Vísir - 23.12.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 23.12.1966, Blaðsíða 9
V1SIR . Föstudagur 23. desember 1966 ® Viðtal við Jakob Einarsson • 'É’g er fæddur að Finnastöðum í Suður-Þingeyjarsýslu 25. febrúar 1894. Fátækt foreldra minna olli því, að sex vikna gamall var ég sendur í fóstur til hjónanna í Yztu-Vík, Jónasar Jónssonar og Hólmfríðar Einars- dóttur. Þessi hjón voru mér mjög góð og frá þeim varð ég þess aldrei var á hvem hátt var fyrir uppeldi mínu séð. En drengimir f nágrenninu, sem vom nokkm eldri en ég, höfðu þetta að gamanmálum og þó einna helzt méðan ég var svo ungur, að ég gerði mér ekki grein fyrir hlutunum eins og þeir voru. Þeir sögðu mér með- al annars, að væri ég spurður hver ég væri skyldi ég segja til nafns míns þannig: — Ég heiti Jakob Einarsson Þ og 7, en Þ. 7 var hrepps- brennimarkið. Tjegar ég var 8 ára tóku við búinu 1 Yztu-Vík, fóstur- systir mfn Guðrún Jónasdóttir og maður hennar Sigurður Guðmundsson. Þá var fóstri minn látinn og fór ég til þeirra. Tveim ámm seinna fluttu þau, ásamt mér og fóstm minni að Þorsteinsstöðum í Höfðahverfi, en það er næstur bær prests- mikilúðlegur með brimhvítt skegg. Spyr hann mig, hvort ég vilji ekki ráðast til sín háseti, en ég segist þegar vera ráðinn á TALISMAN og um það verði engu breytt. Ygglist hann þá mjög og þrífur til mfn. Mig hafði áður dreymt draum ekki ósvip- aðan og hreppti þá skömmu seinna versta veður á sjó. Ég var þá háseti á AGLI frá Akur- eyri og var frændi minn Guð- mundur frá Garðshomi skip- stjóri á þvf skipi. Við komumst við illan leik vestur fyrir og inn til ísafjarðar. Var þá allt ofan þilja orðinn einn klakastokkur. 'X’ALISMAN lagði út frá Akur- eyri um 18.—19. marz. Man ég, að mér þótti það ekki spá góðu, að skipið féll á hliðina, þegar því var hmndið úr nausti og féll sjór yfir gaflhomið að aftan. Á Akureyri tókum við sfldarfarm f skipið, átti hann að fara til Vestmannaeyja, var ferðinni þess vegna hraðað svo sem mögulegt var, enda þótt veðurútlit væri ekki sem tryggi- legast. TALISMAN hafði um 50 ha.hjálparvél og var að því tals- verð bót f logni og hægum mót- vindi. Þegar út úr Eyjafirðinum niður f hælinn, slær jafnframt flötu og yfir það ríður gmnn- brot. Við vorum strandaðir — en hvar? Lfklega hefur verið út- fall þegar skipið kenndi gmnns, þvf að heldur dró úr kvikunni, er jókst svo aftur með útfall- inu og skrúfaði skipið lengra upp á hleinamar. 1 fiömnni var hár kiettur og var skipið komið fast að honum og slitnaði þá vanturinn, sem hélt formastrinu. Hásetaklef- ann urðum við að yfirgefa kl. 2 um nóttina, þvf þá var kom- inn mikill leki að skipinu. Ég reyndi samt að komast niður, þar sem ég átti ekkert tóbak nema f kofforti niðri f klefa. Þegar ég kom niður flaut það á móti mér og náði ég f nef- tóbaksdós og munntóbaksbita. Á leiðinni upp aftur rakst ég á pott, sem staðið hafði á elda- vélinni. 1 honum var grjónavell ingur, en við höfðum orðið að yfirgefa hásetaklefann án þess að borða neitt. Ausa var f pott- inum og þreif ég til hennar og saup eins og ég þoldi. Vafa- laust hefur verið kominn sam- an við þetta sjór, en að þvi leiddi ég ekki hugann, aðeins að hinu ,að vera mætti að mér ykist eitthvað þróttur við að „Oft er setrinu Laufási. Þar var þá prestur séra Bjöm Bjömsson. Kona hans var Ingibjörg Magn- dóttir, systir Jóns Magnússonar ráðherra. Dálftið útræði var stundað frá bæjum f Höfðahverf inu og fór ég því nokkrum sinnum á sjó fermingarárið mitt og þóttist maður að meiri, þegar ég gat sjálfur greitt prestinum ferminguna, en hún kostaði þá 6 krónur. Ég hafði sjálfur átt það sem ég veiddi, þegar ég fór á sjó, Iherti ég nokkum hluta þess og fékk kr. 1,50 fyrir fjórðunginn af harðfiskinum, en