Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 6
6 VlS IR . Miðvikudagur 28. desember 1966. Loftleiðir — Framh. af bls 9 voru með vaming sinn á götu- homum og viö litum inn f • vindlaverksmiöjuna Caribe þar sem við sáum hvernig vindlamir verða til, þegar tóbakinu er fyrst rúllað upp, síöan skorin tóbaksblöð til í hæfilegri stærö, sem síðan er vafið utan um rúlluna. Hofðu mennimir, sem unnu við þetta náð undra- verðum hraða í gerð Havana- vindlanna frægu. Heldur var skuggalegt inni í verksmiðjunni, þar sem ýmsir munir vom unnir úr stráum og öðrum efnum, enda var dimmt þar inni og aldrei þessu vant var fólkið ekki glaðlegt þar sem það sat við iðju sína. öllu ægir saman í sumum verzlununum í San 'Juan og inn af þeim mörgum hverjum voru gallerí þar sem málverk hengu til sýnis og sölu, alls staðar var komið fyrir gróöri og stundurri opnuðust húsin inn í litla garða. Víða voru til sölu svokallaðir santos, tréskurðarmyndir trúar- legs eðlis sumar ævagamlar að því er virtist. Inni í verzlunum og veitinga- stöðum var þægilega svalt. Samt var gott að koma út aftur f sól- MóSir mín skinið og hlýjuna eftir að hafa dvalizt þar inni skamma stund. 1Y|'argt var að sjá í einu svo fjölbreytilegt var allt götu- líf. Úr einni hliðargötunni ók bifreið sem í sátu fjórar blóma- rósir klæddar upp á hawaiskan máta f strápilsum með blóm- sveiga um hálsinn. Réttu þær hverjum vegfaranda blað, þar sem eitt hótelanna auglýsti þessar suðrænu dansmeyjar, sem áttu að koma þar fram næstu kvöld. Allt í einu heyrist hávaði í fjarska og brátt sást í fyrirliða fremur fámennrar kröfugöngu, sem nam staðar fvrir framan stjómarráðshúsið og gekk þar í hring fyrir framan um leið og æpt voru hin ýmsu vfgorð. Á spjöldunum var þess krafizt að Bandarfkjamenn færu til síns heima að Puerto Rico-búar heföu einir yfirráð yfir málum sínum Var mikið hrópað á frelsi en begar tók að skyggja þynntist kröfugangan smám saman og brátt voru aðeins nokkrir. hörð- •ustu liðsmennimir eftir. Ekki virtist fólk almennt kippa sér upp við þetta. Um sjöleytið var aftur fallinn friður og ró yfir götur San Juan, og klukkumar í San Juan- GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR andaðist 2. jóladag í sjúkradeild Hrafnistu. Fyrir hönd systkina, tengdabarna og bamabarna Tómas Vigfússon Nýtt glæsilegt úrval af barna- og unglingakjólum. Stærðir 2—16. Sérlega hagstætt verð. FATAMARKAÐURINN, Hafnarstræti 1. KOPAVOGUR Blaðburðarbörn vantar í Kópavogi (Austurbæ) strax. Uppl. í síma 41168. Verzlunarhús til leigu Hús við Skólavörðustíg (milli Óðinsgötu og Týsgötu) sem verður breytt í verzlunarhús eftir áramótin, er til leigu, Uppl. gefur Fast eignasala Guðmundar Þorsteinssonar, Aust urstræti 20. Sími 19545. kirkjunni á Calle Christo I hringdu til kvöldbæna. Hafa j hvirfilvindar tvfvegis tekið toll sinn af kirkjunni, sem var end- urbyggð sumpart í gotneskum stíl. | Á torginu fyrir framan Plaz- ! uela de las Monjas sátu tvær unglingstelpur á bekk og rædd- ust við f lágum hljóðum, nokkr- ir drengir voru í kúluleik þar skammt frá og prúðbúnir gestir streymdu að E1 Conventohótel- ! inu við hliðina. Og á þessu torgi þaðan sem mjórri steinlagðri götu hallaði niður að borgarmúmum og haf- i inu var San Juan kvödd í kyrrð næturinnar, þar sem íbú- amir settust að snæöingi fyrir opnum gluggum f hlýrri hita- beltisnóttinni í byrjun desem- ber. Svanlaug Baldursdóttir. lítlönd — Framhald af bls. 5. af hálfu Sameinuöu þjóðanna. Höf- uðlagarök, sem fram eru borin þess ari skoöun til stuðnings, eru, aö Rhodesía sé ekki sjálfstætt ríki. Hingað til hefur nefnilega aldrei verið rætt um efnahagslegar refsi- aðgeröir gegn nýlendu og iands- hluta — hvað bá meira — en að- eins gegn sjálfstæðum ríkjum. Haldbeztu rökin gegn refsiaðgerð BÍLAR Mikið úrval af notuðum bílum. Komið og skoðið eftirtalda bíla: DODGE DART ’67 happdrættisbíU. RAMBLER AMERICAN •64 ’65 ’66 fallegir einkabílar. RAMBLER CLASSIC ’63 ’64 ’65 góðir bílar. OPEL REKORD ’64 special de luxe OPEL CARAVAN ’64 vel með farinn. AUSTIN CAMBRIDGE ’63 lítil útborgun. CORTINA ’64 góður bfll. Kynnið yður leigu- sölusamn- ingana hjá okkur. RAMBLER-UMBOÐIÐ JÓN LOF. SON H.F. Hringbraut 121 — Sfmi 