Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 8
•\ 8 VISIR Utgefandi: BlaOaútgátan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AðstoOarritstjóri: Axe) Thorsteinson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 AfgreiOsla: Xúngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Áfengi og unga fólkið Lengi hefur það verið umhugsunarefni hér á landi, hvernig efla megi heilbrigða félagsstarfsemi unga fólksins og halda því frá margvíslegum hættum, eink- um áfengisneyzlu. Áfengisneyzla á sér rætur í siðum og venjum þjóðfélagsins og í sálarlífi fólksins og ger ir það vandamálið miklu stórf elldara en ella. Hins veg- ar bendir ekkert til þess, að þetta vandamál sé meira hér á landi en gengur og gerist meðal menningarþjóða þar sem ungt fólk hefur mikil fjárráð. Sú staðreynd þarf samt ekki að letja, að margvíslegra úrræða sé leitað tií að halda áfengisneyzlu manna, og þá eink- um unga fólksins, innan ramma hófsemdár. Virkasta ráðið í þessum efnum er að efla félags- líf unga fólksins, skapa því samastað til að koma sam- an og skemmta sér við dans og önnur áhugamál. Mikl- ar tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt í Reykjavík og víða úti á landi og þykja hafa gefizt vel, svo langt sem þær ná. Æskilegast væri, að ríkisvaldið taki þessi mál föstum tökum og vinni skipulega að því að skapa æsku landsins athvarf í frístundum, bæði með fjár framlögum og með hvatningu til sveitarfélaga um framkvæmdir á þessu sviði. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, lagði fram á Alþingi fyrir þremur árum stjórnarfrumvarp um breyt ingar á áfengislögunum, þar sem m.a. voru sett ýmis ákvæði, sem snerta áfengisneyzlu æskumanna, og skýrt var ítarlega frá á sínum tíma. Áfengismála- nefnd þingsins hefur síðan haft þetta frumvarp til með ferðar og var það nýlega lagt fyrir Alþingi að nýju með nokkrum breytingum. Helzta breytingin er sú, að vínveitingahús verði skylduð að hafa fulla þjón- ustu án vínveitinga fjórða hvern laugardag. Með þessu ákvæði á að skapa æskulýðnum tækifæri til að skemmta sér á laugardögum á þessum stöðum, án þess að áfengið sé látið freista hans. Það liggur í augum uppi, að vandamál áfengis- neyzlu unga fólksins verða ekki leyst með lagasetn- ingu einni saman, því að í þessu efni eru það einkum framkvæmdaatriðin, sem skipta máli. í greinargerð* inni með frumvarpinu er fjallað um ýmis slík fram kvæmdaatriði, sem ekki eru tekin fyrir í frumvarpinu sjálfu. í greinargerðinni er m.a. lagt til, að hafnar verði hér á landi víðtækar vísindalegar rannsóknir á áfengismálum/bæði frá félagslegu og læknisfræðilegu sjónarmiði og komið verði upp rannsóknastofnun í á- fengismálum, sem hafi þetta verkefni. Þá er lagt til, að æskulýðsstarf verði eflt og hið opinbera stuðli að því með fjárframlögum. Alls eru í greinargerðinni níu tillögur til úrbóta í þessum efnum. Me£ vaxandi frístundum og fjárráðum unga fólks ins eykst þetta vandamál og kallar á samstarf ríkis- valds, sveitarfélaga og áhugamannafélaga til mikilla átaka við að efla heilbrigt félagslegt sjálfsuppeldi unga fólksins. V1SIR . Fimmtudagur 27. október 1966. ———■Wlilllilllll'illl I I » £r íslenzkt æskufólk í dag drykkfelldara og á annan hátt spilltara en það hefuráður verið? Um þetta mál eru skoöanir mjög skiptar — segja sumir aö heimur fari versnandi og æskan meS, en aðrir segja aö æskan hafi aldrei verið eins efnileg og einmitt í dag. Skólastjórar framhaldsskóla eru þeir menn, sem hvað mest afskipti hljóta að hafa af ungu fólki og því er fróðlegt að heyra hvert þeirra álit er á þvl hvort áfengishneigð og áfengisneyzla nemendanna fari vaxandi eður ei. i í skýrslu áfengismálanefndar eru birt bréf 11 skólastjóra, þar sem þeir svara fyrirspumum ur bragði áfengi, enda mun þaö jafnan hafa verið svo í íslenzk- um menntaskólum að nemendur neyttu eitthvað áfengis. Era ára- skipti að því og fer eftir bekks- ögnum, og mun löngum mega rekja til fárra manna, hvaöa andi ræður hópnum. Þó ætla ég, að þeir muni nú færri en áöur, sem ekki bragða áfengi. Aldar- andinn er sá, að ungl. semja sig sem fyrst að siðum hinna full- orðnu. Þá mun það heldur ekki til þess fallið að draga úr áfeng- isneyzlu á Akureyri, að tveir veitingastaðir hafa nú vínveit- ingaleyfi. Slíkar „framfarir" munu vart til þess gerðar að stuðla að því, að Akureyri verði valinn skólabær. Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, Guðmundur Jónsson: Brot gegn áfengisneyziu fara ekki vaxandi, en að sjálfsögðu er þar mismunur milli ára. Skólastjóri Gagnfræðaskólans í Neskaupstað, Þórður Kr. Jó- hannsson: Áfengisneyzla nemenda er yf- irleitt hverfandi lítil, en viröist þó heldur fara vaxandi og er það þá einkum á dansleikjum utan skólans. Skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Sveinbjör n Sigur- jónsson: Ég hef ekki orðið þess var i samskiptum skólans við nemend Drykkjuhneigð nemend- anna vex ekki — að áliti nteiri hluta skólastjóra nefhdarinnar um áfengisneyzlu nemenda skóla sinna. Eru bréf- in rituö vorið 1965, af þáver- andi skólastjórum 03 birtum viö hér stuttan kafla úr hverju bréfi þar sem rætt er ufn hvort á- fengishneigð sé meiri nú en hún hefur áður verið. Hér verður að taka tillit til þess að nemend- ur eftirtalinna skóla eru ekki allir á sama aldri — t. d. eru nemendur Stýrimannaskólans um og yfir tvitugt. Rektor Menntaskólans í Reykja- vik, Kristinn Ármannsson: Eftir rúmlega 40 ára kynni af nemendum skólans held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að áfengishneigö og áfengisneyzla nemenda hafi farið stórum minnkandi hin siðari ár. Að visu era því miður alltaf einhverjir örfáir ofdrykkjumenn í hópi nemenda. En langoftast hafa þeir vanizt ofdrykkju, áður en þeir komu í þennan skóla, og oftast hrökklazt þeir burt úr skólanum, án þess að Ijúka fullr. aðarprófi. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Þórarinn Bjömsson: 1 reglugerð fyrir menntaskóla stendur: , „Nemendur mega aldrei ölv- aðir vera eða á þeim sjást, að þeir hafi neytt áfengis. Áfengi má eigi hafa um hönd i húsa- kynnum skólans. Brjóti nemend ur gegn þessu, skal skólastjóri vanda um við þá og áminna og gera forráðamönnum þeirra að- vart um brotið. Skipist nemend- ur eigi við endurtekna áminn- ingu, ber aö víkja hinum* brot- lega úr skóla“. Þessi eru ákvæði reglugerðar um áfengisneyzlu nemenda í menntaskóla. Hér er ekki lagt algert bann við því, að nemend- Skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, Jóhann S. Hannes- son: Ég'tel ekki ástæðu til þess að ætla, að drykkjuhneigð nem- enda sé aimennari nú en þegar ég var sjálfur í skóla fyrir 25— 30 árum. Mér virðist sem nem- endur neyti áfengis í svipuðum mæli og þá, við svipuð tilefni og af svipuðum hvötum. Einnig virðist mér sem þeir I þessum efnum njóti enn svipaðs stuðn- ings og svipaðrar hvatningar til drykkju frá þjóðfélaginu utan skólanna. Ef um nokkum nýjan vanda er að ræða, mun hann helzt sá, að nemendur komast nú í kynni við áfengi öllu yngri en áður tíðkaðist, en breytingu í þessa átt mátti greina þegar á mínum skólaárum. Skólastjóri Verzlunarskóla ís- lands, Jón Gíslason: Þótt ótrúlegt sé, ber meira á áfengisneyzlu meðal yngri nem- enda en hinna eldri. Hefur sú breyting orðið á nú hin allra sfð- ustu ár. Áöur var þetta Öfugt. Að öðru leyti tei ég drykkju- hneigð f sjálfu sér ekki almenn- ari nú en áður. Hitt er annað mál, að nú hafa miklu fleiri en áður næga peninga til að láta margt eftir sér, sem áður var flestum ókleift. Skólastjóri Stýrimannaskólans, Jónas Sigurðsson: Varöandi það, hvort drvkkju- hneigð sé almennari og útbreidd ari en áður var, vil ég taka fram, að ég hef ekki orðiö var við nein meiri brögð að áfengis- neyzlu nemenda á síðari árum, að minnsta kosti hpfur ekki bor- ið á því. af nemendur mæti verr f skólanum en áður var, og hefur þó fjöldi þeirra vaxið mikið á síðari árum. ur að drykkjuhneigð hafi aukizt. Það hefur þvert á móti á sföustu áram æ sjaldnar komið fyrir, að nokkur nemandi reyndi að smygla áfengi inn á skemmtun haldna f skólanum. Hvort nem- endur kunna að brjóta af sér á þessu sviði í Lfdó eða öðram al- mennum samkomuhúsum hefur skólinn þvf miður enga aðstöðu til að fylgjast með. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, Sverrir Pálsson: Ekki get ég annað sagt en mér virðist bindindissemi og víndrykkja meðal nemenda skól ans litlum breytingum hafa tek- ið í fjöldamörg ár, og tel ég að ástandið í heild sé sfzt verra en annars staðar, þar sem ég hef spumir af. Skólastjóri Skógaskóla, Jón R. Hjálmarsson: Ekki sýnist mér drykkju- hneigð unglinga almennari en áður, en þvf ber sízt aö leyna. að cpinberir dansleikir, sem unglingar sækja mjög, eru miö- ur heppilegir né æskilegir til uppeldis. Skólastjóri Alþýðuskóians á Eiðum, Halldór Sigurðsson: Um það atriði, hvort drykkju- hneigð nemenda f- skólanum sé meiri eða hafi aukizt, vil ég segja þetta: Það er vafasamt að svo sé. Hins vegar er það á allra vit- orði, að drvkkjutízka hefur færzt óhugnanlega í aukana, og allt umhverfið er bókstaflega fljótandi f áfengi. Þess vegna getur aðeins skilyrðislaust bann og ptrangur agi í skólanum hald- ið þessu f skefjum. ★ Ef þessi svör eru borin sam- an verður ekki annað seð en að æskan, skólaæskan, neyti á- fengis í svipuðum mæli og fyrr og þá „við svipuð tilefni og af svipuðum hvötum" eins og einn skólastjóranna komst að orði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.