég fór til London í þeim erindum að tala við Philip! — En ekki geturðu sagt aö þú hafir hitt Philip af tilviljun, sagöi Leonie. — Ég skal gefa skýringu á þessu öllu þegar við komum inn, gagði Hilda. Claire var komin heim skömmu á undan þeim. Bíllinn hennar stóð á hlaðinu og hún var að loka dyr- unum þegar þau óku heim að hús- inu. Hún kom til þeirra er þau fóru út úr bílnum. — Halló! Hvar hafiö þið rekizt á? — Inni í borginni, sagöi Philip stutt. — Komdu upp með mér — þá skal ég segja þér frá því. Hilda togaði í handlegginn á Leon ie. — Hann má það ekki! Hann má það ekki, hvíslaði hún. — Ég vil segja þaö með mínu lagi. Venetia var að tefla skák við Julian í stóru stofunni uppi á lofti. Þau litu bæði upp þegar fólkið kom inn. > Julian stóð þegar upp. — Herra minn trúr. Þarna er þá týnda kon an mín. Hvar í ósköpunum.... Hann þagnaði allt í einu ogjiorfði á þau á víxl. — Hvað er að? — Það varð slys, sagði Philip. — Enginn meiddist en Hilda hefur fengið taugalost og bíllinn er þvf miði# stórskemmdur. — En hvernig atvikaðist þetta? — Á ég að segja honum það, Hilda? spurði Philip. — Nei, sagði hún. Ég skal gera það. Hún sagði sögu sína rólega og skipulega og tæpti ekki á því að hún héldi að bíllinn hefði verið í ólagi af mannavöldum. Hún hafði ekið burt undir xvöldið, eins og hún var vön en hafði allt f einu dottið í hug að aka inn f borgina og skoða lífið. Slysið hafði oröið f Hammersmith. Og hún fékk taugaáfall og vildi ekki fara ein heimleiðis. — Og þá mundi ég að Leonie var í borginni í kvöld, hélt hún áfram. — Ég fann heimilisfapgiö hennar í símaskránni og náöi í leigubfl þangað. Og ég var svo heppinn að hitta hana heima. Og Philip var þar líka. Leonie sat úti við gluggann og fann að Claire gaut hornauga til hennar. Philip reyndi að taka fram í fyrir Hildu, en hún lét dæluna ganga og var hávær til þess að ekki skyldi heyrast til hans. Leonie fann að hún hafði hugsað vandlega hvað hún ætti að segja. Philip var gagns- laust að reyna að gefa aðra skýr- ingu. Hvað svo sem Philip eða Leonie segðu, þá mundi enginn trúa því. Öll þrjú. Venetia, Julian og Claire — mundu halda að þau væru að reyna að breiða yfir stefnumót sem Hilda hafði truflaö. Hún heyrði Julian segja: — Mér fannst eitthvað vera athugavert við stýrið á bílnum f dag. Hilda sneri sér að honum. — Og það sagðir þú mér ekki! — Ég fékk ekki tækifæri til þess. Ég hef verið að vinna í allt kvöld. Hvers vegna komstu ekki og lézt mig vita að þú ætlaðir að nota bílinn? Þú ert vön því. Og þá hefði ég auðvitað ekki látið þig fara í honum fyrr en hann hefði T A R Z A fii 0N MV KETURN,! SUPPENLV CAME FACE TO l=ACE WITH SABORvTHE.UONESS., JWkl CítAt?! VICOULP HAVE AVERTEF A FISHT- BUT THERE WAS AN OLP SCORE TO SETTLE. BESIPE5JHIS TIME IWAS BETTER. EOUIFFEF!" Þegar ég hafði lært aö nota boga minn voru nokkrar örvar eftir, svo að ég sneri aftur til þorpsins til þess að „fá lánaöar" nýjar birgðir. Þegar ég jsneri við stóð ég allt í einu andspænis Sabor, ljónynjunni. Ég hefði getað komizt hjá viðureigninni — en þaö þurfti að jafna gamlar sakir, auk þess stóð ég betur að vígi í þetta sinn. verið athugaður á verkstæöinu. — Hefðirðu gert það? Heldurðu aö þú hefðir gert það? sagði Hilda og þóttist ekki vilja trúa honum. — Viltu ekki síma á verkstæðið Julian, og spyrja hvað hafi verið að bílnum? sagði Philip. — Ég held varla að Hilda viti muninn á skrúfu og ró. — Það væri heillaráð, sagði Vene tia þyrrkingslega. Julian fékk spjaldið með nafni og símanúmeri verkstæðisins og fór út úr stofunni. TALAR CLAIRE AF SÉR? Þögnin, 6em varð í stofunni eftir að Julian var farinn út var Hildu um megn. — Ég hefði getað drepiö mig, sagði hún. — Getui ekkert ykkar skilið það? É^ hefði getað rekizt á annan bíl! — En þú varst ekki drepin. Þú ert heil og ósködduð. Venetia hall aði sér aftur I stólnum og lagði aftur augun. — .Það er óþarfi að gera nokkurn harmleik úr þessu. Enginn sagði meira fyrr eivJul- ian kom aftur. — Stýriö var bilað, sagði hann. — Bíllinn verður endursendur verk smfðjunni. — Jæja, þá er ekki meira með það, sagði Venetia og andvarpaði. Philip stóö upp sagöist verða að FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL CEVAFOTO AUSTURSTRÆTI 6 METZELER hjölbarðarnir þeídctir fyrir g»ði og endingu* Aðeins það bezfá cr nögu goff. BARÐINN# Armúii 7 simi 30501 ' ALMENNA METZELEK umboÉJS VERZLUNARFÉLAGIÐ? SKiPHOLT 15 SIDUMOLI 19 SÍMI 10199 SÍMÍ 35553

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.