Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 3
 V í SIR . Miðvikudagur 28. desember 1966. Logndrífan dreif af h’iinnum þegar „næturgalarnir“ komu til Reykjavíkur og hefur án efa komið þeim f jólaskap áftur, hafi eitthvað verið farið að grynnka á því eftir rúmlega sólarhrings hrakningaferð. ________ Marteins i klukkustundum eftir að þeir komu til Reykjavíkur. Við erum búnir að vera meir cn sólarhring á leiðinni, sagði fararstjórinn, M. Cassette, og drengirnir eru því svangir, þreyttir og skítugir, en Cassette veit hvað það hefur að segja, því hann var áður einn af drengjum Braure ábóta, sem stofnaði og stjómar kómum. Kórinn átti að koma til lands- ins í fyrrinótt, en veöurguðirnir eru duttlungafullir á Islandi. Það var ólendandi á Keflavíkur- flugvelli vegna hálku, þegar þeir áttu að koma, sagöi Sigurður Magnússon fulltrúi Loftleiða, • og var því flugvélinni, sem þeir komu með, snúið aftur til Prestwick. Á flugvellinum í Prestwick þurfti kórinn að bíða í 5 klst meðan ath var hvenær hægt yrði að lenda í K.vík en þá loksins var ákveðið að gista í Glasgow, þar sem drengimir fengu 4 klukkustunda svefn í öllum föt- unurn. — Hafi engin rödd verið fölsk á eins og einum eða tveim- ur tónum á tónleikunum í gær- kveldi má það einstakt teljast með ofangreint í huga. „Næturgalar heilags Mart- eins“ var stofnaður fyrir 14 árum í Röubaix, 20Ó.000 manna ullarverksmiðjuborg ■' N.-Frakk- landi nálægt Lille. — Eru allir drengimir þaðan, en þeir em á aldrinum 10 til 20 ára. — Kór- inn hefur gert víðreist um heim inn. Hefur sungið í öllum lönd- um Evrópu, auk Bandarikjanna og Kanada. — Kórinn er í öðm sæti ásamt nokkrum drengja- kórum öðrum, næst á eftir drengjakór í París, sagði Mad- ame Cassette, kona fararstjór- ans. — Hann hefur hvarvetna fengið hina ágætustu dóma, sagði Ingólfur Guðbrandsson. Ingólfur Guðbrandsson (t.v.) sem getið hefur sér góðan orðstír sem stjórnandi Pólýfdnskórsins ræðir víð Cassette fararstjóra, sem áður var drengur í kómum. Biraure ábóti ræðir við nokkra af drengjunum sínum viö komuna í gær. Næturgalar Heilags Þetta veröur senniiega tón- Iistarviðburður ársins, sagði Ingólfur Guðbrandsson, stjórn- andi Polyfónkórsins, begar 33 dökkir og snöggir strákdr þyrpt- ust út úr Loftleiðarútunni á Reykjavíkurflugvelli >' gærdag um kl. 4. — Drengirnir 33 mynda einn frægasta drengjakór Frakklands, — Rossignoléts de St. Martin — Næturgala heilags Marteins, og ætla að svngja hér nokkrum sinnum til að lyfta hugum okkar frá svartasta skammdeginu um stund. Piltamir voru óðar drifnir inn í veUingasal Hótel Loftleiða til að hressa þá fyrir kvöldið, en beir áttu að halda fyrstu tónleikana í Háskólabió, þremur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.