Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 28. desember 1966.
5
morgun
útlön'd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
Ba ndarík jast jórra viðurkennir sprengju-
árásir á íbúðahverfi Hanoi
Bandarikjastjóm hefur nú viöur-
kennt, aö sprengjuárásir, sem
manntjón hlauzt af, hafi verið gerö-
ar á byggö svæöi í Norður-Vietnam.
í tilkynningu landvamaráöuneyt-
isins um þetta segir, að erfitt sé að
g’ 3a fyrir aö slíkt geti komiö
f i-ir, þar sem Norður-Vietnam stað
sotji hernaðarlegar stöðvar innan
b ggðra svæða, og hafi Banda-
ríkjamenn ekki gert árásir á byggð
svæði að yfirlögðu ráði, og mann-
tjón það, sem oröið hafi sé slysni
aö kenna.
Að loknu vopnahlénu um jólin,
sem samkvæmt fréttum var yfir-
leitt haldiö af báðum aðilum, hófu
Bandaríkjamenn sprengjuárásir á
ný af fullum krafti á staöi 17—19
kílómetra frá Hanoi. Norður-Viet-
nammenn sögöust áður hafa skotið
niður mannlausa bandaríska njósna
flugvél.
Harðir bardagar eru sagðir háðir
sunnarlega í Suður-Vietnam.
MIKIÐ MANNTJÓN í
SPRENGJUÁRÁSUM
Salisbury, fréttaritari heims-
blaösins NEW YORK TIMES í New
Y.ork, símar blaði sínu, aö 89 manns
hafi beöið bana í bænum Nam Dinh
— þriðja stærsta bæ Norður-Viet-
nam, en 405 særzt.
Hann hefur það eftir borgarstjór-
anum þar, að fram að Þorláks-
messu hafi verið gerð 51 loft-
árás á bæinn. — Tólf þúsundir
manna eru heimilislausar vegna
loftárásanna.
Salisbury segist hafa gengið úr
einu hverfinu í annaö í Nam Dinh
þar sem alit var í rústum.
Fréttir í fyrrad. hermdu að öll vinna
hefði stöövazt í höfninni í Saigon
vegna verkfalls hafnarverkamanna,
um 2500 taljins. Þeir hófu verkfall
vegna þess, að bandarískir her-
menn voru látnir taka viö starfi
um 600 þeirra, í nýjum hluta hafn-
arinnar, sem gerður er af Banda-
rikjamönnum og ætlaður til hem-
aðarlegra nota.
Fréttir í gær hermdu, aö
bandarískir hermenn hefðu þá
byrjað affermingu nokkurra skipa.
Fyrri fréttir hermdu, að það gæti
torveldað eða tafið stórkostlega
hernaðarframkvæmdir, ef áfram-
hald yröi á verkfallinu og ef það
breiddist tií annarra hafnarbæja.
Ian Smith, er hann fyrir skömmu lýsti yfir, aö Rhodesía væri raunverulega orðin lýðveldi (vegna refsiað-
gerða SameJnuðu þjóðanna), þótt ekki yrði birt um það opinber tilkynning fyrr en á næsta ári. Við hlið
hans er Peter van der Byl, varaupplýsingamálaráðherra Rhodesíu.
Snýr S-Afríka baki við Rhodesiu?
Ýmis erlend blöð — m. a. Norð-
urlandablöð — birta um það fréttir
undir stórum fyrirsögnum, að leið-
togar Suður-Afríku séu nú orðnir
mjög hugsi út af því, að Rhodesíu-
stjóm virðist ætla að halda til
streitu þeirri stefnu, að landið verði
sjálfstætt ólöglega, fyrst markinu
veröur ekki náð með öðru móti, en
áðurgreindir leiðtogar eru nú famir
að verða mjög hugsi um afleiðing-
arnar fyrir sitt land — Suður-Af-
riku — ef ekki verður hér breyt-
ing á.
' Áöur var það kunnugt oröið, að
Suöur-Afríkustjóm lagði mjög ríka
áherzlu á það, bæði viö brezku
stjórnina og hina ólöglegu stjórn
7 börn köfnuðu I sundi eftir bifreiðuárekstur
Laust fyrir jólin varð árekstur milli skólabifreiðar og sandflutningabifreiöar nálægt Windsor i Ontario,
Kanada, og grófust mörg bamanna undir sandinum og köfnuðu 7, en hið áttunda dó í sjúkrahúsi skömmu
síðar. Fölk þusti að og gróf upp mörg barnanna með berum höndunum og tókst að bjarga mörgum þeirra.
Rhodesíu, að gera enn eina tilraun
til sáua.
Þaö er ritstjórnargrein í blaö-
inu DIE BURGER, sem í reynd er
málpípa stjórnarinnar þótt það sé
ekki opinberlega málgagn hennar,
sem hefur orðið tilefni fréttanna,
sem hér um ræöir. Lundúnablööin
gera sér mat úr ritstjórnargrein-
inni sem að líkum lætur, og víða
eru þetta forsíðufréttir.
