Vísir - 22.08.1966, Page 8
8
V í S I R . Mánudagur 22. ágúst 1966.
VISIR
(Jtgefandi: BlaQaútgátan VISIR
Ritstjöri: Gunnar G. Schram
ABstoðarritstjórl: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Augiýslngastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjöm: Laugavegi 178 Slmi 11660 (5 llnurt
Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Um hvað er barízt?
f
Þjóðviljinn hamrar mjög á því, að stuðningsblöð
ísienzku ríkisstjómarinnar láti stjórnast af banda-
, rískum áróðri í skrifum um styrjöldina í Vietnam.
j Það kemur nú raunar úi: hörðustu átt, þegar Þjóð-
) viljinn bregður öðrum blöðum um þjónkun við er
* lend sjónarmið. Ekkert íslenzkt blað hefur fyrr eða
síðar þjónað erlendum skoðunum af hvílíkri kost-
' gæfni sem Þjóðviljinn. Er þess skemmst að minnast
| nú fyrir fáum dögum, þegar þar voru birtar frásagn-
J ir um hátíðahöldin í Austur-Berlín, í tilefni af 5 ára
, afmæli „múrsins“, ásamt langri grein, þýddri, um
i nauðsyn þessa mannvirkis í þágu friðar og frelsis í
• heiminum. Leyndi sér ekki velþóknun blaðsins og
' bjargföst trú á „sælunni“ fyrir austan Berlínarmúr-
inn. !
I
Sama er uppi á teningnum þegar Þjóðviljamenn eru
, að skrifa um átökin í Vietnam. Þar mætti helzt
> hugsa sér að þýtt hefði verið upp úr kínverskum
1 blöðum og tínt saman það sem af mestu ofstæki
hefur verið talað og ritað um þetta mál meðal komm-
únista austur þar og víðar.
Þjóðviljinn heldur því fram, að fari Bandaríkja-
, menn með her sinn frá Vietnam, muni friður og
r hamingja ríkja í landinu og þjóðin fá þá stjórn, sem
hún óski. Hún muni eftir það fá að lifa óáreitt í sátt
við nágranna sína og byggja upp farsælt þjóðfélag.
Mikil böm mega þeir vera, sem þannig tala og
, skrifa, ef þeir trúa sjálfir því sem þeir eru að segja.
Allir, sem hafa opin augu og fylgjast nokkuð með
gangi heimsmálanna, vita, að um leið og Bandaríkin
kveddu her sinn brott frá Vietnam, mundu Kínverjar
hremma landið og undiroka þjóðina. Rauða Kína
fer ekkert dult með þá fyrirætlun sína, að leggja und-
ir sig alla Asíu. Þeir íbúar Suður-Vietnam, sem gera
sér grein fyrir þessari hættu, vilja heldur færa þær
fómir, sem þeir nú gera, en lenda undir jámhæl Kfn
verja. Þeir hafa t.d. heyrt um örlög Tíbetbúa og ann
arra sem nú lúta valdi kínverskra kommúnista. Hvað
skyldi stór hluti kínversku þjóðarinnar sjálfrar vilja
fóma miklu til þess að losna undan harðstjóm þeirra?
Það sem nú er barizt um í Vietnam, er hvort komm
únisminn ,í sinni verstu og villimannlegustu mynd
á að flæða yfir alla Asíu tálmunarlaust, eða hvort
stemma skuli stigu við útbreiðslu hans. Um þetta
geta verið skiptar skoðanir. Þeir, sem telja einræði
og miskunnarlausa harðstjóm æskilegasta stjómarfyr
irkomulagið, styðja vitanlega áform Kína, hinir, sem
vilja frelsi og lýðræði, berjast gegn kommúnisma. Um
þetta er barizt í Vietnam og það skiptir miklu máli
fyrir allan heiminn, hvemig þeim átökum lýkur.
Eldflaugastöðin á Kennedyhöfða, þaðan sem tunglfarinu verður skotið. Á miðri myndinni sést sam-
setnlngarhúsið og á bak við það skotpallstum.
Tunglið er girnilegt
— þrátt fyrir kostnaðinn vib ferðalagið
Á laugardaginn var birt hér í Vísi grein um eld-
flaugastöðina miklu á Kennedyhöfða, þar sem nú
er verið að vinna af kappi að undirbúningi land-
göngu á tunglið. Þar var sagt, að kostnaður við
fyrstu ferð mannsins til tunglsins mundi nema um
1000 milljörðum ísl. króna. Nú kunna menn að
spyrja, hvað Bandaríkjamenn ætli sér að vinna á öll
um þeim fjármunum, sem eytt er í tunglrannsókn-
ir.
