Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 1
VÍSIR
56. árg. — Fimmtudagur 27. október 1966. — 246. tbl.
ÍSLAND SAT HJÁ
7. umferð i Olympiuskákmótinu tefld i gær
íslenzka sveitin sat hjá í fyrstu
umferðinni á Ólympíuskákmótinu
á Kúbu, sem tefld var f gær. En
úrslit þessarar fyrstu umferðar í
riðK íslands urðu þessi:
Júgóslavía 2% — Tyrkland y2,
biðskák,
Mongólía 1 — Mexikó 1, 2 bið-
skákir.
Austumki 1% — Indónesía y2,
2 biðskákir.
52 þjóðir taka þátt í Olympíu-
skákmótinu að þessu sinni, en ekki
42 eins og misritaðist í Vísi í gær
og er það mesta þátttaka sem ver-
ið hefur á slíku móti. Á síðasta
ólympíumóti í Israel voru 50 þátt-
takendur. Þá urðu Rússar efstir í
Framh. á bls. 6.
skuklabréhsöhi
-4>
Áætlun um frumkvæmdir á
Norðurlundi tilbúin í vetur
Norðurlandsáætlunin Svonefnda,
áætlun um uppbyggingu og fram-
kvæmdir á Norðurlandi, sem Efna-
hagsstofnunin er að semia að ósk
rikisstjómarinnar verður væntan-
lega tilbúin í vetur.
Skýrði Eggert G. Þorsteinsson,
félagsmálaráðherra, frá þessu á Al-
þingi í gær. Jafnframt sagði hann
að kostnaður við framkvæmdir,
sem ríkið hefði beitt sér fyrir norð-
anlands í framhaldi af athugun
nefnda á atvinnuástandi nyrðra
næmi tæpum ellefu milllónum kr.
Þar væri meðal annars um að ræða
tilraunir til hráefnisflutninga til
síldarvinnslubæja á Norðurlandi o.
ft
Iðnlánasjóði heíur veriö veitt
lieimild til útgáfu skuldabréfa sam-
tals að upphæð 25 milljónir króna.
Mun sala þeirra á opinberum
markaði ekki vera langt undan.
Hefur verið unnið að undanförnu
að undirbúningi sölunnar.
Þetta kom fram í ræðu sem Jó-
hann Hafstein, iðnaðarmálaráð-'
herra hélt á Alþingi í gær.
Þar hafnaöi ráðherrann 41Uðp
Framsóltnarmanna ' um eiídurkáuþ i
víxla iðnaðarins og benti á að
Seðlabankinn treysti sér ekki til
að endurkaupa afurðavíxla frá iðn-
aðinum á sama hátt og með sömu
reglum og afurðavíxla landbúnaðar
og' sjávarútvegs. Hins vegar væru
farpar aðrar leiðir til að afla iðn-
aðinum fjármagns. Hefði núver-
andi ríkisstjórn gert mikið til að
bæta rekstraraðstöðu iðnaðins m.
a. með stórfelldri eflingu Iönlána-
sjóðs, stofnun sérstakrar Hagræð-
ingardeildar hjá Iðnlánasjóði er
veitt eingöngu lán til hagræðingar
og framleiðniaukningar. Þá hefði
framlag ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs
verið fimmfaldaö á fjárlögum.
Framkvæmdabankinn hefði veitt
allmikil lán til iðnaðarins, einkum
Framh. á bls. 6.
Bruland og Walldén á
æfingu með Sinfóníu-
hljómsveitinni í morgun
„Fljótið“, píanókonsert nr. 2
eftir Selim Palmgren einn af
stofnendum Norræna tónskálda
ráðsins, verður leikið á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar í
kvöld. Voru velflestir meðlimir
hljómsveitarinnar mættir í salar
kynnum Háskólabíós laust fyrir
kl. hálf tíu í morgun og farnir
að stilla hlióðfæri sín og „hita
sig upp“. Einleikari með hljóm
sveitinni, er einn af þekktustu
pianóleikurum Finna, Kurt Wall
dén, en stjórnandi Sverre Bru-
land, sem er aðalstjómandi
Framh. á bls. 6.