fyrir blaut- fiskinn hausaðan og slægðan 2 aura pundið. Vorið sem ég fermdist réðist ég vinnumaður til séra Bjöms og vegnaði þar vel en ílengdist þó ekki nema árið, fluttist þá til Akurevrar og stundaði sjó, samt ekki að stað- aldri. Á vetrum lærði ég og vann við bólstmn hjá þeim bræðmm Jóni og Friðrik Kristjánssonum. Á árinu 1922 átti ég eftir að lifa örlagaríkan atburð, sem á vissan hátt hefur sett sitt mark á mína ævi. Þann 18. marz var ég skráður háseti á segl- skipið TALISMAN frá Akureyri. Skipstjóri var Micael Guð- mundsson, mikill vinur minn og félagi. Hann hafði komið aö máli við mig snemma vetrar og | beðið mig að ráðast til sín há- seti, hvað ég gerði. Þegar fram á vetur kom og nálgast fór ver- tíðin kom yfir mig einhver ó- kennileg óeirö. Mér fannst ég hvergi geta verið kyrr og alltaf vera önnum kafinn. Kæmi ég til kunningja, fannst mér ég engan tíma h&fa til viðdvalar, en haföi þó f raun og vem ekkert við- bundið. Það var sem 1 undirvit- Iund minni vekti einhver uggur um voveiflega atburði. Nótt eina um veturinn dreymdi mig, að til mfn kæmi maður all- kom, gerði á okkur suðvestan storm og sigldum við sem tók vestur undir Skaga, en snemm þar við og fórum inn til Siglufjarðar. Aðalástæð- an fyrir þvf var sú, að sfldar- farmurinn þoldi ekki sjóa og lá undir skemmdum. Á Siglu- firði dvöldumst við f einn eða tvo daga. Þá gekk vindur til norðausturs og var þá aftur lagt út, enda þótt ennþá væri veðurútlit mjög tvísýnt. Nú var siglt vestur á Húnaflóa og fór veður versnandi. Þegar út af Homi kom var kominn stórsjór og dimmviðrishrfð. Þama var lagzt til og legið fram á næsta dag. Veður fór sífellt versnandi og fóm að ganga sjóar á skipiö. Fyrst brotnaði bugspjótið rétt við stefnig og reif niður klíf- inn. Þegar hér var komið fórum við að revna að slá undan, en nú var skipið orðið þungt af klaka og lét þvf ekki vel að stjóm. Við höfðum uppi þrírifað stórsegl og þegar loks var búið að ná skipinu undan, mátti segja að reka yrði á reiðanum, því ekkert sást fyrir stórhríðarlát- um. Einu sinni fengum við á okkur allstórt brot og töldum að þá væmm við f Straumnes- röst, fyrir þvf höfðum við þó enga vissti. Helzt bundum við vonir við að komast inn f lsa- fjarðardjúp. Svo var það að kvöldi til, aö okkur virtist sem við yrðum varir við land fannst okkur að vestan við væri Ijósara skyggni og álitum að þar mundi vera um fjarðarmynni að ræða. Þeg- ar við komum móts við þar, sem okkur virtist helzt rof. beygð- um við inn og urðum fljótt varir við að heldur dró úr bár- unni. Skipstjórinn lét þá rekja niður vað til að mæla dýpið, en meðan á því stóð tók sicipið nærast. Ég fann aldrei til neins verulegs ótta, og nú var sem allt það eirðarleysi, er jafnan hafði ásótt mig um veturinn og ég hef áður minnzt á, hyrfi. Nú fannst mér ekkert liggja á og var sá síðasti, sem yfirgaf flet- ið mitt. Við vorum 16 á skip- inu og ennþá allir lifandi. Yfir hleinamar ultu stórbrotnir sjó- ar, en við höfðumst við á dekk- inu og reyndum að hanga þar í þvf sem hönd varð á fest. — Möstrin hjuggum við niður og nú fór að brjóta á flakinu. Það mun hafa verið um það bil klukkan 5 um morguninn, aö skipið slæst á klettinn og fer í tvennt. Hásetaklefinn fór fram- an af og með honum matsveinn inn. Eftir þetta varð skammt stórra högga milli. Fljótlega fór askjan undan dekkinu og fór þá skipshöfnin að slitna frá skipinu í sjóinn. Einhvem veg- inn var eins og maður dofnaði fyrir þessu öllu f svipinn. Ég man, að mér tókst að ná í keðj- una, hékk þar eitthvað fyrst, en missti fljótlega taksins og kom upp langt fyrir ofan flak. Með- an ég var í kafi, var sem mér fyndist ég vera að brjóta heil- ann um það hvort ekki mundi vera bezt að dmkkna strax, þar m ég var ósyndur og því engin björgunarvon, aðeins lengra strfð. En þá er sem ein- hver dulin rödd hvísli: „Er þér ekki sjálfrátt, ætlarðu að drepa sjálfan þig?