Vísir - 23.12.1966, Blaðsíða 7
Vf S I'R . Föstudagur 23. desember 1966.
Spjaflað v/ð Biserku Ólaf frá Júgóslaviu
um Island og Júgóslaviu og ibúa landanna,
sem eru aHs ekki svo ólikir
Tjú þarft ekki að segja mér
hvag þú veizt um Júgó-
slavíu. Þú veizt þetta þrennt:
Júgóslavía — Belgrad — Tító“.
Þetta sagði júgóslavneskur
ferðalangur, sem ég hitti af til-
viljun á Markúsartorginu í Fen-
eyjum einn sumardag fyrir
nokkrum árum. Þama var ég,
steinsnar frá Júgósiavíu og þeg-
ar ég fór aö íhuga það, sem
ferðalangurinn hafði sagt, komst
ég að því að hann hafði rétt
fyrir sér. Ég vissi haria Htiö.
Júgóslavía var í huga mínum
eitthvert land, óralangt í burtu
— land byggt þjóð, aíls óskyldri
Íslendíngum.
Þáð kom því nokkuð á óvart,
þegar Biserka Ólafs sagöi er ég
átti tal við hana á dögunum:
„Lcmdemi Júgóslava er í
ýmsu svipað lundemi Islend-
inga. Júgóslavar era mjög blátt
áfram í daglegii umgengni, gest-
risnir og göðir heím að sækja
og sama fmnst mér um íslend-
hér er ekkert sumar. Mig vant-
ar sólina og sjóböðin — sumar-
ið, sem ég hef vanizt heima í
Júgóslavíu. Ég sætti mig vel við
veturinn hérna, því að vetur
á að vera vetur og £ Belgrad eru
vetumir svipaðir og í Reykja-
vík. En hér vantar sumarið.
Hér þekkja allir alla
Júgóslavía er fallegt land,
ekki síður en Island, en bara á
annan hátt. Sumurin eru heill-
andi, enda fer ferðamönnum
stöðugt fjölgandi — því miður.
Júgóslavía hefur verið landbún-
aðariand en eftir strfðið hefur
iðnvæðingin verið mjög mikil.
Borgimar stækka hratt og breyt-
ast — uppbyggingin er mikil
eins og hér. I Belgrad, höfuð-
borginni, hefur íbúafjöldinn
tvöfaldazt síðan fyrir stríö.
Menningarlíf er þar mikið eins
og í mörgum öðrum borgum
Frú Biserka Ólafs með 10 mánaða gamlan son slnn, Jóhannes Igor.
ingunni, t. d. sýndi kona Titos
mikið hugrekki. Fjölmargar
konur voru útnefndar þjóðhetj-
ur fyrir frammistöðu sína í and
spymuhreyfingunni".
„Hvernig er með trúarbrögð-
in ?“
„I landinu er trúfrelsi og ber
mest á grísk-kaþólsku kirkj-
unni og rómversk-kaþólsku
kirkjunni. Múhameðstrúarmenn
finnast í nokkrum hlutum lands
ins, einkum í Bosníu“.
„Eru jólin þá haldin hátíð-
leg ?“
Jóladagur —
virkur dagur
„Eftir að Tító kom til valda
eru jólin ekki opinber trúarhá-
tíð og sama er aö segja um
páska og hvítasunnu. Stærsta
opinbera hátíðin er 1. maí, þá
er þriggja daga hátíð. Jóladag-
ur er ekki frídagur nema hann
beri upp á sunnudag eins og
núna og skólaböm fá því ekk-
ert jólafrí. En fólkinu er frjálst
að halda jólin hátíðleg á heim-
ilum sínum og mikill fjöldi
fólks gerir það, aðallega róm-
versk-kaþólskir. Það er kannski
ekki svo mjög vegna trúrækni,
inga“.
Biserka Ólafs kom hingað fyr-
ir tveimor áram með manni sín-
um Birni Cðafs en þa» höfðu
kynnzt í Bacís þar sem þau
vorn vKS nám: hún í læknis-
fræði, harm f húsagerðarlist.
ísland —
Ledena Zemlja
Þótt Islendingar eigi eitthvað
sameigintegt Júgóslövum, þá
hdýtur þó miklu fleira að vera
ölíkt með þessum tveimur
þjööum og löndtmum, sem þjóð-
imar byggja og það var mis-
munurinn, sem ég var að for-
vitnast um er ég flSr á fund
Biserku.
„Ég vissi harla lítið um Is-
land áður en ég kynntist Bimi“,
sagði hún, — „ég hafði heyrt
um fomsögumar, hverina og ég
vissi að höfuðborgin heitir
Reykjavlk. Ég hafði alltaf hugs-
að til Islands sem hálfgerös ísa-
lands, því að á júgóslavnesku
er það kallað Ledena Zemlja,
sem þýðir ísaland. Þó að ég sé
búin aö vera hér í tvö ár, þá
getur mamma mín, sem hefur
enn ekki komið hingað, alls
ekki trúað að þetta ísaland geti
veriö byggilegt venjulegu fólki.
Þegar ég var unglingur las ég
Sögu Borgarættarinnar á júgó-
slavnesku. Ég man ekki lengur
um hvað sagan fjallar, en einu
hef ég aldrei gleymt: frásögninni
af litlum dreng, sem er að reka
kýr. Hann hleypur á eftir þeim
yfir víöáttumikið land. Landið
er hrjóstrugt og þar eru engin
tré“.
