Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 8
8 VIMK. lVllOVIKUaagur I / . aguai mm VISIR Uígefandi: BlaöaOtgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Augiýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Símt 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. tmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmBs Samvinna nidursuöuiönaúarins Hér í blaöinu í gær var greint frá því aö ráðagerðir væru uppi um það að stofna kavíarverksmiðju á Skagaströnd. Þá er einnig í undirbúningi að hefja nið- urlagningu síldar á Egilsstöðum og norðlenzkur út- gerðarmaður hyggst reisa nýja niðursuðuverksmiðju síldar á Akureyri og jafnvel einnig fyrir austan. Eru þá hér aðeins taldar hinar nýju verksmiðjur, sem í undirbúningi eru, í viðbót við þær sem þegar starfa í landinu. Vissulega er það orðið tímabært að við ís- lendingar freistum þess að vinna meiri verðmæti úr alls kyns sjávarafla sem á land berst en hættum því að selja síld og fiskmeti óunnið til annarra landa, sem síðan fleyta rjómann af hinu stóraukna verksmiðju- vinnsluvirði afurðanria. Er því hér' stefnt í rétta átt með fyrrgreindum fyrirætlunum. því er þó ekki að leyna að erfitt á íslenzki niðursuðu- iðnaöurinn uppdráttar um þessar mundir. Verðbólg- an hefur leikið hann svo grátt að liggur við að und- an kikni sum fyrirtækin. Vill það oft gleymast að ekki er hægt að hækka verðið á erlenda markaðinum í samræmi við allar launahækkanirnar hér heima. En við ýmis fyrirkomulagsatriði verður þó ráðið og sölutæknileg. Hraðfrystiiðnaðurinn komst að þeirri niðurstöðu eftir dýrkeypta reynslu að sjálfsagt og skynsamlegt var að tugir frystihúsa framleiddu vöru sína undir sama vörumerkinu til útflutnings. Á þann hátt einan var unnt að auglýsa vöruna erlendis og vinna henni brautargengi. íslenzki niðursuðuiðnaður- inn þarf að fara sömu braut. Sölukerfi hans er enn all takmarkað og fjöldi lítilla vörumerkja keppir á markaðinum. Koma þarf hér upp einni öflugri sölu- miðstöð sem annist markaðsrannsóknir og markaðs- leit erlendis sem þegar er reyndar hafin og síðan sé framleiðslan seld undir einu eða örfáum merkjum. Við lifum á tímum samsteypanna í heimsverzlun- inni og við þá staðreynd verður að kannast og draga af henni réttar ályktanir. Því er ekki að efa að sú leið sem hér er bent á yrði mjög til góðs fyrir íslenzka niðursuðuiðnaðinn í hinni hörðu samkeppni á heims- markaðinum. Skóli í þegnskyldu þessa dagana koma bömin og unglingarnir sem óð- ast heim úr sumarbúðum og frá sumardvalarstöðum. Þjóðkirkjan og mörg æskulýðssamtök vinna hér hið þarfasta verk með hinum nýju sumarbúðum, því eitt mesta uppeldisvandamálið í dag er einmitt það hve erfitt er að koma kaupstaðarbörnum í sveit. Því eiga þessi samtök þakkir skildar og ástæða er til að hvetja aðra að fara hér sömu braut. Ekki sízt mætti gera sumarbúðirnar að allsherjar þegnskylduskóla fyrir æskuna, þar sem henni væri kénnt að iðka skóg- rækt og landgræðslu fyrir þá þóknun eina, sem gleði ræktunarinnar veitir. EISENHOWERSAGÐI — De Gtaulle vildi þriggju veBdu yfirstjórn í NATO Þaó varö kunnugt um sl. helgi aö fyrir 8 árum hafnaðl ^Eisen- hower þáverandi forseti Banda- rikjanna tillögu frá de Gaulle um eins konar þrivelda-yfirráð í N-Atlantshafsbandalaginu Þetta kom fram í greinargerð frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu til þingnefndar sem var að kynna sér sitt af hverju um bandalagið og störf þess og ræddi við marga menn í því skyni. De Gaulle skrifaði forsetan- um og bar þar fram