Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 28.12.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 28. dðsember 1966. ÞJOÐLEIKHUSIÐ MARTA44 Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni — Listir -Bækur -Menningarmál- Opera eftir Friedrich von Flotow Hljómsveitarstjóri: Bohdan Wodiczko — Leikstjóri: Erik Schack — Þýðandi: Guðmundur Jónsson Aðrir sörigvarar stóöu sig með mikilli prýði yfirleitt. Guö- mundur Jónsson söng hlutverk Plumketts og lék af „sannferö- ugum“ skörungsskap, svo aö á- heyrendum hlaut aö finnast aö von Flotow sálugi hefði að minnsta kosti haft hann í huga, þegar hann samdi þaö. Krist- inn Hallsson flutti hlutverk Tristans lávaröar af ósvikinni kýmni í leik og látbragöi og ör- uggri og vandaöri raddbeitingu og sýndi enn einu sinni hvílíkur afburðasöngvari hann er, þeg- ar honum býðst tækifæri til á- taka — Þótt honum mætti gjam an bjóðast enn átakameira tæki- færi en aö þessu sinni. Sigur- veig Hjaltested var ærinn vandi á höndum í stöðugri „sam- keppni“ viö frú Dobson, og má með sanni kallast ótrúlegt hve vel hún stóð sig í svo von- Tjaö hef ég fyrir satt, aö óper- * an „Marta“, eftir F. von Flotow, þýki ekki sérlega stór- brotið né innblásið, og sízt af öllu stílhreint tónlistarverk á okkor tíð. Aftur á móti er þaö mjög viöráðanlegt öllum meðal- flutningskröftum, og vafalaust hefur það ráðið mestu um aö Þjóðleikhúsið valdi sér hana aö viðfangsefni. Það er' a. m. k. vonandi aö ástæðan sé sú, því þaö sýnir að þeir, sem þar standa að slíkum tónlistarflutn- ingi, séu famir aö leggja raun- hæft mat á þroska og getu þeirra krafta, sem þar er á aö skipa, og telji sér ekki lengur sæma að reisa sér hurðarás um öxl — í heild — í því trausti að viljinn sé tekinn fyrir verkið, og allt afsakaö með gamla söngnum um „smæð“ og „fmm- stæöingsskap" og annað þess háttar. í heild — því að við eigum fáeinum mjög góðum söngvurum á að skipa, sem þykja mundu liötækir vel þar sem óperufiutningur stendur á háu stigi. Víst er aö minnsta kosti um það, að 'ddri hefur þaö verið með tilliti til listakonunnar, sem söng aðalhlutverkiö sem gestur á sviði Þjóöleikhússins að þessu sinni, er kröfunum var stillt svo mjög í hóf, hvaö val viðfangs- efnisins nertir. í sannleika sagt er hlutverk Mörtu tæplega sam- boöiö svo frábærri söngkonu sem Mattiwilda Dobbs, og veit- ir áheyrendum því harla tak- markaða hugmynd um þá und- ursamlegu hæfileika, kunnáttu og tækni, sem hún hefur yfir að ráöa, og lagt hefur tónlistarunn- endur, vestan hafs sem austan, að fótum hennar, bæði sem ó- perusöngkonu og einsöngvara. Eins og áður segir, er það vafa- laust hyggilegt aö láta þarna getu söngkonunnar, sem á að taka viö af frú Dobbson, ráöa mestu um — en óneitanlega heföi það veriö freistandi fyrir Þjóðleikhúsiö að veita gestum sínum kost á að njóta þess aö heyra söngkonuna flytja átaka- meira hlutverk. En — sönn list lætur ekki að sér hæða. Þótt hlutverk Mörtu sé ekki viöamikiö, megnaði hin frábæra söngkona ekki einungis aö hefja þaö í heild í æðra veldi heldur tókst henni og að veita áheyrendum sinum þann dýrleg- asta unaö, sem listin á yfir aö ráöa. Nokkurt andartak hreif hún þá svo með söng einnar aríu — sem í sjálfu sér er aö vísu einkar hugþekk, en ekkert fram yfir það — að þeir gleymdu bæði stund og stað. Ég er þess ekki