10600. unum séu þ\i, að Rhodesfa sé brezkt innanríkismál, — og erfitt verði að verja það, að halda venju- legum efnahagslegum tengslum við Rhodesiu þegai Rhodesía lýsir yfir ólöglega, að hún sé sjálfstætt ríki. Þá segir DIE BURGER, að ef horfið væri aftur til þess sem var fyrir 11. nóvember 1965, væri þaö ekki hið san.a og setja sig í vam- arlausa uppgjafaraðstöðu gagnvart brezku stjóminnl. Brezk blöð benda á, að Vorster- stjómin í Suður-Afríku hafi ekki til þessa viljað aðhyllast efnahags- aðgerðimar á r.okkum hátt, en eft- ir ritstjc margreininni að dæma sé sú afstaða nú raunverulega undir því komin, að Rhodesíustjóm falli frá sambandsslitum. Sjóðsfjórn — Framhald af bls. 16 Georg Backlund, ritstjóri, Benedikt Gröndal, alþingismaður, Berte Rognemd, stórþingsmaður, Dagmar Ranmark, rektor, J. Harder Ras- mussen, fulltrúi, Kalevi Sorsa, fulltrúi, Ámi Gunnarsson, fulltrúi, Henrik Bargem, ráðuneytisstjóri, og Ilmar Bekeris, fulltrúi. Lézf í bílslysi — Framh. af 16. sföu. vegum Rask-0rstedssjóðsins á Marinbiologisk Laboratorium í Charlottenlund. Varð hann dr. phil. viö háskólann í Kaupm.- höfn árið 1945 með ritgerð sinni um ljósátu Norður-Atl- antshafsins. Starfaði hann hjá Atvinnudeild Háskóla íslands 1945—56. Vann hann að skipu- lagningu fiski- og hafrannsókna f Tyrklandi á vegum FAO 1956 —58 með búsetu í Istanbul. Vann hjá Atvinnudeild Háskóla íslands 1958—60. Hélt þá til Perú, þar sem hann skipulagði pemanskar haf- og fiskirann- sóknir Stundaði dr. Hermann kennslustörf viö M. R. árin 1954—56 og 1958—59. — Var hann ritstjóri Náttúrufræðings- ins árin 1950, 1951, 1954 og 1955. Samdi dr. Hermann fjölda rit gerða og greina um fræðigrein sína, sem hafa birzt í hinum ýmsu tímaritum. Kvæntur var hann Öldu Snæ hólm, sem lifir mann sinn. Vegir — Framhald at bls. 1. Samgöngur á landi liggja að miklu leyti niðri á Vestfjörðum, nema rétt f nágrenni ísafjarðar. — Aust- fjarðaleiðir eru einnig lokaðar vegna fannfergis, nema hvað veg- urinn um Fagradal milli Egilsstaða og Eskifjarðar hefur verið mddur. Flugsamgöngur hafa gengið greið- lega f gær og í dag og mikið verið flogið, enda í mörgum tilfellum eina leiðin til þess að komast á milli staða. Grímur — Framh af bls. 1. hefur haft á boðstólum grímur með mynd ákveðinna manna. Salan á árar.iótavamingn- um var ekki hafin fyrir alvöru, en þegar var augljóst að nóg myndi um að vera þegar llði á daginn. Miklir flutningur hjó lögreglunni Lögreglai. stóð 1 miklum flutn- ingum á fólki um þessi jól eins og endranær, en alls mun lögreglan nú har'a flutt um 60 manns á milli þegar leigubifreiöastöövar voru lok aðar og stræticvagnar gengu ekki. Bjöm Kristjánsson varðstjóri sagði Vísi f gær, að þeir væm nú aö þreytasL á þessum mannaflutning- um, sem ykjust frá ári til árs. — Er þetta mest starfsfólk spítalanna. Spítalamir verða sjálfir að fara að hugsa um flutning á starfsfólki sínu þessa daga, sagði Björn. — Við getum varla annað þessu lengur. Leikrit Jökuls í dunsku útvurpinu ir Leikrit Jökuls Jakobssonar, Gullbrúðkaup, var leiklö f danska útvarpið fyrir fáeinum dögum. — Gagnrýnendur höfðu orð á þvi að leikritlð væri að ýmsu leytl fyndiö, en þar fyrir utan stórgallað og ekki sériega meLkilegt. Velta þeir vöng- um yfir þvf, hvort íslendingar eigi ekki til betri útvarpsleikrit. Einum gagnrýnanda fannst vanta innra samhengi I leikritið. Loftleiðir gefu út jöfnunurhlutubréf Hlutafé Loftleiða hefur verið hækkað úr 4 milljónum króna í 12 milljónir. Jöfnunarhlutabréf hafa verið gefin út í samræmi viö sam- þykkt aðalfundar félagsins f júnf s.l. og að fengnu samþvkki ríkisskatt- stjóra. Verða jöfnunarhlutabréfin afhent á skrifstofu Loftleiða nú í árslok. dagana 29. og 30 þ. m. Jöfnunarhlutabréfin verða afhent gegn framvísun eldri hlutabréfa samkvæmt hluthafaskrá. Húseignin Pósthússtræti 13 verður laus til leigu á næstunni. Leigutilboð óskast fynr 15. janú- ar n.k. í allt húsið með tilheyrandi lóð eða sérstaklega: 1 íbúð f skrifstofuhúsnæði í verzlunarhúsnæði Gdð íhúö Á leigu óskast 2-3 herb. góð íbúð. Uppl. í síma 13888 kl. 17-21. Tilboð sendist blaðinu, merkt: Carl Sæmundsen, Kaupmannahöfn. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.