í einu Norðurlandablaði segir, aö
aldrei fyrr hafi alvarlegri aðvaranir
komið úr þessari átt, en til þess
hafi Suður-Afríka verið hlutlaus —
og Suður-Afríka og Portúgal veriö
einu vinir Rhodesíu í raun.
Og nú er spurt í DIE BURGER,
hvort sjálfstæðisyfirlýslngin sé
ekki I rauninni orðin innantóm orð
„og meira til hindrunar en hjálpar
málstað Rhodesíu sjálfrar — og
beztu vinum hennar til byrði“.
Og blaöið spyr enn frekar, hvort
sjálfstæðisyfirlýsingin sé óhjá-
lcvæmileg til verndar raunveruleg-
um hagsmunamálum Rhodesíu, og
hún hafi ekki haft tilætluð áhrif í
öörum löndum.
Hún hafi ekki leitt til þess, að
stig af stigi fengíst viöurkenning
á sjálfstæðinu, og möguleikinn á,
að sjálfstæðið fengist vlðurkennt
þótt ekki væri nema af einu einasta
landi í heiminum, sé dvínandi við
núverandi aðstæður, og aðstæður í
nánustu framtíð, að því er bezt
verði séð.
í DIE BURGER er auk þessa
gerð grein fyrir hvemig „rhodes-
iskt sjálfstæði" geti orðið fjötur um
fót öörum löndum, sem vefengja
lögmæti efnahagslegra refsiaðgeröa
Framhald á bls. 6.
-Á Olíustríð er nú háö milli Sýr-
lands og Írak-olíufélagsins (sem er
aiþjóðaolíufélag) og er nú engri
olíu dælt um leiðsluna um Sýr-
land. Sýrland krefst aukins fjár
fyrir olíuleiðsluleyfið.
★ Spánarstjóm hefur fært út land-
helgina í 12 mílur. Tekið er fram,
að heföbundin fiskveiðaréttindi inn
an þessara nýju marka veröi virt.
★ Tvær heimskunnar manneskjur
lágu í sjúkrahúsi um jólin, Elísabet
drottningarmóðir á Bretlandi, en
hún var skorin upp vegna innan-
meins fyrir nokkru, — og Eisen-
hower fyrrv. forseti, en fyrir
nokkru var tekin úr honum gall-
blaöran. Hann er 76 ára. Hvoragt
var lffshættulega veikt.
★ Kosygin forsætisráöherra Sov-
étríkjanna lét vel af Tyrklands-
heimsókninni og ekki sízt yfir ár-
angrinum af viðræðum við tyrk-
neska ráöherra. — í veizluræðu í
Ankara sagöi hann, aö virða bæri
rétt bæði grísku- og tyrkneskumæl-
andi manna á Kýpur — og, aö
flytja ætti burt allt erlent herlið
þaðan. Sameinuðu þjóðimar hafa
þarna stöðugt gæzlulið og er dvöl
þess jafnan framlengd misseri f
einu, nú seinast til júníloka næstu.
Þetta lið vill Kosygin burt og þá
ekki síður brezka herliðið, sem
Bretar hafa £ herstöð á eynni samn
ingum samkvæmt.
★ Bandaríska stórfyrirtækið „Gen-
eral Motors" á f samningum við
Frakka um að reisa bflaverksmiðju
í Strassbourg. Þama munu um 3000
manns fá atvinnu, ef af samningum
verður.
★ Vestur-þýzka tímaritiö STERN
ætlar að birta í heild bók Williams
Manchesters um dauöa Kennedys
forseta. Ritstjórinn kvaðst hafa
gert samning um birtingu upp á
sem svarar til 300 milljóna ísl.
króna.
ic Wasfi Tell forsætisráðherra Jórd
aníu hefur endurskipulagt stjórn
sína og eru nú í her.ni færri ráð-
herrar en áður, en hann fer sjálfur
með utanríkismálin.
★ Fimm fangar struku úr fangelsi
í Liverpool daginn fyrir Þorláks-
messu — og kom frétt um þetta í
kjölfar annarrar, sem var á þá leiö,
að Mountbattennefndin hefði kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að ekki
væri til í landinu nógu öruggt fang-
elsi til geymslu hættulegra fanga.
Mitchell, sem slapp frá Dartmoor,
var búinn aö skrifa blaði f London
2 bréf fyrir jólin, — og mun hann
vera f felum í London, þar sem
lögreglan hefur leitaö og leitað ár-
angurslaust...
William
Monchester
fárveikur
Frétt frá Middleton í Connccti-
cut, Bandaríkjunum, hermir, að
William Manchester, höfundur bók-
arinnar um dauödaga Kennedys for
seta, liggi fárveikur í sjúkrahúsi.
Hann liggur f sjúkrahúsi f Middle
ton, í heiftadegri lungnabóígu. —
Middleton er 44 ára og fyrrver-
andi sjðliðsforingi. Hann var flutt-
ur í skyndi i sjúkrahúsið. Samkv.
síðustu fréfibam er hann nú tafmn
úr Iffshættu.