Vísir - 23.12.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1966, Blaðsíða 16
VISIR FÖstudagur 23. dsesaember 1966. Yfirnftannaskipti á Keflavíkur- GULLFOSS TIL KANARÍEYJA MEÐ 1000 LÍTRA AF KASSAMJÚLK Mjólk / jbe/'m umbúðum hefur geymzt sem ný / 70 daga / frysti skipsins flugvelli Yflrmaður vamarliðsi'ns og NATO- herja á íslandi Ralph Weymoutíi aömíráll, tilkynnti íslenzku rikis- stjóminni nýlega að hann heföi ver ið skipaður í nýtt starf. — Tekur Frank Bradford Stone aðmíráll við j störfum hans 14. janúar næstkom- andi. Weymouth aðmíráll tók við störf- um sem yfirmaður varnarliðsins í janúar 1965. Hann hefur verið skip- ! aður yfirmaður flotadeildar banda- ríska hersins á Kyrrahafi, sem út- búin er til kafbátahérnaðar. Stone aðmíráll hefur að undan- förnu verið yfirmaður flug- móðurskipadeildar Atlantshafsflot- ans. Hefur hann haft aðsetur í flugmóðurskipinu USS America, sem er nýjasta flugmóöurskipið, ef frá eru talin kjamorkuknúin flug- móðurskip. Þegar Gullfoss lætur úr höfn þann 17. janúar verður skipið með 1000 lítra af ísienzkri mjólk í hin- um miklu matvælageymslum sín- um, sem að veniu verða hlaðnar alls kyns góðgæti fyrir farþegana, sem fara þá með skipinu í hina miklu Kanaríferð, en í henni verð ur skipið í 2 mánuöi. Gunnlaugur Ólafsson, deildar- stjóri í innkaupadeild Eimskipa- félags Isiands sagði í morgun að íslenzka mjólkin í 10-lítra umbúð- unum væri oröin mjög vinsæl hjá skipunum. Birgðu skipin sig upp af íslenzkri .riólk þegar þau kæmu við á Akureyri eða Húsavík og þá til a. m. k. tveggja mánaða. Væri mjólkin sett í frysti eftir hendinni, og hefði komið í Ijós að hún væri sem ný eftir 2 mánuði, og fóru fram á henni gerlarannsóknir sem staöfestu ferskleika hennar. Mjólkursamsalan 1 Reykjavík leyfði það að Gullfoss fengi þessa mjóik í Kanaríferðina vegna hins ótrygga ástands, sem er syðra í sambandi við mjólkurmál, en mjólk frá slfkum stööum getur verið oröin gallsúr tveim dög- um eftir að hún er keypt. Mjólk- ursamsalan sendir mjólk á Kefla- vlkurflugvöll í 25 lítra umbúð- um af sömu gerð og notuð er á Akureyri og mun Gullfoss fá slíkar umbúðir með £ ferðina. Gunnlaugur sagði að hér væri um mikinn spamað að ræöa frá þjóðhagslegu sjónarmiöi og hrein- lætið í sambandi við þessa með- ferð mjólkur væri ekki svo lítið Gunnlaugur yfir ánægju sinni yf- ir framleiösluvörum Mjólkursam- sölunnar, bæöi mjólkinni og ýms- um afurðum og ekki sízt ísgerð- inni, sem hann kvað, mjög góða. Aö lokum: í morgun var athug- un gerð á mjólk sem staöið hefur í 70 daga £ frysti i Gullfossi. Kassa mjólkin hefur sannarlega staöizt prófraunina, hún var eins og eins dags mjólk úr kæli að sögn Gunn- laugs og Gylfa Hinrikssonar hjá Pappaumbúöum. atriöi fyrir skipin. Einnig lýsti 1 j U m WBm m á :rjám á skjólgóöum staö, t. d. á svölum, þannig að ekki næði um það. Bezt er að láta það liggja og ýra það með köildu vatni þegar frostleysi er. En allra bezt er að breiða striga yfir þaö og halda honum ávallt vel rökum. Eftir aö tréð er komiö inn er sjálfsagt að loka fyrir hitann i stof- unni um nætur og gæta þess, að loftið sé rakt meö þvi að hafa op- in vatnsilát við miðstöðvarofnana. Einnig má fá sérstaka fætur undir trén, þar sem þau standa í vatni. Slikir fætur auka á endingu