Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 9
2 1 o 1 Er breytinga að vænta í íslenzkum skólámálum? Við státum okkur oft af því að vera ein hinna menntuðustu þjóða — almenningsfræðsla okkar standi jöfnum fótum því sem bezt lætur með öðr um þjóðum. Víst er um það, að hér er hver, sem til þess er á annað borð fær, sæmilega stautandi og skrifandi. En mikill kallar á meira í þessum efn- um sem öðrum. Fræðslukerfi okkar kallar á breyt- ingar. Og sumum finnst raunar að fræðslutilburðir okkar séu famir að nálgast eyðimerkurráp, hrópin heyrist ekki vonum fyrr. Allt um það verða skól- ar okkar varla sakaðir um andvaraleysi í þessum efnum. Þar eru sem betur fer vakandi augu fyrir tilbrigðum samtíðarinnar. Og við skulum vona að þær breytingar, sem væntanlegar eru á skólakerf- inu, falli að hinni öru þróun tímans. — Vísir hefur fengið fræðslustjóra Reykjavíkur til þess að svara nokkrum spurningum, sem lúta að skólamálum. Dorgarlífinu hlýtur að fylgja sú uppeldislega kvöð að bömum veröi séð fyrir fræðlu um atvinnuhætti þjóðarinnar, ekki einungis í fáeinum línum i lærdómsbókum, heldur með lifandi snertingu við athafnalíf- ið til sjávar og sveita. Bam borgarinnar getur hæg- lega orðið utanveltu allra tengsla við höfuðatvinnuvegi þjóöarinnar. — Með vexti borgarinnar aukast líkur á því að svo og svo mörg bama henn- ar alist upp án þess að kynnast ærlegu handtaki, ef svo má segja. — Böm, sem alast upp við skarkala borgarinnar, á mal- bikinu, eins og sagt er. Þaö er þvi ekki úr vegi aö byrja á því að spyrja fræöslu- stjóra um hvaö skólayfirvöldin í Reykjavík gera þessu til úr- bóta, svo sem með starfs- fræOslu. Mikiö nauösynjamál er, aö lögð sé áherzla á að veita ung- mennum sem bezta fræöslu um þau störf sem bíða þeirra, þeg- ar þeir vaxa Ur grasi. Þetta er misjafnlega auðvelt, og fer það nokkuð eftir aðstæðum. Hér i Reykjavík var starfskynning tekin upp fyrir rúmum áratug og nemendum á síöasta skóla- skylduárinu gerð nokkur grein fvrir þeim ströfum sem kynnu aö bíða þeirra hér í Reykjavík. Kynningu þessa annaðist Ólaf- ur Gunnarsson, sálfræöingur. Þessi fræösla var í fyrirlestra- formi, og einnig kom hann á starfsfræðsludegi, sem haldinn var ár hvert og mjög vel sóttur af ungmennum. NU hefur starfsfræösla ver- iö tekin upp af hálfu ríkis- valdsins. Sérstakur fulltrUi hjá fræöslumálastjóra hefur þessi mál meö höndum og í sambandi við Kennaraskólann hafa nU verið haldin námskeið til þess að gera kennurum auöveldara að sinna þessum störfum i skól- um. Þetta er nauðsynjamál. En skólagarðamir og vinnu- skólaf borgarinnar, eykst ekki stöðuet aðsókn að þeim? Reykjavíkurborg hefur nú um alllangt skeið haldið uppi tvi- þættrj starfsemi fyrir böm og unglinga að sumarlaai. Starfsemi vinnuskólans hefur sífellt auk- izt, tæplega sex hundruð ung- menni, flest 13—14 ára, störf- uðu f vinnuskólanum s.l. sumar að margháttuðum verkefnum og fengu nokkurt kaup fyrir. Skólagarðamir eru aftur á móti fyrir yngri aldursflokka, og geta bömin fengið blett til ræktunar, en verða að borga fyrir það efni eða sáðvörur, sem þau fá. Hvort tveggja er mjög vinsælt og eftirsótt. Sérstök í notkun kennslutækja? — Mað- ur hefur það á tilfinningunni að tæki í islenzkum skólum séu ekki notuð markvisst í kennsl- unni sem skyldi. Þau eru til í skólunum, en ekki notuð nema einstöku sinnum til tilbreyting- ar, til dæmis kvikniyndavélar og ýmsar gerðir skuggamynda- véla. Kvikmyndavélarnar, sem hafa verið töluvert mikið notaðar, eru nU að hverfa f skuggann fyrir ýmsum öðrum kennslu- tækjum. Kennslukvikmyndimar hafa þann ókost, að erfitt er að fella þær inn í venjulega kennslu, svo aö, þær veröa fremur sem skemmtiatriöi en kennsluefni. Sem skemmtiatriöi hafa þær alltaf sitt gildi, en vafasamt er aö sýna kennslu- kvikmyndir nema í sambandi við beina kennslu. Ýmis ný tæki eru nú að ryðja sér til rúms. Má nefna það tæki, sem kallað er veggsjá (Overhead Projector). Við höfum gert tilraunir með þetta kennslutæki hér í Reykja- vík nú í tvö ár, og að fenginni reynslu munu þessi tæki veröa keypt í alla skólana á næst- unni. Tækin hafa lækkað mjög í verði á síðustu árum og eru að lækka 'enn, en éfiii til þeirra er nokkuð dýrt. Þótt við stefn- um að því hér í Reykjavík, að eitt tæki komi í hvern skóla, er það eitt ekki nægilegt. Höfuö- atriðið er, að kennarar kynni Jónas B. Jónsson • VIÐTAL DAGSINS á næstunni, en fara með lönd- um. í fyrra haust eða fyrir ári síðan var höfð kynning á öllum kennslutækjum, sem eru í skól- um kéykjávilíur,' í sahibandi