Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 2
 V1SIR . Miðvikudagur 28, desember 1966. EKKI NÓG AD BERJAST EINS OG GRENJAND! UÓN VIÐ FRAM jnnilega var það of mikil íerzla, sem lögð var á irku í vamarleik en heil- rigða skynsemi, sem varð 1 þess að Haukar töpuðu ; /o stórt í gærkvöldi fyrir i.'ram í 1. deild í handknatt :ik í Laugardalshöllinni, ftir að staðan var nokkuð jfn í hálfleik. Hvað eftir nnað gleymdu Haukamir ér og hugsuðu um menn n ekki leik. Þaö kom í ljós í þessum leik sem oft áður, aö sá sem brýtur nest af sér kvartar einnig mest indan hörku mótherjans. Þannig brauzt þaö út hjá þeim ágæta narkverði Haukanna, Loga Krist- jánssyni, þegar hann ávarpaði blaðamenn í „stúku“ sinni í miðjum seinni hálfleik og sakaði þá um eínhvers konar persónudýrkun á Gunnlaugi Hjálmarssyni. „Blöðin hampa þessum rudda, — sáuð þiö ekki að hann sló manninn vilj- andi?“ Sjálfur hafði hann þó ekki verið áhorfandi að þessu umrædda „höggi“. Haukamir hugðust sem sé berjast eins og grenjandi ljón, en Fram-liðið er of vel upp byggt til að láta slíkt brjóta sig niður, — einhver skynsemi þarf aö vera í leiknum. Línumennimir leystust úr læðingi og hvað eftir annað söng boltinn í netinu frá þeim, — oft eftir frábærar sendingar Guöjóns Jónssonar, sem átti nú einn sinn bezta leik. í fyrri hálfleik náðu Framarar yfirburðastöðu, fyrst 4:0, en Hauk- ar skoruöu sitt fyrsta mark á 13. mínútu, slðan var staðan 7:1 fyrir Fram, en Stefán Jónssonar skorar á 25. mínútu 7:2 og þær rúmu 5 mínútur, sem vom til leikhlés notuðu Haukar vel, skoruðu nú fjögur mörk í röð og var staöan þá 7:5 fyrir Fram, en staðan í hálf- leik var 9:7, síöasta mark Fram var beinlínis Val dómara að þakka (eða kenna). 1 seinni hálfleik voru Framarar áberandi betri aðilinn og sýndu hvað eftir annað mjög góðan leik. Eftir 10 mínútur höfðu þeir skorað 7 mörk í striklotu og staðan var orðin 16:7 fyrir Fram. Fyrst eftir tæpar 12 mínútur tókst Matthíasi að skora fyrir Hauka, áður höföu línumenn verið óhittnir og klaufsk- ir og vítakast farið í stöng. Það sem eftir var af hálfleiknum var leikurinn jafnari hvað tekur til markanna, en Framarar1 þó greini- lega sterkari aðilinn og sigurinn 26:14 veröskuldaður. Þó er greinilegt að Haukar búa yfir meiri getu en þeir sýndu í þetta sinn. Þeir hafa líka talsvert Ásgeir Þorsteinsson kemst inn á línu. ÁRMENNINGA R AUD- VELDIR FH Ármenningar voru enn einu sinni auðveld bráð i 1. deildinni. FH vann þá stórt í gærkvöldi með 30:13 og verður ekki annað sagt en að Ármenningar hafi verið heldur nöturlegir, eins og þeir léku, enda vantar mjög í liö þeirra vegna meiðsla, eins og skýrt hefur verið frá áður. FH náði þegar undirtökunum og komst yfir I 8:1 eftir 15 mín- útur og I hálfleik var staðan 17:6 fyrir FH. I seinni hálfleik var eins og leikurinn jafnaðist nokkuð fyrst i stað, en þegar leið að lokum komu yfirburðir FH bezt i Ijós og þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu leikinn 30:13. Ármenningamir gera sér greini- lega Ijósa hættuna, sem þeir eru í í 1. deild. Liðið er mjög veikt, fátt um verulega sterka einstak- linga og í heild nær liðið ekki saman. í gær var greinilegt að liðsmenn reyndu heldur að halda boltanum en að reyna að komast í gegnum vörn