einungis fullviss, að enginn viöstaddra hefur heyrt smálagiö um síð- ustu sumarrósina sungið af við- lílca snilld, heldur er þaö og sannfæring mín, aö hafi þaö verið, eða veröi það nokkurn tíma betur sungiö, sé það Matti- wilda Dobbson ein, sem er þess megnug að vinna slíkt afrek. Ég leyfi mér að leggja sérstaka áherzlu á þetta einmitt vegna þess, aö essi aría, sem vegna melódískrar viökvæmni sinnar og angurblíðu hefur ranglega hlotið fastan sess sem „írskt þjóölag“ í meövitund almenn- ings, oauö söngkonunni tæki- færi til að sigra áheyrendur án sérlegra átaka, sem hver meðal- söngkona heföi tekiö fegins hendi. En svo sönn og stórbrot- in er Mattiwilda Dobbson í list sinni, og svo miklar og strangar kröfu. gerir hún til sjálfrar sín, aö í flutningi hennar varö þessi litla aría ekki einungis opinber- un listrænustu túlkunar heldur og þeirrar tjáningar, þar sem sál og tilfinningar hefja kunn- áttuna og tæknina til æöstu fullkomnunar. Fyrir þessa ó- gleymanlegu stund á Mattiwilda Dobbson einlægustu þakkir skildar — fyrir þessa litlu aríu verður flutningur óperunnar „Mörtu“ sá mesti sigur, sem Þjóðleikhúsið hefur unnið hing- að til. Guðmundur Jónssori (Plumkett), Kristinn Hallsson (Tristan), Matti- wilda Dobbs (Marta) og Sigurveig Hjaltested (Nancy) í hlutv. síuum. Bandaríska sönglronan Mattiwilda Dobbs í hlutverkí Mörtu. lausri aöstööu, þar sem einhver frægasta söngkona, sem nú er uppi, var annars vegar. GuÖ- mundur Guðjónsson geröi margt vel ,en rödd hans skorti þó mýkt og blæfegurð á köflum, þótt styrkur hennar væri nógur og bar einkum á því, þegar þau voru tvö ein á sviði, hann og frú Dobson. Þjóöleikhúskórinn stóö sig af mikilli prýöi og er auðheyranlegt að hann hefur fengiö stranga og góöa skólun að þessu sinni hjá hljómsveitar- stjóra og leikstjóra. Til dæmis hef ég aldrei séð hann og dans ara leikhússins léttari og sam- dansarnir voru að þessu sinni óvenjulega fjörugir og skemmti- legir og er ekki annað sýnna en Fay Wemer hafi aö þessu sinni leyft sér að slaka dálítiö á brezkri formfestu aö þessu sinni. Hljóms'eitarstjóranuni. Boh- dan Wodizko, og leikstjóranum, Erik Schalk, tókst furöt vel að framreiöa þennan þýzka senti- malisma meó sínu franska ívafi — sem von Flotow tekst þó hvergi aö gera aö neinum glit- vefnaði — svo hann verði nú- tímaáheyrendum ekki einungis bærilegui, heldur og nokkur skemmtan. Þó fannst mér loka- söngurinn helzt til hávær og hljómsterkur fyrir mín eyru. Þar var að minnsta kosti ekki angur- /æröinni fyrir aö fara í flutningi themans um síðustu sumarrós- ina — heldur öllu fremur keppni um það, ver mest gæti sungið einsöngvarar eða kór, samtímis því að hljómsveitin tók á því sem hún átti til. Sá mikli tóna- flaumur varð mér allt annað en þægilegur, og minnti mig á svip uö óþægind og af sömu ástæö- um, er ég hlýddi á flutning „Betlistúdentsins“ i Stokkhólms óperunni vorið 1952. En nóg um þaö. Ég hef mín eyru, aðrir sín. Þrátt fyrir allt og allt kvaddi ég Þjóðleikhúsiö aö þessu sinni með einlægara og innilegra þakk læti en nokkru sinni fyrr, fyrir aö mér haföi veitzt tækifæri ti) aö njóta þeirrar unaösstundar. aö ég geri varla ráð fyrir að mér veitist ööru sinni önnur slík Að heyra Matthilda Dobson syngja aríuna um síöustu rós sumarsins...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.