við fundi, ,er félagið Kennslu- tækni beittj sér.fyrir, og töldum við kynninguna gefa góða raun. í þessu sambandi má geta þess, aö fræösluskrifstofan leggur Nýjasti barnaskólinn f Reykjavík, — Hvassaleitisskóli. nefnd hefur umsjón meö vinnu- skólanum, og skólastjóri er ráð- inn á hverju ári til þess að veita honum forstööu, en skólagarð- arnir eru á vegum garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. Hvað um skólaskip? Væri ekki hægt að reka slikt skip í tengslum við skólana? Á vegum vinnuskólans og síðar æskulýðsráðs var haldið úti skólabát um allmörg sumur. en þessi starfsémi var ýmsum erfiðleikum bundin og þar aö auki mjög dýr, svo að hún lagð- ist niðpr. AÖsókn að þessu var ekki mjög mikil. Hverjar eru helztu nýjungar sér rækilega, hvernig á að nota tækiö, og að sýningarefnis sé aflað. Þá má nefna sýningarvél, sem tekur 8 mm filmu í hylkj- um, sjálfvirk filmuhleðSa, mjög athvglisvert kennslutæki. Þessi vél ryður sér nokkuð til rúms, þó ekki eins mikið og veggsjá- in. Hún er ekki mjög dýr, en hún kemur vitaskuld ekki að notum nema ti! sé nægilega mikið af efni, þ.e.a.s. filmum í hana. Aðalkostnaðurinn verður við að koma upp nægilega miklu safni. Við munum útvega okkur eitthvaö af þessum vélum mjög mikla áherzlu á aukið samstarf viö kennarafélögin í borginni um ýmiss konar mál- efni t.d. námskeið, og hófst eitt slíkt í gær. Hefur ekkert verið ráðgert um notkun sjónvarps í skólum og þá kennslusjónvarps? Sjónvarp er eitt merkilegasta kennslutækið, þar sem það er nokkurs konar samnefnari fyr- ir öll þau kennslutæki sem til eru. Með sjónvarpi er hægt að nýta betur en áður önnur kennslutæki, hvort sem það eru kvikmyndavélar, veggsjár, skuggamvndavélar, smásjár eða kennslutæki i eðlis- og efna- Vísir ræiir við Jónas B. Jónsson fræðslust|órn fteykjnvilcur fræði eða öðrum slikum grein- um. Þarna sameinast tal, skýr- ing og mynd. Hins vegar nýtist þaö ekki til fulls í skólastarfi fremur en skólaútvarp, fyrr en til koma tæki, sem hægt er að nota í skólunum sjálfum, til þess aö sýna sjónvarpsefnið. sem áöur hefur verið tekið upp á myndsegulband (sem ef til vill mætti kalla myndband). Mynd- böndin (video Tape) eru mjög dýr og einnig sýningatækin, sem kosta á annaö hundrað þúsund krónur. Eftir því sem ég bezt veit, eru Japanir að framleiða þessi tæki og munu þau verða helmingi ódýrari en þau, sem nú fást á Norðurlöndujn. En talið er aö þessi tæki veröi mun ódýrari á næstu árum. Er ekki einhverra breytinga að vænta á íslenzka skólakerf- inu í þá átt að losað verði um þau höft, sem nú eru á því? — Það hefur verið talað um það að sífellt væri verið að draga nemendur í dilka eftir því hvemig þeir standa sig á próf- um. Þegar þau eru komin í sinn „dilk“ lokist um leið fjöldi möguleika. Þeir, sem ljúka ekki Iandsprófi t.d. komast varla til neins framhaldsnáms. Þeir, sem fara i menntaskóla verði að dúsa þar i 4 ár, 'til þess eins að komast að því, sem áhuginn stefnir til. Breytingar á einstökum þátt- um skólakerfisins er erfitt að gera á gagnfræðastigi, nema heildarbreytingar eigi sér stað. Skólamir em svo mjög bundnir af prófkerfinu, af landsprófi, inn göngu í menntaskóla og kenn- araskóla, og sinni þeir ekki þeim þættinum, eiga þeir á hættu, að nemendur þeirra glati tækifæri til þess að komast í framhaldsnám og síðan í há- skólanám. Hver skóli verður því aö freista þess aö koma sem flestum nemendum sínum í gegnum landspróf. Er því eðli- legt, að starfið á skólastiginu neðan við landspróf mótist af þessu sjónarmiði. Nú er þess að vænta, að skólakerfið verði tekið til gaumgæfilegrar athug- unar, þar sem sérstök stofnun, Skólarannsóknir, hefur tekið til starfa inann menntamálaráðu- neytisins. Var það tímabært. Eru skólabyggingar i Reykja- vík góðir vinnustaðir og full- nægja þeir þeirri þörf, sem gerð verður til skóla i framtíðinni? Ég held, að yfirleitt megi telja skólana í Reykjavik hent- uga vinnustaði og þar sé aö- staða til margháttaöra kennslu- starfa. Það þarf að sjálfsögðu að vega og meta ýmsar stefnur og aðstæður allar við byggingu og fyrirkomulag skóla. Við höf- um hingað til fylgt því fyrir- komulagi, sem hefur gilt á Norð urlöndum, að ákveöinn fjöldi nemenda situr við nám allra bók legra greina f sömu stofu. Hins vegar hefur víöa vaknað sú spuming, hvort þetta fyrirkomu lag sé eölilegt í dag. Sérstaklega er.mikil hreyfing í Ameriku um það að breyta tfl, þannig sS skipa nemendum f stærri hðpa við um allt að helming kennsl- Frh ð bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.