trjánna svo fremi sem þess er gætt, að vatn ið gufi aldrei upp. Þinir þeir, sem ýmsir kaupa þótt þeir séu um 6 sinnum dýrari en venjuleg tré, halda barri sínu lengi. Samt er ráðlegt að fara eins með þá, svo og þau jólatré önnur, sem sprautuð hafa verið i þeim tilgangi að þau haldi barri Iengur en ella. Blaðfóturinn á þeim þornar nærri jafnhratt og á ósprautuðum trjám og þá fellur barrið. Um þinina er það annars að segja aö þeir eru alveg ilmlausir og greih ar þeirra ekki eins stífar og á raúö greni. Því bera þau tré minna skraut. Og ennfremur skal þess gætt, að þau eru miklu eldfimari en venjuleg tré, þegar þau ná að þorna. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa látið þau drekka vatn í sig áður en þau eru sett upp. Umferðin í dag U- Þessi mynd á að minna öku ■ / menn á að það er nauðsynlegt \ íað sýna prúðmennsku á þessum ■ ■Jjerfiðasta umferðardegi ársins. [ ^■Munið að leggja bílum ykkarj •áekki eins og eigandi bílsins á« Ijmyndinni hefur gert, það skap-á %ar hættu og getur torveldað ’ ■áumferð mjög. • á"4t Munið bílastæðin skammtj jáutan miöbæjarsvæðisins og ■ ■■munið loks að Laugavegurinn I á«er mjög óheppiieg umferöaræð J V kvöld, — þ. e. ef menn hafa« I'ekki þeim mun meiri tíma." þ Hringbraut og Skúlagata henta ■ ■löllu betur eins og í pottinn erj •'búið. ■ Vernd heldur jóla- fagnað á morgun Jólafagnaður Verndar verður < í Góðtemplarahúsinu við Templ- arasund á aðfangadag. Húsið j verður opnaJ klukkan 3 og eru < allir velkomnir þangaö sem ekki J hafa tækifæri til að dvelja hjá i i vinum og vandamönnum á < þessu hátíðakvöldi. Framreiddar verða veitingar j og úthlutað fatnaði til þeirra, < sem vilja. Það er jólanefnd félagsskapar- j ins Verndar, sem býður til jóla-' fagnaðarins. Jólatré þau, sem hsngað flytjast, eru aðallega rauðgreni. Þeim hætt- ir til að missa barrið er þau standa lengi í heitum stofum við mikinn Ioftþurrk. Erlendis er það siður, aö henda jólatrjám út fyrsta eða ann- an jóladag. Hér á landi vilja menn láta þau standa inni sem allra I lengst. Til þess aö svo megi verða eru i þessi ráð: Tréð skal geyma úti fram ! á aöfangadag. Það verður að vera Það var ærið aö gera á innanlandsflugi F.I. í morgun ar uppteknir. allir sím-a INNANLANDSFLUG LA NIÐRI / GÆR 500 farbegar urðu að snúa heim Im.anlandsflug lá alveg niðri i g"vr vegna dimmviöris og veðurhæðar og urðu þeir 500 farþegar, sem Flugfélag íslands ætlaði að flytja í gær að snúa heim aftur. •í morgun var komið betra flugv ður og sagði Einar Helga son stöðvarstjóri F. í. á Reykja víkurflugvelli að flogiö hefði verið til ísafjarðai; og Patreks- fjarðar 1 morgun og einnig til Homafjarðar og ætti að fljúga til Norðurlands eftir hádegi í dag. Veður var ennþá slæmt á Egilsstöðum í morgun en vonir stóðu til að þar myndi batna það mikiö að hægt yrði að fljúga þangað síödegis. 1 Vestmannaeyjum var veðurútlit ið slæmt og alveg óvíst hvort hægt yröi að fljúga þangað í dag. Biða tvær farþegavélar eftir aö komast til Eyja. Sagði Einar Helgason aö ef hægt yröi að komast til Vest- mannaeyja í dag eða á morg- un og veður héldist óbreytt á öðrum flugvöllum yrði hægt að koma öllum þeim farþegum sem eiga pantað far hjá félag- inu á áfangastað fyrir jól. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.