T^olumbus vissi ekki hvað
beið hans þegar hann
sigldi vestur, og hvorki Eiríkur
rauði né Leifur heppni vissu,
hvað þeir voru raunar að gera,
þegar þeir sigldu í vestur. Það
liggur sjálfsagt í eðli Banda-
ríkjamanna, sem íbúa ungrar
heimsálfu * að bæta nýjum
kafla viö landafundasöguna og
kvitta þannig fyrir þá atburði
sem færðu þeirra eigin land á
landabréf.
Það getur verið og er jafnvel
líklegt að Bandaríkjamenn
verði fyrstir til tunglsins, þótt
þeir verði þar ekki með rieina
einokun. Þeim hefur gengið
mjög vel í öllum tilraunum og
hafa sett met f ýmsu því sem
skiptir máli f sambandi við
tunglferðir. Þeir hafa sent í
flestar geimferðir, og þeir hafa
farið lengstu geimferðimar, og
þeir hafa farið lengst frá jörð-
inni.
Geimskip þeirra hafa hitgt
úti f geimnum og verið tengd
þar við aðra hluti. Líklegt má
teljast aö Sovétmenn séu einn-
ig með hliðstæðar áætlanir, en
það er ástæða til að ætla, að
Bandaríkjamenn hafi á síðasta
. ári komizt töluvert fram úr.
Maður þekkir ekki áætlanir
Sovétmanna, en njósnatungl
Bandaríkjamanna mundu áreiö-
anlega hafa gefið upplýsingar
um sovézkar eldflaugastöðvar
af þessu tagi, ef um slfkt væri
að ræða.
Það getur líka verið, að Sov-
étmenn séu að hugsa um ein-
faldari leiðir til að komast til
tunglsins, að þeir reyni að eiga
við tveggja þrepa eldflaugar í
stað fjögurra þrepa eins og
Bandarikjamenn eru með.
Sovétmenn hafa sent nýlega
upp Proton 3., mjög þunga eld-
flaug, og það lítur út fyrir, að
þeir hafi mjög kröftugar eld-
flaugar, sem standist alveg
samanburð við bandarískar.
Tjað er einmitt talið líklegt,
að Sovétmenn vilji halda
upp á 50 ára afmæli byltingar-
JRERCURY TH0R MESCURf ATUU ATLA% GElUHI jÁnJSH APOLLO AMX.LO
RLÐSIQNC OLLIA ATIAS AGLMA CENTAUt 11TAN U I SATURM Ifi SATURN V
Hér sést stærðarmunur nokkurra þekktustu geimflauga Banda-
rikjamanna. Lengst tll hægri er tunglflaugin Satumus V Apollo,
næst er Satumus IB Apollo, siðan Satumus I, þá Titan II Geminl,
Atlas Centaur, Atlas Agena, Atlas Mercury, Thor Delta og loks
Redstone Mercury.
Tunglflaugin Satúmus V ApoIIo
fyrir utan samsetnlngarhúsið á
Kennedyhöfða.
innar eftir ár, með þvi að senda
rússneskan geimfara kringum
tunglið, án þess að lenda.
Dr. Charles Schelton sem
er fulltrúi í nefndinni, sem
fjallar um geimmál, lítur var-
færnislegum augum á möguleika
Sovétmanna til tungllendingar.
Hann bendir á að Sovétmenn
hafi sent upp 16 gervitungl í
átt til annarra hnatta, en öll
skotin hafi mistekizt, því sam-
bandið rofnaði, en Bandaríkja-
menn hafa í aðeins fjórum til-
raunum fengið hitamælingar
frá Venusi og myndir frá Mars.
Hér við bætist að Bandaríkja
menn hafa greinilegt forskot í
hagnýtri notkun geimsins með
því að nota tæknilega mjög
flókin geimför til að aðstoða
við símasamband, flug og veð-
urfræði.
Hins vegar er vitað að Sovét-
menn leggja mikla áherzlu a að
verða fyrstir að lenda á tungl-
inu, og sérfræðingar halda því
fram, að báðar þessar þjóðir
hafi um 1970 sýnt fram á, að
þær hafi náð tökum á geimn-
flugi. Þótt Bandaríkjamenn
verði aðeins á undan í kapp-
hlaupinu tjl tunglsins, skiptir
sá tími ekki máli, og þeir ná
engri einokun á tunglferðum.
Munurinn milli þeirar og Rússa
verður varia meiri en sá munur
sem skildi að geimflug Gagar-
ins og Shepards, árið 1961, en
það voru 23 dagar.
TTinn þýzkættaði eldflauga-
sérfræðingur dr. Wemer
von Braun, sem hefur átt þátt
f að smíða Satum-eldflaugarn-
ar, er sannfærður um, aö fjár-
festingin í geimrannsóknum
muni margborga sig. Frá
geimstöðvum er hægt að rann-
saka heiminn, en einnig er hægt
að leysa ýmis vandamáj f sam-
Frh. á bls. 4.