Margir bílar skemmdust í lest leiguskips Eimskipafélagsins, Keppo sem kom með um 60 bíla til landsins
f siöustu ferð sinni frá Gautaborg og lenti f hrakviðri á leiðinni. Skemmdust 19 Saab-bílar og voru
sumir þeirra illa famir, eins og sjá má á myndinni, á nokkrum hafði önnur hliðin klesstst inn og brotizt
upp á framhlutann á öðmm.
vom 8
vom oröin
allt árið f
2 í septem-
Börn næststærsti hóp-
ur slasaðra á árinu
Farþegar eru stærsti hópurinn. 325 slys í umferðinni
í septemberlok. Árekstrar aukast þegar fólk er að fara
og koma úr kvikmyndahúsunum. Desember alltaf
mesti slysamánuðurinn.
Árekstrar í Reykjavík sem lög-
reglan hefur gert skýrslur um frá
áramótum og út september voru
2026 á móti 1998 á sama tíma í
fyrra og 1759 fyrstu níu mánuði
ársins 1964. Er hér um töluverða
fjölgun frá fyrra ári að ræða, en
trúlegt er að fjöldi umferðarslysa
hafi þó aukizt enn meir en kemur
,fram á skýrslum lögreglunnar, þar
sem það færist æ meir í vöxt, að
bíleigendur jafni sjálfir sín deilumál.
— Fjöldi slysa í umferðinni á árinu
var orðinn 325 í septemberlok, en
var allt árið f fyrra 375. Farþégar í
bifreiðum er stærsti hópur þeirra,
sem slasazt hafa í umferðinni, 87
það sem af er þessu ári, en 138 í
fyrra. Börn skipa næststærsta hóp-
inn, en alls höfðu 78 börn slasazt
í septemberlok. Allt árið í fyrra
slösuðust aðeins 66 börn, sem þó
f sjálfu sér er óhuganlega stór
tala.
Dauðaslys
fyrra, en
berlok.
Ef árekstrar eru sundurliðaðir
eftir mánuðum kemur í ljós að
flestir hafa árekstrarnir orðið í
janúar og marz, 260, en fæstir í
febrúar (aðeins 28 dagar í febr.) og
ágúst, 193 og 208. Undanfarin ár
hefur desember verið mesti slysa-
mánuðurinn, 288 árekstrar í des.
1965 og 264 í des. 1964. Fæstir
árekstrar 1965 voru í febrúar, 184,
og i nóvember, 204. Árið 1964 voru
Framh. á bls. 6.
Vatnsveituframkvæmdir Vestmannaeyinga:
Klyfjahestar í stað hyrikængju
Framkvæmdum við
hina nýju vatnsveitu
Vestmannaeyinga miðar
mjög vel áfram. Að því
er Magnús Magnússon,
bæjarstjóri í Vestmanna
eyjum tjáði Vísi í sím-
tali í morgun, hafa fram-
kvæmdir gengið það vel,
að búizt er við að lokið
verði við þær fram-
kvæmdir, sem gera á í
landi, þ. e. á „meginland
inu“, á þessu ári. Þá er
og búizt við, að strax nú
í vetur verði hafizt
handa um framkvæmdir
í Vestmannaeyjum til að
undirbúa komu vatnsins
þangað, ef tíð og fjár
magn leyfir.
Eins og oft hefur komið fram
í Vísi, munu Vestmannaeyingar
í framtíðinni fá vatn úr upp-
Framh. á bls. 6.
Bútur tupur
síldurnót
Sildarbáturinn Ólafur Friðberts-
son missti nótina í nótt, þar setn
hann var að veiðum úti á Reyðar-
fjarðardýpi, en nótatöp hafa verið
óvenju tíð nú um skeið.
Síldarnót Ólafs Friðbertssonar
var tryggð hjá Vörðutryggingum
hf., sem er eina vátryggingarfélag-
ið, er tryggir síldamætur í sjó. —
Flestar nótanna, sem tapazt hafa
.undanfariö hafa hins vegar verið
óvátryggðar og útgerðarmenn því
hlotiö mikinn skaða af. Vátrygg-
ingarupphæðin mun hins vegar
véra nokkuð há, eins og gefur að
skilja, einkum yfir haustmánuðina.