Vísir - 20.10.1966, Síða 3
V 1 S I R . Fimmtudagur 20. október 1966.
MM—ii » irrfi'i * 1 imiMKMMaaM—MMaaaUMB.I
Dymar á Hvqssaleitisskóla
voru opnaðar f bvf er Mynd-
sjána bar að garði — frímín-
útur vom að hefjast og börn-
in, sjÖ, átta og níu ára þustu út.
Þau ætluðu nefniiega að nota
vel bær tíu mínútur, sem þeim
voru ætlaðar til leikja milli
tveggja kennslustunda.
Ungu dömurnar fóru með
kennslukonunni í leikinn „Hann
Frímann fór á engi“ og sungu
og dönsuöu, en herramir vildu
ekki vera með í „svona“ dansi.
Þeir gripu f stað þess boltana
og fóru í knattspymu á gras-
lendinu sunnan við malbikaða
leikvöllinn við skólann. Þeir
létu sig ekki muna um að leika
með marga knetta í einu, og
það af svo mikilli leikni að ekki
er ólíklegt að í þeirra hópi hafi
veriö verðandi meistaraflokks-
maður eða jafnvel landsliðsmað
ur.
„Að hlaupa í skarðið“ haföi
meira aðdráttarafl fyrlr herrana
en hann Frímann sem fór á eng-
ið og þegar dömurnar vom fam
ar að slá hvor aðra og hlaupa f
kring vildu þeir ólmir vera með.
Hringurinn stækkaði og „sláðu
f mlg — slátfu í mig“ kallaöi
hver f kapp við annan, þar til
frímfnútunum var lokið. AUir
hlupu á sinn staö f röðina og síö
an gekk hver bekkur prúður og
hægur inn f skólann, tilbúinn
aÓ fræðast um stafi, tölur og
sitthvað fleira.
Allir fóru í raðir áður en gengið var inn í skólann.
Dömurnar dönsuðu og sungu
dansinn um hann Frímann af mikilli gleöi.
fei'í
8 .
>' ->>
‘‘t' ' ’ ',**»■>’’>
Fótboltaliðið hafði nóg að gera með tvo bolta á einum velli.
_________
Það var erfitt að ná í blýantinn, sem datt niður í grindina úti fyrir dyrum skólans.
ai