ofangreinda tillögu en löndin þrjú, sem áttu að hafa yfirstjórnina meö höndum voru Frakkland, Bret- land og Bandaríkin. Þetta var haustið 1958. Forsetinn svaraði, aö hann gæti ekki fallizt á skipulag, sem af leiddi, að aðrir bandamenn okkar — eða aðrar þjóðir hins frjálsa heims, fengju á- stæðu til aö ætla, að teknar yrðu hinar mikilvægustu ráð- stafanir, ef til vill um þeirra eigin hagsmunamál, án þess aö þær réðu þar nokkru um. Þegar þetta gerðist var John Foster Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og þegar bréfið hafði verið sent skrifaöi hann franska utanríkisráðherr- anum og stakk upp á viðræöum um landvamir og alþjóðamál, en aöeins til þess að skiptast á skoöunum. Ræddu svo Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn landvamamál í febrúar 1959 og um Afríkumál í april sama ár, en þegar Bretar og Banda- ríkjamenn stungu upp á að ræða einnig hernaöarleg mál, svömðu Frakkar ekki. í ágúst 1959 vildi Eisenhow- er, að hermálasérfræðingar þessara þriggja landa ræddu öll hemaðarleg vandamál tengd Frakklandi, en de Gaulle skeytti engu um þessa tillögu og stakk þess í stað upp á fundi æðstu manna, en af slík- um fundi varð ekki. TILBOÐ FRÁ KENNEDY Tveimur ámm slðar stakk þá- verandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy upp á, að hermálasérfræðingar Breta, Frakka og Bandaríkjamanna Handtökur i Mexikó Handtökum var haldiö áfram í Mexikó um sl. helgi og voru þá 17 menn handteknir, en skömmu áður 31. Handtökur þessar áttu sér stað vegna gruns um samsæri gegn stjórn landsins. Meðal hinna haiídteknu var einn af kunnustu blaöamönn- um landsins RICO GALAN pró- fessor. Hann hefur verið í broddi fylkingar þeirra, sem vilja innleiða Castro-kommún- isma í Mexikó. Lögreglan segir, að talsvert af vopnum hafi fundizt Allir hinir handteknu tilheyra hreyf- ingu, sem kallast Alþýðubylt- ingin. Hefir lögreglan fylgzt meö starfsemi hennar um fimm mán aða skeið, en látið sem minnst á bera. Mexikönsku blöðin segja, að áformuð hafi verið bylting, sem átti að hefjast aöfaranótt sunnu dags sl. meö árás á Gustavo Diaz Ordaz forseta og á heim- ili ýmissa ráðherra. Eisenhower ræddu landvamalegar skuldbind ingar og heföu viðbúnað til sam eiginlegra aðgerða, þar sem ger- legt væri. Frakkland féllst á þetta í grundvallaratriðum, en tilnefndi aldrei neinn fulltrúa — og svo varð ekkert úr þessu. í fyrmefndri greinargerð utan ríkisráöuneytisins segir, að þaö liggi ljóst fyrir, að Frakkland hafi allan þennan tíma vlljað „þrívelda“-yfirstjóm I NATO og tekið þaö skipulag fram yfir það, sem Eisenhower og Dulles vildu, þ.e. aö allar NATO-þjóð- irnar væru með 11 ráöum, en þaö fannst þeim hentugt með til liti til skuldbindinga Bandaríkj anna. Lundúnamorðin — lög- reglan verndar vitni Myndin er frá leitinni að morðingjum lögreglumannanna þriggja í London á föstudag síð- astliðinn. Bifreið er að leggja af stað i Baybrook-stræti með mann til yfirheyrslu og honum til verndar hefir verið dreginn höttur yfir höfuð hans, því að mörg dæmi eru þess, að haft er í hótunum við vitni, svo að þau þora ekki að láta í té þá vitn- eskju, senj þau hafa. Lögreglu- stjórinn i London hefur hvatt alla, sem eitthvað vita, að gefa sig fram, jafnvel leitað aðstoðar manna í undirheimum borgar- innar. — Fundizt hefir grunsam legur bill, sem morðinginn eða morðingjarnir kunna að hafa notað, og er hann rannsakaður hátt og lágt, myndir teknar af fingraförum, og jafnvel rykkorn tekin til rannsóknar. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.