Vísir - 18.08.1966, Page 2

Vísir - 18.08.1966, Page 2
VtSIR - Fimmtudagur 18. ágúst 1966. JVÖ VÍTI Á MÍNÚTU" ÞEGAR FRAM VANN ÍBV Vestntannaeymgar neituðu eftirvinnu í hraðfrystihúsun* um tii að geta hvatt heimaliðið til dáða Fram þokast nær fyrsta sætinu- í a-riðli 2. deildar. Þar hafa Framarar komizt í hann ótrúlega krappan í sumar, enda þótt þeir eigi á að skipa langbezta liði 2. deildar- í gærkvöldi vannst 2:1 sigur í Vestmannaeyjum, knappur sigur, en það var dýrmætt að fara með bæði stigin af hólmi, en eins og Framarar sjálfir sögðu við heimkomuna: „Við erum ekki komnir í úrslitin enn, — við eigum Vestmanna- eyinga eftir á Melavellinum um aðra helgi.“ ROGER CLAESSEN, fæddur LUCIEN SPRONCK, fæddur 1941, miðherji, Valinn í lands- lið 1961, en vegna meiðsla og ofreynslu var hann lengi frá. M. a. skorinn upp i hné. Hefur æft vel að undanfömu og er nú í fullu formi. Talar frönsku, þýzku og ensku. 1939, miðvörður. Var í hemum og fyrirliði knattspymuliðs hersins í Oran 1961. Hefur oft verið valinn í landslið. Stór vexti og því meistari í að ná háum sendingum. — Talar frönsku, flæmsku, þýzku og ensku. Leikurinn í Eyjum fór fram í fegursta veðri og mikill mann- fjöidi kom til að horfa á leikinn og hvatti allan tímann sína menn með ráðum og dáð. Vinna átti eftirvinnu eins og svo oft í hrað- frystihúsum bæjarins, en starfs- fólkið tók algjörlega fyrir það vegna leiksins! Það kom snemma í ljós f leikn- um að leiknin og knatttæknin var öll Fram-megin, en Eyjamenn voru ívið harðari af sér. Bæði liðin áttu sín tækifæri, en þegar yfir lauk var greinilegt að það voru Framarar sem farið höfðu með réttlátan sigur af hólmi og hefði sá sigur vel getað orðið stærri án teljandi heppni. • Á 31. mínútu kom eina mark fvrri hálfleiks. Það var algjört einstaklingsframtak hins leikna innherja Fram, Helga Númasonar, sem var þama að verki. Hann ein- lék að markinu og skoraði laglega fram hjá hinum góða markverði Vestmannaeyinga, Páli Pálmasyni. • Fram skoraði 2:0 á 25. mín. í seinni hálfleik. Dæmd var víta- spyrna á Vestmannaeyinga fyrir hendi innan vítateigs og skoraði Helgi Númason örugglega úr spymunni. • Á sömu mínútu dæmir ann- ar Iínuvörðurinn(!) vítaspymu á Fram, — nokkuð óvenjulegt atvik, og skorar Viktor miðherji örugg- lega úr þeirri spyrnu. Boltinn kom hátt fyrir markið og ætlaði Þor- bergur markvörður að slá boltann frá markinu og fór yfir öxl eins af leikmönnum Vestmannaeyinga. Magnús Pétursson, dómari, sá að því er virtist ekkert athugavert, en Grétar Norðfjörð, línuvörður, veifaði ákaft. Upp úr þessu var dæmd vítaspyma og fannst mörg- um að hér væm lagaverðir á hál- um ís. Vestmannaeyingar sóttu nú af kappi og ógnuðu nokkuð öðru hverju, en Fram átti sín tækifæri en hvorugur skoraði mark eftir þetta. Fram fór því með stigin í þetta sinn og hefur nú mjög góða mögu- leika á að vinna sinn riðil og þá ekki síður 2. deildina í úrslitum gegn Breiðabliksmönnum í Kópa- vogi. Staðan í 2. DIILD Staðan í a-riðli 2. deildar er þessi: St.: f.B.V. 7 5 0 2 23:14 10 Fram 6 4 1 1 18:3 9 Víkingur 7 4 0 3 16:15 8 Haukar 8 3 2 3 19:16 8 Í.B.S. 8 0 1 7 6:35 1 ► Til endurskipulagningar á hör framleiðslunni á Norður-írlandi, auglýsinga erlendis o.s.frv. hefur veriö varið 18 millj. punda aö und- anförnu. Árleg velta þessa iðnaðar er 22 millj. punda og atvinnu í hon um hafa 35.000 manns. Um 