Vísir


Vísir - 02.12.1966, Qupperneq 5

Vísir - 02.12.1966, Qupperneq 5
VtSIR. Föstudagur 2. desember 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd morgun útlönd Dr. Kiesinger hefur tek- ið við kanslara- embættinu Dr. KSeslnger vann embættiseið sínn í gær. Hann er þriðji kanslari vestur-þýzka sambandsríkisins eft ir síðari heimsstyrjöldina. Níu af 20 ráðherrum í stjórn hahs eru úr Jafnaðarmannaflokknum. Leiðtogi jafnaðarmanna Willy Brandt er varakanslari og utanrík isráðherra hinnar nýju stjómar, Schröder fyrrverandi utanríkisráö herra landvamaráðherra og Franz Josef Strauss fjármálaráðherra. Dr. Kiesinger sagði I gær, að hann vildi bætta sambúð austurs og vest- urs, en stefnan varðandi Þýzkaland væri óbreytt. Hann kvað stjóm sína vilja samstarf og sem bezta sambúö við Bandaríkin og Frakk- land. Kosygin fagnað í París sem bjóðhöfðingja Kosygin, forsætisráðherra Sovét- fíkjanna kom í gær til Parísar og var fagnað sem þjóðhöfðiiigja. Þegar flugvél hans lenti á Orly- flugvelli var skotið 101 fallbyssu skoti, eins og venja er við komu ic Viöbótar-innflutningstollurinn á Bretlandi, sem upphaflega var 15 af hundraði, en var lækkaður niður í 10, féll úr gildi á miðnætti 1. þ.m. Það var vegna mikillar óánægju EFTA-ríkjanna, sem Bretar em í, að fallizt var á, að tollurinn yröi lækkaður. — Að hann var felldur úr gildi er talið sýna, að brezka stjórnin treysti því að hagstæður greiðslujöfnuður náist á næsta ári. ic Bandarískt skip, „Daniel J. Morrell“ nærri 8000 lestir sökk á Huronvatni nú í vikunni i ofviðri og komst aðeins 1 maður af 33 lffs af. — Skiþið var á leið frá Cleve- land. — Huronvatn er eitt af „vötn unum miklu.“ ★ Harold Wilson, forsætisráð-1 herra Bretlands endurtók í ræðu sem hann flutti í samkvæmi í Lond-1 on í fyrrakvöld, að Bretar væru j staðráðnir í að fá aðild að Efna- j hagsbandalagi Evrópu. Wilson j sagði, að framtíð Evrópu byggðist ekki á samvinnunni við Atlantshafs þjóðimar, heldur líka á góðri sam- búð og auknum viðskiptum milli vesturs og austurs, og lýsti Wilson það trú sína, aö Evrópu biði eins voldug þróun og Bandaríkjanna á sínum tíma. Ræöan var flutt til þess að minnast afmælisdags Sir Winston Churchills. ic Bretar em byrjaðir að flytja burt um 2000 hermenn úr bæki- stöðvum sínum á Kýpur, herbúnað belrra allan o.s.frv. Er þatta gert af sparnaðarástæöum. Eftír verða 7000 brezkir hermenn á eynni í 2 herbækistöðvum, 'Sem brezka stjóm i . segist alls ekki ætla að sleppa. þjóðhöfðingja. Er þetta taliö sýna hve mikilvægt de Gaulle þykir að hafa gott samstarf við ^ússa. Fýrsti fundur þeirra var í gær í Elysée-höll. Ekkert var tilkynnt opinberlega um ýiöræðurnar. Vitaö er, að þeir em sammála um Viet- namstyrjöldina, en ekki um Þýzka land. Báðir vilja aukið samstarf. Heimsóknin stendur í 9 daga. HUSSEIN í LIÐSKÖNNUN - Hussein hvatti í gær til fundar æðstu manna Arabaríkja til þess að fjalla um Palestínu. Samtímis sakaöi hann samtökin sem vinna að frelsun Palestínu fyrir undirróður gegn Jórdaniu. — Fréttir , gær greindu frá árekstrum á landamærum Sýrlands og Jórdaníu. Segja Sýrlendingar jórdanskt lið hafa skotið á fólk innan landamæra Sýrlands, en Jórdanir segjast hafaskotið á skemmdarverkamenn frá Sýrlandi, og vom nokkrir handteknir. WILS0N 0G SMITH RÆDAST VID TIGER // — Sumir Afríkuleiðtogur óttust nýtt „Munchen-sumkomuiug a Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands og Ian Smith forsætis- ráðherra hinnar ólöglegu stjómar Rhodesiu eru byrjaðir viðræður á brezka l.erskipinu „Hger“ sem lét úr höfn i Casablanca í Marokkó í gær alVeg óvænt. Var það þar í kurt eisisheimsókn Gaus þegar upp kvitt ur um, að þelr mundu hittast á skip inu til viðræðna Wilson og Smith úti fyrir Gibraltar. Wilson kom