“ Ég tek viðbragð þama í sjónum og kem upp aft ur, þá skammt frá flakinu. Ein hvem veginn get ég náð til þess og skreiðzt upp, sé þá að nokkrir skipverja eru komnir upp í fjöru, hve margir gat ég ekki greint. Nú ríður kvika yflr skipið og ég féll aftur f ájólnn. Naeet þegar mér •kýtur upp, tekst mér aS uá f *pftna- brak og halda mér þannfg á flotf. Ég *é ennþá mennina f landi og reyni að hrópa til þeirra. Þeir verða mín varir og einn þeirra gengur fram í fjör- una, en þá dregur útsogið mig til baka. En með nýrri kviku berst ég rétt aö fótum manns- ins, sem í fjörunni stendur, Ar- inbjörns Ámasonar frá Skriöu- landi. Hann grípur til mín og vill reisa mig á fætur, en þá er ég svo dofinn, að ég má mig hvergi hræra. Arinbjörn var hraustur maöur, tekur f axlir mér, reisir mig upp og styður upp í bakkann. Fannst mér ég þá L..-ðu hress. Við vorum 4 staddir þa*ma í víkinni en 3 farnir eitthvað áleiðis í leit aö byggð og mannhjálp. Viö vor- um þvf 7, er þama vorum á faralds fæti, en sfðar kom f ljós að 8. maöurinn, stýrimaður skipsins hafði einnig komizt lif- andi til lands. Nokkra menn sáum viö á ferli út í skeri skammt undan landi, en við höföum engin björgunarúrræði önnur en þau að leita byggða, ef takast mætti að komast í samband viö fólk, er veitt gæti hjálp. Við vorum svo kaldir og aðþrengdir, að við mundum fljótlega hafa gefiö upp öndina hefðum við haldið kyrru fyrir. Við leggjum því af staö og höld um undan veörinu, en þaö geröi gæfumuninn, hér var í öfuga átt snúið og burt frá næstu byggð. Við höfðum strandað á Sauðanesi milli Súgandafjarðar og Önundarfiarðar, ekki langt utan viö Staðardal, sem liggur suðaustur frá Súgandafirði utar Iega. VindstaÖa er þar oft óviss vegna hárra fjalla og þó sér- staklega Spillisins sunnan fjarð arins, en austan Staðardals. 1 stað þess að halda þvi inn f átt tH , fjarðarins og byggðarinnar tengum við áleiðis út fyrir Mc. Veðriö skánaði þegar leiö á daginn og þegar út fyrir Sauðanesið kom sáum við inn í önundarfjðrð og til byggð- anna sunnan fjarðarins. Vitan- lega vissum við ekkert hvar við vorum staddir. Tjessi leið var mjög torfær og urðum við stundum að ganga upp f fjalli vegna þess að brimið gerðj ófæra leiðina f fjörunni meðfram ströndinni. Þegar útfallið kom gátum við aftur gengið með sjónum. Ferð- in inn til Flateyrar var pfslar- ganga. Erfiðast var þó að skilja við Micael vin minn, því af öll- um hans viðbrögðum gat ég markað, að hann hugði sér ekki lengra lff. Hann bað mig fyrir skilaboð til reiðarans, Ásgeirs Péturssonar á Akureyri og tek- ur svo af sér giftingarhringinn og biöur mig að færa konunni sinni. Þegar við erum komnir nokk uð áleiðis mættum við Páli H. kaupm. og Kr. Kr. frá Flateyri. Þeir eru þá á leið til Súganda- fjarðar og höfðu snúið frá heið- inni vegna veðurs og komu þeir með alla mögulega hluti okkur til aðhlynningar. Við héldum áfram ferð okkar samkvæmt þeirra ráði. Verða þær móttök- ur og öll sú fyrirgreiðsla, er við þar nutum aldrei viðurkennd og þökkuð sem vert er. Við vorum 4, sem lifðum af þessa svaðilför. en 12 misstu lífiö. Allir sem fórust fundust, af þeim hlutu 9 legstað að Stað í Súgandafirði, en 3 að Flat- eyri. Þetta var vorið 1922, hinn 22. mars, að TALISMAN fórst. Hver sem lent hefur f skipreika og lifað af þau augnablik, getur án efa gert sér Ijósa þá svip- mynd, sem þau sldlja eftir f Mfl manna og aldrei st út. Hinir ar heyra, mcga bamingjutmi þakka, að tfl þcirra «kuH aífc M aðgnin aks. >. AL . On e

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.