FH og skora, — tilraun til að halda markatölunni niðri, sem þó tókst ekki nema að litlu leyti. FH er hins vegar greinilega í mjög góðu „formi“ og það verðúr eflaust gaman að leik þeirra við Fram, sem mun verða 5. janúar n.k. Geir Hallsteinsson var í gær langbezti maöur liösins og skoraði hann 9 mörk, en Ragnar Jónsson er í stöðugri sókn og átti góð til- þrif í gær. Þá var Kristófer ágæt- ur í markinu. Af Ármenningunum ber mest á Ástþóri, ungum og há- vöxnum leikmanni, sem á margt ólært f handknattleik, en skoraði þó 5 mörk fyrir liö sitt. Skemmti- fegur leikmaður er Grímur Vafdi- marsson. Óli Olsen dæmdi leikinn og fórst það í heild allvel. úthald, líklega betra en Framarar, en Fram ávaxtaði betur sitt pund. Eflaust hefur það líka sitt að segja, að Haukar hafa ekki verið með f neinum leikjum að ráði fyrr en nú, en Framarar staðið í stórræð- um. Af Frömurum var Guðjón Jóns- son beztur með stórfallegar línu- sendingar, Gunnlaugur átti og góðan leik og varð ekki greint að hann væri ólöglegur, þó svo megi vitanlega vera. Gunnlaugur skoraði 9 mörk fyrir Fram, en allir leik- menn utan markvarðanna, skoruðu mörk í leiknum. Ingólfur átti og ágætan leik og Siguröur Einarsson sömuleiðis. Mörkin: Gunnlaugur 9, Ingólfur 5, Sigurður E. 4, Gylfi 3, Guðjón, Tómas, Sigurbergur, Hinrik og Amar eitt hver. Haukaliðið á áreiðanlega eftir að sýna betra en þetta í vetur. Liðið á eftir aö sverfa af ýmsa agnúa f sókn og vöm, og það á eftir að læra hvemig stór salur er nýttur til fullnustu á breiddina, en það geröi liðið heldur illa í þessum leik. Matthías Ásgeirsson rar bezti maður Hauka í þessum leik, en leikmenn annars nokkuð jafnir. Enginn vafi er á að Þórður og Ól- afur styrkja liðið mjög, en þeir voru báðir með aftur í þessum leik. Matthfas skoraði 5 mörk fyrir Hauka, Ásgeir 3. Dómari var Valur Benediktsson. — jbp — Þórólfur Beck — tíl Frakklands. Þórólfur gerir samning við franskt atvinnulið Þórólfur Beck hefur nú gert hálfs árs samning við Roen F.C, franskt 1. deildarlið. Fer Þórólf- ur því frá Glasgow Rangers, en þar hefur Þórólfi vegnaö heldur illa undanfama mánuði. Fór Þór ólfur skömmu fyrir jólin til Frakklands með tveim mönnum frá félaginu og lauk viðskiptum svo að samningar vom undir- ritaðir. Tvö skozk lið munu hafa haft áhuga á Þórólfi svo og amerisk lið eins eg áður hefur verið frá greint. Þórólfur mun hefja æfingar með hinum nýju félögum sín- um 2. janúar n.k. Danskur dómari dæmir FH—Honved Alþjóðasambandið « hand- knattleik hefur nú ákveðið hvaða dómarar skuli dæma næstu umferð Evrópubikar- keppninnar í handknattleik. Dómarinn, sem á að dæma Ieik FH og ungverska liösins Hon- ved hér í Reykjavík er danskur. Hann heitir Áage ^rmann og er frá Arhus, en hann hefur ekki dæmt hér leik áður. — Ármann er talinn einn bezti dómari, sem lengi hefur komið fram í Danmörku. Fagna dönsk blöð því að hann skuli nú fá stórt verkefni á erlendri grund, og benda jafnframt á að hann fái sennilega erfiðasta verk allra dómaranna 1 þessari um- ferð. Til leigu nýleg 3 herb. íbúð við Digranesveg frá næstu áramótum, sé'r inngangur, sér hiti (nálægt Hafnarfjarðarvegi). Uppl. veittar í síma 37841 eftir kl. 6. Fyrirframgreiðsla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.