Vísir - 06.10.1966, Síða 16

Vísir - 06.10.1966, Síða 16
VISIR Fimnitödagur 6, október 1966. Vflja ef la esperonto • Almenna Esperantosam- bandið sendir í dag áskorun til Sameinuðu þjóðanna um eflingu esperanto sem alþjóðamáls. • Rómlega 900 þúsund ein- staklinga og 3800 félagssamtök standa að þessari áskorun. Með- al þeirra sem undirritað hafa á- skorun þessa eru islenzku ráð- herramir dr. Bjami Benedikts- son, Magnús Jónsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason og Emil Jónsson, einnig borgarstjórinn í Reykja- vík Geir Hallgrímsson, og am- bassador íslands í Danmörku Gunnar Thoroddsen. Meðal sam taka sem standa að áskoruninni er Alþýðusamband íslands. börn slasost Fjögur böm slösuðust í borg- inm í gær og þar af þrjú í um- ferðinni, þrátt fyrir gott skyggni, sem var í gær. Til allrar gæfu varð aðeins eitt slysið alvarlegt. 6 ára drengur varð fyrir bifreið um kádegiö, móts við Stórbolt 22. Hlaut hann opið beinbrot á fæti og var íiuttur á Slysavaröstofuna. Á sama tíma varð drengur á hjóM fyrir bifreið á Tryggvagöt- Framh. á bls. 6. Umferð á Reykjanesbraut er mjög þung og sein. Þegar mest er nm að vera mjakast bílalestin áfram allt frá Miklatorgi í Kópavog. NÝUMFERÐARÆÐ UMKÓPA VOG ORDIN BRÁD NAUÐSYN Framkvæmdir áttu að hefjast i sumar — Onghveifi á Kópavogs- hálsi á umferðartimum, segir yfirlögreglufyjónn Þeir, sem daglega eiga leið um Fossvog og Kópavogsháls, bíða meö mikilli eftirvæntingu eftir því að hafizt veröi handa um lagningu nýju umferðar- brautarinnar sem koma á ofan( til í Kópavogslandi. — Vísir leit aði upplýsinga Kópavogslögregl unnar um umferðarástandið á Kópavogshálsi og sitt hvomm megin við hann þegar umferð er mest svo sem um helgar. Sagði Ingibergur Sæmundsson yfir- lögregluþjónn að á þessu svæði væri hreint vandræöaástand í hádeginu dag hvem sem og milli klukkan 5 og 7 — og um helgar, til dæmis á sunnudög- um, væri svo að segja óslitin bílaröð frá Miklatorgi og suður úr, sem mjakaðist áfram á hægri ferö. Sú hæga keyrsla, sem þarna væri í gegn, skapaðist auðvitaö að nokkra af löggæzlunni, sem væri sitt hvorum megin viö háls iim, og þar eð reynt væri að hleypa bíluin úr hlíðargötum inn á brautina, en gæzlan skap- aði hins vegar aðhald, sem væri nauðsynlegt vegna íbúðarhús- annan, sem þama eru við vegar- brún þessarar miklu umferðar- æðar. Þama heföi kaimski af þeim sökum ekkj orðið mikið um slys á fólki, hms vegar væri Framh. á bls. 6. 10 MILLJÓNA TJÓN vegna uppskerubrests í litlum hreppi sem á mest undir kurtöflurækt Kartöfluupptöku í Þykkvabæ og nágrenni er nú lokiö og er ljóst orðið að bændur hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni, því að áætlaö er að uppskeran sé um helmingi minni en í fyrra. Ólafur Sigurösson hreppstjóri í Djúpárhreppi sagði i stuttu viðtali við blaðið í gær að áætla mætti að heildartjón þaö sem bændur í hreppnum hafi orðið fyrir af völd- um uppskerubrestsins sé 8—10 milljón krónur. Sagöi hann að upp- töku væri lokið fyrir þremur dög- um og væri könnun á kartöflu- birgðum í hreppnum ekki lokið. Kartöfluuppskeran er léleg víð- ast hvar á landinu, kartöflur mjög smáar og veldur þar hvort tveggja aö ekki var hægt að setja niður fyrr en komið var fram á sumar vegna þess hve klaki hélzt lengi í jörðu og svo féllu jrös víða áður en kartöflur vora fullsprottnar. Hjörvarður Árnason og eiginkona hans. DAGUR LtlFS HiPPNA Á SUNNUDAG „ 0PID HÚS" fyrir Reykjuvíkuræskunu í vetur Æskulýðsráð Reykjavíkur er nú að hefja vetrarstarfið og verður hús Æskulýösráðs við Fríkirkjuveg opnað unglingum um helgina og námskeið í tóm- Framh á bls 6 Forstöðumaður Guggenheim flytur aðalræðuna Dagur Leifs heppna er á sunnu- daginn og gengst þá ísl.-ameriska félagið fyrir hátíðahöidum á Skóia- vörðuholti við styttu Leifs heppna, eins og undanfarin ár. — Um kvöldið verður árshátíö félagsins haldin að Hótel Borg, en Hjörvarð- ur H. Ámason listfræðingur og forstöðumaður Guggenheim list- safnsins í New York hefur verið fenginn til að flytja aðalræðuna. Voru Hjörvarður og kona hans kynnt fyrir fréttamönnum í gær. Zijörvarður er fæddur og alinn upp í Winnipeg, en báðir foreldrar hans fæddust í Borgarfirði. Hann stundaði nám í bandarískum há- skólum og iauk meistaraprófi í list- fræöi frá Princeton 1939 með „cum laude“. Árið 1942 réðist hann til starfa á íslandi við bandarísku uppiýsingaþjónustuna og dvaldi hér til 1944. — Meöan á dvöl hans stóð hér hélt hann fyrirlestra við Háskólann, sem seinna voru þýddir og birtir f tímaritinu Helgafell. — Hann kynntist 'mörgum íslenzkum listamönnum meöan á dvöl hans stóð hér og hefur áhuga á að hitta þá aftur nú, m. a. hefur hann hug á að kynna sér hvemig málaralist- in stendur af sér á Islandi í dag. Ekki sagðist Hjörvarður hafa á- Framh. á bls 6 „Dýrlingurinn" í sjónvarp- inu a lífsendingin í Önnur útsending islenzka sjónvarpsins var í gærkvöid og þótti hún takast með ágætum. Var þetta nær fjögurra stunda dagskrá, hálftíma lengri en upp- haflega var ákveðið, því að dag- skrárauki bættist framan við og var það þáttur í tilefni dags morgun gær fóksf vel Norðuriandanna, sem er í dag. Þriðja útsendingin er á morg- un og hefst hún klukkan 20 með þætti Steinunnar S. Briem „í svipmyndum“ og nefnist þátturinn „5 systur — 5 hljóð- færi“ og ræöir Steinunn þar við 5 reykvískar systur, sem syngja og leika á ýmis hijóð- færi. Kl. 20.35 er skemmtiþáttur Lucy Ball og nefnist hann ,Lucy tekur af skarið1. Kl. 21.05 er kvikmyndin „Andlit Lincolns" og er hún meö íslenzku tali Hersteinn Pálsson þýðir og er þulur. Að lokum er annar þátt- ur leynilögreglumyndaflokksins „Dýrlingurinn“ og nefnist hann „Friðarperlur", en sjónvarpsá- horfendur sáu fyrsta þátt fiokks ins á föstudaginn var.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.