Vísir


Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 7

Vísir - 17.08.1966, Qupperneq 7
VÍSIR. Miövikudagur lv7. ágúsí M66. 7 % Milli Langjökuls og Hofsjökuls, þvert yfir Kjöl, liggur ein af sauðfjárveikivarnargirðingum landsins og skilur að afrétti Austur- Hönvetninga og Skagfirðinga annars vegar og Ámesinga hins vegar. Þetta er trúlega ein dýrasta fjárgirðing landsins, þvi að á henni mæða fannir og fárviðri á vetrum og síbreytileg vatns- föll á sumrum. — Þessari girðingu þykir fyrir þær'sakir ekki treystandi, utan einhverjir séu tll þess að gæta hennar á sumrum. Þegar blaðamaður Vísis átti Ieið um Kjöl .fyrir skemmstu kom hann við i kofa fjárvarðanna og rabbaði við þá stutta stund. Cvo að þú vilt fá að spjalla ^ við okkur, sagði Eysteinn Bjömsson, sá sem lengst hefur gegnt fjárvörzlu á Kili, þegar blaðamaður V.ísis birtist í gætt- inni á fjárvarðakofanum á Hveravöllum. — Tylltu þér góði á meðan við klárum mat- inn. — Matseldin er nú það, sem veldur okkur einna mestum erfiðleikum, heldur hann áfram um leið og hann stingur upp í sig síðustu fiskibollunni. Við röltum út á hlaöið. Niður undan kofanum, við sæiuhúsið á Hveravöilum hafa fjöldamörg tjöid verlð reist. Fóík er að' koma og fata og umferðin er rétt eins og nm fjölfama þjóð- vegi. Enda segir Eysteimi að þetta sé einn veðursælasti dag- ur sumarsins tii þessa, hins veg- ar sé feröamannastratunurinn mánuði seinni en venfutega. Eystein til þess að segja mér örlítið af eigin högum. — Ég hef lengst af verið bóndi, en nú er sonur minn tek- inn við búinu. , Gestur heitir hann og býr á Guðrúnarstöðum. Hann er lögfræðingur. Honum hefur víst þótt það hentara, blessúðum, að læra lög áður en hann færi að búa, það er ekki að spyrja að þessum ungu mönnum. Faðir minn var Bjöm Ey- steinsson, sem kenndur var við Grímstungu. Hann tók sig upp á sínum tíma og flýöi úr byggð upp til fjalla og bjó í 5 ár á Réttarhóli fram í Kvísl- Eysteinn og Matthías með hesta sína, Náttfara og Sóda, sem hefur verið 6 sumur á HveravöMum og drekkur hveravatnið af beztu lyst. liggur alltaí vel á okkur" segjo fjárverðirnir á KILI ÞAÐ LIGGUR ALLTAF VEL Á OKKUR. Eysteinn ber með sér öll ein- kenni norðlenzkrar bændamenn ingar, hann er hvitur fyrir hær- um en kvikur á fæti, skarpleitur og þó kímileitur og ræðinn vel. Með honum við vörzluna er vörpulegur, ungur piltur Matt- hías Sigursteindórsson, læknis af Blönduósi. — Það er dálítill aldursmunur á ekkur, segir Eysteinn. Hann er 16 ára og ég kominn á átt- ræðisaldurinn, en okkur kemur ágætlega saman og það liggur alltaf vel á okkur. Viö komum hingað uppeftir þegar rekið var á fjöll. Það vár 1. eða 2. júli í vor, og förum svo héðan norður aftur með gangnamönnum í fyrstu leit á haustin. — Ert þú ekki búinn að vera allra manna lengst við gæzlu hér, Eysteinn? — Ég var hérna fyrst sumar- ið 1944 við að reka niður girð- ingarstaurana og svo kom ég aft ur 1945 og setti upp girðinguna frá . Langjökli og niður að Blöndu. Nú liggur girðingin al- veg milli jökla. Þetta var oft æði erfitt og mikiö að gera. Þá gist- um við gæzlumennimir í tjöld- um uppi við Þegjanda (ein af þverám Blöndu). — Jú, það er svo sem frá nógu að segja. Fyrsta sumarið, 1944, var okkur ákaflega erfitt. Þegar von var á gangnamönnum þá í byrjun september var veð- urútlitið ósköp sakleysislegt og Veðurstofan spáði fjallaskúrum! En fjallaskúrirnar urðu að blind hríð og það tók mig heilan dag að sækja hestana upp á Hvera- velli, sem ekki var nema smá- spotfi. Gangnamennirnir voru , alla nóttina í hrakningum að norðan og við héldum að þeir yrðu matarlausir, það voru tveir Ámesingar með mér viö að reka niður staurana. Við reyndum að skrapa saman það sem' til var af mat og veiddum nokkra sil- unga. — Allt komst þetta þó klakklaust til byggða aftur kind- ur og menn. — Síðan hef ég verið héma 9 ár samtals. ÞETTA LIGGUR í BLÓÐINU. Nö röltir Matthías út ,1 Kjal- hraunsjaöarinn til þess að ná í hestana. — Og á meðan fæ ég um. Þar framfleytti hann fjöl- skyldu og þar voru tveir bræður mínir fæddir. Þau lifðu þarna mest á fjallagrösum og veiði, hart hefur það verið, en það voru líka erfið ár í byggð. Það er þvi ekkert undarlegt þó að maður vilji halda sig á fjöHum, þetta liggur í blóðinu. — Ég sakna