Vísir - 27.10.1966, Blaðsíða 3
V í S I R . Fimmtudagur 27. október 1966.
BREYTTIR
TIMAR
Hluti bifreiðastæðis Sjámannaskólans.
Bifreiðastæði Kennaraskólans er oft þéttsetið.
\ty//w
Að því er skýrslur opinberra
aðila herma, hafa aldrei verið
fluttar jafnmargar bifreiðir hing
að til lands og á þessu ári. Mun
láta nærri, að það sem af er
þetta ár hafi verið fluttar inn
jafnmargar bifreiöir og á öllu
s.l. ári. Hefur innflutningurinn
aukizt um 80%. Hlutfailslega er
aukningin mest hvað varðar inn
flutning jeppabifreiða eða 300%
aukning. Afleiðingar bessa mjög
svo aukins innflutnings gætir
hvarvetna. Umferðin hefur aldr-
ei verið jafn mikil, árekstrar og
slys líklega aldrei jafntíð, aldrei
jafn *nikið framboð af notuðum
bifreiðum og þannig mætti lengi
telja. Hið mikla framboð af not-
uðum bifreiðum leiðir af sér að
verð þeirra hefur að líkindum
farið heldur lækkandi, eðkann-
ski réttara sagt hefur ekki hækk
að jafnmikið og verð flestra ann-
arra vara. Þetta gerir að verk-
Skólanemendur á eigin bifreiðum
um, að efnalitlir menn eiga þess
nú kcst, að eignast bifreiðir á
sanngjörnu verði. T. d. munu
nú margir skólanemendur (sem
að sjálfsögðu eru ekki allir efna-
lausir) eiga sfna einkabifreið,
sem notuð er til að aka í og frá
skóla. Þessu til sönnunar má
t. d. benda á, að eitt stærsta
bifreiðastæöi borgarinnar er
framan við Iðnskólann, og hefur
verið einna mest ástæðan til
að byggja þetta stóra bifreiða-
stæði einmitt þar. Enda mun
þar hafa verið mikill hörgull á
bifreiðastæði fyrir bifreiöar nem
enda skólans. J-Iið sama er aö
segja um Sjómannaskólann.
Það mun vera næsta fátítt, að
nemendur þess skóla aki ekki á
eigin bifreið, og fjöldi bifreiða
framai. við Sjómannaskólann
nálgast líklega hálft annað
hundraðið. Með þessum skrifum
er ekki verið að amast við þess-
ari „velmegun" skólanemenda
fyrrgreindra skóla, heldur að-
eins verið að vekja athygli á
breyttum tímum. Það mun lík-
lega hafa verið fremur fátítt, aö
skólanemendur hafi komið á eig
in bifreiðum til skóla fyrir svona
5—10 árum, en það er síöur en
svo fátítt nú í dag.
Til áherzlu fyrrgreindum lín-
um birtir Myndsjá Vísiá hér á
síðunni' myndir frá bifreiðastæð
um fyrrgreindra skóla, en einn-
ig fljóta með myndir frá bifreiða
stæði Kennaraskólans, því að
það er allþétt setið og snyrtileg
ur standur til geymslu á reiðhjól
um, en fyrrgreindan stand er að
finna við Hlíðaskóla. Slíkt
geymslufyrirkomulag reiðhjóla
mætti ef til vill koma víöar um
borgina. Annars er það kapí-
tuli út af fyrir sig, hve Islend-
ingar eru lítiö gefnir fyrir hjól-
reiðar, jafnhollar og þær hljóta
þó að vera. Sagt er að landið sé
of fjöllótt og þvf erfitt að stunda
hjólreiðar. Rétt er það, en at-
huga ber, að ekki hefur hjól-
reiðamönnum hér í borg fjölgaö
þótt aðstaða til hjólreiða hafi á
margan hátt batnað á síðari ár-
um, svo sem meö f jölgun malbik
aðra gatna. Líklega eru Islend-
ingar of ,fínir‘ og of ,snobbaðir‘
til aö setjast á reiðhjól, enda
eru flestir þeir, sem komnir eru
yfir tvítugt og siást á reiðhjól-
um, annað hvort komnir
af dönskum ættum. eða að fólk
heldur að fyrrgreindir séu „bil
aðir.“
Hjólastandurinn við Hamrahlíðarskólann. Farartæki yngstu nemend
anna.
Bifreiðastæðiö við Iðnskólann er það stærsta í borginni, og liklega á landinu öllu. Hér sést hluti þess.