60% framleiðslunnar er útflutningsvara og fer til 150 landa. XXX. Við viljum leigja til geymslu nokurn hluta af verksmiðjubyggingu okkar sem er í smíðum í Árbæjarhverfinu. Sími 21220. Frá leik Fram og Eyjamanna í Vestmannaeyjum í gær. EVRÓPUBIKARINN: Valsmenn ,,\ grænu#/ gegn Standnrd Liege á mánudag Það var auðheyrt á Vals- mönnum í gærdag á fundi með blaðamönnum, að þeir gera sér ekki of háar hugmyndir um Ieik sinn í Evrópubikarkeppn- inni (bikarmeistara), sem háður verður á mánudagskvöldið I Laugardal. Þeir vita að STAND ARD LIEGE, belgíski mótherj- inn, er atvinnulið á heimsmæli- kvarða, með sigra yfir liðum eins og Glasgow Rangers 1 „kvartfínal“ Evrópukeppninn- ar, sigra yfir Dukla Prag og Notthingham Forest svo eitt- hvaö sé nefnt. Valsmenn munu verða í ó- venjulegri aðstöðu í þessum leik, — þeir leika í GRÆNU, en „Valsbúninginn“ bera gest- irnir, því þeirra félagsbúning- ur er eins og búningur gest- gjafanna og munu Valsmenn þvi bera sinn rétta búning i seinni leik liðanna í Liege. Standard varð fyrst Belgíu- meistari 1959, en hafði oft verið í úrslitum áður. Félagið tók þátt í Evrópukeppni 1959 og komst I „kvartfinal“, þar sem það sigraði Stades de Reims í Liége en tapaði i Reims, og var þar með úr. — 1960 varð Standard aftur Framh. á bls. 6. LÉON SEMMELING, fæddur 1940, hægri útherji. Reglulega valinn í landslið. Itölsk og spænsk félög hafa mjög sótzt eftir honum. Stutt... ► Skíðaráð Reykjavíkur minnir skíðakeppendur á stórsvigsmótið i Kerlingarfjöllum á laugardaginn kemur (20. ágúst). Mótið hefst laust eftir hádegi á laugardaginn og eru keppendur beönir að vera mættir á mótsstað á föstudags- kvöldið þann 19. — Áætlunarbíll fer í Kerlingarfjöll frá Umferðar- miðstöðinni á föstudagskvöld kl. 8. Skiðafólk er minnt á að kaupa far- seðlana á fimmtudaginn. Keppend- ur eru beðnir að hafa nesti og við- leguútbúnað með í förinni. ^ 3. hluti Meistaramóts íslands fer fram á Laugardalsvellinum 20. og 21. þ. m. Keppt verður í tug- þraut, fimmtarþraut kvenna, 4X 800 m boðhlaupi og 10 km. hlaupi. Jafnframt sem mót þetta er Meistaramót íslands er þaö lands- keppni í tugþraut milli íslands og A.-Þjóðverja. 19. þ. m. koma til landsins 4 Þjóðverjar, þ.e, 3 kepp- endur og fararstjóri þeirra. Keppendur Island hafa verið valdir þeir Valbjörn Þorláksson, KR, Kjartan Guðjónsson, ÍR, og Ólafur Guðmundsson, KR. Tveim þeim fyrstu frá hvoru landi eru reiknuð stig í keppninni. A.-Þjóðverjar hafa átt marga góða tugþrautarmenn og má búast viö mjög góðri keppni. ► Unglingakeppni FRÍ 1966 fer fram dagana 27.—28. ágúst 1966. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: SVEINAR: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 80 m grindahlaup, há- stökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og spjót- kast. DRENGIR: 100 m hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 1500 m hlaup, 110 m grindahlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast. STÚLKUR 18 ára og yngri: 100 m hlaup, 300 m hlaup, 80 m grindahlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast. Æskilegt er að tilkynningar um afrek berist frá sambandsaðilum til FRÍ nú þegar, en fjórir beztu af öllu landinu eiga rétt á að mæta til úrslitakeppninnar. Stjóm FRÍ greiðir helming af fargjaldi þeirra, sem komast f úr- slitakeppnina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.