Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 7
7 Til vinstra er Schramm að fljúga þyrlu sinni í garðinum heima hjásér.T. h. eru öll helztu mál hinnar nýju byrlu, til glöggvunar áhugamönnum, h—'."..j.:janaz$gzajiiwgMW—<mw—wwwww iliiHi »—ii * I-fC llngur Bandaríkjcnrinður hefur hyggt handhægu litBa þyrlu, sem komin verður á markað Tekur þyrilvængja við hlutverki smábílsins innan tíðar? Smábíh. sem hægt er að fljúga, muin brátt verða að veru- ieika. Ungur áhugamaður um flug, B.J. Schramm, búsettur í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hef ur gert litla og mjög handhæga þyrilvængju, sem sameinar allt það, sem menn hafa gert sér í hugarlund, að fljúgandi smábíll þurfi að hafa. Þessi fljúgandi smábíll er reyndar lítil þyril- vængja, aðeins rúmir 6 m á Iengd, auðvelt að geyma hana í bílskúr og auðvelt að hafa hana á vagni, sem dreginn er af fólksbíl. Þyrilvængja þessi hef- ur vakið mikla athygli, eins og nærri má geta. Kostnaður við þessa reynsluþyrilvængju er 3-400.000.00 krónur, en það er helmingur kostnaðar við hinar venjulegu smáþyrlur, sem nú eru á markaðinum. Flugvélin getur flogið með um 74 hnúta hraða, og eldsneytis- tankur hennar getur geymt elds- neyti til 2 klukkustunda og 15 mín. flugs. Vélin í þyrlunni er 100 hestafla vatnskæld Mercury vél, en þegar hafizt verður handa um framleiðslu á vél- inni fyrir markaðinn, er gert ráð fyrir, aö í þyrlunr., i veröi 100 ha. loftkæld Continental flugvéla mótor. Sá mótor mun gera vél- inni kleift að hækka flugið um allt að 400 m á mín. Um sjálfa grindina hefur Schramm sett straumlínulagað ál-hús (N.B. 'ál = enska orðið álúmiriiúmj, érf þegar verður farið að framleiða þyrluna fyrir almenning er'lík- legt' að í stað álsins komi sér- stök tegund plasts. Þá hefur Schramm beitt ýmsum brögð- um. sem, gera það að verkum, að þy.lan er óvenju létt, án elds neytis vegur hún aðeins 225 kg. ■Listir-Bækur-Menningarmál" Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni í RÍKI LJÓÐSINS Guömunda Andrésdóttir hef- ur ætíð verið vaxandi málari. Hún hefur stefnt upp í hljóðri leit, þreifað sig áfram fet fyrir fet, svo að sjá mátti djúpar rist- ur og hrjúf för í slóð hennar. Hún hefur sannarlega ekki far- ið varhluta af erfiðleikunum, sem tilurð listaverks heimtar. Hin fjölmörgu vandamál tækni og aðferðar hafa ekki sneitt hjá henni og hún hefur ekki vik- izt undan skyldunni að veita þeim viðnám í hvert eitt sinn. Teikningar, vatnslitam. og olíu- málverk — allar greinimar hafa oröið að gangast undir þrautir svigbrautarinnar, þar sem hiið- in eru mörg og undraþröng. Af þessum ástæðum og vitaskuld sakir þess, að Guðmunda er gædd sérstæðum gáfum, hefur list hennar bókstaflega sprung- ið út á síðustu tímum og stend- ur nú i fullum blóma. Gátum við vænzt annars ? í dag eru myndir hennar Ijóö- rænni og stílfegurri en flest ann að í íslenzkri myndlist. Þegar ég nefni Ijóöið, vildi ég leggja áherzlu á, að yndi litanna skip- ar æðsta sessinn og aö allt ann- að hlýtur að lúta boði þess og banni. Hjá Guðmundu eru litirn- ir tær lind. Þessum eiginleika tapa þeir aldrej í hita deiglunn- ar. Þvert á móti öölast þeir fyll- ingu er verkið þokast áfram. Ég hika ekki við að segia, að ein- mitt þetta er einn af hornstein- unum. Ég minntist einnig á stíl- fegurð. Raunar mætti