þangað í gærkvöldi Skömmu áður en hann lagöi af stað frá London ávarpaöi hann neðri málstofu þingsins og ræddi horfurnar í stuttri ræðu. Hann gaf í skyn að eygja mætti samkomulag en er hann var beðinn að útskýra það nánar, sagði hann, að hann hefði átt við þaö, að samkomulag Fréttin um burtför Smiths vakti fögnuð — og grunsemdir Kv'ibi látinn i Ijós vegna öryggis hans 1 fréttum frá Rhodesiu f gær síðdegis var sagt að fréttln um burtför Ian Smiths heföi komið mönnum alveg á óvart og vakið furðu og mikla gleði, en einnig grunsemdir, og jafnvel óánægju sumra ráðherra Smithstjómarinnar yfir, að hann skyldi fallast á aö ræða „enn einu sinni við Wilson“. Grunsemdanna gætir sem að líkum lætur e.nkum hjá hvítum Rhodes- iumönnum. Burtförin varð ekki kunn í Sal- isbury fyrr en kl. 8 (Salisb.-tími) eða tveimur klukkustundum eftir að Smith var lagður af stað í brezku herflugvélinni, sem flutti hinn sérlega sendimann Wilsons, Sir Morris James til Rhodesiu. — Fréttin barst um borgina eins og eldur í sinu og eina morgunblaðið kom út vmeö fo/síöufrétt um burt- förina og fyrirsögnin var með stærsta lestri sem til var f prent- verkinu. 1 mö,rgum kirkjum vpru haldnar sérstakar guðsþjónustur til þess að biðja fyrir farsællegri lausn i deilunnar og að blessun mætti vera yfir öllu sem gert yrði til þess að leysa hana og ákvöröunum, sem teknar yrðu. Það er enn óljóst, segir í NTB- j frétt, hver átti hugmyndina um j viðræðufund Wilsons og Smiths, því var haldið mjög stranglega leyndu hvað til stóð. Jafnvel aðal ritari Rhodesiuflokksins — flokks Smiths — sagði í gær að hann hefði enga vitneskju fengið fyrirfram um hvað til stóð. ÁHYGGJUR VEGNA ÖRYGGIS SMITHS Flokksritarinn, Fred Bradburn, lét jafnframt í ljós áhyggjur vegna öryggis Smiths, en bætti við: „Það er augljóst mál. að hann hlýtur að hafa fengiö hátíöleg ioforö um þgö frá brezkri hálfu, að hann þyrfti éngu að'jkvíða varöandi öryggi sitt“ virtist nú gerlegt, en ekki líklegt og kvað Hann enn vera óbrúað bil. Hann kvað ekki veröa hvikað frá 6 grundvallaratriðunum, og ekkert gert sem málstofan gæti ekki fall- izt á. Edward Heath, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, óskaði honum góðs gengis í feröinni og greinilegt var að allur þingheimur óskaði honum fararheilla og að samkomulag mætti nú nást. KVÍÐI, ÁHYGGJUR — GRUNSEMDIR Það kom greinilega fram t frétt- um í gær, frá vettvangi Sþ og víð- ar, að leiötogar Afríkuþjóöa eru kvíönir og ala miklar grunsemdir. Fréttaritari brezka útvarpsins sim ar frá New York, að sumir ali grun semdir og séu smeykir um, að Wil son ætli ekki að efna loforð sitt frá þvt á Samveldisráðstefnunni í sumar, að snúa sér til £þ, næðist samkomulag ekki. Kenneth Kaunda forseti Zambiu, sem nú er kominn til Rómaborgar frá Suður-Ameríku BFelIf vdiitraust á Wilson ■ Neðri málstofa brezka þingsins felldi í gær vantraust á Wilson með 83 atkv. mun. Með tillögunni greiddu 246 at- kvæði en 329 voru á móti. Það var vegna meöferðar stjóm ar Wilsons á efnahagsmálunum, að •’ntrauststillagan kom fram. Heath, leiðtogi stjómarandstöð- unnar, kvað stjórn þeirra hafa haft hinar h.iskalegustu afleiðingar, en Callaghan, fjármálaráðherra var .bjai'tsýnn, m.a. um hagstæðan .gféiðSlujöfnuð á, næsta ári. kvaðst hafa oröið fyrir miklum vonbrigöum, og óttast að nýtt „Munchen-samkomulag" væri í upp siglingu. Ben Barka Ben Barka málið enn á dagskrá Hæstiréttur Frakklands hefur úr skurðað, að ekkert sé til fyrirstöðu að Mohammed Oufkir innanríkis- ráðherra Marokkó og Ahmed Dlimi ofursti, yfirmaður marokkönsku öryggisþjónustunnar, verði leiddir fyrir rétt 1 Frakklandi, en þeir eru sakaðir um þátttöku í ráninu á Ben Barka fyrir einu ári.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.