Vísir


Vísir - 22.08.1966, Qupperneq 9

Vísir - 22.08.1966, Qupperneq 9
V í S I R . Mánudagur 22. ágúst 1966. í ísland valið vegna SURTSEYJAR myndafökustjórinn Kalinke voru að leggja af staO tíl Þingvalla þegar Vísismenn komu aö Hótel Sögu á laugardagsmorguninn til aO ná tali af kvikmyndafólkinu. Ætluðu þeir aö finna þelm Gunnari Gjúkasyni og Siguröi Fáfnisbana hentugan orrustuvöll. Margir sváfu enn og aðrir voru ókomnir til landsins t.d. ein aðalleikkonan. Karin Dor sem væntanleg var með kvöldinu beint frá Japan þar sem hún var að leika í nýrri James Bond kvikmynd. Náði Vísir tali af þremur árrisulum úr hópnum, framkvæmdastjóranum og köppunum Gunnari Gjúkasyni og Sigurði Fáfnisbana. Islendingar haía góð skil- yrði til jbess að hefia kvikmyndaframleiðslu — segir framkvæmdastjóri kvik- myndatökunnar, M. • Korytowski í anddyri hótelsins var fram- kvæmdastjórinn við myndatök- una, Manfred Korytowski á sí- felldum þönum, en fékkst þó til að staldra við stundarkom til þess að segja undan og ofan af tildrögum og framkvæmd þess- arar myndar. — Þetta er dýrasta mynd, er Þjóöverjar hafa lagt út í eftir seinni heimsstyrjöld, segir hann. M. Korytowski, framkvæmda- stjóri kvikmyndatökunnar. Kostnaðurinn er áætlaður um 80 millj. ísl. kr. Þetta er jafnframt fyrsta myndin, sem þýzkt einka fyrirtæki ræðst í án opinbers stuðnings, eða sérstakra banka- ívilnana, en CCC-Filmkunst ber allan kostnað og ábyrgð af myndatökunni. — Þýzk kvikmyndafram- leiðsla hefur staðið nokkuð höll- um fæti undanfarið og það hafa yfirleitt ekki verið tök á því að taka kvikmyndimar í þvf um- hverfi, sem þær gerast í eða ná réttum bakgrunni, þegar um myndir eins og þessa er að ræða — Hér ræðst CCC-Fiimkunst því inn á nýjar brautir. Þau at riði sem í Niflungasögu gerast á Islandi verða tekin hér. Það er, þegar Sigurður Fáfnisbani kemur til íslands. ELDFJALLIÐ í MVNDINNI VERÐUR SURTSEY. — Annars er Surtsey ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum hingað, segir Kory- towski. Við höfðum hugsað okk- ur að ná myndum af gosinu til þess að nota í kvikmyndinni. Eins og komið hefur fram f fréttum héma áður verður eld gos eitt af atriðum myndarinn- ar. Fulltrúar kvikmyndaframleið endanna vom lengi vel á hött- um eftir fjalli sem hentugt væri til þess að nota sem eldfjall og átti þá að sprengja I því reyk- bombur og laða fram eldgos á hyíta tjaldinu með tæknileg- um brögðum eins og jafnan á sér stað í kvikmyndaheiminum. Nú er Surtur byrjaður sína fyrri Framh. á bls. 6 Þeir munu berjast á Þingvöllum: Uwe leikur Gunnar Gjúkason. er sem leikur Sigurð Fáfnisbana og Rolf Henninger, sem // íslandsferðin freistaði og ég tók tilpoðinu4 — segir Rolf Henninger, leikur Gunnar Gjúkason sem — Tilhugsunin um að komast til íslands réði því að ég tók til- boðinu, segir Rolf Henninger, sá er leikur Gunnar Gjúkason, sem berjast mun við Sigurð Fáfnisbana á Þingvöllum — Mig hefur alltaf langað til að kynnast landinu, en aldrei lagt út í að fara hingað f fríi af ótta við vont veður. Hef því heldur viljaö fara suður á bóginn. En ég hef ekki orðið fyrir vonbrigð- um þennan hálfa sólarhrlng sem ég hef verið hér og útsýnið úr flugvélinni var alveg stórkost- legt og sérstaklega þótti mér gaman að sjá gosið i Curtsey. — Hafið þér leikið í mörgum kvikmyndum? — Nei það er langt siðan ég lék síðast í kvikmynd, lík- iega ein 15 ár. Hún hét „Síð- asta sumarið". Ég hef starfað lengi við Schiller leikhúsið í Ber lín og hef leikið þar fjölmörg af stærstu hlutverkum leikhús bðkmenntanna, en auk þess hef ég verið leikstjóri þar. — Hvernig finnst yður þá aö leika aftur í kvikmynd? — Það er skemmtileg tilbreyt ing frá leikhúsinu. Annars skipt ir ekki svo miklu máli hvort maður leikur í kvikmvnd eða f leikhúsi — aðalatriðið er per- sónan sem maður er að túlka. Mér finnst gaman að túlka Gunn ar Gjúkason, hann er margslung inn persónuleiki og reikandi f öllum sínum gerðum. — Hvert er eftirlætishlutverk yðar? — Cyrano í leikritinu Cyrano Frh. á bls. 6. „Erfitt að leika þegar maður er ekki leikari" — segir sem sleggjukastarinn Uwe Beyer, leikur Sigurð Fáfnisbana Dr. Rein] leikstjóri og Kalinke kvikmyndatökustjóri — Það er erfitt að leika, þeg ar maður er ekki leikari, sagði Uwe Beyer, sem leikur aðal- hlutverkið í myndinni, sjálfan Sigurð Fáfnisbana, en hann hef- ur aldrei fyrr komið nálægt kvikmyndaleik. Hvers vegna var hann þá valinn í hlutverkið? — Þetta ér söguleg mynd, seg ir Beyer, og það varö að fá ungan mann háan og kraftaleg- an í útliti — með útlit íþrótta- manns. Samkvæmt skoðana- könnun, sem gerð var, vildi al- menningur heldur fá alveg ó- þekktan mann í hlutverkiö en frægan leikara — og ég varð fyrir valinu. Þótt Beyer sé óþekktur sem leikari er hann þekktur i sínu heimalandi og reyndar utan þess, því hann hefur þrisvar orð ið Þýzkalandsmeistari í sleggju kasti, nú síðast fyrir nokkrum vikum og þurfti hann þá að fá frí frá kvikmvndatöknnni Júgóslavfu til að taka þátt f keppninni. Á Olympfuleikunum varð hann þriðji og í ár hefur hann náð þriöja bezta árangri í heiminum. — Eftir tvær vikur tek ég þátt f Evrópumeistarakeppninni í Búdapest og ég vona að ég fái tækifæri til að þjálfa mig hérna. Núna á eftir ætla ég t.d. hér út á íþróttavöllinn og æfa mig. Það er ekki nóg að ganga inn á völlinn og kasta sleggjunni maður verður að þjálfa sig bæði andlega og líkamlega, þvf að ætli maður að ná góðum árangri verður bæði lfkamlegt og and- legt þol að vera fyrir hendi. auk tækninnar. —- Hvernig hefur yður líkað þetta nýja starf — kvikmynda- leikurinn? — Mér hefur þótt gaman að því, þetta er alveg nýtt fyrir mér. En það er erfitt að leika Framh. á bls 6 -I 1 v

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.