allt að einu tala um stílfestu. Á fáum listsýningum öðrum hef ég heft jafneindregið á tilfinningunni að öll listaverkin væru af sama toga spunnin, gætu vafninga- laust rakið upphaf sitt til sömu persónunnatj og hvíldu þar að auki á sérstakri hugmyndasam- fellu, ef ég mættj komast svo aö orði. Hver einstakur partur samfellunnar kallar viðstöðu- laust á annan og gerir heildina magnaðri, þráðinn snurðulaus- ari. Stundum er botninn í lista- verkinu dökkur fláki, sem fáir veröa tiltakanlega varir viö, en smitar þó frá sér til allra átta — stundum birtist hann okkur í líki rauörar slæðu, sem heldur þéttingsfast utan um létta miöju Þetta voru aðeins lítil dæmi úr huga mínum. Öll sönn málverk mætti kalla drama litanna. Þaö eitt, að lita- flekkir snertast og tendra líf í kringum sig er ógleymanleg- ur viöburður. Hvað gefur um- hverfi okkar- meiri fyllingu en litimir í ýmsum myndum ? Væri heimurinn nokkuð annaö en flat neskja, ef litabúntin væru ekki sífellt aö stokka hann upp og hlaða hann hörku eða mildi, heiðríkju eða þungri brún ? Mál- verk Guðmundu eru auðvitað dramatísk í þessum skilningi. Hins vegar er hún komin all- langt frá þeirri tegund drama- tíkur, sem heilir fletir og vold- ugir bera uppi. Ljósahöfin henn ar tvö : hið dekkra aö ritan og Ijósara um miöju, minna mig stundum á gotneskan vef í suð- rænni kirkiu. Þau eru í hæsta máta frumtegur skerfur til nú- tíðarlistar. Áður en Schramm og hinir þrír félagar hans hófu smíði þyrlunnar, hafði Schramm al- drei flogið þyrlu. En við að reyria hana komst hann alveg upp á lag með aö stjórna henni. Meö þessu segiet Schramm hafa orðið’ þesif'ás'kynja 'að til þess að vera færir um að stjórna þyrl unni þatfi 'ffienir aðeins venju- lega heilbrigða skynsemi og venjulega hæfileika, sem allflest ir séu búnir. Þá segir hann einnig, aö þess ar staðreyndir bendi til, að þeg ar framleiðslan á þyrlunni hefj ist, muni hún brátt verða þarf- w 'sti bjónn mannsins, og taka .T með við hlutverki bifreiöar- nar. \meríska flugmálastjórnin Aviation Aqency) hef- ur nú farið þess á leit við Schramm aö hann taki próf á venjulega tveggja sæta þyrlu. (Þess' nýja vél hans er aðeins meö eitt sæti), og þá segja þeir hjá sömu stjórn, að hún .yeröi að samþykkja .ýmislegt i sambandi við gerð og búnað þyrl unnar, áöur en þyrlan verður sett á markaðinn. Er það ósköp skiljanlegt. Schramm og félagar eru bjartsýnir á aö hún verði komin á markaðinn á næsta ári Segja þeir, að þyrlan geti veriö til. margra hluta gagnleg, svo sem mjög heppileg á búgöröum þá sé hún og mjög handhæg til löggæzlu á þjóövegum og einnig ef til vill til hernaðarnota. Þeir segja, að létt sé aö bæta einu sæti í vélina, þannig að hún veröi tveggja sæta. Hafnarf jörður — Garðahreppur Skrifstofustúlka Viljum ráða til okkar skrifstofustúlku, vélrit unarkunnátta nauðsynleg. Uppl. á skrifstof- unni. Sápugerðin Frigg Lyngási 1, Garðahreppi. Verkstjórnarnámskeiðin Annað verkstjórnarnámskeiðið á þessum vetri verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti 14.—26. nóv. n.k. Síðari hluti 23. jan.—L febr. n.k. Umsóknarfrestur er til 8. nóv. n.k. Allar upp- lýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, Reykjavík. Stjórn Verkstjórnarnámskeiðanna. inn á næsta ári ©

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.