Hveravalla oft á vetuma og að hafa ekki hver- ina héma fyrir augunum, og þeir eru það fyrsta, sem ég vitja um, þegar ég kem hér á vorin. SEXTUGS- OG SJÖTUGS- AFMÆLI Á FJÖLLUM OG KANNSKI ÁfTRÆÐUR. — Ég hélt hérna upp á 70 ára afmæFið mitt I fyrra og það heimsóttu mig nærri 100 manns hingað I kofann, hérna hélt ég einnig upp á 60 ára afmælið og fólk er farið að spyrja mig, hvort ég ætli að halda hér upp á 80 ára afmælið, en þá verð ég að minnsta kosti að fá hérna nýjan kofa og stærri. Nú kemur Matthías með hestana utan úr hrauni. Hann kímir aðeins þegar ég spyr hann, hvort honum leiðist ekk- ert hérna. — Nei, ég skrepp þá bara í fjörið í Kerlingarfjöllum, ég er þar svona öðru hverju. Annars er alveg óþarfi að iáta sér leið- ast. — Þessi er nú orðinn gamall, segir Eysteinn og tekur um háls- inn á bleikum klár, sem hnusar að honum í von um eitthvert góðgæti. Hann heitk Sódi og er búinn að vera hér í ein 6 ár. Hann er orðinn hagvanur hér og þykir hverávatnið ágætt. Hestur Matthiasar er rauður, frísklegur klár, sem hann kallar Náttfara. Ekki veit ég nú, hvórt það nafn stendur í einhverju sambandi við Kerlingarfjalla- ferðimar. Þeir fara daglega á hestunam meðfram girðingunni og refea frá henni. Og þá er bezt að spyrja Eystein að lokum, hversu margar kindur hafi sloppið yfir. — Ég veit ekki rtema ®n eina kind, sem sloppið hefur yfir, frá því að girðingin kom. Með það kveð ég þá félaga fullviss um að engin rolla steppi yfir meðan þeir gæta girðingar- innar. Námskeib fyrir „meinatækna" í ráði er að halda námskeið á vegum heil- brigðisstofnana og Tækniskóla íslands fyrir fólk er hyggst leggja stund á tæknileg aðstoð arstörf í rannsóknastofum heilbrigðisstofn- ana. Námskeiðið verður í tveim hlutum er taka samtals um 8 mánuði og er ætlað sem undirbúningur fyrir áframhaldandi sérnám í meinatækni (medicinsk laboratorieteknik) er fer fram í rannsóknastofunum sjálfum Námstíminn allur verður 2 ár. Inntökuskilyrði: a) Umsækjandi skal vera fullra 18 ára b) Umsækjandi skal sýna heilbrigðisvottorð og c) Umsækjandi skal hafa lokið stúdentsprófi eða hafi aðra næga undirbúningsmenntun Nánari upplýsingar um námskeiðið og um- sóknareyðublöð fást á skrifstofu Tækniskóla íslands, Sjómannaskólanum, mánudaga, miðvikudaga og föstudága kl. 17-19. Umsóknarfrestur er til 15. september. SKÓLASTJÓRI ---- amiHHfrI ■' 1 ■■ ----------- -■■■ 1 Tryggingar og tasteignir HÖFUM TIL SÖLU: 3ja, 4ra 5 og 6 herbergja ibúðir í Árbæjarhverfi. — Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu meö sameign fuíl- kláraðri. Sumar af þessum íbúöum eru endaíbúöir. Beðið veröur eftir húsnæðismálastjómarláni. Góðir greiðsluskil- málar. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri. 2ja herbergja kjaUaraíbúð, lítil niðurgrafin, viö Nökkvavog. Sérhiti, sérinngangur, tvöfalt gler, teppalögö. Mjög góð íbúð. 3ja herbergja jarðhæð við Fellsmúla, teppalögö. Mjög glæsi- !eg íbúð. Höfum til sölu 3 herb. jarðhæð v/Hjarðarhaga með sér hita \ og sér inngangi, haröviðarhuröir, íbúðin teppaiögö mjög góð íbúð. 3 herb íbúð í Árbæjarhverfi á 2. hæö, selst með haröviöar- innréttingu og dúk á gólfum, litað baðsett og fh'sar á veggjum. Öll sameign utan sem innan að mestu full- kláruö. Mjög glæsileg íbúð, vestursvalir. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Góö lán áhvílandi. 4 herb. íbúð í blokk á 2. hæö við Safamýri, harðviöarinn- rétting, teppalögð, sér hiti, bílskúrsréttur. 5 herb. endaíbúð á 3. hæö í blokk við Laugarnesveg, harð- viöarhurðir, íbúðin teppalögö. Mjög góö íbúö, góöar suð- ursvalir. 5 herb. íbúð í blokk við Hvassaleiti á 4. hæö + 1 herb í kjallara. íbúðin er 142 ferm. meö 60 ferm. stofu. Mjög skemmtileg íbúð. Hagstætt verö og greiðsluskilmálar. íbúðin er teppalögð. HÖFUM KAUPENDUR: Höfum kaupanda aö glæsilegri 2ja herb. íbúð á hæð meö suöursvölum og haröviðarinnréttingu. Ef um góöa íbúð er aö ræða er þessi kaupandi meö 800—850 þús. kr. útborgun. Höfum einnig kaupanda að 3ja herb. íbúð á hæö má vera í blokk með 700—750 þús. kr. útborgun. Höfum kaupanda að 4—5 herb. íbúö I blokk eða tvíbýlis- ' húsi með iy2 milljón kr- útborgun. Austurstrætl 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsfmi 37272. 0 f

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.