„Finnst þér fslandi svipa til
þeirrar mvndar, sem þú hafðir
gert í huganum af landi drengs-
ins, sem var að reka kýmar?“
„Þegar ég kom hingað var ég
búin að fræðast mikið um land-
ið af bókurri, frásögnum og
myndum og var því búin að
gera mér einhverja mynd af því
í huganum. En þessi mynd var
samt fjarlæg og þegar ég kom
hingað fannst mér ég veröa
fyrir sterkari áhrifum af land-
inu en ég hafði búizt við. Land-
ið var svo, hrjóstrugt — ég var
komin til lands, sem var ólíkt
öllum þeim löndum, sem ég
hafði komið til áður. Island er
fallegt land og ég held að ég
skynji vel fegurð þess — jafn-
vel betur en margir útlendingar,
sem ég hef hitt hér. Ég.hef að-
eins eitt út á landið að setja:
eru jólin ekki lenj
opinber trúarhátíð
Júgóslaviu, leikhúsin flytja leik-
rit, sem efst eru á baugi og
sama er að segja um kvikmynda
húsin. Þau sýna erlendar kvik-
myndir, á sama tíma og verið
er að sýna þær t. d. í París.
Belgrad er stórborg, maður
hverfur í fjöldann. Eftir að hafa
búið þar og I París á ég dálítið
erfitt með að fella mig við hvaö
Reykjavík er lítil. Hér þekkja
allir alla — það er mjög hvim-
leitt. En þótt Reýkjavík sé lítil
þá finnst- mér menningarlífið
meö ótrúlega miklum blóma.
Hér er alltaf verið aö halda
listsýningar og mér þykja leik-
húsin góð. Þau fylgjast vel með
og sýna ágæt leikrit og það eru
margir góðir leikarar í Reykja-
vfk. Um kvikmyndahúsin get ég
því miður ekki sagt það sama“.
„Er auövelt fyrir Júgóslava
að fá leyfi til að feröast til
annarra landa?“
„Landið er miklu opnara en
hin alþýðulýðveldin í Austur-
Evrópu og nú oröið geta íbúar
þess feröazt án hindrana til
annarra landa, f d. Vestur-
Evrópu. Þegar ég var að fara til
náms í Frakklandi fyrir 8 árum
þá var landið lokaðra og ég átti
í nokkrum erfiðleikum með að
fá leyfi til ®ð fara“.
Margar konur
í aeðri stöðum
„Er algengt að kvenfólk
Ijúki háskólanámi?"
„Það er næstum eins algengt
að stúlkur fari í æðri skóla og
piltar. Kvenfólk hefur jafnrétti
við karlmenn, kosningarétt,
kjörgengi og má vinna öll störf.
Margar konur eru t. d. í æðri
stöðum“.
„Þurfa konur ekki að gegna
herþjónustu?"
„Nei, það er misskilningur
að þær gegni herþjónustu, en
meöan ég var í skóla a. m. k.
fengu stúlkur fræöslu um al-
mannavarnir og undir það fell-
ur að sjálfsögðu fræðsla um
vopn og herbúnað. Konur tóku
ekki þátt í heimsstyrjöldinni
sem hermenn, en þær voru
mjög virkar í andspyrnuhreyf-
fremur en í mörgum öðrum
Iöndum, heldur vegna minning
anna, sem fólkiö á um jólin —
þau eru þáttur í lífi þess. En
tryggustu flokksfélagarnir
halda jólin ekki hátíðleg heldur
fagna nýárinu þeim mun betur
og gefa börnunum nýársgjafir
í stað jólagjafa“.
„En eimir ekki eftir af göml-
um jólasiöum, þótt jólin séu
ekki lengur opinber trúarhá-
tíð ?“
Á jólanótt var sofið
á hálmi
„Úti í sveitum eru fjölmarg-
ir siðir í sambandi viö jólin og
eiga margir hverjir rætur sínar
að rekja til heiöni — beðið er
um uppskeru og góðæri. En
þessir siðir eru óðum aö hverfa
I sambandi viö jólasiði, þá á
ég ánægjulegar minningar frá
því ég var barn og dvaldist
ein jól í sveit, langt uppi í
fjöllum. Á aðfangadagskvöld
fór bóndinn út í skóg og náöi
í eikargrein. Meðan hann var í
burtu setti konan hans hveiti,
maís og smámynt í sigti og
beið þess að, hann kæmi til
baka. Þegar bóndinn kom barði
hann aö dyrum, og um leið og
konan opnaði fyrir honum
þeytti hún því, sem í sigtinu
var, yfir hann og hrópaði bæn-
ir um góða uppskeru og næga
peninga á komandi ári. Bónd-
inn kom þá inn með hálm og
þakti gólfiö í bænum með hon-
um og þar mötuðust síöan all-
ir: sátu á hálminum og
snæddu einfaldan málsverð,
sem hefðí getað verið snæddur
við fæðingu Krists: brauð,
þurrkaða ávexti, hunang og
fisk í olíu. Kjöt var ekki bragð-
að fyrr en daginn eftir. Á jóla-
nóttina hvfldu allir í hálminum,
eins og Kristur nóttina helgu“.
Þ. A.
Frá Júgóslavíu: Borgin Dubrovnik á strönd Adria hafsins er ein fegursta borg landsins, umlukin borg-
armúrum og hafinu. Hinar fögru byggingar borgarinnar, ströndin og listahátíðin, sem haldin er á
hverju sumri, draga til sín mikínn fjölda ferðamanna.